Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Side 8
FYRSTU skref tilraunagarðs á Sólheimum.
Breitt yfir illgresi og búið í haginn fyrir
jarðvegslífverur.
DEKKJUM er staflað upp fyrir kartöflurækt. Grösin koma upp úr moltunarstæðunni sem veit-
ir skjól og kartöflurnar sóttar milli dekkja.
LÍFRÆN skólphreinsikerfi nýta vatnagróður
og örverur til að brjóta niður áburðarefni í
fráveituvatni. Þau eru gróskumikil og snotur.
VISTMENNING
EFTIR MARÍU H, MAACK
í vistmenninqu felast í stuttu máli aðferðir oq hönnun
sem gerir flestum heimilum og samfélögum kleift^ð~
auka við sjálfsþurftarbúskap sinn, virða náttúrulegt um-
hverfi og nýta vistvænar tækninýjungar sem létta á um-
hverfisvandamálum samtímans.
MARGNOTA hús - græni tankurinn er til vatnssöfnunar (Earthward, Tweed Horizon,
Skotlandi).
LYFTA sem knúin er af læk. Þegar hólf neðst á öðrum klefanum fyllist sígur hann niður og
dregur hinn upp með þeim farþegum sem komnir eru. (Center for Alternative
Technology, Wales.)
UMHVERFISMÁL skjóta upp
kollinum á margvíslegan
hátt. Á Edinborgarhátíðinni
var til dæmis í fyrra fluttur
grænmetisballett (Ballet
vegetal) í nafni umhverfis-
verndar og Myndhöggvarafé-
lag Reykjavíkur heldur
glæsilega sýningu á umhverfislistaverkum
fyrir þá sem fara eftir strandlengju höfuð-
borgarinnar í sumar og njóta náttúru og
menningar.
Tekið hefur verið á umhverfísvernd á ýms-
um stigum undanfarin ár. Ríkisstjórnir setja
lög og reglur, sveitarstjórnir huga að staðar-
dagskrám en ennþá er einstaklingnum frjálst
að velja hversu mikið hann fléttar umhyggju
fyrir náttúrunni inn í sitt daglega líf. Hér
verður fjallað um hugmyndafræði sem tengist
starfsvettvangi arkitekta og skipulagsfræð-
inga en er fyrst og fremst beint til þeirra sem
vilja taka virkan þátt í sjálfbærri þróun sam-
félagsins og ganga tO daglegra verka með
náttúruvernd i huga.
Permaculture - Vistmenning
Sólheimar í Grímsnesi (www.smart.is/sol-
heimar) hafa tekist á hendur að kynna fyrir
almenningi hugmyndafræði sem öll sjálfbær
samfélög byggja á og nefnist permaculture, -
hugtak sem ástralski vistfræðingurinn Bill
Mollison dró af orðunum permanent agricult-
ure - landbúnaður til framtíðar. Þar sem orð-
ið agriculture má bókstaflega þýða sem rækt-
unarmenning og hugmyndafræðin á að henta
mönnum jafnt í borg og sveit er hér notast við
nýyrðið vistmenning yfir þetta hugmynda-
kerfi. Hugmyndirnar eru mjög fjölbreyttar en
byggja á traustum grænum þræði: Það sem
er gott fyrir náttúruna er gott fyrir okkur.
Vistmenning tekur til þriggja
meginþdtta:
* Lífræn ræktun fyrir hvert heimili; fylgt
er hringrásum náttúrunnar í heimilishaldinu
þannig að garður, svalir og gluggakistur eru
nýttar til að efla sjálfsþurftarbúskap. Lífrænn
úrgangur er nýttur í þágu ræktunar og jarð-
vegsgerðar.
* Hönnun sem miðast við sparsama og
skynsama notkun á náttúrulegum auðlindum,
nýtingu á heimafengnu hráefni og vistvænar
tæknilausnir. Hönnunin skal létta mönnum
heimaræktun og skapa virðingu fyrir náttúru-
legu umhverfi mannvirkja. Skólalóðir og al-
menningslóðir ættu einnig að nýtast til að efla
náttúruleg ferli í samfélaginu og viðhalda fjöl-
breytni í lífríkinu. Hver hluti gegnir marg-
þættu hlutverki í því að viðhalda sjálfbærni á
staðnum.
* Félagskerfí sem miðar að því að flestir
íbúar hafi áhrif og beri ábyrgð á nýtingu nán-
asta umhverfis og skilji hlutverk sitt í viðhaldi
þess. Tekið er tillit til hópa með sérþarfír og
reynt að gefa öllum færi á að nálgast náttúr-
una. Hvatt er til kaupa á staðbundinni fram-
leiðslu og vöruskiptum. Vistmenning á að
henta hvers konar trúarbrögðum og stjórn-
kerfum enda er byggt á hefðum hvers staðar í
landnýtingu og lifnaðarháttum.
I vistmenningu felast í stuttu máli aðferðir
og hönnun sem gerir flestum heimilum og
samfélögum kleift að auka við sjálfsþurftar-
búskap sinn, virða náttúrulegt umhverfi og
nýta vistvænar tækninýjungar sem létta á
umhverfísvandamálum samtímans. Aðferðim-
ar þarf að aðlaga hverjum stað og því er oft
horft til gamalla starfshátta og lausna til að
flétta inn í nútímalifnaðarhætti. Allt sem mið-
ar að því að spara orku, endurnýta efni og efla
heimafengið vinnuafl en jafnframt að hlúa að
framleiðslugetu náttúrunnar hentar undir
merkjum vistmenningar. Nú eru reglulega
haldin námskeið úti um allan heim til að fólk
geti tileinkað sér þessar aðferðir og hafist
handa við að efla sjálfbæra þróun heimafyrir.
Sumarið 1998 var haldið fyrsta námskeið
um vistmenningu hérlendis. Aðalkennari var
Skotinn Graham Bell (höfundur bókanna: The
Permaculture Garden og The Permaculture
Way). Á Sólheimum spreyttu menn sig á að
útbúa blandaðan garð með nytjajurtum ofan á
illgresisstóði en einnig var fjallað um nýtingu
villtra plantna, skógrækt til blandaðra nytja
og ýmis samfélagsmál skoðuð í ljósi umhverf-
isverndar. Einnig var komið inn á hönnun og
nýtingu vistrænna hugmynda í skólum, stofn-
unum og í fyrirtækjarekstri. Gefnir hafa verið
út bæklingar um nokkur þemu vistmenningar
og fást þeir á Sólheimum.
Rsektun fyrir heimilið hlúir að
jörðinni
Nútímaheimili era yfirleitt hvíldarstaður
útivinnandi fólks. Því virðist það vera aftur-
hvarf til fortíðar að hvetja menn til að nýta
heimili og húsgarða til ræktunar í þágu heim-
ilisins. Og hver hefur tíma til slíks nú á dög-
um? Burtséð frá niðurgreiðslum og markaðs-
verði þá sýnum við umhyggju fyrir jörðinni
með því að velja vöru sem er heimafengin og
allra mest með því að rækta í okkar nánasta
umhverfi hluta af fæðu heimilisins. - Það eru
ófáir íslendingar sem rækta garðinn sinn, ef
til vill mætti gera meira af því að verja hluta
hans til matjurtaræktunar - kartöflur innan
um blómstrandi runna. Rifs, sólber, stikkils-
ber og hindber innan um víðihekkið.
í hönnun vistmenningar er gert ráð fyrir að
matjurtir geti verið notaðar til skrauts og
skjóls en ef við ætlum að leggja vinnu í að
rækta okkur til matar þarf að huga að því
hvernig plássið nýtist best til að fá hámarks-
uppskeru með sem minnstri vinnu. Það er
gert með því að láta náttúruna um stóran
hluta vinnunnar en jafnframt koma hlutunum
haganlega fyrir. Matjurtagarður er best kom-
inn sem næst eldhúsinu og verkfærin ættu
ekki að vera langt undan. Margar garðjurtir
eru í rauninni ætar og má blanda með öðru
grænmeti til að auka á fjölbreytnina. Ef séð
er til þess að aðstæður henti vel fyrir ána-
maðka og örverur er hægt að láta þau um að
stinga upp matjurtabeð og losa okkur við líf-
ræna ruslið úr eldhúsinu í leiðinni. Auðveldast
er að vinna í upphækkuðum beðum sem bætt
er í moltunarefni ár frá ári og láta gróðurinn
þekja sem mest af yfirborðinu til að skyggja á
væntanlegt illgresi. Samræktun vissra teg-
unda getur dregið úr afföllum af völdum
sníkjudýra, en alltaf þarf að gera ráð fyrir að
garðeigandinn verði ekki aleinn um uppsker-
una. - í mörgum tilfellum er þó hægt að nýta
óvininn á einhvern hátt. Vorsalat gæti verið
úr hundasúrum, ungum fíflablöðum og arfa!
Arfi inniheldur mikið C-vítamín, spánarkerfill
er bragðgott grænmeti og fíflablóm eru frá-
bær steikt!
Trjágróður gegnir mjög margþættu hlut-
verki. Velja skal tegundir með tilliti til helstu
vindátta, vaxtarhraða og nytja sem hægt er
að hafa af hverju tré, hvort sem það eru jarð-
vegsbætur vegna niturbindingar eða sem
róluupphengi fyrir börnin. Um leið og skjól
myndast í íslenskum görðum hækkar meðal-
hitastigið og öll ræktun verður auðveldari.
Tré eru einnig talin draga úr hávaða og ryk-
mengun, og þau eru langöflugustu koltvísýr-
ingsbindarar sem fást. Við lauffelli bætist
stöðugt nýtt efni til jarðgerðar á staðnum.
Tjarnir geta temprað hitasveiflur í garðin-
um og yfírbreiðslur, skjólgarðar og gróður-
skálar lengja ræktunartímann svo að með
lagni er hægt að rækta fleira. Ræktun í anda
vistmenningar hvetur einnig til að halda dýr í
görðum. Þau skaffa áburð, geta etið mataraf-
ganga og draga þar með úr sorpi frá heimil-
inu, einnig geta þau haldið meindýrum í skefj-
um. Ef notaðar eru litlar tamdar endur er
hægt að láta þær reyta arfa og nýta þær síðan
í kæfu þegar líða tekur á haustið! Þessar upp-
talningar eru dæmigerðar fyrir vistmenningu:
hlutar heildarinnar eru valdir með tilliti til
margs konar nytja. Til eru margar góðar
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998