Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Side 6
■s Ljósmynd/Þórarinn Stefónsson UNNUR Wilhelmsen og Kolbeinn Ketilsson. Kolbeinn Ketilsson ráðinn til óperunnar í Dortmund TEK NÚNA STÓRT STÖKK UPP Á VIÐ KOLBEINN Ketilsson óperusönqvari hefur skrifaó undir tveggja ára samning vió óperuna í Dortmund í Þýskalandi. Síóasta hálft annaó ár hefur Kolbeinn verió fastráóinn í Hildesheim og einnig verió mikió á faraldsfæti sem gestasöngvari. Hann uppsker nú laun þess erfióis síns, því Dortmund telst til A-húsa * i þýska óperuheiminum. ÞÓRARINN STEFÁNSSON heimsótti Kolbein á þessum tímamótum. þess hve örskots- lengdin er löng. Skotlengd Húnbog- ans í Búdapest ber því vel saman við þessa skilgreiningu Grágásar, þar sem hún hefur verið sett rífleg, svo ekki væri tekin sú áhætta að bogi fyndist sem drægi lengra í hönd- um óvenjulega sterks manns og í meðvindi. Húnbogarnir voru eflaust langdræg- ustu bogar þessa tíma. Örvarskotið frá Vælugerði og ör- skotsfjarlægð Grág- ásar benda því ein- dregið til þess, að hér hafi fyrst eftir landn- ám fundist einn eða fleiri bogar eins og Húnar notuðu. Sérhver, sem hafði afl og þjálfun til að beita slíku vopni á landnáms- öld, hefur haft yfirburða vígstöðu, þar sem hann gat náð til andstæðinga sinna löngu áður en þeir náðu til hans. Þetta kann að skýra yfirburði Gunnars Hámundarsonar gegn andstæðingum sínum, sem telja má ósennilega ef hann hefur einungis haft að vopni atgeir eða spjót, en alls ekki ef hann hefur átt boga eins og Húnar notuðu. Tengslin við Húnboga Það kann að virðast alllangsótt að tengja bogaskot á tíundu öld á íslandi við boga Húna. Ríki Húna hófst með innrás þeirra inn í Evrópu á seinni hluta fjórðu aldar og það hafði liðið undir lok áður en fimmtu öld lauk. Boginn var það vopn sem gaf Húnum þá yfirburði sem urðu til þess að þeir lögðu undir sig germönsku þjóðinar allt frá Eyst- rasalti til Svartahafs, ráku sumar á flótta inn í ríki Rómveija og unnu stóra sigra á heijum þeirra. Bogar Húna voru settir saman úr beini eða horni og sveigjanlegum viði og var lengd þeirra spenntra um 120 til 130 sm. Bogarnir voru „assymetriskir" þar sem Húnarnir höfðu ekki ístöð á söðl- um sínum og gátu því ekki staðið upp þegar skotið var. Var því neðri hluti bog- ans styttri en efri hlutinn. Örvarnar höfðu mismunandi örvarodda, miðaða við til hverskonar veiða eða hemaðar þær átti að nota. Þyngstu örvaroddamir voru til hernaðar og úr járni, þrístrendir. Bogarnir voru mjög eftirsóttir og mikils virði og sagt er að engir hafi getað smíðað þá aðr- ir en Húnar. Þeir gengu frá föður til sonar og vom því sjaldnast lagðir í grafir fyrri eigenda samkvæmt Istvan Bóna. Þjóðir eins og Avarar og Magyrar, sem komu síðar inn í Evrópu, notuðu skylda boga en náðu samt ekki að gera þá eins. Hornbogar Húna eru nefndir í Eddu- kvæðum. I Hlöðskviðu segir Gizur Grýting- aliði við Húna. „Eigi gjöra Húnar oss felmtraða né hornbogar yðar.“ Húnbogi hefur verið mannsnafn hér á landi. Það bendir til þess að einhveijir for- feðra okkar hafí átt þetta vopn og verið kallaðir eftir því. í Landnámu em nefndir fimm Finnbogar en einungis einn Húnbogi. Finnboganafnið kemur á sama hátt frá boga Sama en líklega hefur sá bogi verið hreint leikfang í samanburði við boga Húna. Barði Guðmundsson setti fram þá kenn- ingu að það fólk, sem hefði valist til land- náms á íslandi hafi að miklu leyti verið afkomendur Herúlanna, sem lögðu leið sína frá Skandinavíu eða Suður-Svíþjóð á fyrri hluta þriðju aldar og voru staddir á Krím- skaga, þegar Húnar lögðu þá undir sig seint á fjórðu öld. Þeir urðu síðan undir- þjóð Húna þar til Húnaríkið sundraðist á seinni hluta fimmtu aldar. Herúlarnir stofnuðu þá eigið ríki við Dóná, þar sem nú er Ungveijaland. Þetta ríki stóð einung- is í stuttan tíma eða varla hálfa öld og endalok þess urðu að Langbarðarnir eyði- lögðu það og sundraðist þjóðin. Samkvæmt rómverskum heimildum, riðu hinir heiðnu Herúlar og höfðingjar þeirra til Norður- landa og settust að í nágrenni Gauta. Þetta þjóðarbrot telur Barði að séu hinir svoköll- uðu Hálfdanir, sem koma fram í fornum kvæðum jafnvel í engilsaxneska Beowulf kvæðinu sem varðveittist í Englandi. Enda munu fyrstu Herúlarnir hafa komið til Norðurlanda um líkt leyti og Engilsaxar voru enn að flytjast til Englands. Herúl- ar höfðu lengi verið bandamenn Húna og börðust með þeim t.d. í Frakklandi árið 451 undir forystu Atla Húnakonungs. Má því búast við að einhveijir herflokkar Húna hafi fylgt þeim til Norðurlanda og að Húnbogar hafa verið með í förinni ogjafnvel bogasmið- ir sem kunnu til verka. Varla hefur landnám Herúla í Skandinavíu gengið friðsamlega fyrir sig. Húnbogar og smíði þeirra hefur því getað loðað við fram á víkingaöld og landnám íslands. Þetta styðja fundir örvarodda, sem tald- ir eru ættaðir frá Húnum á Norðurlöndum. Við Sparlösa í Vestur-Gautlandi er rúna- steinn, sem talinn er vera frá seinni hluta áttundu aldar. Á steininum er mynd af víkingaskipi og kattardýri og neðst maður á hesti í fylgd hjartar. Sjá mynd að ofan. Húfa mannsins líkist húfum Húnanna. Sjá mynd á bls. 5. Hjart- armyndin er ótrúlega lík hjartarmyndinni á beinplötunni úr Húnagröfinni hér að framan. Efst á rúnasteininum er mynd, sem minnir mjög á tjöld þau er hirðingja- þjóðir Asíu notuðu og gera jafnvel enn. Hjartarmyndirnar minna á söguna um uppruna Húnanna. Konungur Gota hafði rekið hóp flagða í útlegð í austurátt og út af þeim komu Húnar við mök við vonda anda. Sagan segir, að hind hafi leitt Húna á hjartarveiðum út úr fenjunum inn á yfir- ráðavæði Gota við Svartahaf. Til þessa atburðar vísaði Atli Húnakonungur þegar hann eggjaði her sinn fyrir orustuna á Katalánavöllum 150 km austan við París árið 451. Bogar og hjartamyndir eru því nátengd- ar Húnum og veiðum með boga. Myndirnar á beinhringnum frá Eystri- Rangá minna einnig mjög á hjartarmynd- irnar og tréð á Gundestrup katlinum frá Jótlandi, einum merkasta forngrip Dana sem er talinn vera frá því um Krists burð og af sumum upprunninn frá svæðinu við Svartahaf. Lengi má ræða hjartarmyndirn- ar á beinhringnum og beinplötunni á þeim nótum og gefa þeim trúarlega merkingu, þótt þær séu að mati höfundar líklegast miðaðar við þau not sem þessir hlutir voru ætlaðir til. Lokaord Þessi grein hefur nú orðið lengri en höfundur ætlaði í byijun en fleira hefur tengst þessari gátu sem okkur hefur verið send í líki beinhringsins. Mat höfundar er að beinhringurinn frá Eystri-Rangá geti verið eldri en landnám íslands en samkvæmt mati Krisjáns Eld- járns var hann frá tíundu öld og mati Lise Bertelsen frá elleftu öld. Spurning er því um aldur beinhringsins og er brýnt að hann verði aldursgreindur sem fyrst með kolefnismælingu. Ef ályktanir höfundar eru á traustum grunni byggðar er beinhringurinn frá Eystri-Rangá, einhver merkasti forngripur þjóðarinnar. Ég vil svo að endingu gera lokaorð Krisjáns Eldjárn í bók sinni, Gengið á reka, að mínum: „Þeir sem telja Njálu skáldsögu eina, munu brosa að þessum bollaleggingum. En það verður ekki sigurbros, fyrr en þeir koma með skýringu á hinum einstæðu hjartarmyndum, sem haldbetri sé en þessi. Við bíðum og sjáum hvað setur." Heimildir: Höfundur studdist við eftirfarandi bækur við gerð þessara hugleiðinga: Gengið á reka eftir Krist- ján Eldjám. Bókaútgáfan Norðri, 1948. Das Hunnen- reich eftir Istvan Bóna. Konrad Theiss Verlag, Stutt- gart, 1991. Shamanens Hest eftir Sören Nancke- Krogh. Nyt Nórdisk Forlag Amold Busck, 1992. Attila King of the Huns eftir Patrick Howarth. Constable, London, 1994. Kviður af Gotum og Húnum eftir Jón Helgason. Heimskringla, 1967. Landnáma. Hiðíslenska fomritafélag, 1986. Úrnesstíll eftir Lise Bertelsen. Árbók hins íslenska fomleifafélags 1993. Reykjavlk 1994. Höfundur er brunamólastjóri í Reykjavík. KOLBEINN Jón Ketilsson, eða bara Jon Ketilsson eins og hann kýs að kalla sig erlendis, hefur verið á þeyt- ingi milli Hildesheim og Darmstadt þar sem hann er nýbúinn að syngja sem gestur á frumsýningu á óperettunni Wienerblut eftir Johann Strauss. Verkið var skrifað fyrir tæpum hundrað árum og gerist, eins og nafnið bendir til, í Vín. Kolbeinn syngur aðalhlutverkið, Baldu- in greifa af Zedlau sem er mikill kvennamað- ur, þýskur að uppruna og lærir að meta lystisemdir lífsins í Vínarborg. Kolbeinn seg- ist hafa gaman af að syngja hlutverkið og öllu léttara yfir því en hefðbundnum óperu- hlutverkum. Óperan í Hildesheim hefur einn- ig tekið verkið til sýningar. „Úr því að þeir vissu að ég var að syngja í Wienerblut í Darmstadt vildu þeir endilega að ég gerði það hér líka, þó að það hafí nú ekki staðið til þegar ég réð mig hingað. Ég þarf því að æfa báðar uppfærslurnar samhliða, sem er frekar erfítt því það er mikill talaður texti í verkinu og hann er mismunandi eftir því hvar leikið er.“ í Hildesheim verður óperan sett upp í gamalli skriðdrekaskemmu úr seinna stríði sem gengur undir nafninu Halle 39, þar sem nú standa yfir miklar endurbætur á óperuhúsinu sem var upphaf- lega byggt skömmu eftir aldamót en endur- byggt að loknu seinna stríði. Endurbótunum á að ljúka næsta haust en þá verður Kol- beinn floginn á aðrar slóðir. Líklega verður mikil eftirsjá að honum í Hildesheim þar sem Kolbeinn hefur á stutt- um tíma sungið sig inn í hjörtu bæjarbúa sem og forráðamanna óperunnar. Blaðadóm- ar hafa allir verið jákvæðir og sem dæmi þá skrifaði Göttinger Tageblatt eftir frum- sýningu á á Königskinder í apríl: „Meðal söngvaranna ber fyrstan að nefna Jon Ket- ilsson. Þessi ungi íslenski tenór hefur sung- ið í Hildesheim frá upphafí þessa leiktíma- bils og hefur greinilega verið mikill fengur fyrir leikhúsið að fá hann til liðs við sig. Hann söng konungssoninn með kröftugri, áhrifamikilli rödd en jafnframt af mýkt. Hæðin var glæsileg." Hoffmann var mikil eldskirn Ég lagði það á mig að aka hraðbrautina númer 7 frá Hannover til Hildesheim til að eiga viðtal við Kolbein og forvitnast um framtíðaráætlanir hans. Umferðarteppur eru algengar á þessari leið en tilefnið gaf mér kjark. Kolbeinn býr í þorpinu Itzum rétt fyrir utan bæinn ásamt konu sinni, Unni Wilhelmsen, sem er norsk í aðra ætt- ina en íslensk í hina og vinnur einnig fyrir sér með söng. Ég ek um nýlegt, vel skipu- lagt blokkarhverfí sem hefur laðað að fleiri íslendinga því út um stofugluggann hjá Kolbeini og Unni má sjá inn um eldhús- gluggana hjá íslenskum handknattleiks- mönnum, sem þarna búa. Kolbeinn stendur við eldavélina og er að paka pönnsur þegar ég kem inn, Unnur hleypur út og sækir mjólk í kaffið. Ilminum þarf ekki að lýsa. Þijár fötur á gólfinu — hér er allt rusl flokk- að og ekki fyrir hvem sem er að henda í ruslið. Kolbeinn hefur verið fastráðinn í Hildes- heim í eitt og hálft ár. Þetta er hundrað þúsund manna borg rétt suður af Hannov- HÚNINN á rúnasteininum Sparlösa í Vestur Gautlandi. (Úr bók Sörens Nancke-Krogh, Shamanens Hest.) 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.