Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Page 4
VESTMENN OG
GARÐARSHÓLMUR
GARÐARSHÓLMUR er
undarlegt nafn á 103.000
km2 eylandi. Þó hafa ís-
lendingar trúað því
lengst af að þetta hafi
landið þeirra verið kallað
í öndverðu. Garðar
Svavarsson, sem svo á að
hafa nefnt landið, hefur víst ekki þjáðst mjög
af lítillæti. Stærsti hólmur á Norðurlöndum er
Borgundarhólmur og ætli ísland sé ekki
meira en hundrað sinnum stærra en hann. I
augum Garðars var ísland þó aðeins hólmur
og honum þótti þar að auki sjálfsagt að nefna
skerið eftir sjálfum sér. Garðar átti reyndar
að hafa verið sænskur og kannski mönnum
hafi þótt það skýra ýmislegt. Þessi saga
hljómar svolítið eins og brandari sem sagður
hefur verið um belging og loft í Svíum rétt
eins og við göntumst stundum með loftið í
Þingeyingum. Og kannski að það sé ekki al-
veg óskylt.
Sagan af Garðari Svavarssyni er í grófum
dráttum svona eins og hún birtist í Land-
námabók:
Garðar þessi var af sænskum uppruna og
sigldi til íslands. Tveimur megingerðum
Landnámu, Sturlubók og Hauksbók, ber ekki
saman um tildrög ferðalagsins og er sá þáttur
sögunnar líklega ungur og jafnvel saminn af
Landnámuhöfundum. Garðar sigldi umhverfís
landið og vissi þannig að það var eyland og
kallaði það Garðarshólm. Hann hafði vetur-
setu í Húsavík og þegar hann sigldi brott varð
eftir skipverji hans sem hét Náttfari auk
þræls og ambáttar. Sagan af Garðari eins og
við þekkjum hana er frá seinni hluta 13. aldar
en fjallar um atburði sem áttu að hafa gerst
um eða upp úr miðri 9. öld. Þarna skilja á milli
einar fjórar aldir og er því sennilegt að margt
hafí skolast til. Sögur af þessu tagi verða þó
ekki til úr engu heldur þurfa þær einhverja
kveikju. Hvaða hluti sögunnar skyldi vera
upprunalegastur? Þetta er í eðli sínu örnefna-
saga _ sagan um það hvernig landið fékk
nafnið Garðarshólmur. Ef sagan er skoðuð í
þessu ljósi sést að allir helstu hlutar hennar,
að undanskildum Náttfaraþætti (meira um
hann síðar), eru auðskýrðir út frá því nafni
eingöngu. Söguhetjan varð að heita Garðar og
hann varð að sigla í kringum landið til að vita
að það var eyland svo að hann gæti kallað það
hólm. Það má því vel ímynda sér að uppistað-
an í sögunni hafí orðið til aðeins út frá nafninu
_Garðarshólmur“ sem nafnskýring seinni
tíma manna _ nafnskýring sem getur hæglega
verið alröng.
Hér á eftir er varpað fram nokkrum hug-
myndum um uppruna þessa nafns og ber alls
ekki að skoða þær sem alvarlega fræðikenn-
ingu heldur léttúðugar vangaveltur sagnfræð-
ings sem gefur ímyndunaraflinu lausan taum-
inn. Helgi Skúli Kjartansson kallaði slíkt
rannsóknaraðferð ímyndunaraflsins" en ég
er ekki einu sinni viss um að hægt sé að kalla
það rannsóknaraðferð. Fyrir alla sagnfræð-
inga, nema kannski þá allra vindþurrkuðustu,
er það þó ógn gaman að sleppa fram af sér
hinu fræðilega beisli og það þarfnast engrar
frekari réttlætingar.
Vestmenn
Allir landmenn þekkja söguna af því hvern-
ig Vestmannaeyjar fengu nafn af hinum írsku
þrælum Hjörleifs. Það kemur því nokkuð á
óvart, þegar leitað er í íslenskum fornritum
að Vestmönnum og sémöfn eru skilin frá
(meira um þau síðar), að þeir finnast aðeins í
einu riti _ Landnámu. Þar er minnst á Vest-
menn þegar nafn Vestmannaeyja er skýrt og í
einni gerð Landnámu _ Sturlubók _ einnig
þegar minnst er á papa en það er væntanlega
fyrir áhrif frá sögninni um Vestmannaeyjar. í
báðum tilfellum kemur skýrt fram að átt er
við Ira. Þar sem orðið kemur ekki víðar fyrir
er nokkuð ljóst að það hefur ekki verið í al-
mennri notkun á 13. öld. Sennilegast er að
Styrmir fróði (d. 1245) eða einhver fyrri
Landnámuritari hafi verið að velta fyrir sér
hvernig Vestmannaeyjar fengu nafn og þótt
líklegast að þeir Vestmenn væru komnir frá
Vesturlöndum. Það er í sjálfu sér ekki fráleit
ályktun en þó er hér ýmislegt að athuga.
EFTIR AXEL KRISTINSSON
Samkvæmt Landnámu drógu eyjarnar nafn
af þrælum Hjörleifs sem Ingólfur drap þar og
frægt er orðið. Sagan um þrælana er öll með
hinum mestu ólíkindum og er réttast að taka
ekkert mark á henni sem sagnfræði. Aftur á
móti er líklegt að einhver arfsögn, sem væri
þó kannski réttara að kalla goðsögn, um þræl-
ana hafí verið þekkt _ sögn sem tengdist land-
námi og upphafi samfélags á Islandi. Þegar
12. og 13. aldar menn fóru að reyna að púsla
saman sögu íslands fyrstu aldirnar höfðu þeir
við lítið að styðjast annað en gamlar sagnir
sem þeir reyndu að raða saman og túlka
þannig að úr þeim fengist eitthvert vitrænt
samhengi. Sögnin um þrælana hefur þannig
verið tengd nafni Vestmannaeyja. Mönnum
hefur verið kunnugt um að þrælar höfðu oft
verið af írsku bergi brotnir og giskað á það
hafí gilt um þræla Hjörleifs. Þaðan er stutt
skref í að álykta að Vetmennimir sem eyjarn-
ar eru kenndar við hafí verið írskir þrælar. ír-
land var enda hluti þess svæðis sem kallaðist
Vesturlönd. Það heiti sýnist oftast vera notað
um írland og Skotland og eyjamar þar í kring
en stundum reyndar um allar Bretlandseyjar
eða jafnvel stærra svæði. Það virðist ekki
óeðlilegt að Vestmenn séu frá Vesturlöndum
og þrælar hér voru jú gjaman írskir. Þannig
geta fræðimenn á 12. og 13. öld hafa hugsað
og fengið þá niðurstöðu að Vestmannaeyjar
væm kenndar við írska þræla. Það þarf þó
alls ekki að vera rétt.
Fyrir það fyrsta er heldur ósennlegt að
þrælar Hjörleifs hafi nokkurntíma verið til en
sagnirnar af þeim hafa sjálfsagt ekkert haft
ER GARÐARSHÓLMUR sá hólmur sem árnar
í Aðaldal mynda? Greinarhöfundur segir lík-
legast að hann hafi heitað Garðshólmur eða
öllu heldur Garðahólmur. Síðari tíma mönn-
um, sem héldu að nafnið ætti við allt ísland,
hafi þótt það óskiljanlegt og því gert manns-
nafn úr fyrri liðnum og það hafi síðan orðið
kveikjan að sögunni um Garðar Svavarsson.
um þjóðemi þeirra að segja. Þeir hafa ekki
orðið írskir fyrr en Landnámuhöfundar fóm
um þá höndum. Fimm af þeim tíu eru nefndir
á nafn en aðeins eitt þeirra nafna er írskt. Hin
em norræn. En reyndar virðast nöfnin vera
búin til eftir örnefnum í eyjunum og því senni-
lega marklaus hvort eð er. Að auki er Vest-
mannaheitið alveg óþekkt utan Landnámu og
er hvergi að finna stuðning við þá kenningu
höfunda hennar að það merki Ira. Að Vest-
menn tengist Vesturlöndum er ekki alveg frá-
leitt en þó alls ekki víst. Vandinn er sá að við
vitum ekki hver nákvæm merking orðins
Vesturlönd" var á víkingaöld eða einu sinni
hvort það hafði nokkra nákvæma merkingu.
Þannig má alveg hugsa sér að hugtakið
_Vesturlönd“ hafí haft álíka óljósa merkingu
og _Suðurlönd“ hefur í dag.
Svipað má segja um _Vestmenn“. Hver svo
sem uppranaleg merking orðsins var er alveg
óvíst að hún hafi verið skýr eða vel afmörkuð.
Hollast er að muna að Vestmaður þýðir ekk-
ert annað en maður úr vestri. í Svíþjóð er
hérað sem heitir Vestmannaland og hefur lík-
lega engum dottið í hug að telja íbúa þess
keltneska. Nafnið er einfaldlega dregið af því
að það liggur vestur af Upplandi sem var
þungamiðja sænska konungsríkisins. Fyrir
sunnan Uppland er svo annað hérað sem heit-
ir Suðurmannaland. Þessi nöfn eru dregin af
áttum og fela ekki í sér að Vestmenn og Suð-
urmenn séu af öðm þjóðerni en sænsku.
Þjóðemi fólks á þessum tíma er reyndar
nokkuð snúið fyrirbæri þar sem svo virðist
sem fólk hafi alls ekki hugsað um það á svip-
aðan hátt og við gerum í dag. Fólk gerði
vissulega greinarmun á _okkur“ og _hinum“
og var sér meðvitað um ólík tungumál en það
er eins og að þessi munur _ eða þjóðernið _
hafi skipt miklu minna máli en á okkar tímum.
Það þótti ekkert sjálfsagt að hver þjóð ætti
sér sitt eigið ríki og hugmyndin um þjóðar-
hagsmuni virðist ekki hafa verið til. Fólk
hreinlega hugsaði ekki eins mikið um þjóðerni
og okkur er tamt.
Það er því vel mögulegt að nafn Vestmanna
hafi alls ekki haft neina þjóðernislega merk-
ingu. Það hafi einfaldlega verið notað um alla
íbúa landanna fyrir vestan Noreg hvort sem
þeir voru af írskum, skoskum, péttneskum
eða norrænum uppmna. Þetta verður jafnvel
sennilegra ef haft er í huga að keltarnir á
Vesturlöndum voru afar ólíkir innbyrðis.
Tungumál þeirra skiptust í tvær meigingrein-
ar, hina gelísku og hina bresku. Gelísku tung-
urnar voru talaðar á írlandi og af Skotum
sem einnig voru upprunnir á Irlandi en höfðu
nú sest að á Vestur- Skotlandi og eyjunum og
gáfu síðan öllu landinu nafn. Þessi tungumál
voru nauðalík en bresku tungumálin voru ger-
ólík þeim. í Strathclyde í Suðvestur-
Skotlandi bjuggu Bretar, náskyldir þeim sem
byggðu Wales og Bretaníuskaga, en stærstur
hluti Skotlands var byggður Piktum eða Pétt-
um (eins og norrænir menn kölluðu þá). Þeir
töluðu þá fornlegt breskt tungumál en voru
þó líklega ekki nema að hluta af keltneskum
uppruna.
A Vesturlöndum voru þannig töluð a.m.k.
þrjú mismunandi keltnesk tungumál og er
ósennilegt að norrænir menn hafi gert sér
nokkra grein fyrir skyldleika þeirra eða haft
hugmynd um að hægt væri að flokka allar
þessar þjóðir sem keltneskar. í þeirra augum
voru íbúar svæðisins írar, Skotar, Péttar og
Bretar. Kannski hafa þeir allir verið kallaðir
Vestmenn en það hefur þá ekki verið vegna
þess að þeir voru allir keltneskir heldur vegna
þess að þeir bjuggu allir á Vesturlöndum.
Vestmenn" hefur þá ekld verið þjóðernislegt
hugtak heldur landfræðilegt. Það er því ekk-
ert því til fyrirstöðu að norrænir menn sem
bjuggu í þessum sömu löndum hafí einnig ver-
ið kallaðir Vestmenn.
í Noregi sjálfum voru menn einnig kenndir
við höfuðáttir. Þar voru bæði Norðmenn og
Austmenn og munurinn á þeim reyndar alls
ekki ljós. Hvernig sem þessi nöfn eru tilkomin
og hver sem upphafleg merking þeirra var er
sennilegast að þau hafi ekki verið heiti á þjóð-
um eða þjóðflokkum fyrr en löngu síðar. Það
svæði sem í dag kallast Noregur var fram á
víkingaöld byggt mörgum mismunandi þjóð-
flokkum sem höfðu, að því best er vitað, ekk-
ert sameiginlegt nafn. Þá sjaldan sagt er frá
þessu svæði í ritheimildum fyrir víkingaöld og
framan af henni er talað um staðbundna þjóð-
flokka eins og Hörða, Rygi eða Þrændur.
Heitin Norðmenn og Austmenn hafa líklega
fyrst verið notuð um íbúa ákveðinna svæða en
ekki fengið þjóðemislega merkingu fyrr en
Noregur fór að renna saman í eitt ríki og eitt
samfélag.
Þorkell Jóhannesson hélt því fram að heitin
Vestmenn og Austmenn hefðu bæði verið höfð
um norræna menn _ annað um þá sem höfðu
flust til Vesturlanda en hitt um þá sem eftir
sátu í Noregi. Vel má vera að Austmannaheit-
ið hafi norrænir menn á Vesturlöndum haft
um íbúa Noregs en hitt er einnig hugsanlegt
að það hafi upphaflega verið haft um íbúa
Austur-Noregs. Líklega er það rétt hjá
Þorkatli að Vestmannsheitið hafi náð yfir nor-
ræna menn á Vesturlöndum en hins vegar má
vel vera að það hafi ekki verið einskorðar við
þá heldur verið haft um keltneska menn líka.
Hver svo sem uppranaleg merking Vest-
mannahugtaksins var er nokkuð víst að það
féll úr notkun lögnu áður en Islendingar fóru
að skrifa bækur en skildi aðeins eftir sig
nokkur torræð örnefni í Færeyjum og á Is-
landi. Nú er sumt óljóst um upphaf norrænn-
ar byggðar á eyjunum í Atlandshafi. Flestir
telja að hún hafi ekki hafist fyrr en í byrjun
víkingaaldar eða um 800. Aðrir telja hana
eldri. Hér á landi kannast menn við kenningar
Margrétar Auðar- Hermannsdóttur um að
landnám norrænna manna á íslandi hafi verið
hafið um 700 sem hún byggir á kolefnisald-
ursgreiningum frá Vestmannaeyjum og hafa
leifar frá Reykjavík einnig sýnt mun hærri
aldur en búist var við. Áreiðanleiki þessara
aldursgreininga er vægast sagt umdeildur og
er undimtaður tæpast fær um að leggja á
þær fræðilegt mat. En jafnvel þótt þær reyn-
ist réttar er ekki þar með sagt að landið hafi
verið albyggt 200 árum áður en við höfum
talið. Ritheimildir, rannsóknir á jurtafrjói og
öskulögum, svo eitthvað sé nefnt, sem og ald-
ursgi-einingar landnámsleifa frá öðrum stöð-
um á landinu virðast taka af allan vafa um að
meginlandnámsbylgjan reið yfir seint á 9. öld.
A hinn bóginn er ekkert því til fyrirstöðu að
eitthvað af fólki hafi verið komið til landsins
fyrir 874 (svo að miðað sé við hefðbundið en
alveg óvíst ártal) og jafnvel löngu fyrr. Ef ald-
ursgi'einingarnar frá Vestmannaeyjum og
Reykjavík eru réttar gætu þar verið komnar
minjar fólks sem komið var til landsins löngu
áður en aðallandnámsbylgjan reið yfir. Það
gæti hafa slysast til landsins með ýmsum
hætti _ kannski sennilegast að það hafi orðið
skipreka. Jafnvel þótt títtnefndar aldurs-
greiningar reynist rangar er ekkert ólíklegt
að á 7. eða 8. öld hafi eitthvað af fólki hrakið
undan veðri og vindum upp að stöndum ís-
lands og orðið þar strandaglópar. Það er ekki
fjarlægari möguleiki en svo að í Landnámu er
Naddoddur einmitt látinn uppgötva ísland
eftir að hafa hrakist þangað undan veðrum.
Hann er látinn komast burt aftur en á 7. og 8.
öld hafa skip manna verið ófullkomnari og því
meiri líkur til að þeir sem hingað hröktust
hafi annað hvort brotið þau eða ekki treyst
sér til að leggja aftur á opið haf á þeim. Það
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998
NÁTTFARAVÍKUR við Skjálfanda.
Ljósmynd: Björn Rúriksson.
-BJÓ FÓLK VIÐ SKJÁLFANDA
FYRIR LANDNÁMSÖLD?
Náttfarasagan tengist sögunni af Garðari Svavarssyni.
Garðarssagan virðist helst hafa orðið til út frá nafni
Garðarshólms en Náttfarasagan gæti verið vísbending
um Vestmannabyggð við Skjálfandaflóa. Það má 3VÍ
giska á að Garðarshólmsnafnið sé upprunnið við S kjálf-
andaflóa, e.t.v. meðal Vestmanna sem Dar hafa búið
er því í sjálfu sér ekkert ósennilegt að dálítið
af fólki hafi þegar búið í landinu fyrir land-
námsöld. A öldunum áður en víkingaöld rann
upp (um 800) urðu miklar framfarir í skipa-
smíðum á Norðurlöndum. Smám saman urðu
skipin betri og öruggari á úthafinu. Á vissum
tíma hafa þau verið nógu góð til menn gátu
stundum lifað af hrakninga yfir hafið til ís-
lands en ekki nógu góð til að menn legðu vís-
vitandi í slíkan leiðangur eða treystu sér til
baka jafnvel þótt skipið héldist heilt. Á þeim
tíma eru verulegar líkur á að fólk yrði
strandaglópar á íslandi.
Ef það er rétt sem sagt er hér að framan að
Vestmannaheitið hafi verið landfræðilegt og
getað átt við bæði um norrænt fólk og kelt-
neskt er ekkert eðlilegra en að landnáms-
menn sem komu hingað frá Noregi seint á 9.
öld hafi kallað þá Vestmenn sem vom inn-
fæddir í landinu rétt eins og allt innfætt fólk í
löndunum fyrir vestan Noreg.
Náttfari og Vcstmaður
Fáeinar sögur í Landnámu má túlka sem
endurminningu um Vestmenn (hér á eftir er
það hugtak notað um norrænt fólk búsett á
Islandi fyrir landnámsöld). Sú augljósasta er
sagan af Náttfara enda er hann beinlínis
sagður hafa numið land og búið við Skjálf-
andaflóa áður en landnámsmenn tóku að
streyma til landsins. Þetta er athyglisvert þar
sem Náttfarasagan tengist sögunni af Garðari
Svavarssyni. Garðarssagan virðist helst hafa
orðið til út frá nafni Garðarshólms en Nátt-
farasagan gæti verið vísbending um Vest-
mannabyggð við Skjálfandaflóa. Það má því
giska á að Garðarshólmsnafnið sé upprunnið
við Skjálfandaflóa, e.t.v. meðal Vestmanna
sem þar hafa búið.
Nafn Náttfara er reyndar með þeim sér-
kennilegri og kannski er ástæða til að efast
um að þetta hafi verið mannsnafn heldur hafi
sagan af honum orðið til, öðrum þræði, til að
skýra nafn Náttfaravíkur þar sem hann átti
að hafa búið. Það skýrir þó ekki af hverju
sagnir af Náttfara eða Náttfaravík tengjast
Garðari Svavarssyni eða byggð fyrir land-
námsöld. Allavega virðist nafn Náttfara með
einhverjum hætti tengjast Vestmönnum við
Skjálfanda og virðist mega líta á hann sem
fulltrúa þeirra í frásögnum Landnámu.
Þegar kemur að því í Landnámu að segja
frá landnámsmönnum við Skjálfandaflóa er
aftur minnst á Náttfara. Þar segir að hann
hafi áður eignað sér Reykjadal (það nafn náði
áður einnig yfir Aðaldal) og _merkt á viðum“
en verið rekinn burt af landnámsmanninum
Eyvindi Þorsteinssyni. En Eyvindur var ekki
eini landnámsmaðurinn í Reykjadal. Fóst-
bræður tveir vom sagðir hafa numið allan
Reykjadal vestan Laxár og upp til Vest-
mannsvatns. Þeir hétu Úlfur og Vestmaður
og ber víst að skilja það svo að Vestmanns-
vatn sé kennt við þann síðarnefnda þótt það
sé ekki beinlínis tekið fram. Ekkert er minnst
á árekstra þeirra fóstbræðra við Náttfara
enda þótt þeir byggi land sem honum var
eignað.
Ornefni kennd við Vestmenn era ekki mörg
á Islandi. Mér er ekki kunnugt um nein nema
Vestmannaeyjar og Vestmannsvatn. Nafn
Vestmannsvatns gæti einmitt verið önnur vís-
bending um Vestmannabyggð á þessum slóð-
um. I Landnámu er gefið í skyn að vatnið sé
kennt við mann sem hét Vestmaður en ekki er
ástæða til að taka það mjög hátíðlega. Það
virðist hafa verið alsiða hjá Landnámuhöf-
undum eða heimildarmönnum þeirra að búa
til landnámsmenn út frá örnefnnum. Vest-
maður sem Vestmannsvatn er kennt við getur
hæglega verið eitt dæmið um það. Vestmaður
er sérkennilegt og sjaldgæft mannsnafn. Að-
eins einn annar Vestmaður er nefndur í Land-
námu (ef undan er skilinn lesháttur sumra
handrita á nafninu Vestmarr). Frá honum er
sagt þegar kemur að landnámi Einars Þor-
geirssonar. Einar er sagður hafa keypt í skipi
með bræðrum tveimur sem hétu Vémundur
og Vestmaður og svo sigldu þeir til íslands og
námu Öxarfjörð. Bræðurnir hverfa svo alveg
úr sögunni en ætt er rakinn frá Einari.
Furðumargt er sameiginlegt með þessum
tveimur Vestmönnum. Báðir nema þeir land í
Þingeyjarþingi og báðir eru þar í félagi við
aðra menn; annar með bróður sínum og hinn
með fóstbróður. Frá hvoragum þeirra era
raktar ættir. í íslendingasögum er aðeins
nefndur einn maður sem sagður er heita Vest-
maður. Það er í Reykdæla sögu og sá Vest-
maður er einnig Þingeyingur en útgefandi
sögunnar er þeirrar skoðunar að nafnið sé bú-
ið til út frá nafni Vestmannsvatns. Kannski
má ímynda sér að þeir nafnar úr Landnámu
hafi heldur aldrei verið til en sagnir hafi
myndast um þá í tenglum við Vestmanna-
byggð við Skjálfanda. Jafnvel mætti hugsa
sér að nöfn þeirra hafi upphaflega verið viður-
nefni bróðurins og fóstbróðurins Úlfs og Vé-
mundar sem hafi þá verið afkomendur
strandaglópa sem landnámsmenn landnáms-
aldar hafi kallað Vestmenn.
Hólmurinn
Ef Vestmenn hafa búið við Skjálfanda áður
en landnámsöld hófst hafa þeir auðvitað gefið
nöfn landslagi á því svæði sem þeir byggðu.
Þeir hafa haft heiti á ám og fjöllum og að lík-
indum einnig á byggðinni hvort sem hún var
stór eða lítil, einn bær eða fleiri. Það er hins-
vegar alveg óvíst að þeir hafi haft eitthvert
nafn á íslandi öllu. Hafi þeir verið stranda-
glópar er líklegast að þeir hafi ekki verið bún-
ir undir landnám í nýju landi. Kannski hafa
þeir haft lítið eða jafnvel ekkert búfé með-
ferðis. Ólíklegt er að hestar hafi verið með í
för. Án hesta var landkönnun öll erfið og
tímafrek og sennilega hafa menn ekki treyst
sér til að sigla langar leiðir úti fýrir norðu-
strönd íslands, jafnvel þótt þeir hafi haft skip
eða bát, þar sem ekki nýtur verndar skerja-
garðs eins og víða í Skandinavíu. Þannig er al-
veg óvíst að menn hafi haft nokkra hugmynd
um að landið var eyland. í raun hafa menn þá
ekki gert sér grein fyrir tilvist íslands og því
ekki gefið því neitt nafn. Fyrir þeim hefur ís-
land ekki verið til _ aðeins byggðin þar sem
þeir höfðu komið sér fyrir. Sú byggð hefur
auðvitað heitið eitthvað í munni Vestmanna.
Þegar síðari landnámsmenn komu hafa þeir
eðlilega spurt Vestmenninina hvað þeir köll-
uðu landið en Vestmenn hafa ekki getað svar-
að með neinu öðra en nafninu á byggðinni
sinni. Þeir höfðu ekkert nafn á íslandi en
svarið sem þeir gáfu hafa hinir nýkomnu
landnámsmenn eða a.m.k. afkomendur þeirra
túlkað sem nafn þeirra á íslandi þótt það ætti
i raun aðeins við um byggð Vestmanna við
Skjálfandaflóa. Hvaða nafn skyldi þetta svo
hafa verið? Hvað annað en Garðarshólmur?
Það er nafnið á íslandi sem í sögnum tengist
landnámi Náttfara í Reykjadal. En hvernig er
þá hægt að koma hólmsnafninu saman við
Reykjadal? Hólmur er venjulega umflotinn
vatni á alla vegu. Það er þó ekki einhlítt.
Stundum er hólmsheiti haft um svæði sem er
nær umflotið vatni þótt eitthvað vanti á. Það á
t.d. við um Vallhólm í Skagafirði. Það er því
alls ekki fráleitt að svæðið á milli Laxár og
Skjálfandafljóts og upp að Vestmannsvatni
eða svo megi kallast hólmur. Þetta er einmitt
nokkurn vegin sama svæðið og sagt er land-
nám Úlfs og Vestmanns í Landnámu.
En af hverju er hólmurinn kenndur við
Garðar? Eða var mannsnafnið Garðar búið til
út frá nafni Garðarshólms? Garðar er vel
þekkt nafn á íslandi í dag og má líklega rekja
það til áhuga nútímamanna á Garðari
Svavarssyni því að áður fyrr var það nær al-
veg óþekkt. í fomritum era, auk Garðars
Svavarssonar, nefndir örfáir menn með þessu
nafni en allir eru þeir heldur ótrúverðugir og
enginn þeirra er íslendingur. Helst kemur
það fyrir í fornaldarsögum og má vel vera að
höfundar þeirra hafi sótt nafnið í Landnámu.
Árið 1703 hét enginn íslendingur Garðar. Á
Norðurlöndum virðist nafnið koma íyrir af og
til á miðöldum en erfitt er að henda reiður á
því þar sem það ruglast auðveldlega saman
við önnur lík nöfn eins og Gerðar eða Garður.
Allavega hefur það verið örsjaldgæft.
Það er því ekki ósennlegt að nafn Garðars
hafi verið búið til eftir nafni Garðarshólms en
þá hlýtur nafn hólmsins að hafa afbakast eitt-
hvað. Líklegast er að hann hafi heitað Garðs-
hólmur eða öllu heldur Garðahólmur. Síðari
tíma mönnum, sem héldu að nafnið ætti við
allt ísland, hefur þótt það óskiljanlegt og því
gert mannsnafn úr fyrri liðnum og það hefur
orðið kveikjan að sögunni um Garðar
Svavarsson.
I „hólminum" á milli Laxár og Skjálfands-
fljóts, nálægt honum miðjum, stendur bær
sem heitir Garður. Þetta er ekki mjög algengt
bæjarnafn á íslandi. Til eru átta forn lögbýli
sem heita þessu nafni en af þeim eru fimm í
Þingeyjarþingi. Þessir fimm þingeysku Garð-
ar eru: Garður í Fnjóksadal, Garður í Aðaldal
(í hólmanum), Garður við Mývatn, Garður í
Kelduhverfi (sem reyndar var oftast kallaður
Mikligarður til forna) og Garður í Þistilfirði.
Ætli það sé helber tilviljun að þetta nafn er
svo algengt í Þingeyjarþingi en sjaldgæft
annars staðar? Ef það er ekki tilviljun ætli
það tengist þá Garðarshólma þannig að hóm-
urinn sé beinlínis kenndur við Garða Vest-
mannanna? Samkvæmt því mætti helst ætla
að þessir Vestmenn hafi nefnt bústaði sína
garða en það er reyndar austnorrænn siður.
A íslandi og 1 Noregi er stakt býli kallað bær
en í Danmörku og Svíþjóð garður. Þessi mis-
munur á orðanotkun austnorrnænna og vest-
norrnænna manna er ævagamall, mun eldri
en landnám íslands ef að líkum lætur. Getur
hugsast að strandaglóparnir sem fyrst
byggðu Garðarshólm (eða Garðahólm") hafi
verið af austnorrænum uppruna? Garðar
Svavarsson var jú sagður sænskur að ætt og
uppruna. Ætli þar sé á ferðinni fornt minni
um uppruna Vestmanna við Skjálfanda?
Garðar var sagður sonur Svavars en það er
gott og gilt sænskt nafn en lítt eða ekki notað
meðal vestnormænna manna. Vel má hugsa
sér að það nafn tengist Garðarshólmsbyggð-
inni með einhverjum hætti. Ef þessir Vest-
menn hafa verið af sænskum upprana verður
skiljanlegt af hverju þeir kölluðu bústaði sína
garða og þá verður nafn Garða(rs)hólms auð-
skilið.
En hvað ætli sænskir menn hafi verið að
flækjast til íslands? Er ekki fráleitt að á 7. ►
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 31. OKTÓBER 1998 5