Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Síða 9
En út á hvað gengur bók Root nema gagn-
rýni á hugmyndina um hið æðra sjónarhorn
frá æðra sjónarhorni hennar sjálfrar?! Ég
mæli með bók þessari,1 er aftur ber á góma í
lið e), sem skyldulesningu á inngangsnám-
skeiðum í rökfræði, undir námsþættinum
rökvillur.
Ekki bætir úr skák að segja að pm-isminn
sé að minnsta kosti sannur frá sjónarhóli
pm-istanna sjálfra, þvi að þá hlýtur líka að
vera til sjónarhóll andstæðinga pm-ismans
- frá bæjardyrum hverra pm-isminn er
ósannur - og engin leið að skera úr um hvor
er réttari. Ef rangt var af nýlenduherrunum
að líta niður á nýlendubúana, sem bjuggu í
framandi menningar- og málheimi, hlýtur að
vera jafnrangt af þeim síðarnefndu að for-
dæma nú hina fyrrnefndu! Þannig mætti
lengi telja; ekkert lát er á botnleysunni. Þó
tekur steininn úr þegar Lyotard fer að geipa
um réttlætið sem almennt gildi, óháð sátt og
skilningi milli málleikja: einhvers konar
skínandi gulltöflu í rústum hins hrunda Ba-
belturns. Hvernig á að stefna að réttlæti í
heiminum ef enginn getur skilið annan?
Margt mætti fyrirgefa pm-istum ef þeir
brygðust við afstæðishyggju sinni eins og
efahyggjuspekingurinn Kratýlus forðum:
hættu að blaðra, settust út í hom með æðru-
leysissvip og dilluðu litla fingrinum. En slíkt
er víst til of mikils mælst: Blaðrið er ævi-
starf þeirra flestra.
b) Jafnskýr höfundur og Dick Hebdige
undrast hví Baudrillard, Lyotard og félagar
skrifí oft frá svo háum sjónarhól og með svo
almennum hætti um „hið pm-íska hlutskipti
mannsins" og þar fram eftir götum þegar
þeir neiti í hinu orðinu öllum allsherjarkenn-
ingum og „yfirlitum".2 Honum láist hins
vegar að draga þá augljósu ályktun að pm-
isminn er ekkert nema ný allsherjarkenning
um örbirgð allra (annarra!) allsherjarkenn-
inga. Túlkun pm-ista á málspeki Saussures
- að heimurinn sé greinarmunarlaus marg-
breytileiki sem flokka megi niður eftir ótal
jafn-“réttum“ hugtakakerfum - verður til
dæmis ekki orðuð nema með allsherjarhug-
tökum sem ættu, samkvæmt kenningunni,
ekki að vera möguleg.
e) Ef ekkert „satt sjálf1 er til, hjal
Deseartes um mig (,,sum“) sem hugsandi
veru lokleysa og lífið aðeins röð ótengdra
augnablika, hvernig í ósköpunum er unnt að
öðlast þá sjálfskennd sem „gagnrýni" for-
pokunar-pm-isminn stefnir að innan eigin
málleiks? Með öðrum orðum: Séu engin
tengsl milli „mín“ nú og „mín“ í gær eða á
morgun hvernig skapast þá nokkur sam-
kennd milli mín og annarra einstaklinga,
jafnvel í mjög þröngum hópi? Að auki virðist
sem „cogito“ Descartes hljóti að hrynja
samhliða „sum“-inu því að til þess að hugsun
geti átt sér stað hlýtur sjálf þess sem hugsar
að þurfa að haldast hið sama að minnsta
kosti á meðan ályktun er dregin frá forsend-
um til niðurstöðu. Öll hugsun, allt líf, pm-ist-
ans hlýtur því að vera ein stór þverstæða.
d) Pm-istar svo sem Lyotard og Baur-
drillard boða að speki þeirra geri okkur
næmari fyrir frábrigðum og auki þol gagn-
vart ósammælanleika: kenni okkur að öll
frábrigði séu jafngild og að við séum aðeins
„annað fólk“ meðal „annars fólks“. A hinn
bóginn kveður pm-isminn á um að lýsing
eins á öðrum, að minnsta kosti utan eigin
nærhóps, sé ævinlega lituð af fordómum
lýsandans. Með því að taka það okkar hug-
artökum „öðrum“ við hitt fólkið, sem aftur
þýðir að við beitum það valdi, kúgum það.
Hvemig er unnt að koma þessu tvennu heim
og saman? Sumir pm-istar gera sér grein
fyrir vandanum. Philippi og Howells telja
þannig að þrátt fyrir allt jafngildishjalið líti
pm-istar enn á minnihlutahópa, er þeir til-
heyri ekki sjálfir, sem „aðra“ í neikvæðri
merkingu. Þær spyrja meira að segja hvort
við höfum þama rekist á útveggi hinnar pm-
ísku afbyggingar! 3 Það skyldi þó aldrei
vera...
e) Sú „öðrun“ sem mest fer í taugar pm-
ista er „framandgervingin“ (sjá fjórðu
grein), það er að dást í orði að hreinleik
„frumstæðs" fólks með því að ýkja sem mest
mun þess og okkar. Bók Deborah Root um
mannætumenninguna er einn allsherjar
reiðilestur yfir okkur Vesturlandabúum fyr-
ir slíka framandgervingu og fylgikvilla
hennar. En þeir ættu ekki að bæta annars
brók sem berlæraðir era sjálfir: Höfuðfor-
senda Root, kirfilega undirstrikuð í formála,
er einmitt sú menningarlega afstæðishyggja
sem mest ýkir mun samfélaga og viðurkenn-
ir á endanum ekki neina samnefnara okkar
og annarra. Hvað er athugavert við að út-
mála mun x og y ef sá munur er himinhróp-
andi staðreynd? Hér, sem endranær hjá pm-
istum, er ekki „hugsun rétt, heldur en gras á
brúnaklett", eins og Jón Thoroddsen orti.
Pm-istar gera sig seka um skylda villu
þegar þeir bera blak af raunsæislist fram-
andi þjóða, svo framarlega sem hún sé hluti
af órofnum menningararfi þeirra, á sama
tíma og þeir lýsa raunsæislist á Vesturlönd-
um sem glingri við goðsögnina um nauðsyn-
legt samband tákna og tilvísunar.4 Með öðr-
um orðum: Saklausu frumbyggjarnir mega
vaða í sömu villu og er ófyrirgefanleg hjá
okkur. Getur meiri „framandgervingu"?
f) Pm-istar hafna skilsmun hámenningar
og lág- eða fjöldamenningar; og úrvals-
hyggja (,,elitism“) er blótsyrði í munni
þeirra. Samt greina þeir á milli venjulegrar
ánægju (fyrir pöpulinn) og alsælu (,jou-
issance“, sjá fjórðu grein) fyrir hina upp-
lýstu sem lært hafi að ganga í samband við
textaheiminn. Telst slíkt ekki úrvalshyggja?
g) Hin andlega formyrkvun pm-ista væri
sök sér ef hún birtist aðeins í formlegum
rökvillum og orðaleikjum. En því miður
kann ósamræmið í málflutningi þeirra að
hafa alvarlegar afleiðingar fyrir hagsmuni
ýmissa hópa er eiga undir högg að sækja í
lífinu, fólkið sem pm-istar hafa gerst sjálf-
skipaðir talsmenn fyrir. David Harvey hefur
manna skýrast bent á slíkar afleiðingar. 6
Eitt er nú fyrir sig að öfgar pm-ismans
hafa komið óorði á skjólstæðinga hans. Firr-
ur pm-íska femínismans, sem lýst var í sjö-
undu grein, hafa þannig hrakið margar kon-
ur frá virkri baráttu fyrir réttindum sínum
og, ófyrirsynju, saurgað ímynd femínism-
ans. En þetta er hjóm eitt hjá almennari af-
leiðingum frábrigðafræðanna, forpokunar-
stefnunnar. Pm-istar segjast halda á lofti
merki minnihlutahópa: berjast fyrir hina
„öðraðu“: afskiptu, kúguðu. Á sama tíma
kenna þeir meðlimum þessara hópa að þeir
geti aldrei skilið aðra og aðrir geti aldrei
skilið þá; þeim sé því ráðlegast að styrkja
samkennd sína og menningu í eigin ranni.
Þar með ræna þeir þessa hópa kostinum á
að hasla sér völl í heimsmenningunni; að
láta til sín heyra á hástrætum „alheims-
þorpsins“ sem heimurinn er nú smám sam-
an að breytast í með nýrri samgöngu- og
fjarskiptatækni. Hliðarstrætin era og verða
í staðinn vettvangur þeirra. Blökkumenn
syngja blökkusöngva fyrir blökkumenn,
konur rækta kvenlegar dygðir og skapa list
sem einungis konur skilja og svo framvegis.
Valdataumar heimsmenningar og heimsvið-
skipta (sem eru til hvort sem pm-istum líkar
það betur eða verr) haldast því vitaskuld í
höndum þeirra sem nú þegar hafa klófest
þá. Þannig er nýi, „gagnrýni" pm-istinn ná-
kvæmlega jafníhaldssamur og sá gamli:
„Jaðrarnir" kunna að styrkjast en þeir
halda áfram að vera jaðrar, á sama tíma og
„miðjan“ heldur sessi sínum. Þetta er ef til
vill höfuðþverstæða pm-ismans: Meintir
skjólstæðingar hans verða fórnarlömb.
Pm-istar blása að kolum missættis og
óeiningar milli hópa. Það er engin furða þótt
margir heyri í rödd þeirra straumþungan
nið vaxandi þjóðernishyggju í Evrópu og
telji pm-ismann um leið vatn á myllu öfga-
manna á borð við Le Pen í Frakklandi. Þá á
ég ekki við einfaldar staðreyndir eins og að
pm-istar dást mest af því í fari og hugsun
þýska heimspekingsins Heideggers sem
gerði hann að fylgismanni nasista á sínum
tíma eða að Paul de Man, annar aðalaf-
byggjandinn, skuli hafa verið afhjúpaður
sem Gyðingahatari. Nei, ég á frekar við þau
einföldu sannindi að það sem við viljurn ekki
komumst við undur fljótt að raun um að við
getum ekki heldur. Sá sem ferðast um fram-
andi slóðir ákveðinn í að skiija ekld, skilur
ekki. Skilningsleysið, tortryggnin, skurð-
gröfturinn milli okkar og annarra er og
verður ávísun á kynþáttahatur og þjóðernis-
rembing. „Þetta sem helst nú varast vann,
varð þó að koma yfir hann“ á líklega betur
við pm-ista en nokkra aðra.
Tilvísanir:
1 Root, D., Cannibal Culture: Art, Appropri-
ation, and the Commodilication of Difference
(Boulder, CO: Westview Press, 1996).
2 Hebdige, D., Hiding in the Lighb On Images
and Things (London: Routledge, 1988), bls. 190.
3 Philippi, D. og Howells, A., „Dark Continents
Explored by Women“, í The Myth of Primitivism:
Perspectives on Art, ritstj. Hiller, S.
(London/New York: Routledge, 1991).
4 John Roberts tekur þetta dæmi í bók sinni,
Postmodernism, Politics and Art (Manchest-
er/New York: Manchester University Press,
1990), bls. 31.
6 Harvey, D., The Condition of Postmodernity:
An Enquiry into the Origins of Cultural Change
(Oxford: Blackwell, 1990), einkum bls. 116-17.
LJÓÐRÝNI X
GRÍMUR THOMSEN
HAUSTVÍSA
Lengir nóttu, lúta höfðum blóm,
laufið titrar fólt á háum reinum,
vindur hvíslar ömurlegum óm
illri fregn að kvíðnum skógargreinum,
greinar segja fugli’ og fuglinn þagnar.
I brjósti mannsins haustar einnig að,
upp af hrelldu hjarta gleðin flýgur,
en vetrarmjöll í daggardropa stað
á dökkan lokk og mjúkan þögul hnígur,
og æskublómin öll af kinnum deyja.
GRÍMUR Thomsen (1820-1896) lifði tilbreytingaríku lífi. Hann
nam samtímabókmenntir við Hafnarháskóla og lauk meistara-
prófi í þeim fræðum fyrstur íslendinga 1845 með ritgerð um
skáldskap Byrons. Hann gerðist embættismaður í utanríkisþjómustu
Dana 1848-1867 (m.a. sendifulltrúi í Belgíu og Bretlandi), fluttist þá
heim og settist að á Bessastöðum og sat á Alþingi 1869-1891. Mikinn
hluta Ijóða sinna orti hann á efri árum, þar á meðal hin þekktu sögu-
ljóð sín. Hann þýddi einnig mikið af bundnu máli úr fomgrísku.
En þótt Grímur væri vel að sér í evrópskum samtímabókmenntum,
sér þess ekki víða stað í Ijóðum hans sjálfs. Á því eru þó undantekn-
ingar og er Haustvísa einmitt dæmi um það. Ætla mætti að haust og
dauði leituðu á menn þegar aldurinn færist yfir, en í útgáfu ljóðmæla
Gríms 1906 segir um þetta litla ljóð, að það sé frá 1845 eða fyrr. Það
er því freistandi að ætla að ljóðið sé ort á þeim árum er hann fékkst
við skáldskap Byrons og sökkti sér að auki niður í franska sam-
tímaljóðlist, því 1843 birtist eftir Grím verðlaunaritgerð er hét Om
den nyfranske Poesi.
í Haustvísu beitir Grímur Thomsen aðferð sem minnir um margt á
franska symbólismann þar sem áhersla er lögð á tákn sem lesandan-
um ber að skilja í stað þess að talað sé berum orðum. Raunar gengu
frönsk ljóðskáld svo langt að adrei ætti að nefna það sem fjallað væri
um, heldur skyldi lesandinn finna það með skilningi á táknum ljóðs-
ins. Því er það einkenni þessarar stefnu í ljóðlist að gera miklar kröf-
ur til lesandans og skilja mikið eftir handa honum að glíma við.
Haustvísa er stutt, hnitmiðað, miðleitið Ijóð, þ.e. hverfist í raun um
eina mynd, eina meginhugsun. Það er einungis tíu vísuorð og skiptist
í tvennt eftir efiii og notkun myndmáls, og mætti því vel hugsa sér
það í tveimur erindum. En skáldið vill greinilega ekki skipta Ijóðinu,
og þar með undirstrikar hann einingu þess. Rímflétta er í fjórum
fyrstu vísuorðum og sjötta til níunda, en athygli vekur að fimmta og
síðasta vísuorð eru sér um stuðla og rímlaus. Þetta er sérstaklega at-
hyglisvert vegna þeirra orða sem látin eru brjóta hefð rímsins: að
þagna og deyja. Merking þeirra er afar þýðingarmikil, og raunar era
þetta lykilorð.
Segja má að Haustvísa fjalli í rauninni ekki um haustið heldur um
hrörnun, elli og dauða. Til þess að gefa þeim fyrirbærum áþreifan-
lega mynd er haustið notað sem frumminni (Arehetypus) líkt og vor
fyrir fæðingu og æsku. Svipað er að segja um morgun, dag, kvöld og
nótt sem tákn fyrir æviskeið manna.
Því er fyrst dregin upp náttúrumynd sem sýnir hverfulleika
haustsins. Myrkur fer að, blóm halda ekki lengur höfði, laufið glatar
lit sínum og titrar (e.t.v. í tvennum skilningi), vindur næðir um trjá-
greinarnar og fuglar syngja ekki lengur. En strax í þessari náttúru-
mynd eru ótal skírskotanir til mannlífs með markvissri notkun mynd-
máls: blómin hafa höfuð, vindurinn hvíslar illri fregn að greinunum
(og sú illa fregn er væntanlega um hið tortímandi afl kulda og vetr-
ar), og greinarnar bera fuglunum ótíðindi náttúrunnar. Þögn þeirra
getur einnig táknað að þeir hverfi á brott. Þannig er fyrri helmingur
ljóðsins bundinn náttúru og dýralífi en fær jafnframt víðari skírskot-
un með persónugervingum og myndhverfingum.
í síðari hluta kvæðisins er svo lagt út af þessari mynd, en henni
jafnfamt haldið að hluta: I brjósti mannsins haustar einnig að. Það
fer því ekki á milli mála að haustið er notað í erkitýpískum skilningi.
Og haustið í brjósti mannsins getur ekki táknað annað en elli og að-
fór dauðans. Hjarta hans skelfist og lífsgleðin flýgur á brott líkt og
fuglinn sem forðar sér. Og í stað daggardropa æskumorgunsins (svo
að aftur sé vikið að tákni frumminnis) er komin vetrarmjöll sem fell-
ur á dökkan lokk - náttúramynd fyrir gráar hærar ellinnar. Það ger-
ist hvorki með hávaða né átökum, heldur jafn eðlilega og óumflýjan-
lega og þegar haust fylgir sumri og stefnir til vetrar. Síðasta lína
Ijóðsins tengist svo efnislega hinni fyrstu: roðinn sem hverfur fyrir
andlitsfölva ellinnar er ígildi blómsins er lýtur höfði fyrir nístandi
haustvindi.
Því meir sem rýnt er í byggingu og myndmál þessa litla Ijóðs sést
æ skýrar hversu meistaralega Grímur Thomsen heldur hér á yrkis-
efni sínu. Allt hverfist um eitt og hið sama. Náttúran er notuð til að
sýna lesandanum hin óhjákvæmilegu endalok svo að þau verði okkur
sýnileg og greinileg. Og þegar útlegging myndarinnar færir okkur
inn í innri veruleika mannsins, inn í brjóst hans og huga, er náttúran
aftur notuð til að gera okkur sýnileg hin eðlilegu hvörf lífsins, þegar
stefnir að endalokum lífsins. Þessi óhjákvæmileiki bendir á sátt við
hringrás lífs og dauða og sú aðferð myndmálsins að tvinna svo náið
saman náttúru og mannlíf sýnir einingu alls, ekki aðeins manns og
náttúra, heldur einnig einingu innri og ytri veraleika.
NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997 9