Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Side 12
en suður kom hann vegna þess að hann varð tengdasonur Helgu Magnúsdóttur í Bræðra- tungu þegar hann gekk að eiga Jarþrúði dóttur hennar. Eftir sex ára búskap dó hún af bams- fórum, en Bræðratunguhöfðinginn var ekki í vandræðum með nýtt kvonfang: Það fannst á Hólum í Hjaltadal; Þórdís dóttir Jóns sem þá var biskup þar. Ekki þótti verra að Magnús - „yngdi upp“, Þórdís var 20 árum yngri en hann. Talið var að Magnús hefði fengið mikinn auð með fyrri konu sinni og hann var sagður „gervi- legur maður og manna bezt á sig kominn Samtímamaður og sveitungi hans, Þórður Skál- holtsbiskup, sagði ennfremur: „Magnús er góð- ur maður og vel að sér og hefur almannaróm hér í sveitinni af góðmennsku sinni. “ Ymsir lesendur Islandsklukkunnar hafa talið víst að Snæfríður Islandssól, dóttir Eydalíns lögmanns fyrir norðan, hafí raunverulega verið húsfrú í Tungu á þessum tíma. En svo var ekki. Hvorki var Jarþrúður né Þórdís sú íslandssól sem lesendur þekkja af bókinni og er til orðin fyrir nauðsynlegt skáldaleyfi. Þórdís kemst þó nær lýsingunni á Snæfríði í þá veru að hjóna- band hennar og Magnúsar varð mjög ófarsælt, en Þórdísi er svo lýst að hún hafí verið góð kona og lítillát og „kvenna vænst á öllu Suður- landi og þótt víðar væri leitað". Magnús í Bræðratungu hneigðist til of- drykkju og var vondur við vín. Hann var auk þess sjúklega hræddur um konu sína fyrir öðr- um mönnum og niðurlægði hana opinberlega árið 1702 þegar hún varð að vinna að því eið á þingi, sem sett var í Bræðratungu, að hún væri ekki í ósæmilegum kunningsskap við aðra menn. Svo fór að Þórdís þoldi ekki þá raun að búa með hálfbrjáluðum manni, sem auk þess var alkóhólisti, og flúði ná náðir systur sinnar sem var biskupsfrú í Skálholti. Heim að Tungu sneri hún ekki aftur þrátt fyrir ítrekuð tilmæli Magn- úsar. En hann var ekki af baki dottinn í of- ' sóknaræðinu á hendur konu sinni. í Skálholti dvaldist þá samtímis Þórdísi Arni Magnússon handritasafnari. Hvort kærleikar urðu með honum og íslandssólinni frá Tungu er óljóst, en ekki þurfti mikið til þess að slúðrið færi á flot. Að minnsta kosti sá Magnús í Bræðratungu ástæðu til þess að bera á þau Þórdísi og Ama að þau lifðu saman hneykslanlegu lífí. Málaferli sem af þessu spruttu fóru svo að Magnús var dæmdur í háar fjársektir og var þá auður hans mjög til þurrðar genginn. Neyddist Bræðratungubóndinn til að selja jörðina mág- konu sinni og sigldi að því búnu til Kaupmanna- hafnar þeirra erinda að fá dóminum hnekkt. . Þar endaði harmsaga Magnúsar; hann dó í þessari ferð, en þeir unnu síðar sem fóru með mál hans, hvemig í ósköpunum sem menn fóru að því úti í Kaupinhöfn að sanna ósæmilegan samdrátt frú Þórdísar og Áma í Skálholti. Að Magnúsi látnum fluttist Þórdís aftur að Bræðratungu og bjó þar um árabil að nýju og dó þar, líklega södd lífdaga, 1741. Magnús Gíslason amtmaður varð síðastur valda- og virðingarmanna sem á fyrri öldum bjuggu í Tungu. Hann hafði verið uppfóstraður í Skálholti hjá Sigríði og Jóni Vídalín og mennt- aðist vel. Hann hafði keypt Bræðratungu af frú Þórdísi og bömum hennar og bjó þar til 1745. Var Magnús talinn einn af ágætustu mönnum sinnar samtíðar, vinsæll af alþýðu manna og . einkar hjálpsamur við fátæklinga. Svo langt gekk það að hann sá tímunum saman fyrir mörgum heimilum og þótti stórgjöfull, en að sama skapi harður við þá sem meira máttu sín. Eftir að Magnús lögmaður fluttist frá Bræðratungu bjuggu leiguliðar á jörðinni það sem eftir lifði 18. aldar og alla 19. öldina. Þá hafði þessari vildisjörð verið skipt í tvennt og var tvíbýli í Tungu framá þessa öld. Haustið 1904, skömmu eftir að Einar skáld Benedikts- son tók við sýslumannsembætti í Rangárþingi, gerðu þau sér ferð vestur að Tungu, Einar og Valgerður kona hans, og erindið var þá að kaupa Bræðratungutorfuna. Þá bjó í Tungu Bárður Kristján Guðmundsson, sem áður hafði unnið fyrir Einar við mælingar í Elliðaám og víðar. Segir Guðjón Friðriksson í ævisögu Ein- ars, að alikálfinum hafi verið slátrað og eldaðar miklar steikur, en ekki hefur sú veizla þó getað jafnazt á við sumar frá fyrri öldum. Kaupverð jarðarinnar var 12 þúsund krónur og ætlun Einars var að hefja stórbúskap og umfangs- miklar framkvæmdir, en Bárður Kristján skyldi verða bústjóri. Allt raim það út i sand- inn, en jörðina átti Einar í nokkur ár. Eins og fram kom í fyrri greininni, tók vegur jarðarinnar að aukast á nýjan leik með fram- ■ taki og félagsbúi Sven Poulsens og Skúla Gunn- laugssonar 1924. í bókinni Sunnlenskar byggó- ir, sem út kom 1980, eru til greindir tveir bæir í Tungu, en að Austurbærinn nýti alia jörðina. Með sameiningu og þeirri ræktun sem Sveinn Skúlason og Sigríður Stefánsdóttir hafa staðið að á síðustu áratugum má lita svo á að Tunga sé orðin höfuðból á nútímavísu. Helztu heimildin Landnáma, Njála, Biskupasögur, Str urlunga, fslandskiukkan eftir HKL, ritgerð Guðríðar Þórarinsdóttur um Bræðratungu í Inn til fjalia I, Hruni, ritgerð eftir Helga X'orláksson, Sunnlenskar byggðir, 70 ár afmælisrít Búnaðarsambands Suðurlands. Ólafur Dan Daníelsson (1877—1957) Varði doktorsritgerð í stærðfræði við Hafnar- háskóla árið 1909, en hafði áður hlotið gull- pening skólans. Mótaði stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík frá stofnun henn- ar 1919. Guðmundur Arnlaugsson og Sigurð- ur Helgason gáfu árið 1996 út rit um Ólaf: Stærðfræðingurinn Ólafur Dan Daníelsson — Saga brautryðjanda. FÖSTUDAGINN 31. október 1947, sem er sjötíu ára afmælisdagur dr. Ólafs Daníelssonar, komu saman á heimili hans nokkrir menn og stofn- uðu með sér félag. Tilgangur fé- lagsins er sá að stuðla að samstarfí og kynnum þeirra manna hér á landi, sem lokið hafa háskólaprófi í stærðfræðilegum greinum.“ Þannig var skráð í gerðabók, en áður hafði Leifur Asgeirsson ávarpað afmælisbamið og lýst stofnun félagsins. Nafn hlaut það þó ekki fyrr en síðar, en þá var það líka skráð af brýnu tilefni. A fundi árið 1952 var nefnilega, svo sem segir í fundargerð, rætt „bréf frá stærðfræði- félaginu danska um útgáfu samnorræns tíma- rits um hærri stærðfræði og samþykkt að fé- lagsskapurinn gerðist aðili að útgáfunni", og segir síðan: „í sambandi við þetta mál ákvað fundurinn, að félagið skyldi eftirleiðis nefna sig íslenzka stærðfræðafélagið.“ Með nafngiftinni var gefið til kynna, að í félaginu skyldi vera vítt til veggja, þar skyldi vera rúm fyrir allar greinar stærðfræði ásamt heimfærslum henn- ar, fyrir stærðfræðileg vísindi í víðum skiln- ingi, svo sem þegar má ráða af þeirri breidd í fræðilegum efnum, sem stoftiendumir bám með sér. En auk afmælisbamsins voru þeir þessir, taldir eftir aldri: Þorkell Þorkelsson, eðlisfræðingur, Brynjólfur Stefánsson og Ami Bjömsson, tryggingastærðfræðingar, Bolli Thoroddsen, verkfræðingur, Sigurkarl Stef- ánsson og Leifur Ásgeirsson, stærðfræðingar, Steinþór Sigurðsson og Trausti Einarsson, stjömufræðingar, Kr. Guðmundur Guðmunds- son, tryggingastærðfræðingur, Sveinn Þórðar- son, eðlisfræðingur, Guðmundur Amlaugsson, stærðfræðingur, Gunnar Böðvarsson, verk- fræðingur, Þorbjöm Sigurgeirsson, eðlisfræð- ingur, og Bjöm Bjamason, stærðfræðingur. Ólafur Dan og Þorkell vom langelztir stofn- endanna. Þeir vora reiknimeistarar almanaks- ins, reiknuðu það í þrjá áratugi, en í það reikn- ingslega stórvirki réðust þeir árið 1922 og fluttu hið íslenzka almanak að fullu inn í landið. „Varð þetta verk þeirra einn þáttur í sjálfstæði þjóðarinnar“, sagði Leifur Asgeirsson, þegar hann, ásamt Trausta Einarssyni, tók við alm- anaksverkinu. Þetta var árið, þegar fyrstu stúdentamir vora brautskráðir úr stærðfræði- deild Menntaskólans, en það var einnig þeirra þrekvirki, hinna sömu manna, að fá því fram- gengt árið 1919, að sú deild yrði stofnuð við skólann. Svo stórhuga voru þeir raunar, að um skeið, er þeir töldu, að borin von væri, að því ákalli þeirra yrði sinnt, þá lögðu þeir fyrir stjómvöld, að þeir skyldu sjálfir stofna og starfrækja stærðfræði- og náttúrufræðiskóla. „Var svo til ætlazt að nemendur gætu tekið stúdentspróf við skóla þenna og að prófið gæfi Leifur Ásgeirsson (1903—1990) Tók stúdentspróf árið 1927 með glæsibrag, sem aðrir léku ekki eftir, og hafði þá aldrei í neinum skóla setið. Tók doktorspróf í stærð- fræði við háskólann í Göttingen 1933 og varð þegar þekktur meðal stærðfræðinga fyrir þá meðalgildissetningu, sem við hann er kennd. Var skólastjóri héraðsskólans á Laugum f áratug og síðan prófessor í stærðfræði við verkfræðideild Háskólans. EFTIR JÓN RAGNAR STEFÁNSSON íslenzka stærðfræðafélagið var stofnað 31. október 1947 til heiðurs Ólafi Daníelssyni sjötugum. Hér segir frá starfi þess á lið- inni hálfri öld. rétt til inngöngu á fjölvirkjaskóla, Háskóla fs- lands svo og aðra háskóla.“ Það var helzti tilgangur félagsins, að menn kæmu saman til að ræða stærðfræðileg hugð- arefni sín og kynna þau hver fyrir öðrum. Fyrsta fyrirlesturinn flutti Ólafur Daníelsson sjálfur. Hann talaði „um hring þann, sem um- ritaður er um utanverða snertihringa þríhym- ings“ og reiknaði geisla hans miðað við geisla innritaða hringsins og ummál þríhymingsins. Hann hafði þá nýlega birt niðurstöðuna í hinu danska Matematisk Tidsskrift En svo gamalt var þetta í hans hugarheimi, að fyrstu rætur þessa efnis hjá honum er að finna í grein, sem hann skrifaði í sama tímarit 22 ára gamall árið 1900. f þessum skilningi er þetta gamalt efni, en þetta er jafnframt nýtt efni í þeim skilningi, að á allra síðustu árum hafa verið sóttar í það hugmyndir og þær þróaðar út frá nýútkomnu efni, svo að úr hefur orðið snotur uppgötvun. Hér er átt við setningu um þennan sama út- hring Ólafs Daníelssonar, sem Skarphéðinn Pálmason uppgötvaði og birti nýlega í Frétta- bréfi Islenzka stærðfræðafélagsins. Fyrsti fyr- irlesturinn í félaginu hefur því borið fagran ávöxt í fyllingu tímans. Fyrsta áratuginn vora að jafhaði fluttir Qór- ir til fimm fyrirlestrar árlega. Nýir félagsmenn bættust skjótt í hópinn og fluttu fyrirlestra. Á allra fyrstu áranum töluðu Bjarni Jónsson og Sigurður Helgason, en þeir báðir hafa svo ver- ið aufiísugestir á félagsfundum og flutt marga fyrirlestra. Um langt skeið voru útlendir fyrirlesarar tíðir gestir. Má sér í lagi nefna tvo meðal allra þekktustu stærðfræðinga heims, er hér töluðu á fundum félagsins á áttunda áratugnum, Frakkann André Weil, en hann var á sínum tíma í þeim fræga hópi, sem ritaði undir höf- undarheitinu Nicolas Bourbaki, og Ungveij- ann fræga og undrabarnið, Paul Erdös, sem hingað kom tvívegis og flutti fyrirlestra, meira að segja þrjá fyrra sinnið. Af Vilhjálmi á Narfeyri Árið 1951 flutti Brynjólfur Stefánsson fyrir- lestur, þar sem hann lagði út af ritgerð Vil- Vilhjálmur Ögmundsson (1897—1965) Var sjálfmenntaður í stærðfræði og birti merka ritgerð í norrænu stærðfræðiriti. Bóndi og oddviti á Narfeyri á Skógarströnd, en „jafnframt var hann einn helzti stærð- fræðingur þessa lands", sagði Leifur Ás- geirsson í eftirmælum. hjálms Ögmundssonar á Narfeyri, og leiddi það til þess, að honum var boðið að ganga í fé- lagið. Tók hann því með þökkum og varð það honum mikil hvatning til frekari starfa að stærðfræði. Jukust þá kynni hans við stærð- fræðinga og kom svo að því árið 1953, að bónd- inn á Narfeyri hélt fyrirlestur í félaginu um stærðfræðiiðkanir sínar. Á næstu árum vann hann tvær greinar til birtingar í Nordisk Ma- tematisk Tidskrift, báðar byggðar á framlegri hugarsmíð á liðnum áratugum, og var önnur þeirra hin stórmerka ritgerð, Margföldun stærða í n-víðu rúmi, eins og hún heitir í fram- gerð sinni. Án nokkurrar vitneskju um, hvað hinir fremstu stærðfræðingar hefðu gert í þessum efnum um aldamótin, „kom þessi óskólagengni bóndi og gerði þetta allt einsam- all á svo mikið einfaldari hátt í tómstundum sínum“, sagði Bjarni Jónsson og bætti við: „Ég man nú raunar ekki eftir því, að íslenzkir bændur hefðu tómstundir.“ Hann hafði á sín- um tíma krufið þetta verk Vilhjálms og haft hönd í bagga með honum að koma því á fram- færi, sem hann „hafði áorkað, og því meira sem ég hugsa um það, því ótrúlegra þykir mér það“, sagði hann ennfremur. Vilhjálmur bjó yfir frumlegri stærðfræðigáfu, hann skóp sinn eigin hugtakaheim og lifði í honum. Sjálfur leiddi hann sjálfan sig um þann heim. En í raunheimi stóð hann fostum fótum og var virt- ur bóndi á Skógarströnd og forystumaður. Með orðum Leifs Ásgeirssonar, þá gerði hann „íslenzkum almenningi sæmd með vísinda- störfum, sem með öllum þjóðum era fágæt hjá mönnum með hans aðstöðu". Kannski spyr einhver lesandinn sig, hvort því megi lýsa á einhvem hátt á þessum vett> vangi, hvað það var merkast, sem hann gerði. Við skulum reyna það, en bara í stuttu máli. Lítum á talnaásinn, rauntalnaásinn, sem all- ir þekkja. Þar vitum við, að sérhverjar tvær tölur era sambærilegar, ávallt gildir, að önnur sé minni en hin. Ef við sleppum einmitt þeim eiginleika, að tölum sé þannig raðað, en höld- um öðram, þá fáum við einnig tvinntölumar. Þær mynda tvívíða sléttu. Bömum var það kennt og þannig orðað fyrr á tíð, að röð faktor- anna skipti ekki máli. Það vissi ég þó sem bam, að ekki var þetta alls kostar rétt; afi minn var faktor og enginn faktor var honum fremri. En ef við sleppum þeim eiginleika rauntalna og tvinntalna, að röð faktoranna skipti ekki máli, þá fáum við einnig fertölum- ar. Eins og tvinntölur era myndaðar af tvenndum, þá era fertölur myndaðar af femd- um með öllu viðameiri reiknireglum. Þær mynda fjórvítt rúm. Og það var líka haft fyrir bömum, og er vonandi enn, að við margfoldun skipti ekki máli, hvar svigar era settir. En þó er það ekki einhlítt og fer eftir því, hvað við STÆRÐFRÆÐAFELAG • • I HALFA OLD 12 IESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 31. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.