Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Blaðsíða 22
Mynlýsing: Sigurður Valur ERTU EKKI ALLTAF AÐ SKRIFA? ÞÁ BJÓ ég við Lokastíginn en hafði vinnuaðstöðu við Grettis- götuna. Lokastígur er staðsett- ur í borginni miðri en undarlega falinn. Eg ímyndaði mér stund- um að sólin væri lítill bolti. Hún valt niður götuna. Litlir krakkar hentu henni á milli sín. Ég leigði tvö herbergi í kjallara við Grett- isgötuna. Leigan var ódýr, staðurinn góður með öll sín undirgöng og bakgarða. Ég gekk umhverfis húsið um dyr á hárri trégirðingu, opnaði útidyrnar og stóð á ganginum. Inn af honum voru herbergin og klósett. Ég vann í öðru herberginu. Þar var gamalt fermingarskrifborð, tölva sem nú væri álitin forngripur og bækur. í hinu herberginu ^geymdi ég kassa sem ekki komust fyrir á heimilinu. Á borðplötu var sjálfvirk kaffívél. Nú er það kunnara en frá þurfi að segja hve náið samband er á milli kaffidrykkju og ritstarfa. I Mannkynssögu Ólafs Hanssonar ku standa í yfirliti um menningu Frakka: „Balzac var mikill rithöfundur. Hann dó úr kaffieitrun." Margir hafa hent gaman að þessari sagn- fræði en hún er ekkert verri en hver önnur. I hádeginu fór ég heim í mat. Síðan gekk ég frá Lokastígnum sem leið lá að Grettis- götu. ,Á hvaða leið ert þú?“ spyr gömul skóla- systir mín sem ég hef orðið samferða á leið minni að heiman til vinnu. „Ég er að fara í vinnuna," svara ég. „Ha! Hvað segirðu? Ert þú búinn að fá vinnu?" Ég leigði sem sé tvö herbergi, en hinn hluti SMASAGA EFTIR EINAR MÁ GUÐMUNDSSON Þessi paradís var þó ekki einhlít. Stundum hvarf gamli maðurinn og stundum var Friðrik eins og hann væri í álögum. Hamur hins saklausa drengs gufaði upp. Lóðin fylltist af mótorhjólum og hrafnar næturinnar breyttu íbúð hans í villtan samkomustað. Bakkus var ekki einn við völd. kjallarans var íbúð. Þar bjó ungur maður. Hann hét Friðrik. Friðrik var dökkhærður með afar drengslegt yfirbragð. Þegar við skiptumst á upplýsingum hvor um annan sagði hann mér að hann ynni í gæludýrabúð, seldi hamstra, kanínur, páfa- gauka og síamsketti. í kjallaraíbúðinni voru fuglabúr og fiskabúr og stundum var hann að leika sér við kanínur úti í garði. „Það hlýtur að vera erfitt að skrifa bæk- ur,“ sagði Friðrik. „Alla vega er meiriháttar mál að lesa þær.“ Út um gluggann blasti við mér húsveggur og hátt grindverk sem lokaði garðinn frá göt- unni. I hominu var sandkassi, ættaður frá þeim tíma þegar börn bjuggu í húsinu, en nú var sá tími liðinn og sandkassinn samkomu- staður katta, klósett þeirra og félagsmiðstöð. Á meðal kattanna ríkti talsvert gjálífi, breimahljóð í næturkyrrðinni og stundum geisluðu orustur, sannkallaðar kattaorustur. Ásdís, konan sem leigði mér vinnuaðstöð- una, brýndi fyrir mér að loka glugganum þegar ég færi, ella fylltist vinnustoíán af köttum og þjófar gætu líka smogið þar í gegn. En svo voru kettimir allt í einu horfnir. Kannski höfðu þeir fundið nýjan sandkassa eða þá að Friðrik hafði hrakið þá burt, því nú var hann kominn með þessa fínu síamsketti sem spókuðu sig í garðinum einsog tælensk- ar furstafrúr, allt of frnir fyrir bröndótt Reykjavíkurfress og vergjarnar læður sem þvældust um bakgarða einsog pokakerlingar. Gamall maður kom á morgnana og passaði síamskettina á meðan Friðrik vann í gælu- dýrabúðinni. Garðurinn við Grettisgötuna var sem hallargarður konungborinna katta. Gamli maðurinn var hávaxinn og grannur, með gullspangargleraugu. Hann gekk alltaf í bláum samfestingi og með derhúfu. Ég gat mér þess til að hann væri lagermaður ný- kominn á eftirlaun. Hann minnti mig á Ber- tolt Brecht. Á morgnana kom hann með síamskettina út í garð og talaði við þá. Þegar hann sá mig fyrir innan gluggann á vinnustofunni brosti hann til mín og við vinkuðum hvor öðrum. Ég heyrði ekki hvað gamli maðurinn sagði við kettina og mér fannst hann geta verið afí Fríðriks, en það var ekki víst. Fríðrik var af- ar hæglátur, dálítið einsog utan við þennan heim. Á kvöldin var hann einn með köttunum og kanínunum og páfagaukunum eða hann og gamli maðurinn sátu á stólkollum við úti- dyrnar og spiluðu á spil eða borðuðu popp- korn á meðan kettirnir léku sér í garðinum. Lykt af nýútsprungnu poppkorni lék um loftið. Tveir menn á stólkollum, kettir og spil. Ég gekk hjá með hugmyndir mínar og fannst þetta einsog texti í bók, fugl á flugi eða ljóð í lofti. Þessi paradís var þó ekki einhlít. Stundum hvarf gamli maðurinn og stundum var Frið- rik einsog hann væri í álögum. Hamur hins saklausa drengs gufaði upp. Lóðin fylltist af mótorhjólum og hrafnar næturinnar breyttu íbúð hans í villtan samkomustað. Bakkus var ekki einn við völd. Eitt sinn stóð opinn lögreglubíll í portinu og leðurklæddir næturhrafnar voru bornir út % 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.