Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Side 28

Lesbók Morgunblaðsins - 19.12.1998, Side 28
 I Morgunblaðið/Gunnar Sverrisson PÉTUR Gautur heimsækir geðveikrahæli í Egyptalandi, frá hægri á myndinni eru Jakob Þór Einarsson, Sunna Borg, Árni Pétur Reynisson og Agnar Jón Egiisson í hlutverkum sínum. ALVARLEGUR EN FULLT AF MENN fá sér í staupinu í brúðkaupinu á Heggstað, frá hægri Eva Signý Berger, Agnar Jón Egilsson, Jakob Þór Einarsson, Árni Pétur Reynisson og fyrir aftan stendur Guðjón Sigurður Tryggvason. UNDIRTÓNN ÓLÍKINDUM Jólaverkefni Leikfélags Akureyrar, Pétur Gautur eftir Henrik Ibsen, verður frumsýnt í Samkomuhús- inu ó Akureyri 28. des- ember næstkomandi. Sýn- ingin er byggð ó nýrri þýðingu Helga Hólfdanar- sonar á verkinu og er þetta í fyrsta sinn sem hún er leikin á leiksviði. MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR ræddi við leikstjórann, Svein Einarsson. HENRIK Ibsen skrifaði Pétur Gaut á Ítalíu vorið og sumar- ið 1867 og kom leikritið út sama ár. Það vakti þegar mikla athygli og hefur í ár- anna rás hlotið heiðurssess í norskum og norrænum bók- menntum. Pétur Gautur er eitt mest leikna sviðsverk allra tíma og hefur verkið verið sýnt víða um veröld, en í því tekst höfundurinn á við áleitnar spurningar um til- vist mannsins á öllum tímum. Jafnframt er leikritið stórskemmtilegt með fjölda litríkra og eftirminnilegra persóna. Leikritið er þrátt fyrir sinn alvarlega undirtón fullt af algjörum ólíkindum, gamansamt og gróft, hárfínt og hádramatískt; fullkomið ævintýri þar sem hver furðan rekur aðra í endalausri leit Pét- urs að sjálfum sér. I stuttu máli fjallar leikrit- ið um hinn fjörmikla piltung Pétur Gaut sem strýkur frá móður sinni, Ásu, unnustunni, Sólveigu, frá heimabyggð sinni og fóðurlandi. Líf hans er uppfrá því stöðugur flótti, en þeg- ar hann hefur flakkað um heiminn alla sína ævi snýr hann aldurhniginn heim. Slóðsl ekki freistinguna Sveinn Einarsson kom til Akureyrar í haust frá Lundúnum þar sem hann setti upp eigið verk, Dóttur skáldsins, en hann sagði nokkum aðdraganda að uppsetningu sinni á Pétri Gaut. Fyrir um þremur árum var rætt við hann um að ieikstýra hjá félaginu en hann JAKOB Þór Einarsson fer með titilhlutverkið, Pétur Gaut. var bókaður allt fram á þetta ár. „Ég hef aldrei sett Pétur Gaut upp áður og stóðst ekki freistinguna," sagði hann, en Ibsen er honum afar hugleikinn og hefur hann leikstýrt fjölda verka eftir hann. Sveinn var t.d. leikstjóri þegar Leikfélag Akureyrar setti Afturgöng- urnar upp árið 1993, en uppfærslan var til- nefnd tii leiklistarverðlauna það ár, og einnig hlaut hann afar góða dóma fyrir uppsetningu á sama verki í Kaupmannahöfn. „Ég hef verið handgenginn Ibsen allt frá því ég var barn og unglingur, las þá allt eftir hann og ýmislegt í kringum verk hans,“ sagði hann. Margslungið verk sem eelið ó erindi Sveinn sagði Pétur Gaut feikilega marg- slungið verk, enda eitt stærsta skáldverk heimsbókmenntanna og hægt væri að túlka það á marga vegu. Sveinn gengur ekki í fót- spor þeirra sem áður hafa flutt verkið, enda verði hver ný uppsetning að hafa sýnar eigin forsendur. Þannig hafí trúarlegi þátturinn aldrei verið ríkjandi, en Sveinn sagði ógern- ing að horí'a framhjá hugtökum eins og fyrir- 28 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 19. DESEMBER 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.