Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Qupperneq 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Qupperneq 7
ELÍAS MAR BERNSKUJÓL Ekkert fær svipt mig bernskujólunum mínum. Þau búa í hjarta mínu unz yfir lýkur, kyrr og frjó. Lítill snáði oggömul kona leiðast úr Austurbæ og niður í Miðbæ yfir troðna hjarnbreiðu í stillilogni á vit klukknahljómsins. Þarna er lítil og forn dómkirkja í bæ sem nefnist borg. Þau setjast í sitt vanasæti við næstfremsta gluggann norðanvert. Brátt erþessi smæsta dómkirkja heims sneisafull af barnaskai-a á öllum aldri og verður í senn há og víðfeðm í alltumfaðmandi nánd. Gasljósin, þessi stóru, þau kvikna hljóðlaust rétt eins og þau hlið opnast hljóðlaust sem gefa sig á vald þakklátum fögnuði. Hvað sagði presturinn ? Hann las forna sögu sem allir kunnu en þráðu að heyra enn og aftur. Hvað hann sagði framyfir það kann að vera gleymt; dormar þó máski innra. Kórsöngur kveður við, og almennur söngur, því að fólk hafði þá enn ekki lært að skammast sín fyi-ir að kunna ekki að syngja en söng frá hjartanu. Guði þóknast vissulega slíkur söngur. Og tónar orgelsins hljóma, þess sama orgels sem hljómað hafði með trega við útför móður drengsins um áratug fyrr. Nú kvöddu þeir barnaskarann íhástemmdri lofgjörð. Sjakketklæddur sendiherra himnaríkis með borðalagt kaskeiti, maðurinn sem litið var á sem mestan einfeldning í bænum, hann opnaði vængjahurðirnar brosmildur og hleypti kirkjugestunum út. I lágreistu húsi á mörkurn Skólavörðuholts og Skuggahverfis léku ungir fingur lög eilífðarinnar á lítið stofuharmoníum sem spannaði tæpt fjóra og hálfa áttund. Kveikt voru ljós á stjökunum og fengu að loga unz þau þraut máttur. Hvað var borið á borð? Ajólum er allur matur jólamatur, en hann er nú gleymdur nema rúsínurnar, sjaldan fram bornar endranær. Og svo jólagjafirnar? Jú, bækur, flestar löngu horfnar úr hillum. Jólagestir? Leiksystkin litu inn stundum, og stundum þetta skrýtna gamla fólk sumt einstæðingar sem höfðu átt sín bernskujól í skugga harðinda og landflótta á liðinni fornöld og fannst kreppuárin vera réttlát áminning Guðs. MYNDIN er eftir Alfreð Flóka og var á jólafrímerki Pósts og síma 1984. Alfreð Flóki hefði orðið sextugur í dag. í amstri nýrra tíma er fjöldinn mæðist í svo mörgu og ærustan vill kæfa sérhvern kyrran óm lifa bernskujólin sínu frjóa lífi og þau fær ekkert frá mér tekið þó að reynt sé. Vernd og skjól, fognuður í hjarta, kertisskar sem brennur oní stjakann, ómar af húsi eilífðar þetta lifir. „Pað sést um morguninn eftir á Miklabæ hvað skeð hefur. Hestur prests heima við, og kannski önnur merki um heimkomu hans, og stutt í Víðivelli að fá fréttir frá deginum áður. Vigfús sýslumaður, og allir vitibornir menn, vita auðvitað hvað skeð hefur. Maðurinn hef- ur fyrirfarið sér - en það er voði í sambandi við málið. Það verður að grafa hann utangarðs ef hann finnst. Það væri gott að það dragist ef einhver ráð fyndust til að komast fram hjá þvi. Það er leitað mikið, en bara ekki líklega. Það er ekki líkindi á því, að það fáist leyfi til að jarða sr. Odd innangarðs, ef hann fmnst. Árni Þórarinsson er biskup á Hólum, maður stórfengur, ódæll og eigi mikill vinur né vel- fúsumaður í höfðingjadæmi Norðlendinga. Það gæti ekki komið verra fyrir en séra Odd- ur fyndist, en ágætt að sögurnar af aftur- göngu Solveigar séu sem ferlegastar. Séra Oddur finnst ekki og um vorið kemur nýr prestur í Miklabæ, Pétur Pétursson, ná- kunnugur maður öllu á Miklabæ og í Skaga- firði. Kona hans er Elín Grímólfsdóttir prests í Glaumbæ, Illugasonar. Þau séra Oddur eru þremenningar. Arni biskup deyr 5. júlí um sumarið, og Þorkell Ólafsson, biskups Gísla- sonar í Skálholti, verður stiftprófastur og í biskupsstað, ágætur maður en skörungur enginn. Það er ekki líklegt, að hann taki á sig þá ábyrgð, að leyfa kirkjuleg, þeim, sem þar eru útilokaðir eftir kirkjuskipaninni. Enn lifir Ingibjörg móðir séra Odds og systkini hans, Magnús sýslumaður á Geitaskarði og Kristín ekkja Háldánar Einarssonar skólameistara. Þetta fólk er ekki hægt að láta vera vitni að því, að séra Oddur sé grafinn utan kirkju- garðs. Þá er betra að hann finnist ekki, jafn augljóst eins og það er, að hans er ekki langt að leita. Það er árið 1789. Þá tekur Sigurður prestur Stefánsson frá Helgafeili stól á Hólum. Þeir séra Oddur eru systrasynir. Séra Sigurður vígðist í Kaupmannahöfn 10. maí 1789 og kemur auðvitað fljótt til stólsins. Þetta vor finnst séra Oddur í læknum Gegni, og má gruna það, að Vigfús sýslumaður, séra Pétur og enda fleiri menn hafi vitað um líkið, en ekki viijað hreyfa það af ótta við það, að þurfa að grafa það utan garðs. Sérstaklega munu þeir hafa viljað hlífa móður Odds á gamals- aldri við slíkum hörmum. Nú mun biskupinn á Hólum varla geta synjað þessu liki um krist- inna manna reit. Samt hafa íslenzkir fræðimenn viljað hafna þessu, án þess þó að tala um kerlingakjaftæði, og bera það mest fram, að Esphólín segir að séra Oddur hafi aldrei fundizt, og vitað mál að þarna dvaldi Esphólín i giænnd í langan tíma og var vinur séra Péturs á Miklabæ. En það upplýsir bara aðferðina, sem þeir hafa við það að koma Oddi í vígða jörð. Sennilegt er að Sigurður biskup hafi viljað láta fleiri menn koma til þeirra skjala, að ákveða séra Oddi kirkjuleg og hin áttræða móðir hans hafi lagt sitt þunga lóð á þær skál- ar, sem þeir þurftu á að vega. Leitað hafi ver- ið til Stefáns amtmanns á Möðruvöllum um samþykki, og suður til þeirra Ólafs stiftamt- manns Stefánssonar hálfbróður Sigurðar biskups og bróður sýslumannsfrúarinnar í Víðivöllum, og svo til gamla Skúla í Viðey, sem ætíð brá sér sízt við váveiflega hluti. Mesta ábyrgð ber þó prófasturinn, séra Pétur á Miklabæ, ásamt biskupinum. Samvizkan er kannski ekki alveg í lagi fyrst Solveig hvílir norðan undir kirkjugarðinum, og því þarf hún ætíð að fylgja með í öllum sögnum frá Mikla- bæ og í fyrirrúmi um þær allar. En það er auðséð hvað til ráðs er tekið. Oddur er graf- inn í kyrrþey og alls ekki á Miklabæ. Það vitnast ekki að hann er fundinn og grafinn, og Pétur prófastur, sem veit það, að kirkjuskip- anin er brotin, talar aldrei eitt einasta orð um þetta, hvorki við Esphólín né aðra, enda er Esphólín úti í Kaupmannahöfn þegar þetta fer fram, og þrjú ár síðan. Það er þarflaust að leiða getum að því, hvar Oddi presti hefur verið valinn legstaður, aðeins má benda á það, að stytzt var að flytja hann í Héraðsdal, þar sem frændur ekkju hans bjuggu, og má telja að þar sé afskekktastur gi-afreitur í Skaga- firði, og því tilvalinn til jarðarfarar í kyrrþey. Þannig virðist hún vera hin raunhæfa, eða raunverulega saga sem af þessum atburðum má segja.“ Þetta eru ákveðin skilaboð Benedikts um hvarf sr. Odds. Tilgátan er ekki ósennileg miðað við aldarandann, þagnarsamsæri um líkfundinn, lík hans grafið með yfirsöng í lítilli útkirkju og víst væri þetta farsælasti endir þessa dularfulla hvarfs. Lokaorð Það vill svo til, að í bókasafni mínu eru tvær bækur, sem sr. Oddur hefir átt. Báðar eru þær tileinkaðar honum af Hálfdáni Einars- syni mági hans. Önnur er dönsk Biblía frá 1719. Hana gefur Hálfdán Oddi er hann kemur frá Kaupmanna- höfn að loknu guðfræðinámi. Hann áritar bók- ina á latínu eins og siður var hjá lærðum mömmum og skrifar „Juveni Pronobil et doct- is. Hr. Othoni i Gislavio hunc librum dono mittit. Halfd. Einari.“ A íslensku gæti það hljóðað svo: „Hinum göfuga og hálærða unga manni hr. Oddi Gíslasyni færi ég þessa bók að gjöf.“ Hin bókin er eftir sr. Arna Þórarinsson síð- ar biskup, skrifuð á dönsku. A saurblaði stendur „Mági sínum elskulegum séra Oddi Gíslasyni presti að Miklabæ gefur kverið til befalingar. H. Einarsson." Þessar bækur eru mér mikils virði vegna áritunar og falla þær vel að öðrum hlutum sem ég á frá hendi sr. Odds. Síðarnefndu bókina tók ég með mér á frum- sýningu leikritsins Solveig og sýndi höfundi verksins hana og fleirum og sagði við þá, að varla hefði sr. Oddi komið til hugar þegar hann handlék þessa bók, að 212 árum eftir dauða hans væri hún í höndum prests ættuð- um frá Miklabæ, sem væri einn meðal hund- ruða gesta, sem í Þjóðleikhúsi landsins horfði á leikrit um hann og Solveigu. Höfundurinn er fyrrverandi prófastur og prestur í Hallgrímssókn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.