Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Síða 23
*
einn af öðrum. Þetta var mér talsverð ráð-
gáta, hvernig svona sakleysislegur og feim-
inn drengur, sem vann í gæludýrabúð, náði
að safna að sér öllu þessu liði.
Nótt eina blandaðist ég inn í samkvæmislíf
kjallarans þó ekki væri ég meðal gesta.
Allt kvöldið var ég við störf mín. Eg var að
vinna að verki sem krafðist einbeitingar. Eg
hafði aldrei kippt mér upp við það þó gest-
kvæmt væri hjá Friðriki, en þetta kvöld var í
villtari kantinum. Hávaðinn var einsog ak-
feitir flutningamenn hefðu lent í átökum við
húsgögn. Ég vissi ekki hvernig síamskettir,
kanínur og páfagaukar hefðu það.
Ég sat við gamla fermingarskrifborðið,
skrifaði og las yfir. Svo fór ég allt í einu að
finna næi-veru einhvers og þegar ég lít upp
sé ég hvar tveir sjefferhundar standa fyrir
utan gluggann. Þeir horfa á mig gi-immúðleg-
um augum á meðan hrafnar næturinnar
blaka vængjum handan veggjarins.
Nú er það svo að ég hef alltaf haft varann á
mér þegar sjefferhundar eru annars vegar.
Ég bjó fyrir mörgum árum í Kaupmanna-
höfn. í sama húsi bjó ung stúlka með sjeffer-
hund. Eitt sinn stökk hundurinn á mig og
stuttu síðar beit hann tvö börn.
Ég er að vona að hundar þessir hafi bara
villst inn í garðinn en séu nú brátt á förum.
Ég tek á nýjan leik til við störf mín og þannig
líður tíminn.
Svo slekk ég á tölvunni og kaffivélinni og
geng frá en þegar ég opna dyrnar koma
sjefferhundarnir æðandi fyrir homið með
skoltana uppglennta, mjög ófiýnilegir á svip.
Mér rétt tekst að skella hurðinni aftur áð-
ur en þeir skella sjálfir á hana.
Þeir gelta fyi'ir utan dyrnar og glefsa í
þær.
Nú flaug í gegnum huga mér að kannski
væru sjefferhundarnir lokaðir inni í garðin-
um og að nátthrafninn, sem átti þá, heyrði
ekki í þeim.
Það þýddi að ég var einnig lokaður inni í
garðinum, því ég þurfti að ganga umhverfis
húsið til að komast burt.
Ég reyndi að hefja störf á ný en nú var öll
einbeiting rokin út í veður og vind.
Ég opnaði Bréf til Láru en lenti á einni af
martraðarsögunum, þegar Þórbergur upplif-
ir eigin dauða og er skilinn eftir í húsasundi.
Nú þögðu hundarnir. Ég læddist að dyrun-
um. Þá tóku þeir aftur til við að gelta og
glefsa.
Nóttin leið í náttleysi sumars. Handan
veggjarins hélt samkvæmið áfram. Ég fór
inn í herbergið þar sem kaffivélin var geymd,
dró rimlatjöldin frá og horfði út á sólbjarta
Grettisgötuna. Ég opnaði gluggann.
„Halló! Halló!“ kalla ég, en enginn heyrir
til mín, síst af öllu hrafnar næturinnar.
Loks kemur maður labbandi niður Grettis-
götuna. Hann var með blátt gler í sólgleraug-
um og í hvítum sportjakka, afar vitgrannur
að sjá.
„Halló! Halló!“ segi ég. „Getui'ðu aðstoðað
mig örlítið?"
En maðurinn vindur upp á sig: „Dettur þér
virkilega í hug að ég fari að koma inn í
ókunnug hús á þessum tíma sólarhrings?"
„Nei, nei,“ svara ég. „Ég er alls ekki að
ætlast til að þú komir inn fyrir. Komdu bara
og talaðu við mig fyrir utan gluggann."
„Nei, ég held leiðar minnar,“ ansar maður-
inn og ég horfi á eftir honum hverfa fyrir
hornið á Snorrabraut með sinnuleysið einsog
risa á baki dvergs.
Aftur er gatan auð.
Sólargeislar morgunsins teygja skugga
húsanna í allar áttir.
Ef hundarnir lægju ekki á dyrunum gæti
ég gengið heim. Ég vil ekki sjá uppglennta
skolta þeirra aftur. En svo kemur síkáti blað-
berinn gangandi upp götuna. Hann er oft
með heyrnartól og vaggar í takt við tónlist
eða raular sjálfur, blístrar og syngur einsog
fuglarnir í trjánum.
Ég veifa til hans. „Geturðu gert mér smá-
greiða?“ segi ég þegar hann hefur tekið
heyrnartólin af höfðinu.
„Ég ber að vísu ekki út í þessa götu,“ segir
blaðberinn, „en hvað var það?“
„Ég ætla að biðja þig um að athuga með
hliðið,“ segi ég, „hvort það sé lokað, það eru
nefnilega kolóðir hundar hér inni.“
„Það getur ekki verið,“ segir blaðberinn,
því nú heyrist ekkert í hundunum.
„Geturðu gáð hvort hliðið sé lokað?“
„Allt í lagi,“ segir blaðberinn, setur heyrn-
artólin á höfuðið og gengur fyrir húshornið.
Þegar hundarnir heyi'ðu að einhver var að
rjátla við dyrnar á tréhliðinu, þá trylltust
þeir. Þeir vöktu gamlar konur og yfirgnæfðu
hrafna næturinnar. Eigandi þeirra rankaði
úr roti sínu og kom út.
„Vá!“ sagði hann skömmu síðar þegar
hann var búinn að óla hundana. „Ég hafði
ekki hugmynd um að þú værir að vinna þarna
inni. Annars hefði ég ekki lokað hundana inni
í garðinum maður. Vá, annar þeiiTa er kolóð-
ur. Það ræður enginn við hann nema ég. Þú
varst heppinn að ég vaknaði.“
Svo liðu nokkrir dagar og ég var aftur far-
inn að vinna fram eftir. Verkinu sem ég vann
að miðaði áfram. Næturkyrrðin hentaði því
vel og eitt sinn er komið fram undir morgun
þegar ég yfirgef vinnustofuna.
Þegar ég geng framhjá kjallaradyrum
Friðriks liggur hann við útidyrnar, hálf
rænulaus; húslyklarnir við niðurfallsopið, út-
í'étt höndin teygir sig í átt til þeirra.
Ég stend og horfi á manninn. Hann umlar
eitthvað. Ég geng út á Grettisgötuna, en fæ
bakþanka. Svona get ég ekki skilið við mann-
inn. A ég ekki að gæta bróður míns? Kannski
var eitthvað alvarlegt að.
Samt er ég varla fyi-r lagður af stað en ég
sé eftir því. Nú er ég viss um að Friðrik liggi
höfuðkúpubrotinn við útidyrnar og mér verði
kennt um morð. Það hafi sést til mín. Ég sé
fyrir mér lögregluþjóna koma heim til mín,
handjárna mig og leiða mig á brott. „Hvað
varst þú að gera þarna svona seint?“ munu
þeir spyrja. Þegar ég segi „Vinna“ skella þeir
upp úr.
Svo stend ég við tröppurnar, stoppa í
þeirri efstu og kalla nafn hans. „Friðrik!
Friðrik!" segi ég „Er eitthvað að?“
Það kurrar eitthvað í honum og hann lítur
upp, horfir á mig sljóu og þokukenndu
augnaráði og geltir. Ég veit ekki hvað hann
var að hugsa eða hvort hann hugsaði í þessu
ástandi, en ég tók þessi hljóð sem lífsmark.
Það var ekkert að nema víman hafði stigið
þessum unga og sakleysislega manni til höf-
uðs. Veðrið var gott. Þegar hann vaknaði
myndi hann opna dyrnar af sjálfsdáðum.
Ég lauk við verkið, en svo var ég á förum,
að flytja í úthverfið þar sem ég hef starfað
síðan. Það liðu nokkur ár, fjögur eða fimm,
og þá er ég á leiðinni heim. Ég ætla að taka
strætó frá Hlemmi, en hann er nýfarinn. Það
var kalt úti. Ég gekk inn á Kjallara keisarans
og pantaði mér kaffi.
Hvað sem segja má um Kjallarann - ög
það er auðvitað býsna margt - er á fáum
stöðum í borginni búið til betra kaffi.
A meðan ég stóð þama við barinn með
kaffibollann komu fjórir menn að máli við
mig og buðu mér að skrifa ævisögu sína. Ég
tók þeim umleitunum ekki illa, enda ekki gott
að fá fastagesti Keisarans upp á móti sér.
Kváðust þeir hafa gert margt sem væri í frá-
sögur færandi.
Nú er það kunnara en frá þurfí að segja að
það orð fer af keisaranum að ekki séu þar all-
ir með hreint sakavottorð, þó hreinleiki slíkra
vottorða sé vitaskuld afstæður og ekkert sé
vitað um gildi þeirra hjá guði.
Það er heldur ekki mín skoðun að borgin
sé full af bókmenntasinnuðum afbrotamönn-
um eða að þeir séu betra söguefni en aðrir.
En sem ég stend þarna með rótsterkt ex-
pressókaffið fyrir framan mig og hlusta á af-
rekaskrár mannanna sé ég hvar álengdar
stendur maður.
Ég kannast við svip þessa manns og hon-
um er starsýnt á mig. Hann er með silfur-
grátt hár en ungt næstum barnslegt andlit.
Þegar hann gengur að okkur verða raddir
frásögumannanna óskýrar. Ég sé manninn
einsog þegar atvik rifjast upp fyrir fólki í
kvikmynd.
Það er eitthvað blíðlynt í fari mannsins, en
hann er utangátta. Þegar hann er kominn til
okkar þagna sögumennirnir.
„Þú manst ekki eftir mér,“ segir maðui-inn.
„Jú,“ segi ég, því fátt er leiðinlegra en að
muna ekki eftir mönnum sem maður á ekki
að hafa gleymt, „en samt kem ég þér ekki al-
veg fyrir mig.“
En maðurinn kemur mér til bjargar. ;,Nei,
það er ekki nema von,“ segir hann. „Ég er
Friðrik á Grettisgötunni. Þú manst. Ég leigði
íbúðina við hliðina á vinnustofunni þinni.“
„Ha?“ segi ég og svipur minn spyr: „Hvað
hefur komið fyrir þig?“
„Þetta gerðist bara á einni nóttu.“
„Hvað...“
Maður verður einsog hálfviti þegar maður
heyrir svona sögur ... Ég hrukka ennið og
klóra mér hratt í höfðinu.
„Nú, ég bara dó,“ segir Friðrik.
„Ha?“
„Ég tók inn eitthvert eitur og var dauður í
einhvern tíma. Þegar þeir voru búnir að dæla
upp úr mér var ég orðinn gráhærður. Annars
hef ég það ágætt. En þú? Ertu ekki alltaf að
skrifa?“
Höfundurinn er rithöfundur í Re/kjavík.
JOHAN LUDVIG RUNEBERG
KOSSINN
HELGI HÁLFDANARSON ÞÝDDI
Kvöldstjarnan björt afhimni horfír dreymin,
úr húmi skógar ungmær spurði feimin:
„Stjarna, seg mér hvað uppheims engill hyggur
er ást íleynum fyrsta kossinn þiggur.“
Og himins dóttir henni galt að svarí:
„Þá horfír sæll tiljarðar engla-skari
sem þar sitt eigið yndi speglast lætur;
einungis Dauðinn hverfur frá oggrætur."
Runeberg, 1804-1877, var finnlandssænskt Ijóðskáld og eitt af höfuðskáldum Finna.
PÉTUR SIGURGEIRSSON
BLESSUÐ JÓLIN
I fjárhúsinu þau fengu loks
á ferð sinni næturstað.
Til Betlehem lúið ferðafólk
í fylkingu kom í hlað.
Af ætterni Davíðs allir menn
áttu að skrá sig þar.
Og þangað hann Jósep þræddi slóð
því það honum skyldugt var.
Dagatal þjóða upphaf á
því einkason Guðs um jól
fæddist þar hclga friðarnótt,
í fjárhúsi átti skjól.
I jólunum allir eitthvað sjá
en eitt erþar mest ogfyrst.
Það stærst af öllu stóru er
hver staðreynd um Jesú Krist.
Höfundurinn er biskup.
Maríu hlutverk móður beið
og mátti það gjörla sjá,
að ekki hún værí ein þá stund
ákvað hann Jósep þá.
Og fæddur þar sonur frumburður
í fjárhússins jötu lá.
I Drottni gefst mönnum dýrðar lausn
dauða og syndum frá.
JORGE LUIS BORGES
UÓÐLISTIN
ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON ÞÝDDI
Að horfa á ána gerða úr tíma og vatni
og muna um leið að tíminn er önnur á,
vita að við erum týnd líkt og áin
og að andlitin hverfa sem leiftur á vatni.
Vita að vökudraumar sofa ekki,
séu þeir annar draumur og það að dauðinn
sem við óttumst svo mikið, er dauðinn
sem heimsækir okkur sofandi á hverri nóttu
Að sjá í deginum eða árinu tákn
um æviskeið manna og ár,
að umbreyta ofbeldi daga og ára
í tónlist, uml radda, og tákn
Að sjá í dauðanum svefn, ogí sólsetrínu,
dapurlegt gull - það er ljóðlistin.
Sem er eilíf og fátæk. Ljóðlistin
snýr aftur eins og dagrenning eða sólsetur.
Stundum þegar kvöldar horfír andlit
á okkur úr djúpi spegils;
listin ætti að vera spegill
sem birtir okkur okkar rétta andlit.
Hermt er að Odysseifur, fullsaddur af undrum
hafi grátið ástartárum þcgar hann sá sína íþöku.
Grænum og auðmjúkum tárum. Listin er löngun til Iþöku
grænnar eilífðar, ekki undra.
Hún er líka eins og endalaus áin
sem streymir og er, spegill þess sama
óstöðuglynda Heraclitusar, sem er einn
og líka annar, eins og endalaus áin.
Höfundurinn, 1889-198ó, var argentínskt skáld og talinn eitt mesta skáld heimsins á þessari öld. Hann
var unnandi forníslenzkra bókmennta og þótt blindur væri kom hann tvívegis til íslands.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 19. DESEMBER 1998 23