Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Qupperneq 6
SJÓNÞING HANNESAR LÁRUSSONAR í GERÐUBERGI — ffacasií*........ Morgunblaðið/Þorkell GUNNAR J. Arnason listfræðingur, Hannes Lárusson myndlistarmaður, Gunnar Smári Egilsson blaðamaður og Þorgeir Þorgeirsson rithöfundur setja sig í stellingar fyrir Sjónþingið. BLANDA AF ÞVÍ „AÐ VERA MEÐ" OG GRÆSKULAUSU ÞJÓÐHÁnAPOPPI eða 8. öld hafi Svíar verið að þvælast á ein- hverjum þeim slóðum þaðan sem þá gat hrak- ið til íslands? í Sutton Hoo á Austur- Englandi hefur fundist höfðingja- eða kon- ungsgröf frá 7. öld sem sýnir furðusterk tengsl við Svíþjóð. Ensk fornkvæði, t.d. Bj- ólfskviða, vitna einnig um sterk tengls milli Svíþjóðar og Englands. Eitthvert fólk hlýtur því að hafa lagt leið sína þar á milli. Á meðan menn treystu sér ekki til að sigla beint yfir Norðursjó var um tvær leiðir að velja. Menn gátu farið norður fyrir Jótland og síðan suður að Ermasundi og þá aftur norður með aust- urströnd Englands. Hin leiðin hefði legið meðfram ströndum Noregs og þaðan yfir til Hjaltlands eða Orkneyja og síðan suður með austurströnd Skotlands og Englands. Syðri leiðin hefur sennilega verið fjölfarnari en sú nyrðri hefur þó einnig verið notuð, t.d. ef fregnir hafa borist af róstum við stönd Frís- lands eða á Ermasundi eða ef Jótar voru fjandsamlegir. Á leiðinni milli Noregs og Hjaltands gátu óheppnir sæfarar lent í suð- lægum veðrum og þá borðið langt norður í höf og um síðir upp að strönd Islands. Á vestari bakka Laxár, ekki langt frá Garði í Aðaldal stendur bær sem heitir Hólmavað. Á korti Landmælinga sést enginn hólmi í ánni á þessum stað. Gæti ekki verið að hólm- inn, sem átt er við, sé Garðarshólmur? Orð- myndirnar hólmur og hólmi geta hæglega víxlast svo ekki er miklvægt þótt sínhvor sé í nafni Garðarshóims og Hólmavaðs. Vaðið á Laxá, sem bærinn er kenndur við, hafí þá verið leiðin í og úr hólminum. Húsavík er einnig tengd sögunni af Garð- ari þar sem hann er sagður hafa haft þar vet- ursetu. Hlýtur hún þá ekki að tengjast veru Vestmanna við Skjálfanda með einhverjum hætti? Giska má á að þar hafí Vestmenn haft fiskiskála eða verbúð. Hafí þeir haft lítið eða jafnvel ekkert búfé með sér til landsins hljóta þeir að hafa byggt afkomu sína á öðru en hefðbundnum íslenskum búskap. Líklegt er að þeir hafí haft byggkom meðferðis og því getað ræktað akra. Veðrátta á þessum tíma mun hafa verið betri en síðar varð og korn- rækt því sennilega vel möguleg í Aðaldal. Að öðru leyti hafa menn byggt mest á veiðum og þá einkum fiskveiðum í ám, vötnum og sjó. Vatnakerfin á þessum slóðum eru full af fiski og hafa sennilega verið það í enn ríkari mæli á 7. eða 8. öld. Á vetrum hefur þó verið meiri físk að hafa úr sjó og því má ætla að einhverj- ir hafí þá hafst við á ströndinni. Húsavík er besta höfnin við Skjálfandaflóa og því eðlilegt að hún yrði fyrir valinu sem verbúð. Þegar síðari landnámsmenn komu á þessar slóðir hafa þeir furðað sig á þvi að fínna hús í vík- inni _ sem hafa líklega staðið auð á þeim árs- tíma sem menn sigldu til landsins _ og því nefnt staðinn Húsavík. Hvað varð svo um þetta fólk þegar síðari landnámsmenn komu til landsins? Ekki er ástæða til að ætla annað en að það hafí runn- ið áreynslulaust saman við innflytjendurna. Ekki hefur verið mikill munur á menningu eða tungu þessara hópa, landrými var nóg og því ekki tilefni til mikilla árekstra. Þó er ekki útilokað að einhverjir landnámsmenn hafi hrakið Vestmenn burt eins og sagt er að Ey- vindur Þorsteinsson hafí gert við Náttfara. Hitt er þó alveg eins sennilegt að sumir þeir landnámsmenn sem taldir eru upp í Land- námu hafí ekki verið innflytjendur heldur innfæddir Vestmenn. Það gæti t.d. átt við um „fóstbræðurna", Úlf og Vestmann, ef það var þá ekki allt einn maður. Garðsnöfnin í Þing- eyjarþingi og sagan um þátt Vestmanns, bróður Vémundar, í landnámi í Oxarfírði gætu bent til að Vestmenn hafí verið famir að dreifa sér út frá hinum eiginlega Garðars- hólmi á landnámsöld eða tekið þátt í frekara landnámi á svæðinu í samstarfi við inflytjend- urna. Ekkert af því sem hér hefur verið sagt er hægt að sanna og alveg er óvíst að svo verði nokkurn tíma. Það væri þá helst ef ein- hver heppinn fornleifafræðingur slysaðist niður á leifar Vestmannanna en jafnvel þá gæti verið erfitt að greina á milii þeirra og landnámsmanna. Á meðan getum við velt vöngum. Heimildir: fslensk fornrit I. íslendingabók. Landnámabók. Jakob Benediktsson gaf út. Rv. 1968. Bls. 34-36. Helgi Skúli Kjartansson: _Landnámið eftir landnám", Ný saga 9 (1997). Bls. 22-23. ísl. fornr. I. Bls. 32 og 46. Þorkell Jóhannesson: Ömefni í Vestmannaeyjum. Rv. 1938. Bls. 11-13. fsl. fomr. I. Bls. 276-77. Sama. Bls. 276. Sama. I. Bls. 284-85. íslensk fomrit X. Ljósvetninga saga með þáttum. Reyk- dæla saga ok Víga-Skútu. Hreiðars þáttr. Björn Sigfiisson gaf út. Rv. 1940. Bls. Ixxvi. Guðrún Nordal / Sigurður Jónsson frá Amarvatni: Nöfn ísiendinga. [Rv.] 1991. Bls. 521. Axel Kristinsson: Garðarshólmur Höfundur er sagnfræðingur. f SJÓNÞINGINU, sem er í um- Asjón Islensku menningarsam- steypunnar art.is í samstarfi við listadeild Gerðubergs, mun listamaðurinn sýna úrval af verkum sínum á skyggnum, jafnframt því sem hann situr fyrir svörum hjá spyrlum þings- ins. Spyrlarnir að þessu sinni eru þeir Gunnar J. Árnason listfræðingur og Þorgeir Þorgeir- son rithöfundur og gestastjórnandi er Gunnar Smári Egilsson blaðamaður. Sjónþingið hefst kl. 14. í Gerðubergi hefur jafnframt verið sett upp sýning á úrvali eldri verka Hannesar, sem að sögn listamannsins eiga það sammerkt að fáir hafa séð þau, þar sem þau hafa annaðhvort aldrei verið sýnd hér á landi eða einungis í mjög skamman tíma. Nú ætti áhugasömum að gefast góður tími til að virða þau fyrir sér, því sýningin stendur til 31. desember nk. eða það sem eftir lifir árs. Að Sjónþinginu loknu, eða kl. 17 í dag, opnar Hannes einnig sýningu í Galleríi Sævars Karls og stendur hún fram til 25. nóvember. Sýningarferill Hannesar spannar rúm tutt- ugu ár og óhætt er að segja að hann hafi verið óvenjulega afkastamikill. Hann á að baki 31 einkasýningu auk ótal samsýninga og hátt í 40 gjörninga. I tengslum við þessar sýningar hef- ur hann gefíð út talsvert magn af prentuðu efni; sýningarskrár, bæklinga, fjöífeldi og veggspjöld, og segir Gunnar J. Árnason að varla sé til það form myndlistar sem Hannes hafi ekki fengist við einhvem tíma á ferlinum; málverk, teikningar, skúlptúr, innsetningar, fjölfeldi, gjörningar, myndbandsverk og flest það sem nöfnum tjái að nefna. Þar fyrir utan liggur eftir Hannes talsvert af ritsmíðum, greinum um myndlist og menningu. Hann hef- ur skrifað gagnrýni fyrir fjölmiðla, svo sem Vísi, NT, Helgarpóstinn, DV, Morgunpóstinn og fjölmörg tímarit, auk þess sem hann hefur flutt erindi á málþingum og ráðstefnum hér á landi jafnt sem erlendis. Um nokkurra ára skeið rak hann sýningarsalinn Gallerí einn einn og á síðastliðnum tveimur árum hefur hann, í félagi við aðra, gengist fyrir alþjóðlegum sum- amámskeiðum um myndlist. Dáðleysi safnanna og heimóttar- skapwr gagnrýnenda Þrátt fyrir gífurleg atköst í listsköpun á und- anförnum tveimur áratugum er Hannes mun þekktari fyrir framgöngu sína í hinni menning- arpólitísku umræðu, sem oft á tíðum hefur vak- ið blendin viðbrögð. „Enginn íslenskur mynd- listarmaður í seinni tíð hefur trúlega látið meira til sín taka þegar menningarpólitíkin er annars vegar en Hannes Lárusson. Dáðleysi safnanna, heimóttarskapur gagnrýnenda, Verk myndlistarmannsins Hannesar Lárussonar eru viðfangsefni Sjónþings sem háð verður í Gerðu- bergi í dag, laugardag. MARGRÉT SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR grennsl- aðist fyrir um þingstörfin og feril Hannesar. skorturinn á fræðilegri umræðu, fleðulætin í garð útlendinga, opinberar styrkveitingar, hagsmunagæsla kolleganna og þeir sem hafa komið sér of notalega fyrir við kjötkatlana að mati Hannesar; þetta allt og fleira hefur hann flengt svo undan hefur sviðið," segir nafni listamannsins, Hannes Sigurðsson, listfræð- ingur og forstjóri Islensku menningarsam- steypunnar art.is. Sjálfur lætur Hannes þessi orð falla um fer- ilinn: „Ferill minn hefur fram að þessu verið að flestu leyti áþekkur annarra á listasviðinu á ís- landi sem fæddir eru upp úr miðri öldinni. Nám heima og erlendis, sýningar, vinnuskrap og kennsla, og ísmeygileg en krampakennd þátttaka í hinni svokölluðu umræðu. Ég hef kannski á vissum tímabilum náð upp ágætum dampi og kontöktum með hugsjónaeldi og um leið verið á hjólum í þjóns- og trúðshlutverki. En þess á milli virðist ég leggjast í atkvæðalít- ið og fljótandi gutl. I listsköpun minni bregður fyrir þessari hefðbundnu blöndu af því „að vera með“ og græskulausu þjóðháttapoppi.“ Myndlistin er könnun á þvi hvernig hlutirnir birtast Hannes segist aldrei hafa reynt að koma á framfæri boðskap í list sinni og segir meintan boðskap í sambandi við upphaf og endi al- heimsins gera íslenska myndlist hlægilega. „Myndlistin er að mínu mati einhvers konar könnun á því hvemig hlutirnir birtast," segir hann. „Umræðan á myndlistarsviðinu og mörg- um öðrum sviðum hér á íslandi er mjög tak- mörkuð af þeim bakarofni sem aðstæður hér eru. Það eru vissir grunnþættir í menningunni sem takmarka og móta umræðuna; fólksfæðin, einangrunin o.s.frv.“ Gunnar J. Árnason þekkir Hannes vel allt frá því að þeir voru samtíða í námi og hefur einnig skrifað talsvert um verk hans. í sýning- arskrá reynir hann í stuttu máli að gefa ein- hverja vísbendingu eða vísi að leiðsögn um hvernig túlka megi verk Hannesar: „Það sem maður rekur sig strax á er að verkin eru sam- sett úr fjölda afmarkaðra hluta, eða tákn- mynda, sem koma fyrir aftur og aftur í ýmsum samsetningum og tilbrigðum. Sambandið milli táknmyndanna innan sama verks er ákaflega undarlegt og beinlínis hrópar á skýringu og túlkun. Enda hafa allir hlutir í verkum Hann- esar ákveðna merkingu. Ekki nóg með það, heldur hafa þeir allir tvöfalda merkingu, þ.e.a.s. hin táknræna merking býður upp á enn frekari, dýpri merkingu. Þetta er mikilvægt vegna þess að það er á þessu öðru stigi merk- ingar sem öll hin ólíku og ósamstæðu element koma saman í eina heild. Að þessu leyti eru verk Hannesar sambærileg við allegóríur, eða táknsögur, fyrri alda.“ Menningin er stríðóma heimwr sem talar twngwm tveim Til að hjálpa þeim á sporið sem ekki eru beinlínis kunnugir list Hannesar hefur Gunnar tekið saman lista yfir nokkra hluti sem oft skjóta upp kollinum í verkum hans og listanum fylgja stuttar athugasemdir. Meðal algengra þátta í verkunum sem Gunnar telur upp og út- skýrir eru litaröðin, teinungurinn, fígúran, ausa skorin út í tré, lóa, fálki, tálbeita, svartur og rauður ferningur, grjótið, ofninn, mjöðurinn og kampavínsflaskan. Gunnar spyr sig hvað það sé sem bindi allt þetta saman. „Um hvað er list Hannesar Lárussonar? í einni setningu má segja að öll verk Hannesar fjalli um ástand menningarinnar sem við búum við. Listamenn módernismans fengust við takmarkanir og möguleika listformsins, en verk Hannesar fjalla um listsköpun og tjáningu í samhengi við menninguna í heild sinni, og þau „öfl“, eins og hann kallar þau gjarnan, sem ríkja og viðhalda þessum sundurlausa strúktúr. Hannes er næmur á það sem er að gerast í kringum hann, sem sést best af skrifum hans í gegnum tíðina. En verk hans eru ekki beinlínis „komment" á ástandið, heldur fremur smækk- aðar myndir af þeirri menningu sem mótar sjálfsmynd okkar og tjáningu, gerð úr mislit- um, ósamstæðum þáttum, sem passa illa sam- an, og eru uppfullir af fáránleika, goðsögnum og ráðgátum. Hver og einn hlutur er tákngerv- ing fyrir tiltekið verðmætamat, viðmið, mýtu eða hugmyndafræði sem menning okkar er gerð úr: einstaklingurinn gagnvart heildinni, sköpun gagnvart skipulagi, hið staðbundna gagnvart hinu alþjóðlega, hálist gagnvart láglist. Menningin, í verkum Hannesar, er stríðóma heimur sem talar tungum tveim,“ segir Gunnar. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.