Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Page 15

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Page 15
VIÐ LOK snákagöngunanr á stórum steinpalli framan við Sólarpýramídann. Þennan daga klæddu Mexíkanar sig gjarnan í hvítt og bundu rautt band um ennið. Sumir höfðu skelja- skraut um ökklana. TRÖPPUPÝRAMlDI í frumskóginum í Palenca. Hann er mjög heillegur og stallarnir tileinkaðir hinum níu lávörðum tímans. í pýramídanum eru brattar tröppur niður í grafhvelfingu þar sem síðasta konungi Mayanna, Pacal Votan, var komið fyrir. SUNGIÐ og dansað undir trumbuslætti. FÓLK streymir upp hliðarálmu við breiðgötuna með sól, mána og dreka til að fagna nýári. MIDANA I TEOTIHUACAN arkerfi, að minnsta kosti mayaprestanna sjálfra, byggt á tölum og þar hefur talan sjálf abstrakt gildi og inniber hugtak burtséð frá stærð hennar eða röðinni, sem hún stendur í. Hið heilaga Tzolkin Segja má að tímatöl mayanna greinist í þrennt, þótt öll séu þau notuð samtímis. Eitt heitir Langa talningin og eftir því má tímasetja atburði allt aftur til þess að risaeðlur reikuðu um á jörðinni og að sumra sögn vel lengra aft- ur en það. En af því að tíminn er ekki striklaga heldur hringlaga, skiptist Langa talningin í tímabil og síðasta tímabilið hófst í ágúst 3113 fyrir Krists burð og endar í desember 2012. Slík stórtímabil finnast einnig í Jugafræðum Indverja og séu þau tekin alvarlega vaknar sú spurning hvort tíminn sé einhvern veginn lif- andi. Annað tímatal byggir á gangi jarðar um- hverfis sólu, líkt því sem við eigum að venjast og nefnist Haab. Því er skipt niður 18 mánuði með 20 dögum hver, sem gerir 360 daga og 19. mánuðurinn telur þá aðeins 5 daga til að fylla upp í árið. Þriðja tímatalið heitir Tzolkin og það telst heilagt. Það byggir á 260 daga hringrás og er því nokkurs konar árslíki. Ekki er ljóst af hverju dagarnir eru 260 og margar kenningar eru um það. Sumir jafna þeim við tímann, sem fóstur þarf til að þroskast í móð- urkviði eða hringrásir plánetnanna Venusar og Mars, aðrir segja þetta skýrast af gangi sólar á þessum breiddargi'áðum eða vera hreina stærðfræðilega tölu. í Tzolkin eru 20 dagar, sem stundum eru kallaðar sólir, endurteknir 13 sinnum. En eftir þessum 260 (20 x 13) dögum líða 13 tónar eða öldur, sem eru endurteknar 20 sinnum og fylla því líka 260 (13 x 20) daga. Þessir tónar hafa númer, innbyrðis skyldleika og mismunandi eiginleika. Sérhver þessara 20 daga, en þeir eru allir ólíkir innbyrðis rétt eins og rúnirnar okkar, á sér því jafnframt 13 til- brigði eftir tóni. Þar fyrir utan á hver dagur sér förunaut, andstæðu, skyldleika og dulinn kraft. Allir dagarnir í hinni 260 daga hringrás eru því einstaklingar með sterk séreinkenni. Þar sem hringrásin er endurtekin í sífellu gef- ur að skilja að áramót eru ekki sterk hefð í þessu almanaki. Tzolkinið, hringrás hinna 260 daga, heldur stöðugt áfram eins og óendanleg- ur spírall og gerir hvert sólai’ár ólíkt öðru eftir því hvernig það fellur saman við spíralinn helga. Að drepa timann A síðustu árum hafa risið upp hreyfingar, sem hafa barist fyrir endurvakninu hins forna tímatals. Áhrifamestan má telja fyrrum lista- sögukennara við Kaliforníuháskóla, Jósé Argulles, en hann hefur rannsakað og sett fram kenningar um tímann. Hann heldur því blákalt fram að gregoríanska tímatalið frá Róm haldi heiminum í heljargreipum í vélræn- um takti, sem muni fyi-r en síðar sprengja allt í loft upp eins og vél, sem ekki tifar rétt, ofreyn- ir sig og splundrast. Hann segir hringrás hinna 260 daga falla að lífræn- um hrynjandi mann- skepnunnar og sköpun- arverksins, og að hún opni manninum leið fram úr núverandi ógöngum til þroska inn í nýjar víddir innsæis og fjarskynjunar, sem komi í staðinn fyrir vélræn samskipti, eins og þau tíðkast í dag. Fylgjendur nýja almanaksins forðast eftir mætti að undh-gangast þrældóm sífellt tifandi klukku, sem bútar daginn niður í litlar, stífar einingar og gerir okkur stressuð þegai’ við hlaupum daglega undan eða efth’ þessum harðstjóra. Þeir neita hugtakinu: „Tíminn jafngildh’ peningum“, og vilja þróa annað hugtak: „Tími og list eru eitt og hið sama.“ Þeir vilja með öðrum orðum drepa tím- ann eins og við þekkjum hann í dag. Hvernig á að skipta sólarárinu? Almanak Jósé Argiillesar byggir á hinu forna 260 daga Tzolkin en hefur 13 mánuði í sólarárinu, sem hver um sig telur 28 daga og 4 vikur. Ekki er alveg víst af hverju hann valdi þennan kost, sem umdeilt er hvort hafi þekkst fyrir valdatöku Spánverja en það mun þó hafa valdið einhverju um, að hann vissi að páfi feng- ist aldrei til að samþykkja breytt tímatal ef þar væri ekki vikuskipting og sunnudagur að hætti kirkjunnar. Jósé hefur tvívegis reynt að fá páfa til að afturkalla þá tilskipun að gregoríanska tímatalið skuli gilda og eins hefur hann reynt að vekja athygli Sameinuðu þjóðanna á mál- staðnum og unnið sér sess hjá Rinri-samtökun- um , sem stofnuð voru í Japan eftir kjarnorku- sprengingarnar. Ymsir hópar hafa sprottið upp í Bandaríkjunum, Evrópu, Suður-Ameríku og á Nýja-Sjálandi, sem fylgja nýja almanakinu og ákveðnar hreyfingar múhammeðstrúar- manna hafa einnig Ijáð því eyra. Jósé telur sig þráfaldlega finna skyldleika gegnum hreina stærðfræði tímatalsins við margar tilvitnanir Biblíunnar, talnakerfi Kóransins og I Ching- spádómskerfið kínverska. Efnafræðingurinn og vinkona mín í Mexíkóborg leikur sér að því að tengja aminósýrur líkamans við tímahring- inn. Því er þó ekki að leyna að Jósé Argulles á sér andmælendur, sem einkum hafa horn í síðu hans fyrir að hafa mánuðina 13 i staðinn fyrir 19 eins og venjan var og fyrir að velja miðsum- arsdaginn (samkvæmt gamla íslenska dagatal- inu) fyrir „Daginn utan tímans" (13 mánuðir x 28 dagar gera 364 svo einn verður auki’eitis) og þann 26. júlí fyrir nýársdag en aðrir hópar miða árið við jafndægur á vori. Einnig fær hann á sig gagnrýni fyrir að telja sig þess um- kominn að skapa heiminum nýtt dagatal. Myndmál og mærin frá Guadalupe Við Islendingar þoldum að missa bæði söng- inn og dansinn, meðan við vorum undir stjórn Dana, að minnsta kost um stund. En við vild- um ekki láta taka frá okkur málið, því í því fólst kjarni menningarinnar og baráttan fyrir endurheimt þess, í sem upprunalegastri mynd, varð ein af undirstöðum frelsisbaráttunnar. Mexíkanar virðast sætta sig við spænsku sem tungumál, líklega vegna þess að þeir áttu ekki ritmál í almennri notkun, heldur myndmál, og kannske hafa þeir ekki alltaf skilið hver annan innbyrðis. Þeir una líka mætavel við katólska trú, sérstaklega eftir að hafa bætt við sínum eigin dýi’ðlingi: Mærinni frá Guadalupe. En þeh’ þrjóskast enn við að láta taka frá sér tím- ann, langflestir ómeðvitað, eins og kemur fram í upplifunum ferðamanna af tímaskyni Mexík- ana, en sumir eins og vinir mínir alveg meðvit- að. I dag er það ekki fyrrum nýlenduveldið, Spánn, sem gefur tilskipanh- heldur ópersónu- legra afl, hinn tæknivæddi heimur, sem verður þó allt að því áþreifanlegur, þegar komið er út að mörkum hans. Maríu dreymh’ um að stofna samfélag í frumskóginum, sem notar eigið tímaskyn, tímatal mayanna. Hún er búin að reyna einu sinni en lenti upp á kant við land- stjóra út af náttúruverndarsjónarmiðum og hann lét lögregluna fara að bekkjast við þær mæðgur svo þær urðu að flytja aftur í borgar- íbúðina á fimmtu hæð, þar sem María kennir mér strax fyrsta morguninn að komi jarð- skjálfti skuli ég ekki að reyna að fara niður heldur upp á þak og halda dauðahaldi í gi’ind- urnar á þvottahjöllunum. „Landstjórinn á bara eitt ár eftir,“ segir þessi litla vísindakona keik. Hún vill svipta hulu tálsýnarinnar frá og lifa - „Hvernig ætlið þið að lifa?“ spyr ég varfærnis- lega því mér finnast Mexíkanar ekki sérlegir ræktunarmenn þótt þeir geti verið harðdugleg- ir en jarðvegurinn er ekki alstaðar mikill. Mar- ía samsinnir þessu með jarðveginn en hún sér enga nauðsyn í neinu því, sem tilheyrir klukku- stýrðu borgarsamfélaginu og á hvorki bíl né bankareikning. Svo notum við nýju orkuna. Ég veit þann veikleika minn að heillast af hinu ómögulega og ég hef vissulega heyi’t um nýju orkuna. Fyrst lengi vel sem spádóm en María segir að nú sé hún komin og þetta sé sáraein- falt og hún hallar saman höndunum eins og gera á með kristallana. Kraftur kristallanna Mai’ía er efnafræðingur og ber miklu meiri skynbragð á ýmsar tækninýjungar en ég. Und- ir þær falla málmgormar, sem hreinsa vatn og mengað loft, og Ijósgeislar, sem eyða bakterí- um úr mat og vatni. Manninn, sem er að hjálpa Man'u með nýju orkuna, hann hefi ég séð á ráðstefnu nokkurri og þar sagði hann að vissu- lega væri hægt að hreinsa upp kjarnaúrgang ef menn bara vildu. En þessar uppgötvanii- fara leynt og oftar en ekki fylgja þeim aðrar sögur um innbrot lögi’eglu og sérsveita. Gögn eru eyðilögð, vinnustofur og tölvur rústuð og fólk lagt í einelti. Af hverju - við því fást vart önnur svör en að við lifum í heimi, þar sem okkur er ætlað að þarfnast og vera háð margvíslegri framleiðslu, sem er undirstaðan að núverandi lífsmáta. Ég finn að ég muni elta Maríu og dóttur hennar uppi í ffumskóginum til að sjá hvernig þeim vegni. Þegar hún kveður mig tjá- ir hún löngun sína til að koma einhvern tímann til íslands „því þið eigið svo mikið af kristöll- um“. Ég fer að leita í huganum að einu berg- kristallanámunni - var hún ekki fyrir vestan - og malda í móinn, þegar María lítur á mig sín- um djúpu, brúnu augum og spyr: „Sagðirðu ekki að það væri fullt af snjó þai-na?“ Höfundurinn er myndlistarkona og veitir forstöðu Listasafni Árnessýslu á Selfossi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 1 5 \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.