Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Qupperneq 8
JAKOB Jordaens: Konungurinn drekkur, 242 x 300 sm, frá árinu 1640. Á málverki Jordaens hafa menn þegar nær algjörlega hroðið borðið. Aðeins ein
kvennanna, hin krýnda drottning fagnaðarins, mundar ennþá gaffalinn í matarleit.
TAUMLAUS VEIZLUGLEÐI
UM FLÆMSKA MALARANN JACOB
JORDAENS OG SAMTÍÐ HANS
A jólunum þykir við hæfi að gera vel við sig í mat og
drykk, en át, drykkja og veizlugleði okkar er þó
mótleg hjá því sem tíðkaðist jafnvel hjá alþýðu manna
á Niðurlöndum á l7. öld. Meira að segja mannslát
urðu mönnum tilefni til að efna til ærlegrar átveizlu.
Við útför Rubens voru haldnir í Antwerpen hvorki meira
né minna en fjórir fjölmennir minningar-málsverðir.
A12. öld var almennt farið að
kalla þrettándann „þrí-
kóngahátíð", og enn þann
dag í dag er víða haldið
upp á 6. janúar með miklu
glensi og gamni, þótt menn
slepptu ekki alveg eins
fram af sér beizlinu og
fram kemur á þessu málverki. Þar er æpt há-
stöfum, menn baða út höndunum, hlæja og
ærslast. Einn gestanna snýr sér frá borðinu
og er að kasta upp. Enginn gefur hinn
minnsta gaum að spakmælinu, sem letrað er á
vegginn bak við boðsgestina: „Nil similius
insano quam ebrius“ _ „Ekkert líkist vitfírr-
ingi meir en drukkinn maður.“
Velmegun og lifsgleði
Líklegt er, að málarinn Jacob Jordaens
(1593-1678) hafi haft sitt eigið heimilisfólk,
konu sína og böm, tengdaforeldra og vinnu-
fólk sem fyrirsætur á málverkinu og greini-
legt er, að sem umgjörð gleðskaparins notar
hann stofuna í sínu eigin húsi við Hoogstraat í
Antwerpen. Myndin var gerð á árunum 1640-
1645. Listamanninum vegnaði vel í starfí;
hann varð vinsæll málari, og þá einkum vegna
mynda eins og þessarar. Hann festi á léreftið
hvorki meira né minna en sex sinnum gleð-
skapinn á þrettándanum, og gerði það jafn
fúslega eins og þegar hann málaði annan glað-
væran mannfagnað, „Hvað ungur nemur,
gamall temur." I þess háttar verkum var
hann að halda á loft þeim verðmætum í lífínu,
sem viðskiptavinum málarans voru hugleikn-
ust: Fjölskyldulífinu, velmegun og lífsnautn-
inni frjórri. A slíkum myndum var heldur ekki
farið neitt í launkofa með ógeðfelldari hliðarn-
ar á drykkjusamkvæmunum eins og gestur-
inn, sem er að kasta upp. A öðrum myndum
Jordaens er hversdagslífinu lýst umbúða-
laust, börn snúa bakhlutanum fram til þess að
vera skeind eða þau væta sig þar sem þau
sitja í kjöltu móður sinnar.
Pólitískar þrengingar
Það skipti kaupendur málverka miklu máli
á þeim tímum, að myndimar væru af boðlegri
stærð; þetta málverk Jordaens, sem hangir í
Kunsthistorisches Museum í Vín, er t.d.
242x300 sm á stærð. Þá var líka lagt mikið
upp úr því, að fjöldi mannvera sæjust á mynd-
unum í miðjum gleðskap eða við störf. Flestir
viðskiptavina Jacobs Jordaens voru úr hópi
hinna efnaðri borgara í suðurhluta Niður-
landa, en það landsvæði samsvarar nokkurn
veginn Belgíu nú á dögum. Á þeim tíma var
þetta landsvæði hluti af ríki Spánarkonungs.
Bæði suður- og norðurfylki Niðurlanda
höfðu allt frá árinu 1566 reynt að hrista af sér
spænska klafann með vopnaðri uppreisn gegn
yfirdrottnurunum í Madrid. Eftir áratuga
baráttu hafði norðurfylkjunum loks tekizt að
brjótast undan okinu, en suðurfylkin urðu að
láta í minni pokann og lúta áfram valdboði
Spánverja. Hagur almennings í norðurhluta
Niðurlanda stóð með miklum blóma um 1640,
en í efnahagslífi suðurfyikjanna ríkti stöðnun
og afturför. Þeir efnamenn, sem pöntuðu mál-
verk hjá Jordaens, gerðu orðið ekki nein
ábatasöm viðskipti lengur; þeir urðu að lifa af
þeim auðæfum, sem áður hafði verið aflað og
voru því sennilega hrifnir af þeim lífsháttum,
sem málarinn lýsti í myndum sínum: Þar er
fólkið fullt af lífsþrótti og glaðværðin skín úr
svip þess.
Þetta málverk fékk að vísu enginn niður-
lenzkur auðmaður til eignar, heldur einn af
furstaættinni Habsbúrg: Leopold Wilhelm
von Habsbúrg, landstjóri Spánarkonungs í
Niðurlöndum með aðsetri í Brussel. Hann
komst yfir þetta verk Jordaens og fór með
það með sér heim til Vínarborgar.
Lærifaðir Jordaens og tengdafaðir
Holdugi öldungurinn með kórónu úr hert-
um silfurpappír á höfðinu kemur oft fyrir á
málverkum Jordaens. Það var tengdafaðir
hans, Adam van Noort, sem sat fyrir, en hann
bjó á heimili Jordaens þar til að hann andað-
ist, áttræður að aldri. Van Noort var einungis
miðlungsgóður málari en hafi samt hagnazt
verulega af list sinni í Antwerpen. Hann er
einungis þekktur í listasögunni vegna tveggja
nemenda sinna, þeirra Peters Pauls Rubens
og Jacobs Jordaens.
Kórónan á höfði öldungsins gefur til kynna,
að hann sé konungur fagnaðarins. Var það
venja í Antwerpen að ákveða með sérstökum
happdrættismiðum, hver verða skyldi kon-
ungur og hver yrði drottning þrettándafagn-
aðarins. Þessa lukkumiða, „billets de roi“,
gátu húsfreyjur borgarinnar keypt hjá götu-
sölum dagana fyrir 6. janúar. Tveir af þessum
lukkumiðum, annar með áletruninni „hof-
mester", hinn með „sanger", liggja í forgrunni
myndarinnar á gólfinu milli hundsins og katt-
arins. Gestirnir hafa fest aðra áþekka seðla á
sig: Maðurinn, sem heldur á fiskinum, er
stallari; sá ölkæri, sem er að selja upp, er með
miða á hattinum sem sýnir, að hann á að vera
„medzijner". Á öllum þeim myndum, sem Jor-
daens málaði af þrettándafagnaðinum, hirðir
hann samt ekkert um þá föstu venju sem
tengist happdrætti um tignarröðun við borðið.
Á málverkum hans er elzti gesturinn alltaf
konungur og fríðasta konan drottning veizl-
unnar.
Hófið baunakonungs
í öðrum landshlutum var það venja að hafa
baun eða smápening falinn í einni kökunni,
sem gestirnir borðuðu á þrettándanum. Sá
sem fann baunina eða peninginn í sinni sneið
varð veizlukóngur og mátti skipa aðra borð-
gesti í tignarstöður. Þetta málverk Jordaens í
Kunsthistorisches Museum í Vínarborg er
eins og allmörg önnur verk, sem sýna veizlu-
gleðina á þrettándanum _ t.d. eftir Jan Steen
einnig þekkt undir heitinu „Hátíð bauna-
kóngsins". En það voru ekki bara veizlugest-
imir sem fengu kökusneið, að sögn þýzka
predikarans og annálaritarans Sebastans
Francks á 16. öld: „Að Guðs vilja,“ skrifar
hann, „var einnig tekin frá sneið af kökunni
handa Jesú, Maríu guðsmóður og vitringun-
um þremur hverjum fyrir sig.“ Um leið og
veizlukóngurinn hafði gefið sig fram, og búið
var að tollera hann þrisvar við ákafan fógnuð
viðstaddra, hélt hann í hátíðlega göngu um
húsið og teiknaði með kn't krossmark á gólf-
fjalir og stoðir til þess að bægja frá heimilinu
öllum voða og vofum. I kaþólskum löndum
Evrópu voru slíkar siðvenjur nærri alls staðar
við hafðar á þrettándanum; margar hverjar
hafa haldizt allt fram á þennan dag.
Meiriháttar matarveizlur
Þá hefð að spara hvergi við sig í mat og
drykk á þessum degi, má rekja allt aftur til
14. aldar. í norðurfrönskum kirkjlim var al-
siða, að djákninn héldi prestinum, yfirmanni
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998