Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Blaðsíða 15
KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON FEIGÐARFÖR Svaf ein kona forðum fast þá feigð hún leit. Sitt gefíð nafnið Guðrún fékk og gnótt hér veit. Hún fékk í svefni fyrir spurt: Þú ferðast burt. Ég batt við stein hér stæltan hest, sem stíga á. Þótt styggur verði hamur hans það hemja má. Og annað fyrir augu ber, sem auðnast þér. Þú veist að hrímköld Hörgá sést; ég hjálpa þér. Svo ferðalag vort frelsi nær, sem fagna ber. Þú hlýðir mér, ég þekki það, nú því á stað. Hún sá þar kominn klerkinn sinn í kaldri ró. Ekki var hann vel til klæddur en virtist nóg. Beinagrind og bleik var kúpa og blóð í strjúpa. Höfundurinn er skóld i Reykjavík og fyrrver- andi prentari. ÓMAR SIGURÐSSON MANHATTAN- FÓLK Ó, þið Manhattanfólk, sem talið í klisj- um og eruð í sífelidu tímahraki. Orð ykkar eru skýrslugerð. Á daginn er allt slétt og fellt. Andlit ykkar er brosandi marmari. En þegar nóttin kemur með sinn þunga andardrátt, og hugur vkkar fyllist af annarskonar spurn en þeim sem hægt er að svara með súlnaritum og skýrsl- um. Þáhvað . . . Ó, mitt Manhattanfólk, fyrirgefíð okk- ur hinum sem skiljum ekki að hægt sé að afgreiða allt með umræðum eins og á hluthafafundi. Afsakið okkur en við skiljum ekki að ástin og lífíið er neyslupakki í ykkar augum. Síðan er hægt að fá sér heitan bita eft- ir þörfum, bara að hita afog til í örbylgjuofni. Fyrirgefíð okkur hinum sem höldum að lífíð sé til að skilja andstæðar tilfínn- ingar sem búa með okkar. Ó, mitt Manhattanfólk, reynið að fara mildum höndum um okkur. Horfið bara á okkur brosandi og hugs- ið að við séum börn sem eigum eftir að þroskast. Fyrirgefíð okkur, mitt Manhattanfólk. Höfundurinn er verslunarstjóri í Reykjavík. FRÁ FEÐRAVELDI TIL JAFNINGJARÉTTAR III Tilbúningur LESTUM þykir líklega afkáralegt að tala um móðurland, en á hinn bóginn ekki föðurland. Föðurhlut- verkið hefur alltaf verið félagslegt en móðurhlutverkið náttúrlegt. Orðið móðir vísar til róta; móður- mál; faðemi til innihalds. Menning og siðir gæða faðemi merkingu, þótt það sé í fyrstu bara tilviljunarkenndur getnaður, og við því hlutverki, tengdu goð- sögn, gengst siðaður maður, sem getið hefur bam, um leið og afkvæmi sínu. Goðsögnin get- ur reynst vera með ólíkum hætti eftir því hvar maðurinn er í sveit settur. En umhverfí hans leggur honum alltaf til faðemið fremur en hann sjálfur, ef eitthvað á úr að verða. Það er mikill munur á því að vera pater familias eins og það hét fyrr á dögum, svo virðulegt sem það er að vera titlaður á latínu, vera fjölskyldufaðir og eiga sér þar með föður- fyrirmynd í konungi, páfa, alföður á himni, og á hinu að vera karlmaður í nútíma lýðræðis- þjóðfélagi þar sem ár frá ári æ fleira miðast viðjafningjarétt. í gmnninn er allt við hið sama. Náttúran býður karlmanni á vissum aldri að komast yfír konu, barna hana og síðan aðra. Samfélag hans leggur honum til merkingu faðernisins, réttindi og skyldur sem íylgja því að hafa get- ið af sér afkvæmi. Hinu náttúrlega faðerni fylgir aftur á móti það eitt að komast yf- FEÐUR EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Það er mi munur a pvi b' að vera pafer familias eins og það hét fyrr á dögum, svo virðulegt sem það er að vera titlaður á latínu, vera fjölskyldufaðir og eiga sér þar með föðurfyr- irmynd í konungi, páfa, alföður á himni. oq á hinu að vera karlmaður í nú- tíma lýðræðisþjóðfélagi er því ekki alltaf siðferðislega rangt að leggja hefðbundna fjölskyldu í rúst og eyðOeggja með því fóðurhlutverk hennar. (Hið ósiðlega er oftast aðferðin við að ná þessu riiarkmiði.) Það er heldur ekki víst að hið nýrra fjöl- skyldumynstur hinnar einstæðu móður sé í sjálfu sér verra fyrirkomulag fyrir börnin á líðandi stund en hið gamla hefðbundinnar fjöl- skyldu þegar kemur að því að meta líkindin á að börn leiðist afvega í framtíðinni, út í glæpi, eiturlyf eða annan ófógnuð. Dvinandi foreldravald Þjóðfélagið hefur tekið broddinn úr föður- hlutverkinu, en það hefur einnig rýrt móður- hlutverkið til mikilla muna. Það gengur jafnt yfír bæði. Miklu fremur en taka á sig föður- hlutverk gagnvart barni sínu er einstæð móðir í þeim sporum að gera kerfi að stjórnanda í lífí beggja með líkum hætti og formæður hennar létu vilja karls síns leiða sig hvert sem var, ógagnrýnið en af stöðuglyndi sem tók á sig svip karlsins hvernig sem hann var. Hann gagnrýndi hún í síðustu lög. I því fórst þeim eins og frjálslyndum nútímakonum gagnvart kerfmu sem leiðir þær til þess frelsis að lifa fyrir það. Æ fleiri mæður hafna félagslegu hlutverki barnsfóður síns og velja framfærsluna eina, hið náttúrlega framlag. Faðirinn verður aldrei faðir þótt það sé haft í orði og hann gangist við barni. Jafnvel þótt honum sjálfum læyist að það tæmi málið að vera faðir að borða gera það ekki heldur en vænta þess að tilfinningar milli sín og móðurinnar eigi að sitja fyrir skýringum og rökstuðn- ingi. Flestum þykir það sjálfsagt mál. Móðirin er í þessum skilningi frumeining samfélags, dulúðug og náttúruvæn, og það þarf sérstaka áleitni við mæðraveldið til að breyta þeirri skipun mála yfir í hina sögulegu feðraveldisins. Hinu síðamefnda fylgir upp- reisn gegn náttúrukjörum, viðleitni til þróunar og umbreytinga undir stjóm karlmanna. Þannig hefur það alla tíð verið að flestra þjóða sið, þótt samfélag okkar hafí tekið nýstárleg- um umbreytingum á öldinni með lýðræði og vaxandi kvenfrelsi. Þegar raunsseið eitt er eftir Lýðræðinu fylgir valdajöfnuður sem hlýtur að koma sérstaklega hart niður á foðurhlut- verkinu eins og hefðir hafa viljað haga því svo lengi sem nokkur maður veit. Konungleg fyr- irmynd verður valdalaus og gildir þá svipað um forsetaembættið þótt kunni að reynast betra en ekki neitt til hliðsjónar um hvernig valdalítill maður í raun getur beitt sér með föðurlegum hætti þótt ekki sé nema gagnvart börnum. Landsfeður að íslenskum skilningi, sem frá upphafi settu sérstakan svip á ís- lenska pólitík, hafa á síðustu áratugum vikið fyrir lýðræðisþróuninni. Leiðsagnarhlutverk föður á félagslega vísu fer líka rýrnandi með hverju ári sem líður í ljósi sérfræði og annarr- ar verkaskiptingar. En þó helst fyrir það að konur á vinnumarkaði gegna núorðið föðurleg- um hlutverkum, að fyi-ri tíða skilningi, ekki síður en karlar og þá undir öðrum formerkjum en forræðis annars kynsins yfir hinu. Það er mikil upplifun að verða faðir, en skil- Og mismunandi hvernig menn taka útlegðinni. Það hlýtur að vera hrein undantekning ef faðir heldur félagslegu hlut- skipti sínu gagnvart barni sínu eða börnum eftir skilnað. yrðin til að taka út þann þroska með bami sínu sem faðemi fylgdi á fyrri tíð em líklega minni í okkar tíð en þau hafa nokkurn tíma verið fyrr á byggðu bóli. Hjónaskilnaðir draga upp á yfirborðið þessa þróun sem er að starfí í þjóðfélaginu hvort sem er meðal einstæðra feðra eða í sambúð. Sjálfur naut ég þess fram á skólaskyldualdur barna minna beggja að lifa við félagslega einangrun vegna ritstarfa minna, og bjó auk þess í einangmðu byggðar- lagi um langa hríð og átti konu sem er með þeim afbrigðum gerð að hún kann best við sig í basli. Af öllu saman leiddi að ég naut sam- vista við börn mín nærri samfellt frá því ég tók við þeim í heiminn og fram til þess að skólinn heimti þau úr höndum mínum, sem og aðrir mótdrægir straumar feðraveldi mínu sem ann- arra. Eg naut þess fullkomlega að vera faðir tveggja barna meðan nokkur skilyrði vom til þess. Og samveran með því þriðja, strák sem kona mín kom með í hjúskapinn á áttunda ári hans, varð mér enn meiri lexía í raunveruleika en samfylgd barna minna tveggja enda er ég núorðið faðir hans ekki síður en þeirra. Vegna þess að faðerni er félagslegt en ekki náttúrlegt hlutskipti er enginn munur - annar en ímyndaður - á að ala upp annarra manna börn eða sín eigin. Stjúpi getur verið raun- verulegri faðir en kynfaðirinn, - það kenndi uppeldissonur minn mér. Jafnvel getur kona tekið að sér föðurhlutverk svo að sómi sé að og eru mörg dæmi um slíkt. Föðurhlutverkið er heldur ekki bundið siðferði. Þeir sem þekkja til Corleone-ættarinnar vita hvað ég á við. Það mynd. Bömin líða fyrir skilnað. Það sem við fullorðna fólkið gemm hvert öðra er mál útaf fyrir sig. En ill meðferð á börn- um er allra mál. Lýðræðið tekur til fólks með kosningarétt; líf bama er á hinn bóginn ekki lýðræðislegt og á ekki að vera það. Það era réttindi bams að eiga foreldri af báðum kynj- um, eiga sér fyrirmynd sem alls ekki stendur í lýðræðislegu jafningjasambandi við bamið heldur hefur óútskýrða yfirburðastöðu gagn- vart því. Ella þroskast bamið ekki samtímis því að það tekur út vöxtinn. Það er því óverj- andi, frá sjónarmiði barnsins skoðað, að eyði- leggja fóðurhlutverkið. Sá sem eyðileggur fóð- uimynd barns drýgir glæp. Og því stærri glæp sem faðirinn er baminu meiri raunveru- leiki. Konur þjóna nú kerfi menntunar eða stjórn- sýslu. í gegnum kvenfólk og fyrir hlutleysi karla nær þetta kerfi að fullkomnast í því mæli að það er orðið ómennskt með öllu. I nafni skilvirkni einnar hafnar kerfið öllum hefð- bundnum mannlegum samskiptum. Verst er að böm era núorðið alin upp, í skólum og heima, til að þjóna sömu reglu svo að tilfinn- ingasambönd þeirra ná, af þeirri ástæðu, ekki þrifnaði og þar með ekki sjálfsþroski heldur. Tilraun til kvenfrelsis, sem staðið hefur yfír hérlendis í um öld, hefur leitt yfir kvenfólk enn ömurlegi-a ófrelsi en dæmi eru um frá fyrri tíð meðal kvenna. Jafnframt sýnir út- koman að viljinn til að þjóna er nú sem endranær afgerandi um atferli kvenna þótt verk hverrar konu kunni að hafa sjálfstætt svipmót á þjónustusviði hennar. Höfundurinn er rithöfundur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998 15'

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.