Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 01.11.1997, Síða 19
GRAMOPHONE-VERÐLAUNIN Einn fræqasti sögulegur staóur í Líbanon er án efa Baalbeck þar sem eru einhverjar glæsilegustu fortíóar- minjarnar. Arum saman var efnt til glæsilegrar listahá- tíóar þar en vegna styrjaldarinnar oq síóan ástandsins í landinu hefur hún ekki verió haldin í 22 ár7 fyrr en nú í sumar. Seqir JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR baó hafa verió tilfinningaþrungna stund fyrir marga gesti. UNDIR stjörnum Beekadalsins og inn- an um stærstu og glæstustu róm- versku rústir í heimi setti forseti Líbanons, Elias Hrawi, listahátíðina í síð- asta mánuði en þá voru liðin 22 ár síðan þessi alþjóðlega listahátíð var haldin síðast. Mikill fögnuður var meðal Líbana sem flykktust inn í Beekadal og erlendir lista- menn tóku boði á hátíðina með mikilli ánægju. Sumir höfðu verið þar fyrir löngu og allir höfðu heyrt um hana. Varla er hægt að hugsa sér stórbrotnari og magnaðri umgjörð en Baalbeck hofin og fyrstu þrjú kvöldin var frumflutt Dýrðin týnda af mjög þekktum hópi líbanskra dans- ara Caracalla. Flokkurinn hefur lítið sem ekki sýnt í Líbanon en undirtektirnar voru miklar og þá vakti ekki síður athygli og ánægju leikur Mstislav Rostropovitsj selló- leikara og fílharmoníuhljómsveitar franska ríkisútvarpsins. Farah Nazek starfaði sem sjálfboðaliði við listahátíðina á árum áður sagðist einnig hafa boðið fram liðsinni sitt nú enda væri það ævintýri líkast að listahátíðin var hald- in ámý. Áður streymdu á þessa hátíð fræg- ustu heimslistamenn hvaðanæva og hún segir að listamenn hafi beinlínis sóst í að koma þar fram. Þegar fréttist út að nú ætti að hefja merkið á loft á ný hefðu marg- ir listamenn haft samband við undirbúnings- nefndina og látið í ljós áhuga á að fá að koma þar fram. Fyrsta Baalbeck listahátíðin var 1955 og áður en við varð litið hafði hún aflað sér mikils orðs. Þar komu fram Ella Fitzgerald, Bolshoi ballettinn, Miles Davies, Amadeus kvartettinn, Joan Baez og Fílharmoníu- hljómsveit Berlínar svo aðeins nokkrir séu nefndir. Fræg egypsk söngkona, Oum Khalthoum, kom þar fram svo og ýmsir lí- banskir listamenn sem voru þekktir í Mið- austurlöndum. MEÐAL helstu viðburða í tónlistarheiminum er tilkynning um hverjir hljóti Gramophone- verðlaunin, en valið er í höndum gagnrýn- enda blaðsins. í nýútkomnu tölublaði Gramophone, sérblaði sem helgað er verð- laununum, eru úrslit kynnt, en plata ársins var valin upptaka á La rondine eftir Pucc- hini. Flytjendur á plötu ársins eru Angela Gheorghiu og Roberto Alagna, meðal ann- arra, en stjórnandi er Antonio Pappano. I umsögn um verkið segir að löngum hafi menn talið það misheppnaða stælingu á Lehár-óperettu, en þessi nýja útgáfa færi heim sanninn um að það sé meistaraverk. Besta barrokk-plata ársins var kjörin út- gáfa Phantasm-strengjasveitarinnar á fant- asíum eftir Purchell. Besta barrokk-plata ársins með sungnum verkum var aftur á móti kjörin upptaka Schola Cantorum Basili- ensis og einsöngvara á óútgefinni óratóríu eftir Caldara. Besta kammerskífan var valin plata með þremur fiðlusónötum eftir Maurice Ravel í flutningi Chantal Juillet, Pascal Rogé og Truls Mörk. Bestu kórplöt- una völdu gagnrýnendur Gramophone Sköp- unina eftir Haydn í flutningi Monteverdi- kórsins og einsöngvara við und- irleik ensku barrokk einleik- aranna undir stjórn Johns Eliots Gardiners. Besta konsertplata var talin flutningur Thomas Zehetmairs á fiðlukonsert Szy- manowskis auk fleiri smáverka sama tónskálds. Besta plata með nútímatónlist er að mati Gramophone etýður Ligetis sem Pierre-Laurent Almard leikur. Sigui-vegari í flokki fyrri tíðar tónlistar var upptaka The Cleck’s Group á messum eftir Ockeghem og Brumel. Fyrri tíð- ar ópera er og flokkur í vali Gramophone og þar bar hæst óperu Rameau um Hipplýtus og Airisíu sem Les Arts Floriss- ants og einsöngvarar flytja und- ir stjórn Williams Christies. Besta upptakan var útgáfa Chandos á Kantaraborgarsögum eftir Dyson, en þeir sátu við stjórnvölinn Brian og Ralph Couzens, eigendur útgáfunn- ar. Besta skífan með kvikmyndatónlist telst upptaka á tónlist Herrmanns við kvikmynd- ina Vertigo. Besti hljóðfæraleikur ársins var á plötu Murrays Perahias, sem lék verk eftir Handel og Scarl- atti. Besta plata með söngleikja- tónlist var valin upptaka á My Fair Lady. Besta hljómsveitar- plata að mati spekinganna er upptaka sinfóníuhljómsveitar Lundúna undir stjórn Colins Davids á tveimur sinfóníum Si- * beliusar. Besta einsöngsplata ársins er í útgáfuröð Hyperions á sönglögum Schuberts, en þar syngur Christine Schaefer við undirleik Grahams Johnsons. Myndband ársins var valið upp- taka af Lulu, en þar syngur Christine Schaefer einmitt aðal- hlutverkið. Isabelle Faust fiðlu- leikari, sem lék inn á band só- nötur eftir Bartók, var valin helsti ungi listamaður ársins. Sérstök verð- laun hlaut plata Bryns Terfels þar sem hann syngur verk eftir Rogers og Hammerstein. *■ Listamaður ársins var síðan valinn sellóleik- arinn snjalli Yo-Yo Ma, en Mstislav Rostropovich var heiðraður fyrir ævistarf sitt að tónlist. SELLÓLEIKARINN Yo- Yo Ma var valinn lista- maður ársins. STEFNUMOTI A NÝLISTASAFN- INU AÐ LJÚKA SAMSÝNINGU sex íslenskra og fínn- skra listamanna, Aeropause, lýkur í Nýlistasafninu um helgina. Sameigin- legur bakgrunnur listamannanna er nám í höggmyndalist, en efnistök þeirra og hugmyndir koma úr ýmsum áttum. Þær Valgerður Guðlaugsdóttir, Elva Dögg Kristinsdóttir og Þóra Þórisdóttir voru þátttakendur í samnorrænu um- hverfislistaverkefni myndlistarnema sem fram fór í Finnlandi fyrir 4 árum. Þar kynntust þær finnskum myndlistar- nemum, Pasi Eerik Kaijula, Antti Keit- ilá og Kalle Suomi og nú hafa þau efnt til annars stefnumóts í Nýlistasafninu. Á sýningunni eru ljósmyndir, skúlptúr- ar og innsetningar. Sameiginlegt einkenni hópsins er löngun til að nálgast fólk í verkum sín- um. „Við stöndum annars vegar frammi fyrir listheiminum og ríkjandi gildum sem þar eru og hins vegar viðhorfi al- mennings til lista. Einhvers staðar mitt á milli erum við sjálf og beijumst við að finna okkar eigin leið,“ segir Þóra. Hún lýsir eigin verkum sem framsetn- ingu á hversdagslegum hlutum sem búi yfir þekktum táknmyndum úr Biblíunni sem séu að falla í gleymsku en hún vilji minna á að eigi við enn í dag. Á snúru hangir hvítt lín sem Þóra hefur bróderað og saumað í biblíutilvísanir. Hversdagslífið mætir listheiminum í bróderuðu líni sem strengt hefur verið yfir blindramma. I fjölfeldi sínu af litlum hverum og eldgosum í minjagripastíl varpar Val- gerður ljósi á oft á tíðum öfgakennda sýn íslenskra myndlistamanna á náttúr- una. „Ég stend með hlutnum en um leið leik ég mér að honum á háðskan hátt þannig að áhorfandinn á erfitt með að gera upp við sig hvað hér er á ferðinni," segir Valgerður. LISTAHATIÐIN I BAALBECK EFTIR 22ÁRAHLÉ Morgunbladið/Jóhanna Kristjónsdóttir í BAALBECK eru rústir af rómverskum hofum og þykja hinar fegurstu sem varðveist hafa. Þegar borgarastyijöldin braust út 1975 var hátíðinni frestað en Nazek segir að fáa hafi grunað að 22 ár myndu líða unz hægt væri að efna til hennar á ný. Hún segir að undirbúningurinn hafi verið vel á veg kominn og meðal annars hafi Miriam Makeba ætlað að koma fram. Þegar bar- dagar brutust út vonuðu flestir að þeim myndi linna fljótlega enda var ekki ný bóla á þessum árum að væringar og flokka- drættir kostuðu blóðsúthellingar. En það fór á annan veg. Þó var undirbúningsnefnd- in aldrei lögð formlega niður þó sumir úr henni flýðu úr landi, aðrir féllu í stríðinu og sumir létust af eðlilegum ástæðum. Þegar loks tókst að leiða stríðið til lykta haustið 1990 og uppbyggingarstarfið í land- inu hófst komu innan tíðar upp hugmyndir um að endurreisa Baalbeck listahátíðina þó það hafi ekki tekist fyrr en nú. Farah Nazek segir að mörg vandamál bíði þó úrlausnar áður en hátíðin öðlast sinn fyrri sess. En hún talar án efa fyrir munn margra landa sinna og listunnenda vítt um veröld þegar hún kveðst binda vonir við að . ekki líði á löngu uns Baalbeck listahátíðin hafi fest sig í sessi á ný. „Og þá verður gaman,“ segir hún. Morgunblaóió/Ásdís Valgerður Guðlaugsdóttir Þóra Þórisdóttir LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. NÓVEMBER 1997 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.