Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Side 20

Lesbók Morgunblaðsins - 31.10.1998, Side 20
STEFNUMÓT TÓNLISTAR OG MYNDLISTAR Á KJARVALSSTÖDUM ÞEGAR SJÓNTAUGINNI OG HEYRNARTAUGINNI SLÆR SAMAN Morgunblaðiö/Ásdís HALLDÓR Ásgeirsson og Snorri Sigfús Birgisson við bátinn sem er hluti af sýningu þeirra á Kjarvalsstöðum, þar sem tónlistin og myndlistin eiga sér stefnumót. SNORRI Sigfús Birgisson, tónskáld og píanó- leikari, og Halldór Asgeirsson, myndlistar- maður, hafa komið á stefnumóti tónlistar og myndlistar á Kjarvalsstöðum. Sýning þeirra verður opnuð í dag, laugardag, kl. 16, í mið- rými og utandyra. „Tónlist og myndlist tengjast, eftir því ^þvemig maður lítur á það, annars vegar mjög mikið og hins vegar ekki neitt. Pær tengjast jafn mikið og augun og eyrun tengjast, það er að segja þær tengjast ekki en eru samt í sömu manneskjunni, sjóntaugin og heyrnartaugin fara inn í sama heila en eru tvær ólíkar taug- ar,“ segir Snorri. „Annars er til fólk þar sem þessum tveimur taugum, sjóntauginni og heyrnartauginni, slær einhvern veginn sam- an, þannig að það sér tóna í lit. Ég er bara ekki nógu vel að mér í taugalíffræði til þess að geta útskýrt það en þetta er víst til,“ segir hann hugsi. „Þá sá ég hvað hann var músíkalskur" Halldór og Snorri eru gamlir vinir og voru m.a. samtíða við nám í París á sínum tíma. ^,,Þá réð ég Snorra sem hálfgerðan hirðljós- myndara, ég var að gera verk sem ég varð að vera inná sjálfur svo ég fékk Snorra til að taka myndimar. Og hann var góður í því,“ segir Halldór og bætir við að það sé í rauninni það eina sem þeir hafí unnið saman áður. Snorri kveðst ekki áður hafa tekið þátt í stefnumóti tónlistar og myndlistar en bendir á að það hafí Halldór aftur á móti gert. „Hann var með myndlistargjörning á Norrænum músíkdögum fyrir tveimur árum, með raftón- list, og mér fannst það hrikalega gott hjá hon- um. Þá sá ég hvað hann var músíkalskur," segir Snorri. *■ „Þó að mér finnist hið hefðbundna tónleika- form bæði fallegt og heillandi og allt gott um það að segja, þá er ekki þar með sagt að það geti ekki verið gaman að gera tilraunir með að víkka aðeins út möguleikana," segir Snorri. Halldór tekur í sama streng. „Myndlistar- 'menn eru alltaf að leita að nýjum formum eða nýrri umgjörð, finna nýjan vettvang fyrir sína list. Ég held að það sé mjög gott að stefna svona saman tveimur listgreinum, þá eyðir maður líka vissum fordómum. Þetta er að nokkru leyti tilraun, ég veit ekkert hvernig hún tekst en við tökum sénsinn," segir Hall- dór. Verkið sem er miðpunktur gjörnings Hall- dórs eru þrír vagnar sem eru eins og bátar á hjólum, svipuðum þeim sem eru undir flyglin- um, en hann er einnig hluti af verkinu. Hall- dór segist hafa viljað virkja flygilinn sem skúlptúr, þannig að hann sé ekki bara hljóð- færí heldur líka eins og einn af bátunum. Á hverjum vagni er glerker á stærð við baðker, sem hefur verið fyllt af vatni. „í staðinn fyrir að báturinn sigli í vatninu þá ber báturinn vatnið,“ segir listamaðurinn. Hann hefur fest halogenlampa á vagnana og verður birtan frá þeim eina lýsingin í salnum. Halldór mun með reglulegu millibili blanda bleklitum út í vatnið, svo úr verður „vatnslitamynd" í orðs- ins fyllstu merkingu og þar hefur birtan mik- ilvægu hlutverki að gegna, síbreytileg og hverful eins og vatnið. Veggspjald, geisladiskur, bók og tónleikar Tónlistin sem Snorri hefur samið fyrir sýninguna eru sjö sjálfstæð píanóverk sem hann segir þó mynda eina heild eða flokk, sem hann tileinkar Jóni Nordal tónskáldi. „Ég kalla þau Portrett 1-7 vegna þess að ég hef í huga ákveðna persónu fyrir hvert verk,“ segir hann. Gjörningurinn verður fluttur fyrst við opn- unina í dag, því næst á fimmtudag kl. 13 og sunnudaginn 8. nóvember kl. 17. Eftir það verður hver gjörningur kynntur sérstaklega. Við opnunina leikur Snorri þrjú portrett- anna, númer 1, 6 og 7 og er þar um að ræða frumflutning á tveimur þeim síðarnefndu. I tilefni sýningarinnar verður sérprentuð ljósmynd af hluta úr verki eftir Halldór gef- in út í takmörkuðu upplagi í veggspjalds- stærð, tölusett og árituð. í lok nóvember kemur svo út hjá Japis geisladiskur og bók með myndum Halldórs. Á diskinum leikur Snorri heildarútgáfu tónlistarinnar sem hann samdi fyrir sýninguna og verður útgáf- unni fylgt úr hlaði með tónleikum á Kjar- valsstöðum. NÚTÍMINN OG NÁTTÚRAN (FÆREYSKRI MYNDLIST NÝJA KYNSLÓÐIN í NORRÆNUM ARKITEKTÚR V. I'IRSKRIFT sýningar á verkum þrettán núlifandi færeyskra myndlistar- manna, sem verður opnuð í austursal Kjarvalsstaða í dag kl. 16, er á frummálinu Framsýning, F oroysk nútíðarlist. Sýningin er sett upp í samvinnu Listasafnsins í Færeyjum, Listasafns Reykja- víkur og Listasafnsins á Akureyri. Á sýningunni gefst tækifæri til að kynnast því sem efst er á baugi í listalífi Færeyja um þessar mundir. Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Astrid Andreasen, Zacharias Heinesen, Bárður Jákupsson, Rannvá Páls- dóttir Kunoy, Amariel Norðoy, Hans Pauli Olsen, Marius Olsen, Torbjorn Olsen, Tróndur Paturs- Son, Guðrið Poulsen, Ingálvur av Reyni, Kari Svensson og Tita Vinther. Þó að samfelld íslensk listasaga sé ekki löng er sú færeyska enn styttri og hefur þróun þar orðið með nokkuð öðrum hætti en hér. I fréttatilkynningu segir að þó að listamennirnir þrettán sem nú sýna á Kjarvalsstöðum séu á _ýmsum aldri og hafi sótt menntun sína á ólíka staði virðist þeir flest- ir eiga það sameiginlegt að fást við náttúruna og manninn í nátt- jj.runni, og hið áhrifamikla fær- 'eyska landslag sé þeim upp- spretta tjáningarríkra verka. Sýningin stendur fram til 20. desember nk. og er opin alla daga kl. 10-18. Morgunblaðið/Ásdis TITA Vinther er höfundur verksins Pétursnót, sem unnið er úr mannshári. SÝNING á verkum ungra nor- rænna arkitekta, sem ber yfir- skriftina Nýja kynslóðin í nor- rænum arkitektúr, verður opnuð í vestursal Kjarvalsstaða í dag, laugar- dag, kl. 16. Sýningin var framlag Norð- urlandanna á arkitektúrtvíæringnum í Feneyjum 1996 og var unnin af Bygg- ingarlistasafni Finnlands í samráði við systurstofnanir þess á öðrum Norður- löndum en fyrir Islands hönd tók bygg- ingarlistardeild Listasafns Reykjavík- ur þátt í undirbúningnum. I fréttatilkynningu frá Kjarvalsstöð- um kemur fram að á sýningunni er leit- ast við að draga fram sérnorræn ein- kenni og sýna hvernig þau birtast á mismunandi hátt í húsagerð hvers lands. ,Á meðal þess sem greina má í verkum arkitektanna eru söguleg tengsl, áhersla samfélagsins á jafnrétti og félagslega samhjálp, áhrif hinnar margbreytilegu norrænu birtu og hlið- stæður í stílþróun, form- og efnis- kennd,“ segir ennfremur. Þátttakendur voru valdir úr hópi yngstu kynslóðar starfandi arkitekta, af fjórum teiknistofum frá hverju landi. Islensku verkin fjögur eru hús Hæsta- réttar Islands, teiknað af Margréti Harðardóttur og Steve Christer, Studio Granda, dælustöð við Faxaskjól, teiknuð af Baldri Ó. Svavarssyni, Birni S. Halldórssyni og Jóni Þór Þorvalds- syni, Uti og inni, innrétting í verslun ATVR í Austurstræti eftir Pálmar Kristmundsson og safnaðarheimili og tónlistarskóli í Hafnarfirði eftir Hans- Olav Andersen og Sigríði Magnúsdótt- ur. Sýningin stendur fram til 20. desem- ber nk. og er opin alla daga kl. 10-18. Morgunblaðið/Ásdfs PÉTUR Ármannsson, safnvörður byggingarlistar- deildar Listasafns Reykjavíkur, og Hannu Helleman frá Byggingarlistasafni Finnlands í óða önn að setja upp sýningu nýju kynslóðarinnar í norrænum arkitektúr í vestursal Kjarvalsstaða. &0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 31. OKTÓBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.