Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.10.1997, Qupperneq 8
ÞÓTT „póstmódemismi" (pm-ismi) sé einatt notað sem marklaust ísullsorð þegar rætt er um listir á líðandi stund má þar sem annars staðar beita því á skýrari hátt. Pm-ismi í listum felur þá í sér a) vissa hugmynd um félagslegt af- stæði listrænnar tjáningar og reynslu, b) afneitun „heimslistar" ásamt hefð- bundinni listasögu og -söfnum og c) tvenns kon- ar listræn viðbrögð við lífí í „pm-ískum heimi“. Hyggjum nánar að þessum þremur einkennum. a) Pm-istar hafna, eins og áður hefur komið fram, öllum hugmyndum um sjálfstæðan ytri veruleika eða hlutlægt manneðli. Einstakling- urinn, sem og sýn hans á veruleikann, er afurð þess „málleiks" sem hann er þátttakandi í. Hinn svokallaði „umheimur" er hugarsmíð - eða öllu heldur málsmíð. Listræn reynsla og tjáning er að sjálfsögðu undir sömu sök seld; hún er afstæð við félagslegar forsendur, tíma og stað. Skynjun fjarvíddar er til að mynda vit- ræn fremur en skynræn, veltur á ríkjandi goð- sögn um hvemig heimurinn sé „í raun“ upp- byggður. Því er hlægilegt að tala um að tjáning fjarvíddar í verkum endurreisnarmálara sé eitthvað „réttari“ eða „betri“ en hjá listamönn- um gotneska tímans, svo að tekið sé þekkt dæmi úr hefðbundinni listasögu. Pm-istar hafa sérstakan ímigust á hug- myndafræði módernista: vildardraumi þeirra um frjálsa, frumlega framúrstefnulist - sótt- hreinsaða og sjálfsgagnrýna. Módernísk list- sköpun var, að dómi pm-ista, útvatnaður fagur- keraháttur og sæt sjálfsblekking. Þegar módernistamir þóttust frumlegastir nærðust þeir hvað mest á „annarra strokkuðu áfum“ enda hugtökin frumleiki og höfundur ekkert annað en sápukúlur. Listamenn skapn ekki heldur endurvinna: afrita afrit. Þetta þóttist Sherrie Levine sýna fram á er hún ljósmyndaði ijósmyndir fyrrum eiginmanns síns, Edwards Weston, af syni þeirra, Neil, í trássi við höfund- arlög: „Pmmrit“ Westons voru, að hennar dómi, þegar „afrit“ langrar hefðar þess hvemig „rétt“ sé að tjá mannslíkamann í listaverkum. „POSTMÓDERNISTAR hafa lítinn áhuga á að greina alla þá fjölbreytni í listum sem skapast hefur eftir fall módernismans. Fyrír þeim er aðeins til tvenns konar samtíðarlist: pm-fsk list og gervilist“. Myndin: pm-ísk videólist á Documenta-sýningunni í Kassel 1997. HVAÐ ER POST- MODERNISMII LISTUM? Pm-istar hófu Levine samstundis á goðastail fyrir þessa afhjúpun sína! Ekki dylst af framansögðu hvað átt er við þegar talað er um „tjáningarkreppu" í samtíð- arlist. Pm-istar boða að ríkjandi tjáningarmáti sé ekki annað en hefðarhelguð sýn hins vest- ræna, hvíta karlmanns er þvingi viðfóng sín til að leggjast í fyrirfram ákveðna löð. Femínískir pm-istar tala um karlaglápið („the male gaze“) sem valdatæki, eins og ger verður sagt frá í sjö- undu grein, og sjá ekki annað ráð vænna en að leggja til hliðar málaralistina eins og hún legg- ur sig - sem hefðarfreðna „fásinnu"! í hennar stað komi Ijósmynda-, myndbanda- og um- hverfislist, eða hvert það form sem ekki sé eins gjörspillt af karlaglápinu. Hvað er líka svona merkilegt við striga og trönur?! b) Pm-istar standast ekki reiðari en þegar hugtakið heimslist ber á góma. Þeir hafa meira að segja ekki enn jafnað sig eftir sýningu sem haldin var í Nútímalistasafninu í New York snemma á níunda áratugnum og átti að sýna fram á listrænan skyldleika milli ýmiss konar sköpunarverka „frumstæðra þjóða“ og módern- ista. Vestrænir karl-glápar taka þannig, að sögn pm-ista, stöðugt traustataki handíðir og trúartákn úr öðrum heimshlutum, sem þeir hafa ekki minnsta skilning á, skilgreina sem list á vestræna vísu og þykjast um leið hafa upp- götvað einhverjar sammannlegar þarfir eða hvatir. Hvílík andstyggð, hvílík andleg kúgun! Menningarnám („culturai appropriation'j er orðið yfir þetta; og „nám“ vísar þá til hernáms, ekki lærdóms! Pm-istinn Deborah Root hefur skrifað heila bók um slíkt menningarnám og hina vestrænu „mannætumenningu" sem iðkar það. Nýlenduhugsunarhátturinn sem að baki býr er, að dómi Root, bein afleiðing af þeim hefðbundna fordómi að til sé eitthvert hlutlægt ytra sjónarhom þaðan sem líta megi heiminn og sjá staðreyndir manniífsins í samhengi. Bók þessi er raunar öll hin forkostulegasta lesning, eins og síðar verður vikið að. Ekki kemur á óvart að pm-istar kasti rýrð á hefðbundin listasöfn. Verst er þeim við fyrr- greint Nútímalistasafn sem þeir líta á sem höf- EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Femínískir pm-istar tala um karlaglápið (x/the male gaze") sem valdatæki, eins og ger verður sagt frá í sjö- undu grein, og sjá ekki annað ráð vænna en að leggja til hliðar málaralistina eins og hún leggur sig - sem hefóarfreðna „fásinnu"! uðvígi módemísks orðræðuvalds og karlrembu. Ailar aðrar hefðir séu þar skilgreindar sem vísar að hinum módemíska fullnaði í amerískum af- strakt expressjónisma: og konur komi naumast við sögu sem listamenn. Þær birtist hins vegar í mörgum myndverkanna sem jarðbundnar mæð- ur eða loftborin örlagakvendi, það er sem hold- tekjur karlaglápsins. Viðtekin listasaga er svo menguð af sömu fordómum og skal borin á hauga. Ekkert nýtt hefur nokkru sinni verið skapað, engin framþróun orðið á neinu sviði og því er kominn tími tii að slá striki yfir alla al- menna sögu. Forskeytið „póst-“ í pm-isma vísar ekki aðeins til þess að við séum handan módem- ismans heldur handan sögunnar. c) Hvemig á að skilgreina pm-íska list? Craig Owens, sem orðinn var einn atkvæðamesti tals- maður pm-ismans er hann lést árið 1990, aðeins fertugur að aldri, skrifaði fræga grein þar sem hann reyndi að greina eina „sameiginlega hvöt“ að bald allrar pm-ískrar Ustar: launsagnahvöt. Launsögnin - allegorían - var, eins og Einar heitinn Pálsson minnti ckkur svo rækilega á í ritum sínum um rætur íslenskrar menningar, eitthvert heista tjáningartæki miðaldalistar og -bókmennta: að segja eitt en meina bæði það og annað sem einungis innvígðir skildu. Launsögn- in hvarf í skuggann á hinu móderníska skeiði, að minnsta kosti sem meðvitað tjáningarform, enda að dómi Greenbergs og félaga ekki annað en gerlagróður sem grandaði hreinleik listar- innar. Owens spyr meðal annars hvort þetta „POSTMÓDERNISTAR hafa sérstakan ímigust á hugmyndafræði módernista: vildardraumi þeirra um frjálsa, frumlega framúrstefnulist - sótthreinsaða og sjálfs- gagnrýna. Módemísk listsköpun var, að dómi pm-ista, útvatnaður fagurkeraháttur og sæt sjálfsblekking". Myndin: Mark Rot- hko: Svart, bleikt og gult á glógulu, 1951. kunni ekki að hafa verið ástæðan fyrir því að al- menningur hætti að sýna módernískri list áhuga; hana hafi skort lífsháska og dulúð laun- sagnarinnar. Má þar minna á til stuðnings um- ræðu meðal kirkjunnar manna á íslandi um hvort ekki þurfi að leggja áherslu á kristna dul- hyggju til að laða fleiri í guðshús. Orð Uglu í Atómstöðinni eru enn í fullu gildi: „Maður sem segir hvað hann hugsar er hlægilegur, að minsta kosti í augum kvenmanns.“ Nóg um það; Owens bendir á endurkomu launsagnarinnar í pm-ískri list: í umhverfis- verkunum sem vísi óbeint til staðbundinna að- stæðna og forsögu, í ljósmyndunum sem reyni að fanga og varðveita augnablikið, í samkrulli listgreina sem skírskoti hver til annarrar og svo framvegis. Svo merkilegar sem ábendingar Owens eru sýnist mér þó rökfærsla hans haria ó-póstmódernísk! í fyrsta lagi hljómar það ansi ankannalega, í munni pm-ista, að tala um sam- eiginlega „hvöt“ eða yfirleitt um nokkurn ásetning höfunda með listsköpun sinni. Hvar er þá allt afstæðið og höfundarleysið? I öðru lagi er ljóst að launsagnahjal Owens kemur á end- anum í sama stað niður og boðskapur afbygg- ingarhyggjunnar. Owens vitnar þannig með velþóknun í de Man, meðreiðarsvein Derridas, um að launsögn fangi bilið sem skilur að tákn og tilvísun. En sé það bil alls staðar að finna, eins og kreddan kveður á um, eru launsagnir líka hvarvetna í kreiki: í allri list allra tíma. Því hlýtur að teljast goðgá, frá sjónarhóli pm-ism- ans sjálfs, að gera launsögn að kennimarki pm- ískrar listar, fremur en hverrar annarrar. Eins og sjá má af tilraun Owens er varhuga- vert að leita skilgreiningar á pm-ískri list í til- tekinni hvöt eða tilteknum stfl. Ráðlegra er að tengja listina þeim tvenns konar viðbrögðum við lífí í pm-ískum heimi sem lýst var í síðustu grein. Þá getum við afmarkað tvær andstæðar stefnur í pm-ískri list: „gagnrýnislausa" og „baráttuglaða", svo að notast sé við skiptingu Hals Foster. Um leið er rétt að taka fram að pm-istar hafa lítinn áhuga á að greina alla þá fjölbreytni í listum sem skapast hefur eftir fall módemismans. Fyrir þeim er aðeins til tvenns I, 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 4. ÓKTÓBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.