Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 14.02.1998, Qupperneq 13
VÍGÐA laugin á Laugarvatni. Á flötinni handan við laugina eru Líkasteinarnir og fjær sést garðurinn sem greinarhöfundurinn hlóð að eigin frumkvæði kringum svæðið. Síðan hefur því enginn sómi verið sýndur. HÉR hefur Sæmundur Ólafsson bóndi á Lágafelli í Austur-Landeyjum díft sér í Vígðu laugina, en á bakkanum situr Haukur, sonur greinarhöfundarins, þá 4 ára. VÍGÐA LAUGIN Á LAUGARVATNI EFTIR RAGNAR ÁSGEIRSSON Nú þegar styttist í þúsund 1 ára afmæli kristnitökunnar á íslandi má ætla að athygl in beinist að vígðu lauginni á Lauggrvatni sem er augljóst minnismerki um atburðinn, en hefur ekki verið sýndur sómi eins og vert væri. Margir eru þeir staðir, sem vígðir hafa verið á landinu, af Guðmundi hinum góða og öðrum Guðs mönnum, heiðin björg og streymandi lindir, en Vígða laugin mun vera fyrsti stað- urinn, sem vígslu hefir hlotið eftir að kristni var í lög tekin á íslandi. I 11. kapítula Kristnisögu segir svo: „All- ir Norðlendingar og Sunnlendingar voru skírðir í Reykjalaugu í Laugardal, er þeir riðu af þingi, því að þeir vildu eigi fara í kalt vatn. Hjalti mælti, er Runólfur var skírður: „Gömlum kennum vér nú goðanum að geifla í saltinu.“ Það sumar var skírður allur þing- heimur, er menn riðu heim; flestir Vestan- menn voru skírðir í Reykjalaugu í syðra Reykjadal." „Vígða laugin“ á Laugarvátni er því með öðrum orðum hin forna Reykjalaug. Það hygg ég rétt ályktað, að þá hafi Laugarvatn heitir Reykir, eins og aðrir þeir staðir, þar sem mikið rýkur úr jörðu. En eftir vígslu Reykjalaugar komst hún í það álit sem merkur og helgur staður, að hún breytir nafni á bænum og sveitinni, sem hér eftir verður: Laugarvatn og Laugardalur. Hinir stóru hverir eru svo áberandi, að eðlilegt var að staðurinn hlyti nafn sitt af þeim, en laugin var ekki stór og á henni bar lítið. Það er fyrst eftir skírnarathöfnina, vígsluna, að hún verður helgur staður í hugum manna. Kyngikraftur hins vígða vatns var álitinn mikill fyrrum. Enn þekkist það, um öll Norðurlönd, að mæður bregða tveim fing- urgómum í vatn það, er börn þeirra voru skírð í, og bera það í augu sér, því að það er læknisdómur, sem gefur góða sjón. Og frú Ingunn Eyjólfsdóttir á Laugarvatni hefur sagt mér frá því að þegar hún var barn, í Laugardal, þá hafi oft verið sent eftir vatni í Vígðu laugina, þegar einhver veiktist á bæj- unum. Svo að trúin á laugina lifir fram á okkar eigin daga. Annar merkisatburður íslenzkrar sögu kemur einnig þessari laug við. Þegar Norðlendingar sóttu lík Jóns Ara- sonar og sona hans til Skálholts og fluttu þau heim, þá komu þeir við hjá lauginni. í Biskupaannálum er svo sagt, að þeir hafi grafið líkin upp og flutt þau að Torfastöðum um kvöldið. En næsta dag fóru þeir að Laugarvatni og tjölduðu þar yfir líkin „og þógu þau og bjuggu um þau til fulls“. Hafi Vígða laugin verið álitinn helgur staður í kaþólskum sið, þá er það ofur skiljanlegt, að þeir veittu Jóni biskupi og sonum hans full- an umbúnað þar, enda á leiðinni, þegar farið var um Þingvöll og Borgarfjörð, eins og hér var gert. Við Vígðu laugina standa 6 steinar, all- stórir. Þeir heita Líkasteinar, og eru um þá þau ummæli, að líkbörur feðganna hefðu verið lagðar á þá. Þarna eru engir aðrir steinar nálægt, og hefir þeim auðsjáanlega verið velt að. Saga þessarar laugar kemur tvisvar við merkustu atburði íslenzkrar sögu, og er hún því ein af hinum allra dýrmætustu þjóðminjum okkar. Þegar ég kom að Laugarvatni 1932, þá var ekki annað sjáanlegt af lauginni en barmarnir, og þá var hún full af sandi og leðju og hafði vafalaust ekki verið hreinsuð upp í marga áratugi. Vatn milli 50-60 stiga heitt rann þar um. Um sumarið gróf ég hana upp og kom þá í ljós hleðslan allt í kring og að hún er einnig steinlögð í botni, 70-80 cm djúp, u.þ.b. 150 cm að þvermáli og kringlótt í lögun. Heita læknum veitti ég frá og safnaðist þá vatn í laugina, milli 35-40 stiga heitt, sem svo má hita eftir vild með því að renna heitu vatni í eftir þörfum. Er þar svo gott bað, að betra getur varla hugs- ast. I henni geta setið 4-6 í einu. Þennan merka stað þarf að friða. Vígðu laugina og Líkasteinana, ásamt umhverfinu, svo að ekki verði þeim spillt, t.d. með fyrir- ferðarmiklum og háreistum mannvirkjum, eins og Snorralaug í Reykholti. Og presta- stétt landsins ætti öðrum fremur að vera annt um þessar minningar. Og víst mun Vígða laugin þykja merkileg, ef haldið verð- ur upp á þúsund ára afmæli kristins dóms í landinu árið 2000; að hafa þá enn skírnar- fontinn þar, sem heiðinginn varð „að geifla á saltinu". Engum mun í hug koma að byggja yfír laugina eða í nánd við hana, því að hún á að liggja opin við sól, eins og hún hefir gert í þúsund ár; en vel mætti það við éiga að reisa þar krossmark eða annað slíkt, er minnti á helgi staðarins. Því að nú koma gestir árlega að Laugarvatni, sem nema hundruðum og Vígða laugin vekur mikla eftirtekt. - En hvað um „Reykjalaug í Syðra Reykjadal?" Skyldi hún vera til enn? Til var hún, þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Páls- son fóru þar um, á miðri 18. öld. Nefna þeir hana Krosslaug eða Krossbað og segja svo frá henni: „Hún er í Lundareykjadal, sem til forna var nefndur Syðri Reykjadalur; ofar- lega, en þó í bygð, yfír hálfa aðra mflu frá Lundarkirkju. Hún er við alfaraleið, hjá bóndabænum Reykjum, og var því til foma nefnd Reykjalaug. Heimafólk og ferðamenn, sérstaklega þeir, sem fara til Alþingis, nota þetta bað. Hún er varla eins stór og Leirár- laug, en hlaðin upp úr smásteinum á sama hátt, í holti eða brekku. Vatnið er hreinna og tærara en í Leirá og í flestum öðrum laug- um, hefir hvorki bragð né lykt og telst því til Thermas aquæ simplicis puræ. Það er mátu- lega heitt og verður ekki, þó einkennilegt sé, óhreint af hveraslýi. Þetta ágæti Krossbaðs- ins dregur marga að, en þó þykir almenningi enn meira vert um annað; Að vestanmenn voru þarna skírðir, þegar kristni var lögtek- in árið 1000, því að þeir hikuðu við að taka við skím, sem var mjög hátíðleg, í venju- legu, köldu vatni. Þannig var það einnig um aðra landsins íbúa, og var því mestur hluti þeirra skírður í heitu vatni í Laugardal, 4 mflur suðaustur frá Alþingi. Þessi laug (Krosslaug) var þá áður vígð, samkvæmt kirkjunnar lögum, og þar reistur kross, sem laugin fékk nafn eftir. En þetta hefir orsak- að þá hjátrú, að vatninu fylgi yfirnáttúrleg- ur kraftur til lækningar veikindum. Það fer hér einnig oft og mörgum sinnum eftir ósk- um sjúklinganna, eins og maður veit um slíkar heilsulindir í öðram löndum.“ Böð era holl og læknisdómur. Og ekki mun spilla, þó að menn trúi á hin góðu áhrif, en landamerkin milli trúar og hjátrúar þekki ég ekki. Máske er Krosslaug í Lund- arreykjadal notuð enn í dag, þó að mér sé ekki um það kunnugt og hafi ekki séð henn- ar getið. Það gerir ekki heldur neitt til, þó að ég viti ekkert um þetta, ef aðeins prest- arnir vita það, því það er fyrst og fremst þeirra að vita um og vaka yfir því, sem kem- ur við sögu kristninnar í landinu og að sjá um, að það sé í heiðri haft. Höfundurinn var þjóðkunnur ræktunarfrömuSur og bjó um tíma ó Laugarvami. Greinin birtist í Kirkjurit- inu (febrúar 1940. ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR NALÆGÐ Andartakið andardráttur minn óheyranlegur en þó elska ég í hverju innsogi hæn í brjóstinu aftur og aftur Það flæðir að Á útfallinu dyljast tár mín og blandast haf- inu sem tekur við þeim í auðmýkt sinni Hver er hann sem á tár þín spyr það feimnislega Hann er á ferðalagi segi ég en bráðum kemur hann heim KVEÐJA Taktu bréfín í silfurkassanum, elskan mín og settu þau undir sængina inn í lófa mína þegar loginn minn er slokknaður ég ætla að lesa bréf á himnum hverfast með orðum í jörðinni og undirbúa nýjar rætur fíéttaðu á mér hárið þú mátt tala við mig á meðan eða setja upp svipinn okkar ekki vera döpur það er ekkert sorglegt við að deyja inn í sólarlagið með ástarblóm í lófunum og litlar indíánafléttur í hárinu Manstu hvað ég var oft ham- ingjusöm ég er það líka núna ENDUR- FUNDIR Það er eitthvað sem brennur Ljós á akri stjarna um nótt Eða er það jökullinn sem logar undir himni undir snjó undh' steinum sem titra Himinn snertir himin snjór bræðir snjó steinarnir tala Eldur þekkir eld við hjartarætur Höfundurinn er skáld í Reykjavík. Ljóðin eru úr nýrri Ijóðabók sem heitir Hægur söngur í dalnum og er væntanleg með vorinu. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 14.FEBRÚAR 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.