Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Page 14
A ARI HAFSINS Ljósmyndir: Ragnar Th. Sigurðsson. SÓLARLAG við Jökulsárlónið á Breiðamerkursandi. ÍS - EKKI BARA KALDUR KLAKI EFTIR ARA TRAUSTA GUDMUNDSSON í heild er ís á norðurslóðum nálægt þremur milljónum rúmkílómetra og getur bakið langt á annan tug milljóna ferkílómetra. Til samanburðar má geta þess að ísinn á suðurhveli er rúmlega tíu sinnum rúmmáls- meiri og munar þar mestu um risastóran og þykkan jökul Suðurskautslandsins, ÍSKRISTALLAR ^PSINN er óaðskiljanlegur hluti norður- ^ slóða, hvort sem er á landi eða sjó. I Hann er ótrúlega fjölbreyttur og varðar I alla jarðarbúa miklu. Sumarlangt er 1 hafísinn á öllu pólsvæðinu en teygir sig I einnig með norðurjaðri stóru megin- I landana og suður með ströndum þeirra I og nyrstu eyja norðursins. Á vetuma leggur sjó langt úr frá þessum útbreiðslu- svæðum sumarsins, sums staðar suður fyrir heimskautsbaug. ís jöklanna breytist aftur á móti ekki umtalsvert eftir árstíðum og þeir halda áfram að kelfa borgarís í sjó fram óháð árstíðum en þó í meira magni á sumrin en vetuma. Stöðuvötn leggur á veturna en sá ís hverfur yfír sumarið. ísþekjan í heild er svo víðfeðm að hún hef- ur bein áhrif á allt umhverfí norðurslóða að slepptum allra syðstu hlutunum, eins og t.d. Færeyjum. Obeinu áhrifin ná mun lengra vegna þess að hafstraumar norðursins era til orðnir vegna íssins og era háðir viðgangi hans. Kaldir loftstraumar eiga líka upptök yfir ís nyrst á hnettinum og geta þeir náð langt suður fyrir 60. breiddargráðu. Snjórinn á landi og á hafísbreiðunum er miklu hverf- ulli en ísinn. Yfirleitt hverfur allur snjór á láglendi og hafísnum í meðalári, en víða á há- lendi fymist snjór ár eftir ár og þar þrífast þá jöklar ofan við jöklunarmmörk (oft haft sem snælína í daglegu tali). Þau geta verið harla lág; aðeins í fáeinum hundraðum metra yfir sjávarmáli á nyrstu landsvæðum. Ekki má gleyma ís í jarðvegi og lausum yf- irborðslögum. Stór hluti þurrlendis í heim- skautalöndunum inniheldur sífrera svo millj- ónum ferkílómetra skiptir. Sífrerinn er vatnsís í lausu jarðlögunum sem ekki nær að þiðna sumarlangt. Kaldir vetur og langir í áraraðir, aldir, jafnvel árþúsundir, hafa myndað sífrerann. Hann getur orðið mörg hundrað metra þykkur. Aðeins efstu 1-2 metramir ná að þiðna yfir sumarið. Sífreri ræður sérkennilegum gróðursamfélögum 'Sem nefnast tundra (aðallega mýrlendi með lágróðri) og taiga (aðallega birki- og barrtré) á erlendum tungum. Hve mikð af snó? Á hljómdiski með sérkennilega fallegum sænsk-grænlenskum tónsmíðum (The Thule Spirit/Northem Voices) eru nokkur lögin samin utan um og í takt við hljóð sem verður til þegar maður gengur eftir mjög köldum skafsnjó, eins og hann gerist þéttastur nyrst á norðurslóðum. Þetta marr eða brak er næst því að vera einkennishljóð mannlegrar virkni í árþúsund hér uppfrá og ætti, ásamt vindgnauði, að vera hluti af söng í sálu sér- hvers sem þykir vænt um flæmi norðursins. Snjórinn gerist harður í kuldanum og brakar eins og gengið sé á þunnum, gömlum tré- borðum. En hve mikið er af snjó og ís í norðrinu og hvers konar ís er til? Fyrst að snjónum. Urkoma á norðurkollu er mest syðst og til stranda en fer minnkandi inn til lands og er auk þess því minni sem norðar dregur. Þannig getur ársúrkoma verið um og yfir 3.000 mm á ári, t.d. syðst á Græn- landi, en er um 100 mm rétt fyrir norðan Grænland. Inni í Nunavut (Northwest Ter- ritories í Kanada) er ársúrkoman sums stað- ar aðeins um 60-70 mm á ári, eða líkt og mánaðarúrkoma í Reykjavík. Mikill meiri- hluti úrkomunnar í heild er snjór, en hann bráðnar innan árs, nema það sem breytist í ís á jöklunum. Þar varðar mestu um Græn- landsjökul, hátt í 2 milljónir ferkílómetra. Úrkomumagnið á land í norðrinu nemur hundraðum rúmkílómetra eða hundraðum milljarða tonna á ári. Sem ferskvatn skilar snjórinn sér í vatnshringrás lands og hafs en sem snjór hefur hann umtalsverð kælandi áhrif á staðbundið veðurfar, einkum vegna endurkasts sólarljóss og sem „kuldageymir". I hafínu á ferska, þunga vatnið sem rennur af yfirborði landsins sinn þátt í að framkalla djúpsjávarstrauma. Hve mikið af ís? Erfitt er að áætla magn íss á sífrerasvæð- unum. Það hleypur áreiðanlega á tölu sem slagar upp í stórjökla norðursins, en vatnið er bundið sem ís í langan tíma, líka á jarð- fræðilegan mælikvarða. Það kemur ekki inn í árlega hringrás vatnsins nema að afar litlum hluta, en mótar auðvitað umhverfi lífríldsins á landi. Magn ferskvatnsíss í vatnsfóllum, á stöðuvötnum og utan í fjallshlíðum er hverf- andi miðað við jökulís og hafís. Jöklar era margir í norðrinu en langflestir mjög litlir miðað við þá stærstu. Stærstur er Græn- landsjökull (um 1,8 milijónir ferkílómetra), en nokkrir era af svipaðri stærðargráðu og Vatnajökull. Þeir era á rússnesku eyjunum norðan Síberíu, á Svalbarða, í Alaska og á stærstu eyjum í Nunavut. Rúmmál Græn- landsjökuls er um 2,7 milljónir rúmkílómetra og hinna allra samtals um eða yfir 100 þús- und rúmkílómetra (1 rúmkílómetri af ís veg- ur 900 milljónir tonna). Magn hafíss er miklu minna en rúmmmál jökulíss, enda þótt flat- armál hafíssins teljist margfalt á við yfirborð jökla, eða um 5-15 milijónir ferkílómetra eft- ir árstíma og árferði. Þykkt hafsíss (sem er frosinn sjór) er nefnilega mæld í fáeinum metram í mesta lagi. Talið er að um 20.000- 30.000 rúmkflómetra af hafís sé að finna á norðurslóðum (meðaltal sumar/vetur). Með hafísnum fylgja borgarísjakar, en rúmmál þess ís á gefnum tíma er þó Iítið miðað við sjávarísinn. í heild er ís á norðurslóðum nálægt þrem- ur milljónum rúmkflómetra og getur þakið langt á annan tug milljóna ferkflómetra. Til samanburðar má geta þess að fsinn á suður- hveli er rúmlega tíu sinnum rúmmálsmeiri og munar þar mestu um risastóran og þykk- an jökul Suðurskautslandsins. Hafísbreiðan kringum Suðurskautslandið vetrarlangt er feikivíð; allt að 19 milljónum ferkflómetra. Allur ísinn syðra leikur þar með stórt hlut- verk í flóknu samspili íss, lofthjúps og sjávar á jarðkúlunni í heild, rétt eins á okkar heimaslóðum. ísinn og lifrfkið i sjó Hvorki Norður-íshafið sjálft né hafísinn era lífvana eyðimerkur. Aðliggjandi hafsvæði era mörg ein allra frjósömustu sjávarslóðir heimsins. Einmitt á mótum kaldsjávar og tempraðs sjávar era mörg bestu fiskimið ver- aldar. Á landi er lífvænlegt umhverfi í snjó og ís utan jökla og meira að segja uppi á þeim má finna ýmiss konar lífverur þótt reyndar sé rétt að segja að stórir heimskautajöklar séu líflausustu blettir jarðar. Ef litið er fram- hjá spendýrum, fuglum og fiskum, hvers kon- ar lífverur þreyja kulda norðurslóða? Þör- ungar, eins konar svífandi smásæjar plöntur í sjónum, era mikilvæg undirstaða lífríkisins á norðurslóðum. Þeir lifa á ljóstillífun og sveifl- ast þörungamagnið eftir árstíðum, bæði vegna mismunandi birtuskilyrða og breyti- legrar hafísþekju. En auk þess era í sjónum, þ.e. við hafísinn, undir honum og í honum, t.d. bakteríur, sveppir, svipudýr, götungar, margs konar skeldýr og krabbar. Á yfirborði hafíssins myndast vatnspollar. Sumir era úr bræðsluvatni, aðrir úr sjó. Þeir geta verið nánast alveg ferskir, hálfsaltir eða brimsaltir. Þar verður til lífríki með græn- þörangum og alls konar sjávarlífveram. Líf- veramar berast innan úr ísnum um pípur og sprangur eða skóflast með sjó upp á yfirborð íssins þegar ísflákar rekast saman vegna vinda og strauma, berast jafnvel upp á ísinn með vindum og sjávarlöðri eða öðram lífver- um. Grænir, brúnir og gulleitir flekkir í haf- ísnum era merki um líf. Inni í hafísnum eru lóðréttar saltvatnspípur og láréttir fletir með saltvökva; lagmót í misgömlum ís. Þar lifa salt- og kuldaþolnar lífverur, einkum þörang- ar. Undir hafísflákum, einkum næst brúnum, era samfélög þöranga og margs konar ann- arra lífvera. Þar eru sums staðar breiður grýlukerta neðan undir ísnum og geta þar verið ákjósanleg lífsskilyrði. Þörangamir eru til dæmis kjörfæða smádýra eins og ljósátu eða rauðátu. Krill eða Kríli era smádýr sem líkjast smárri rælqu. Tekist hefur að sýna fram á samband framboðs á kríli og stærðar ísþekju (einkum í Suðurhöfum). Hlýindi og hafísþekja, minni en í meðalári, leiðir til minni krílastofns en ella. Og auðvitað era til vísbendingar um margvísleg tengsl milli stofnstærða og veiðanleika fisktegunda og út- breiðslu og viðgangs íssins á norðurslóðum. is og menn Is norðurslóða hefur að sjálfsögðu mikil áhrif á mannlífið. Þar er jökulísinn í mun minna hlutverki en hvers kyns lagnaðarís. Nefna má í framhjáhlaupi að jökulís á Græn- landi er í einn stað til trafala í samgöngum en í annan stað hefur hann mikið aðdráttarafl á ferðamenn. Á Islandi hafa menn yfirannið jökulámar og jökulísinn hér er aðalvatns- forðabúr hefðbundinna raforkuvirkjana. Suð- urströnd Alaska, Norður-Noregur, Island, hálf vesturströnd Grænlands og hluti Norð- ur-Rússlands eru best í sveit sett hvað hafís- inn varðar. Þar era strendur jafnan íslausar. Fiskveiðar eða landbúnaður er undir því kominn að lagnaðarís loki ekki höfnum og miðum og keyri ekki sumarhitana niður. Allir Islendingar vita hvemig fer í vondum ísaár- um sem geta gengið yfir nokkram sinnum á öld. Það era angar úr Golfstraumnum sem halda ísnum frá ofangreindum landsvæðum hér við N-Atlantshafið. Veikist straumakerfið eða færist Golfstraumurinn suður þá er voð- inn vís. Annars staðar, þar sem hafísinn gisn- ar eða hverfur 2-3 mánuði á ári, hefur mann- lífið fyrir löngu lagað sig að umhverfinu. í nyrstu og norðaustustu héruðum Rússlands, Kanada og Grænlands hafa menn einkum lif- að af veiðum í fremur smáum stíl. Fiskar og sjávarspendýr eru helstu nytjadýrin. íbúar landsvæðanna eru ekki margir; fáein hund- rað þúsund ef vandlega er talið. Fólki hefur lærst að nýta sér samspil árstíða, hafíssins og hegðunar dýranna; og lengst af tekist að lifa í bærilegri sátt við náttúruna. Það á sér ákveð- inn rétt til náttúranytja. Tímabil stórveiða á hvölum, selum eða landdýrum til skinnaöfl- unar er að mestu liðið og er lífríkið að rétta úr kútnum eftir verstu umhverfisslysin þar. í staðinn hefur hafist tímabil námavinnslu og ferðaþjónustu á ísaslóðunum. Málmar, kol og þó einkum olía eru unnin allvíða og era flestir sammála um að rask og mengun vegna þess- arar virkni getur orðið afar skeinuhætt nátt,- úrunni. Umhverfisálag vegna ferðaþjónustu er enn lítið. Nú varðar mestu að gæta að um- hverfisáhrifúm þessara nýju atvinnuþátta og halda þeim í lágmarki. Um leið hlýtur að eiga að hlúa að sjálfbærri veiðimennsku. Á ári hafsins er gagnlegt að líta norður fyr- ir hin auðu hafsvæði á norðurslóðum og leggja áherslu á að skilja og virða samspil hafs og íss í sem víðustu samhengi. ísinn er ekki aðeins kaldur klald heldur mikilvægur hlekkur í náttúru sem er manninum lífvæn- leg. Höfundurinn er jarðeðlisfræðingur. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.