Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 34

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1989, Blaðsíða 34
máli enn. Það er meðal annars útbreidd rangtúlk- un, að Þjóðveijar hafi ráðið úrslitum í frels- isstríðinu, því að þau voru þegar ráðin þeg- ar herstyrkur þeirra, sem var um 9.000 manns, kom til Finnlands í apríl. í óþökk Mannerheims og án vitundar hans óskaði ríkisstjórnin eftir aðstoð Þjóðveija í marz- byijun, en þess verður ávallt að minnast, að rússneskar hersveitir voru fyrir í landinu. Ráðstjómarríkin og Þýzkaland sömdu frið í Brest-Litovsk 3. marz 1918 og samkvæmt samningi þeirra fór rússneski Eystrasalts- flotinn frá Helsingfors 5. apríl með hina harðsnúnu byltingaráhöfn. En enginn vafi er á því, að afskipti Þjóðveija flýttu fyrir sigri bændahers Mannerheims og spöruðu þannig mörg mannslíf. Þegar Þjóðveijar gengu á land í Finn- landi hafði stjórnarherinn þegar tekið Tammerfors, sem var sterkasta vígi upp- reisnarmanna, og norðurher þeirra, sem upphaflega var um 25 þúsund manns, var gjörsigraður. Með töku Viborgar síðast í apríl var frelsisstríðinu í reynd lokið. Vegna hinnar þýzksinnuðU afstöðu ríkis- stjórnarinnar eftir að frelsisstríðinu lauk sagði Mannerheim af sér embætti yfirhers- höfðingja og fór af landi brott. Ríkisstjómin hugðist treysta hið nýfengna sjálfstæði með nánu sambandi við Þýzkaland og ákvað m.a. að stefna að því að innleiða konungs- dæmi með þýzkan prins í hásæti. Hann var reyndar kjörinn af finnska þinginu 9. októ- ber 1918, svo ótrúlegt sem það má virðast, en framsýni hinna finnsku ráðamanna var ekki meiri en þetta og Þýzkaland gafst upp mánuði síðar. Forsætisráðherra Finnlands frá maí til nóvember þetta ár var þó enginn annar en Paasikivi, sem 28 ámm síðar tók við forsetaembættinu af Mannerheim. RÍKISSTJÓRN 1918 Þegar ljóst var hve hrapallega stjórn- málamönnum hafði missýnzt var enn á ný leitað til Mannerheims, sem var í Stokk- hólmþ og hann beðinn að fara til Lundúna og Parísar. Það sem unnizt hafði með frels- isstríðinu var nú í hættu ef ekki tækist eins fljótt og hugsanlegt væri að treysta sam- bönd Finnlands við vesturveldin. Og nú blasti hungursneyð við í landinu og alvarleg- ur efnahagsvandi ef utanríkisviðskipti kæm- ust ekki á hið fyrsta. Mannerheim hélt til Helsingfors á fund Svinhufvuds, sem lagði fast að honum að fara þessa sendiför. Mannerheim kvaðst ekki geta skorazt undan því með hliðsjón af því hve mikilvægt erindið væri, en hann minnti á, að hann hefði sagt af sér yfir- stjórn hersins í von um, að hin opinbera afstaða hans gegn ríkjandi stefnu myndi stuðla að því að bægja þeim hættum burt, sem samvinna við Þjóðveija kallaði yfir landið og sjálfstæði þess. En nú vildu þeir slá þessu trompi út. Hann væri reiðubúinn að taka að sér hlutverkið, en ekki sem opin- ber fulltrúi ríkisstjórnarinnar heldur sem einstaklingur. Og það varð svo að vera. En hinn 17. nóvember barst honum skeyti í London, þar sem ríkisstjórnin skýrði honum frá því, að menn vildu fela honum æðsta vald ríkisins, sem ríkisstjóra, og væri hann beðinn um samþykki. 12. desember 1918 var hann formlega kjörinn ríkisstjóri og gat þá haldið áfram viðræðunum með myndugleik þjóð- höfðingja. Mannerheim kom til Ábo 22. desember og þar var hátíðlega tekið á móti honum. Hermenn og varnarliðsmenn stóðu heiðurs- vörð. í fremstu fylkingu stóð Svinhufvud, klæddur hermannabúningi sínum sem undir- foringi og heilsaði teinréttur að hermanna- sið. Þessa fallegu kveðju kunni Mannerheim vel að meta og þeim mun fremur sem skoð- anir þeirra höfðu svo oft verið skiptar. Mannerheim gegndi embætti ríkisstjóra unz ný stjómarskrá hafði verið samþykkt og forsetakosning farið fram 25. júlí 1919. Þingmenn kusu forsetann, en þjóðin ekki, og 149 þeirra kusu Stáhlberg, prófessor, en 50 Mannerheim. Hann hafði gert sitt gagn í bili. Hann var þá 52 ára. En tveim- ur áratugum síðar, þegar hann var orðinn 73 ára stjórnaði hann vörn Finna, er Rúss- ar réðust á landið í lok nóvember 1939. Sú vörn tilheyrir heimssögunni. Mannerheim varð aftur þjóðhöfðingi lands síns á válegum tímum. Hann var kjörinn forseti Finnlands í ágúst 1944 og þá af þinginu vegna hinna sérstöku aðstæðna. Hann gegndi embættinu til 1946. Mannerheim lézt árið 1951, en hafði þá skrifað endurminningar sínar, sem komu út í svonefndri þjóðarútgáfu á fyrstu árum sjötta áratugarins. Ævi hans var sannarlega söguleg. Höfundur hefur um árabil verið aðalþýðandi Lesbókar. ig minnir að ein bóka Stefáns heitins Jóns- sonar um Hjalta litla hafi byijað á þessum orðum: — „Og enn erum við að flytja." Þegar maður tekur upp á því að flytja til fjarlægra landa getur verið býsna snúið að verða sér út um íbúð sem hentar manni. Um síðustu helgi flutti undirritaður því í þriðja sinn á einu ári og vonandi þarf hann ekki að standa í búferlaflutningum á ný fyrr en farið verður heim til íslands. Loksins rættist draumurinn um að flytj- ast í þýska sveit. Reyndar rættist hann svo rækilega, að okkur var fyrir tilviljun boðið heilt bændabýli í litlu sveitaþorpi. Bóndinn Þegar íslenzkir hestar komu hingað í stórum flutningabíl, lagði fólk bókstaflega niður vinnu og við lá að allt líf stöðvaðist um stundarsakir. Eftir HJALTAJÓN SVEINSSON dó fyrir einu ári, en hann hafði verið ekkill um nokkurn tíma. Hér beið okkar því íbúð- in gamla mannsins eins og hann skildi við hana, erfingjar hans höfðu ekki hróflað við neinu eftir að hann féll frá. Hann hafði verið sérstakur áhugamaður um púða, og því voru þeir í ótal litunum í öllum hægind- um sem finna mátti í stofunni. Blómin hans höfðu meira að segja fengið að standa og höfðu verið vökvuð reglulega síðan hann dó. Búslóðin hans blasti sum sé við okkur þegar við fluttum inn, og okkar litla hafur- task, sem rúmast hefði á einum litlum hest- vagni, eins og búslóðin hans Hjalta litla og móður hans í sögu Stefáns, mátti að miklu leyti halda áfram að dúsa niðri í pappaköss- um og bíða þar endanlegs flutnings yfir Atlantsála. næsta sumar. Með Hænur í Garðinum Sem ég sit hér við skrifborðið er mér lit- ið út um gluggann og við blasir fallegur garður. Fyrir utan gluggann vappa nokkrar hænur af ítölsku bergi brotnar, en þær eru það sem eftir lifir af bústofni gamla manns- ins. Reyndar fylgir kötturinn hans líka með í leigunni. En hann er orðipn svo áhugalaus um veiðiskap að hann er,!lpngu hættur að nenna að eltast við hænugreyin. Kattarfor- smánin er jafnframt svo úti á þekju, áð hún lætur músina í friði. Nýja heimilisfólkinu brá ekki svo lítið í brún, þegar það vatt sér inn í þvottahús, sem er inn af éldhúsinu, til þess að gefa kettinum að- éta í fyrsta skipti. Kom þá ekki fram undan kassa einum lítil og pattaraleg, tístandi mús. Þégar kött- urinn hafði lokið sér af við máltíðina, skaust litla músin, rorrandi í spikinu, upp í matar- diskinn hans og tók til við að gæða sér á kræsingunum. Kötturinn sleikti sig í framan og horfði á músina eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Síðan þessi uppljóstrun var gerð höfum við einatt farið syngjandi til þvotta og erum hætt að gefa kattaróberminu að éta innan húss. Um þetta kattarfyrirbæri verður vart annað sagt en það fari sínar eigin leiðir og synd væri að segja að það fetaði léttstígt troðnar slóðir. Hann á sér nefnilega sínar eigin útgönguleiðir og smýgur inn á ótrú- legustu stöðum, og fá mannleg augu þá ekki greint. Þó kettinum sé hleypt út á kvöldin, og öllum gluggum á neðri hæðinni rækilega lokað og dyrum læst, er hann það fyrsta sem mætir manni á göngum hússins næsta morgun. Hneggjað Við Stallinn Þessir gömlu, þýsku bóndabæir eru þann- ig úr garði gerðir, að í einu og sömu bygg- ingunni er íbúðin, fjósið og hlaðan. Þannig er það líka hér. Kýrnar heyra sögunni til í þessu húsi en litla fjósið, sem eitt sinn rúm- aði tíu kýr, mun í vetur þjóna okkur sem hesthús. Þegar fer að kólna í veðri tökum við hestana okkar tvo inn þegar við teljum nauðsyn á því. Þetta eru mikil forréttindi. Að sjálfsögðu er innangengt úr íbúðinni og inn í hesthús. Við kvöldverðarborðið má þá heyra þá Sindra og Kalsa hneggja við stall- inn. Borgarbörnum eins og okkur, sem þurft hafa að fara 15 kílómetra til hesta sinna upp í Víðidal eða suður í Hafnarfjörð, finnst þetta heldur en ekki skemmtileg tilbreyting. Þeir Sindri og Kalsi komu hingað út með flugi fyrir tveimur vikum. Þeir eru smám saman að átta sig á nýju heimkynnunum. Þeir urðu aldeilis hissa þegar þeir sáu öll þessi tré. Annars erum við þess fuliviss að gandarnir tveir fái ekki heimþrá í bráð. Til þess að tryggja það var nefnilega farið á þeim í göngumar í haust með Hrunamönn- um. Ferðin tók heiia viku. Mest var riðið á gijóti og erfiðu landi auk þess sem við hrepptum foráttuveður dögum saman. Af þessum sökum langar þá tæpast heim í bráð. í litlu þorpi eins og þessu þarf ekki mik- ið til þess að setja allt mannlíf á annan endann. Þegar íslensku félagarnir ferfættu komu hingað í stórum flutningabíl, lagði fólk bókstaflega niður vinnu og við lá að allt líf stöðvaðist um stundarsakir. Þvílíka athygli vakti koma þeirra. Fólki þótti það framandi að við, sem vorum nýflutt hingað, skyldum svo ofan í kaupið fá senda tvo hesta. Þarna fengu þorpsbúar eitthvað til að tala um og líklega smjatta þeir á þessu enn. Að Vakna Við Beljur Og Baul Þó vissulega sé það ókostur að búa í litlu sveitaþorpi þar sem engin er verslunin, þá eru kostirnir samt fleiri. Til næsta bæjar, þar sem unnt er að versla, eru ekki nema um fimm kílómetrar. Þar að auki er unnt að notfæra sér þessar sérstöku aðstæður. Við höfum til dæmis gert samning við bónd- ann í næsta húsi um að selja okkur mjólk í könnu á hveijum degi. Áuk þess selur hann okkur kartöflur, svínakjöt og nauta- kjöt. Hann slátrar sjálfur því sem fella þarf og elur upp bæði svín og nautgripi til kjöt- framleiðslu. Hann er lærður kjötiðnaðar- maður og getur því gengið frá vöru sinni eins og best er hægt. Hann selur síðan fólki heila eða hálfa skrokka. Þeir sem versla'við hann ganga jafnframt að því vísu, að gripir bóndans fá aldrei annað en fyrsta flokks fóður og eru aldir/upp við kjöraðstæður. Reyndar er ekki enn allt upp talið af því sem bóndi þessi selur okkur. Hjá honum fáum við nefnilega brauð í hveijum mánuði og kaupum þá mörg í einu og frystum. Hér í þorpi er sérstakt brauðbökunarhús og er ofninn hitaður með hrísi. Fjölskyldur þorps- bændanna hafa til ráðstöfunar ákveðna daga í hveijum mánuði og eru þá bökuð allt að fimmtíu brauðum í senn. Þau bragð- ast ákaflega vel og bakaríisbrauðin stand- ast þeim ekki snúning. Hér heyrast aldrei hljóð nema úr börkum manna eða húsdýra. Þar sem við bjuggum áður hrukkum við upp með andfælum fyrir klukkan sex á morgnana þegar bílaum- ferðin fór méð öllu sínum drunum að æða í gegn um bæinn. Hér opnar maður ef til vill annað augað þegar verið er að reka kýrnar bóndans í næsta húsi til mjalta snemma morguns, eða þegar hænurnar fara að ræða saman yfir morgunkorninu í garðin- um, eða bannsettur kötturinn að heimta matinn sinn og hestarnir að hneggja orðnir leiðir á að dúsa inni um nóttina. — Þetta er nú meiri munurinn. Höfundur býr í Þýskalandi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.