Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Qupperneq 11
kominn viðauki við kálgarðinn. Þessi bær stóð
þó aðeins í þessu formi til 1896. Þá hrundi
hann eða stórskemmdist þegar stóri Suður-
landsskjálftinn reið yfir.
Kirkjan hafði verið byggð 1865, en á
myndinni er hún með svartbikaðri lista-
klæðningu og hvítmáluðum gluggum og
dyi-aumbúnaði. Túnið í forgrunni kargaþýft
eins og nálega öll tún á þessum tíma og
Hrunakarlinn ofan við bæinn nýtur sín vel
frá þessu sjónarhorni.
II
Bæjarstæðið í Hruna er hlýlegt; þaðan er
þó ekki beinlínis víðsýnt. En þegar gengið er
upp á Hrunann víkkar sjóndeildarhringurinn
talsvert. Þar er slakki sem heitir Kirkjulág og
tengist munnmælasögunni um dansinn í
Hruna og kirkjuna sem sökk. Lítið eitt austar
er sérkennilegt skarð í klettabrúnina, nefnt
Nálaraugað. I norðausturátt rís landið; þar
heitir Grjótás og vestan við hann er sú grös-
uga víðátta sem heitir Hrunavöllur og nær út
að Litlu-Laxá. Á Hrunavelli eru réttir sveit-
arinnar skammt frá veginum, ýmist nefndar
Hrunarétt eða Hrepparéttir. Ofar við hálend-
isbrúnina eru nági'annabæirnir Berghylur og
Reykjadalur, en Túnsberg vestan við ána.
Enn lengra til norðvesturs ber Útfjöllin við
himin.
Ásinn, sem nágrannabærinn í Ási tekur
nafn af, skyggir á Flúðahverfið þegar staðið
er á hlaðinu í Hruna, en ofan af Hrunanum
sést yfir Flúðir og í fjarska rís Vörðufell og
önnur fjarlægari Ijöll vestar. Nær og sunnar
rís Miðfell, skammt frá Flúðum, síðan Galta-
fell og Hlíðarfjall handan Stóru-Laxár.
í austri rísa lægri ásar vestan árinnar,
nefndir Laugarásar eftir Hrunalaug, volgru í
lághitasvæði sem þar er. Skammt frá Hruna,
suður við Stóru-Laxá, er nágrannabærinn
Sólheimar, en hann sést ekki frá Hruna.
Grasgefin mýrarsund og ásar skiptast á aust-
an við bæinn, en vegur inn að Kaldbak sem
liggur svo að segja um hlaðið í Hruna, heldur
áfram gegnum Seljadalsklauf, skarð milli
myndrænna klapparhóla sem eru eins og opin
bók í þá veru, að í þeim má lesa sérkennilega
jarðmyndun. Það er sú jarðmyndun sem Guð-
mundur Kjartansson jarðfræðingur frá
Hruna útskýrði og nefndi fyrstur manna
Hreppamyndun. Hefur þeirri skilgreiningu
verið haldið síðan.
Guðmundur var sonur séra Kjai-tans
Helgasonar frá Birtingaholti og Sigríðar Jó-
hannesdóttur, sem sátu Hruna á árunum
1905-1930. Hann var að ýmsu leyti merkileg-
ur brautryðjandi í jarðfræði, setti til dæmis
fram kenningu um myndun stapa þegar gos
verður undir jökli. Hi’eppamyndunin er sér-
stæð vegna þess að þar skiptast á basaltlög
og setlög sem sýna að víða hefur vatn staðið
lengi og safnað seti á milli þess er hraun
flæddu yfir á hlýskeiðum.
Hnminn, sem bærinn dregur nafn af, virð-
ist vera forn hraunbrún, máð undan fargi
jökla, en hvort nafnið sé dregið af hrauni er
þó óljóst og líklega fremur ólíklegt þar sem
hin almenna skilgreining á hrauni á ekki við
grágrýtisklappir eins og þær sem eru í
Hreppamynduninni.
Þrír nágrannabæir eru innar og nær Laxá
og þangað liggur vegurinn sem fyrr var
nefndur. Skammt innan við Hruna er Þver-
spyrna, nokkru innar eyðibýlið Hörgsholt,
en innsti bær í byggð þarna megin er Kald-
bakur í 200 m hæð yfir sjó. í hánorður frá
Kaldbak stóð bærinn Kluftir í um 250 m hæð
og er þá komið upp fyrir sæmileg gróður-
skilyrði. Líklega væru Kluftir gleymdar með
öllu ef þar hefði ekki verið nokkru fyrir
miðja öldina kýrin Huppa, sem átti víst ís-
landsmet í afrakstri og var búin að skila frá
sér um 62 tonnum af mjólk þegar hún féll frá
1943. En ennþá innar og nær Stóru-Laxá er
Hrunakrókur og rúst bæjar sem hugsanlega
var Forni-Hruni, en að því verður komið síð-
ar.
Hlaða og búpeningshús eru norðan við bæ-
inn þar sem lítið ber á þeim. Hrunaland telst
aðeins vera 500 ha og túnið er lítið á nútíðar
mælikvarða, aðeins 15 ha. Áður fyrr var aflað
heyja utan túns á þurrlendi á Hrunavelli, en
engjar í mýrarsundum þóttu lélegar.
III
Kirkjan í Hruna tekur 200 manns í sæti og
er eins og áður segir að stofni til frá 1865.
Turninn var endurnýjaður 1908 eftir fárviðri
sem olli skaða og sama ár var kirkjan klædd
með bárujárni. Kirkjan fer vel á sínum stað
og er með hefðbundna lagi frá tímabili timb-
urkirknanna. Inni í kirkjunni eru 13 bekkj-
araðir, brúnmálaðai'. Fimm gluggar hvitmál-
aðir eru á hvorrri hlið; þeir eru látlausir með
smáskrauti efst, en veggir eru málaðir ljós-
drapplitaðir og blámáluð hvelfing loftsins
skreytt með gylltum stjörnum.
Yfir altarinu er altaristafla, máluð kvöld-
Og er hann hafði vísuna kveðið sökk kirkj-
an með öllu því er í heimi var, en svart flag
var að morgni þar sem kirkjan hafði áður
staðið. Þennan mann sögðu menn verið hafa
kölska.
í annam útgáfu af sömu sögu segir að
móðir prestsins hafi talið að dans í kirkjunni á
jólanótt boðaði ekki gott og reynt að fá son
sinn til að hætta, en árangurslaust. Þessi
skemmtilega fantasía gæti hugsanlega hafa
verið búin til í ákveðnum tilgangi. Kirkjunnar
menn vh’ðast hafa haft verulegan ama af
þein'i lítilfjörlegu skemmtun sem alþýða
manna átti kost á fyrr á öldum. Þegar útlent
tízkufyrirbæi'i, vikivakar, bárust til landsins
var reynt að spyrða saman dans og synd. Að
dansa í kirkju hefur verið tvöföld synd og þá
þrefóld er dansað var í kirkju á hinni helgu
nótt.
HRUNAKIRKJA að innan. Altaristaflan er eftir danskan málara, Christian Tilly.
HRUNI um eða fyrir síðustu aidamót. Ljósmynd: Sigfús Eymundsson.
máltíðarmynd eftir Danann Christian Tilly og
getur tæpast vakið athygli eða aðdáun.
Hrunakirkja ætti betra listaverk skilið. Ekki
fer mikið fyrii- veglegum kirkjugripum; að-
eins eru fjórir stjakar á altarinu og silfurbik-
ar. Predikunarstóllinn er smíðaður úr eik og
skreyttur með upphleyptum höfuðmyndum
engla, og skíi'narfonturinn er minningargjöf
um prestshjónin séra Steindór og Kamillu,
sem bjuggu í Hruna um og fyrir síðustu
aldamót.
Prestur í Hruna síðan í ársbyrjun 1996 er
Eiríkur Jóhannsson, norðui'-þingeyskur að
uppruna og talinn vera 37. prestur staðarins
síðan kirkju er fyrst getið í Hruna árið 1193.
Kona hans er Sigríður Helga Olgeirsdóttir,
upprunnin úr Aðaldal.
Góður húsakostm' er í Hruna; myndarlegt
og rúmgott íbúðarhús með risi og kvisti,
byggt 1950. Gróskumiklir trjágarðar eru
bæði við íbúðarhúsið og kirkjuna og austur af
henni hefur verið byggt safnaðarheiinili, sem
tekið var í notkun 1993. Það er notað fyrir
fundi, fræðslustarf, barnastarf og ferm-
ingarundirbúning.
IV
Þjóðsagan um dansinn í Hruna lifir góðu
lífi enn á vorum dögum og þegar menn telja
að eitthvað sé að hruni komið og muni farast
með ósköpum er gjai'nan talað um Hruna-
dans. Dans af því tagi er aðdragandi óskap-
legra atburða og einn af brautryðjendum ís-
lenzki'ar leikritunar, Indriði Einai-sson, not-
aði þetta sagnaminni sem uppistöðu í leikrit
sitt, Dansinn í Hruna, sem Leikfélag Reykja-
víkui' flutti við miklar og góðar undirtektir á
fyrsta áratugi aldarinnar. Fleirum hefur sag-
Fyrir 1200 er talað um að stórgoðar hafi
sótzt eftir stöðum sem svo voru nefndir.
Hruni var staður en alls ekki höfuðból, enda
þurfti þetta tvennt ekki að fara saman. Ein-
staka jarðir gátu þó orðið hvorttveggja. Á
stöðum voru kirkjur; það vora kii-kjustaðir og
kirkjurnar áttu þessi býli, land allt og hlunn-
indi. Um eða fyrir 1200 leituðust sumir höfð-
ingjar eftir því að mynda sterkt áhrifasvæði,
eða héraðsríki. Þeir sóttust þá eftir því að
fara með öll goðorð í sinni vorþinghá og tóku
sér vald til að ákveða mörk hennar. Höfuðból
höfðu vissulega kosti sem höfðingjasetur en
spyrja má hvort hafi vegið þyngra við bústað-
arval, staðsetning eða tekjuvon?
Þegar kom fram um 1200 og raunar fyiT,
bendir ýmislegt til þess að höfðingjar hafi
umfram allt lagt áherzlu á góða staðsetningu
í héraðsmiðju þegai' þeir völdu sér bújörð.
Bezt og öruggast var að búa á krossgötum
þar sem hægt var um vik að fylgjast með
mannaferðum. I nútímanum blasir ekki við að
Hruni hafi verið einn slíkra staða. En það var
hann þó vissulega og tvennt var sem réði því:
Vöð á ám og reiðleiðir.
Vöðin réðu mestu, því frá þeim og milli
þeirra lágu alfaraleiðir. Þau vöð sem mestu
máli skiptu fyrir reiðleiðir í ofanverðri Árnes-
sýslu voru Nautavað á Þjórsá, vöð á Stóru-
Laxá við Laxárdal og Sólheima, Kópsvatns-
eyrar, Grámelsvað og Steypa á Hvítá, en
Hólmavað og Valdavað á Tungufljóti. Þessi
vöð tengdu saman reiðleiðir austan úr
Rangárþingi og vestur yfir ár til Bræðra-
tungu, en umfram allt til Skálholts, Þingvalla,
svo og leiðarinnar norður yfir Kjöl.
Það var þetta samgöngukerfi, ef leyfist að
nefna það svo, sem varð til þess að Hruni
varð á krossgötum í héraðsmiðju. Þar voru
varla önnur freistandi hlunnindi en laxveiði í
Laxánum báðum, útslægjur ekki til að guma
af og sjálf er jörðin næsta landlítil. En Hruni
var staður við alfaraleið og þessvegna hefur
helzti höfðingi Haukdæla, Þorvaldur Gissm’-
arson, fengið augastað á jörðinni. Þorvaldur
var sonur Gissurar Hallssonar í Haukadal og
víst þykir að hann hafi sezt að á fóðurleyfð-
inni eftir að hann staðfesti ráð sitt. Haukadal-
ur er miklu stærri jörð en Hruni og þá, þegar
Haukadalsheiðin var að öllum líkindum vel
gróin, hefur jörðin borið margt fé. En Hauka-
dalur var ekki beint í alfai’aleið enda þótt
sumir sem fóru yfir Kjöl vestan Hvítár hafi
riðið þai- hjá gai’ði. Vegna nálægðar við há-
lendi og óbyggðir mátti ef til vill líta svo á að
an orðið að yrkisefni og er greinarhöfundur-
inn þai’ á meðal. Vísast til myndar sem hér
birtist af Dansinum í Hruna, málverki frá
1986, nú í eigu Hrunamanna.
í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagan bh-t
í kafla um Guð og Kölska og heitir þar Viki-
vaki í Hrunakirkju. Þar segir svo:
KIRKJAN í Hruna var byggð 1865, en klædd bárujárni 1908.
Fram á miðja 17. öld vóru haldnir leikir
sem kallaðir vóru víkivakar, en hvornig þeim
var háttað hef ég eigi nákvæmlega komizt að
og flest kvæði sem þar voru kveðin eru úr
minni liðin, og elztu menn segja að ömmur
sínar hafi kunnað þau reiprennandi, en þeir
hafí eigi numið. Þá höfðu menn komið saman
á vissum bæ og stigið hringdans í skála, og
kvæði kveðin sem allir höfðu numið sem að
dansi gengu.
Eitt sinn var haldinn víkivaki í Hruna-
kirkju í Ytrihrepp á aðfaranóttjóladags. Létu
menn þar illa og höfðu í frammi ýmsa ósiðu.
En er var um miðnæturskeið kom maður út í
Hruna og sá hann rauðskeggjaðan eineygðan
mann illilegan mjög í gráum kufli standa við
kii-kjudyrnar og halda annairi hendi í hring
þann er var í kirkjuhurðinni, og kvað maður-
inn vísu þessa:
Held ég mér í hurðarhring
hvor sem það vill lasta.
Nú hafa kappar kveðið í kring.
Kemur til minna kasta.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 1 1