Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 46

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Síða 46
Suður hafsejrj an Rarotonga með fagurt mannlíf og ólýsanlega náttúrufegurð Dansar á Rarotonga eru bæði fullir af trúarhita, en líka sterkri samhneigð kynjanna. Þórunn Árnadóttir fór hinum megin á hnöttinn - hitti frænku sína og íslenska stráka - fann armbönd með lækningamátt og heillaðist af Suðurhafseyjunni Rarotonga. Sagt er að ef Suður- hafseyjar heilla, skilji maður þar eftir hluta af sér! „Ég ætlaði aðeins að heim- sækja frænku mína, sem er ekkja og býr á Auckland á Nýja-Sjá- landi,“ segir Þórunn. „Én við breyttum ferðinni í hnattreisu! Við Anna, dóttir mín, lögðum af stað frá Frankfurt til Bangkok með Singapore Airlines í apríl síðast- liðnum. Bangkok er sögð vera stærsta bílastæði í heimi og bílar geta verið óskaplega lengi að komast áfram. Én allir brosa í umferðinni - nema útlendingar! Tælensku hofin voru stórkostleg. Listvefnaður og útskurður mjög áhugaverður. Þjónusta öll til fyrir- myndar og margar ferðir í boði - en hræðilega heitt! í Singapore er stærsta fríhöfn í heimi og hvergi betra að versla. Undarlegt að geta prúttað með nýjasta myndbúnað og vélar. En prúttið getur brugðist til beggja vona! Rétt hjá vinsælustu „prútt- versluninni", Lucky Plaza er minni verslun með fast verð, sem er yfirleitt ekki óhagstæðara en það verð sem fæst í Lucky Plaza - eftir mikið prútt! Ég hef flakkað víða - sjóleiðis, flugleiðis, með lest og alltaf verið ferðaveik. Ég tek inn sjóveikispill- ur og plástra mig á bak við eyr- un, en ekkert hjálpar. Ég þurfti að fara hinum megin á hnöttinn til að læknast! Ég fer að ræða um þessa „ólæknandi" ferðaveiki við konu frá Ástralíu. „Þú hefur ekki prófað armböndin?“ spyr hún. Eg lít til himins og sé fyrir mér voltakrossa og lífselexír! En ég kaupi armböndin í apóteki í Auckland. Þau verða að vera tvö - sitt á hvorri hendi og liggja á æðunum til að jafna blóðþrýsting. Armböndin reyndust vel í næstu sjóferð! Tíminn og fjarlægðin hurfu, þegar ég sat hjá móðursystur minni í Auckland. Tilgangi ferðar- innar var náð. íslendinganýlenda er að byggjast upp í þessum fjar- læga heimshluta. Ástralskar stúlkur í fiskvinnu heima hafa heii'.að til 'SÍn fallega íslenska stráka. Auckland-eyja er mjög falleg. En mér fannst skrítið að sjá gamla eldgíga á útsýnis- hæðum inni í miðri byggð, sem Kynnt er undir elddansinum allan. daginn 4 Jólafasta TVinidad íslenskt yfirbragð Þórhalls leynir sér ekki innan um þeldökka Trinidad-búa! Stúlkurnar i klausturskólanum sungu og dilluðu sér fyrir framan Islendinginn. Áætlunarflug Pan American nr. 373 frá Miami til Trinidad 15. desember 1988 gekk sam- kvæmt áætlun og fimm mínútum fyrir miðnætti snart hin undur- þýða Boeing 727 flugvöllinn við höfuðborgina Port of Spain. Farþegarnir sem letilega nálg- ast flugstöðvarbygginguna eru svo dökkir á hörund að þeir greinast varla í hlýrri og olíumettaðri næt- urkyrrðinni, að einum undanskild- um, sem reynist vera náfölur ís- lendingur kominn að heimsækja þarlendan bréfavin sem hann hafði kynnst fyrir tilviljun á Akraborg- inni fjórum árum áður. Hér eru menn ekki að flýta sér og það tekur rúma tvo tíma að afferma vélina. Nú kemur í ijós að ferðatöskurnar hafa opðið' eftir á Barbados við millilendingu og við tekur önnur þreytandi bið vegna skýrslutöku. Þegar ég loks kemst að vegabréfsskoðun tekur ekki bétra við. Tollvörðurinn lítur á íslenska vegabréfið og brýnir skyndilega raust: „Þetta hlýtur að ver^ eitthvert grín, það er ekki til neitt land sem heitir „Iceland" nema í einhveijum gömium jóla- sveinabókum." Eftir nokkra leit finnur hann upplýsingar um eyjuna í norðri og vísar mér fullur undrunar í gegn og þá loks fæ ég greint hið bros- milda og kolsvarta andlit vinar míns, Wilfreds Johns, og Gloríu, konu hans. Þegar áfangastað er loks náð tekur við mjúkt rúm og dauð- þreyttur íslendingur steinsofnar. Eftir stuttan og djúpan svefn vakn- ar hann upp með andfælum. Hund- ar gelta með miklum látum og úr útvarpstækjum glymur hávær tón- list með framandi og líflegu hljóm- falli. Omeðvitað byija tærnar að dilla sér í takt við „calypso“-tón- listina og unaðsstraumur fer um þreytta sál meðan hún þeytist með ljóshraða inn í heim drauma. Trini- dad býður „ísmanninn" velkominn. Staðhættir á Trinidad Trinidad (ásamt enn minni systureyju, Tobago) er lítil eyja í Karíbahafi og liggur hún aðeins sjö mílur undan ströndum Venezú- ela. íbúatala er eitthvað á aðra milljón og eru flestir íbúar blakkir á hörund eða af indverskum uppr- una. Olía gegnir þar sama hlut- verki í Jífsafkomunni og fiskur hjá okkur íslendingum. Á Trinidad er ekki mikið um efnisleg gæði okkar Vesturlandabúa. Um einn fimmti vinnufærra manna og kvenna er atvinnulaus. Þeir eru samt að mörgu leyti „ríkari“ en við í nægju- semi og jákvæðari afstöðu til lífsins. Á Trinidad er þannig veður- far að hægt er að sofa nakinn undir laki við galopinn glugga allt árið án þess að húsin séu kæld eða upphituð. Tölvuvæðing er mjög takmörkuð og menn taka lífinu með stökustu ró. Hið landlæga „stress“ Vesturlandabúa víðs fjarri. Heimabær Wildfreds vinar míns og fjölskyldu er lítill og liggur á sunnanverðri eyjunni. á 1988 Fyrsti dagur í Gasparillo I stuttbuxum, sandölum, erma- lausuin bol og myndavél hangandi um hálsinn er hið framandi um- hverfi skoðað og myndað. Eitt það fyrsta sem ég festi á filmu er sérkennilegur „söluturn" sem reynist lítið annað en tvær gamlap bárujárnsplötur fyrir þak og tréborð undir. Þrír rosknir Ind- veijar eru við afgreiðslu og benda mér að koma nær. Sæll „ísmaður", við fréttum af komu þinni. Má ekki bjóða þér að smakka heita indverska böku? Það er ekki um annað að ræða en að þiggja boðið-og ég fæ mér stóran-brta alís óhræddur. Indveij- arnir brosa stríðnislega þegar þeir sjá svip minn um leið og allt kryddgumsið situr fast i hálsinum. Má kannski bjóða herranum eitthvað að- drekka segir einn þeirra um leið og hann hellir úr stórri krukku í lítið glas. Ég álít að þetta sé saklaust heimabrugg og tek stóran gúlsopa í von um að geta skolað kryddinu úr hálsin- um en sviðinn eykst til allra muna. Indveijarnir þrír hlæja sig mátt- lausa þegar ég spyr furðu lostinn hvaða görótti drykkur þetta hafi verið og þeir útskýra fyrir mér að þetta hafi verið mín fyrstu kynni af 75% óblönduðu Puncheon Trini- dad-rommi. Einhvern veginn tókst mér að klára úr glasinu en þegar þeir vilja hella í það aftur úr krukkunni stóru afþakka ég kurteislega og þakka fyrir mig. Er ég held ferð minni áfram heyri ég einn þeirra tauta til skýringar fyrir hina: „Kannski er hann lítið gefinn fyrir alkóhól." Ég lít á úr mitt og sannfærist um að klukkan er 10.30 að morgni að staðartíma. Fyrsta kaþólska messa mín Ég vissi að Wilfred og fjölskylda eru kaþólsk en það kom mér á

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.