Lesbók Morgunblaðsins - 30.11.1996, Síða 14
JAN ERIK Vold flytur Ijóð sín, en það gerir hann oft við djassundirleik
að hætti bandarískra skálda.
Jan Erik Vold er eitt
kunnasta Ijóóskóld
Norðmanna, afkastamik-
,11 og skorinorður í skáld-
skap sínum. Ein bóka
hans, langur bálkur
opinna Ijóða, seldist í
15.000 eintökum. Ljóð-
stíll hans veróur ERNI
ÓLAFSSYNI tilefni til aó
bera hann saman vió
íslensk skáld sem ort
hafa í líkum anda.
JAN ERIK Vold er eitt kunnasta ljóð-
skáld Noregs nú á dögum. Hann
er rúmlega hálfsextugur og birti
fyrstu bók sína árið 1965. Það var
ljóðabókin „Milli spegla“, fínlegir
auðteknir textar, mest af tagi
ástaljóða. Síðan hefur Vold sent
frá sér hálfan annan tug ljóða-
bóka, sumar mjög efnismiklar, aðrar afar
stuttar. Og þetta er skáld „sem kennir til í
stormum sinnar tíðar“ í öllum skilningi. Fyrst
og fremst hefur hann sveiflast með helstu
straumköstum norrænar ljóðagerðar undan-
farna áratugi, eftir að módernismanum slot-
aði. Hann hefur birt „hækur“, örstutt þriggja
lína ljóð að japönskum hætti, og langa bálka
„opinna ljóða“. Ljóðabálkurinn „Sirkel, sirkel"
frá 1979 lýsir hringferð um heiminn, og ljóðin
einkennast af svipaðri naumhyggju og hæk-
urnar.
Þessi naumhyggja hefur sett mikinn svip á
íslensk ljóð undanfarin ár. Þetta er erfiður línu-
dans, eða svo notuð sé önnur líking, tálgað
er burt allt nema það allra nauðsynlegasta,
til þess einmitt að finna kjarna ljóðrænu og
forðast yfirborðsleg áhrif. Og mér sýnist satt
að segja, bæði um Vold og mörg íslensku
skáldin, að ansi oft detti dansarinn á línunni,
eða skurðmeistarinn tálgi svo mikið burt, að
nánast ekkert verði eftir nema svipleysið.
Vold hefur einnig ort töluvert af Ijóðum sem
eru mjög alþýðleg að efni og formi, gagnrýna
stjórnmálamenn fyrir að ráðast á lífskjör al-
þýðu og skemma Osló; einnig lofsyngur hann
íþróttahetjur, orti m.a.s. heila „ljóðabók" um
aldarafmæli norska skautasambandsins, „En
sirkel i is“, 1993, og er það andlaus afreka-
skrá. Þessi alþýðlegu Ijóð Vold eru mörg á
hefðbundnu formi, eins flatrímuð og hægt er
(af taginu ,,ást-brást“). í samræmi við það
birtust þau upphaflega í dagblöðum, einnig
hafa þau komið út á plötum, þar sem Vold les
ljóð sín upp, hægt og hikandi við undirleik
frægra djassleikara, Miles Davis, Hank Jones
o.fh
Ýmsar bækur Vold hafa komið í mörgum
útgáfum, t.d. er ein vinsælasta bók hans enn
„Mor Godhjertas glade version. Ja“, sem birt-
ist 1968, (prentuð í yfír 15.000 eintökum).
Þetta er mikill bálkur opinna ljóða, og síðustu
bækur Vold eru ein'nig slíkir bálkar. Þvílík ljóð
birtust á íslensku á 8. áratuginum, einkum
eftir Mátthías Johannessen og Jóhann Hjálm-
arsson, einnig hefur verið þýddur á íslensku
mikill slíkur bálkur eftir Svíann Göran
Sonnevi. Í þessum Ijóðabálkum er vaðið úr
einu í annað, oft um atburði samtímans, sum
skáldanna eru mjög persónuleg, rifja upp
Vold tókst ab mióla
hryllingnum frá
stríbinu í Bosníu
meb því ab láta
höbul tala.
minningar, tala um kunningja sína. Einmitt
þess vegna hve óskipulegir ljóðabálkarnir eru,
gefa þeir kvika og marghliða mynd af ljóðmæ-
landa og umhverfi hans.
Þetta á við um íslensku skáldin og Vold,
en aðrir eru ekki eins persónulegir. Allt er
þetta einfalt og auðskilið, á óbrotnu daglegu
máli mestmegnis, engar myrkar ljóðmyndir,
formið er jafnan fríljóð. Nú mætti hugsa til
sígilds ljóðabálks Jóns úr Vör, Þorpið, frá
1946. En þar er afgerandi munur á, opnu ljóð-
in eru miklu rabbkenndari. Einmitt vegna
þess hve persónulegt formið er, koma einstakl-
ingssérkenni skýrt fram, t.d. þegar ljóðmæ-
landi reikar um bernskuslóðir og minningar
vakna virðast þessi íslensku skáld jákvæð og
bjartsýn en Vold yrkja meira af trega.
Sonnevi og Vold eru og mun pólitískari en
þessi íslensku skáld, enda sífellt að gagnrýna
þjóðfélagið og heimsástandið frá vinstri. í
nýjustu bók sinni „Kalenderdikt" frá 1995,
hugleiðir Vold um haustlaufið á kvöldgöngu
með hundinn, en lætur einnig móðan mása
um m.a. Evrópusambandið, hlakkar yfir því
að Norðmenn höfnuðu aðild að því, en hugsar
einnig um m.a. þjófnaðinn á málverki Edward
Munch „ópið“ (Skrik), og hve margra milljóna
var krafist í lausnargjald fyrir það, sem norska
ríkið var tilbúið að borga. Það sætir svo nei-
kvæðum samanburði við samskipti Norðmanna
og annarra vestrænna ríkja við þriðja heim-
inn, vopnasölu þangað og arðrán á Afríku.
Endurtekning á orðinu „skrik“ — og að ríma
það við „lik“ tengir þetta við fjöldamorðin í
Rúanda.
Nú mætti spyrja hvort þessir textar hafi
þá nokkuð fram yfír upprifjun á dagblaðafyrir-
sögnum sem hver maður getur þulið upp úr
sér undirbúningslaust. Og hvert verður gildi
þessara ljóða nú og framvegis, þegar aðalskot-
mark bókarinnar, Gro Harlem Brundtland
hefur sagt af sér sem forsætisráðherra? Svar-
ið er að bókmenntagildið rís upp úr því að
beina kastljósinu að sérstökum tilvikum og
flétta þau saman með t.d. endurtekningum á
orðalagi. Það er engin leið að skynja það að
mörg hundruð þúsunda manns hafi verið myrt
á nokkrum dögum, en ljóðið reynir að gera
það skynjanlegra með því að telja upp - af
handahófi - nöfn og fæðingardaga fáeinna
myrtra ungmenna, og einmitt handahófið
dregur fram meiningarleysi morðanna. Síðan
koma magnaðar andstæður, frumatriði eins
og kvölin við fæðingu er eins fyrir konur af
hvaða þjóðerni sem er. En í Rúanda verða
fæðandi konur að kæfa óp sín til að koma
ekki upp um það hvort þær eru hútúar eða
tútsar:
[...] Hva er et skrik verdt? Hva er et
lik verdt? Hva med de utenlandske
vápen
leveranser? Gisela Umuruta, fedt 19. mai 1985. Capita-
lina
Kamwegi, fedt 8. august
1969. Mudimzi Madeste
fedt 15. august 1980. Rwandas modre skriker ikke lenger
nár de feder, av redsel for á repe
om de er
hutu
eller tutsi. (...]
Auk ljóðanna hefur J.E. Vold getið sér gott
orð sem ritgerðahöfundur. Sérlega merk á því
sviði er bókin „Under Hauges ord“, sem hann
gerði 1994 um skáldbróður sinn nýlátinn, Olaf
H. Hauge, sem ég skrifaði um í Lesbókina
um miðjan október. Þetta er 400 bls. rit, sam-
ansett af greinum Volds frá ýmsum tímum
um ljóð Hauge; samtölum þeirra hljóðrituðum,
SÍÐUSTU áratugi hefur eitt
helsta deilumál tónlistar-
manna og -unnenda verið
hvemig flytja eigi tónverk;
hvort notast eigi við nútíma-
hljóðfæri, hljómmikil og ná-
kvæm, eða upprunaleg hljóð-
færi, oft hjáróma og vanstillt.
Þær deilur hafa á köflum orðið harðar og
óvægnar og hnúturnar fokið á víxl. Með tím-
anum hafa menn nálgast hvorir aðra og svo
komið að málamiðlun virðist í nánd.
Fyrir um það bil aldarfjórðungi hófust
umfangsmiklar rannsóknir á hljóðfæragerð
og flutningssiðum, ekki sist fyrir það að
margir tónlistarmenn og -fræðingar töldu að
rétt væri að flytja tónverk á sem líkastan
hátt og tónskáldið hefði heyrt fyrir sér, því
annars væri útilokað að gera sér grein fyrir
þvf hvað vakti fyrir því og hvert inntak verks-
ins væri. Þeir sem leituðu til upprunalegs
flutnings bentu á að svo mjög væri búið að
breyta hljóðfærum hvað varðaði til að mynda
hljóm og fyllingu að menn væi-u teknir að
breyta verkunum til að þau féllu betur að
nútímaskipan og jafnvægi héldist á milli hljóð-
færa. Líktu iðju sinni við það að hreinsa
málverk af aldagömlum skít og moski. Á
móti komu þeir sem sögðu af og frá að leita
í flutning sem byggðist á sífelldri glímu hljóð-
færaleikarans við ófullkomið og veikburða
hljóðfærið, tónskáldin hefðu vissulega notað
fullkomnari hljóðfæri hefðu þau átt þess kost
aukinheldur sem með því að afneita nútíma-
hljóðfærum væru menn um leið að hafna því
að listamenn sem léku á slík hljóðfæri hefðu
eftirsóknarverða innsýn og túlkun fram að
færa. Sér hver í hendi sér að hvorir hafa
nokkuð til síns máls og í seinni tíð hafa and-
LINNIR HNÚTUKASTI
Undanfarinn qldarfjóróung hafg tónlistarunnendur
tekist ó um hvernig rétt sé aó flytjg tónverk; hvort
leika eigi ó upprunaleg hljóófæri eóa nútímatól.
ARNI MATTHIASSON segir að svo virðist sem sögu-
legar sættir séu að verða í þeim mólum.
mælendur nálgast til muna.
Frábrugóin hl jóófœraskipan
Hljóðfæraskipan á fyrri öldum var all frá-
brugðin því sem tónleikagestir þekkja í dag,
aukinheldur sem hljóðfærin voru þeirrar gerð-
ar að hljómshlutfall var allt annað. Þannig
höfðu fiðlur til að mynda mun veikari hljóm
en þekkist í dag á tímum stálstrengja og
fyrir vikið urðu verk átjándu aldar tónskálda
litlausari í flutningi nútímahljómsveita; í stað
skarprar tónhugsunar Mozarts kom sykur-
húðað samsull. Fleiri dæmi má nefna eins og
til að mynda sinfóníur Beethovens, en í ný-
legri útgáfu Johns Eliots Gardiners á sinfó-
níunum níu, þar sem meðal annars er stuðst
við nýja mjög leiðrétta útgáfu á verkunum,
notar Gardiner upprunaleg hljóðfæri og fyrir
vikið verður margt skiljanlegt sem áður var
jafnvel skýrt með því að Beethoven hafí ver-
ið hálf heyrnarlaus hvort eð er. Annar lista-
maður sem lagt hefur stund á Beethoven er
píanóleikarinn Melvyn Tan, sem ferðaðist um
heiminn fyrir fáum árum með fortepíanó
Beethovens í farteskinu og lék á tónleikum
hvarvetna fyrir fullu húsi. Diskur með upptök-
um Tans á ýmsum verkum Beethovens á
Broadwood-píanóið, sem framleiðandinn gaf
Beethoven, er nauðsynleg hlustun þeim sem
áhuga hafa á píanóverkum tónskáldsins, ekki
síður en upptökur Tans af píanókonsertum
og fleiri verkum tónskáldsins þar sem hann
leikur á samtímahljóðfæri. Fleiri dæmi um
framúrskarandi flutning á upprunaleg hjóð-
færi; frábær árangur Quatuor Mosa'iques, sem
er margverðlaunaður fyrir flutning sinn á
strengjakvartettum Haydns, flutningur Johns
Holloways á Rósakranssónötunum eftir Biber
og upptökur Pierre Hantai’s á Goldberg-til-
brigðum Bachs svo fátt eitt sé nefnt. Með
tímanum hafa þeir sem stundað hafa að leika
á upprunaleg hljóðfæri fært sig framar í tíma
og þannig hafa menn gefið út sinfóníur
Bruckners á upprunaleg hljóðfæri þó Bruckn-
er hafi látist rétt fyrir aldamót. Öll sú iðja
hefur vissulega aukið mönnum skilning á því
hvernig flytja á tónverk og hvað tónskáldið
ætlaðist fyrir, en fyrir hvern listamann sem
hefur náð að vinna þrekvirki á við þá sem
að framan eru nefndir hefur grúi tónlistar-
manna helgað sig nútímahljóðfærum og ekki
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 30. NÓVEMBER 1996