Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Side 5
/xoRö?rM'
staðreynd að eftir siðaskipti er stórum meira
um nafngreinda listamenn á Islandi en fyrrum.
Elstu gripir sem með vissu er hægt að tengja
ákveðnum íslenskum listamanni eru útskorin
beinspjöld frá árinu 1606. Og þar með er komin
röðin að fyrsta listamanninum sem hér verður
gerður að umtalsefni, Brynjólíi Jónssyni, bónda
og lögréttumanni á því foma höfuðbóli Skarði í
Landssveit.
Brynjólfur Jónsson og
beinspjöldin hans
Brynjólfur bjó í Skarði á Landi í byrjun 17.
aldar. Hann var afkomandi Torfa Jónssonar
sýslumanns í Klofa í beinan karllegg, en meðal
afkomenda Brynjólfs var m.a. Hálfdan Einars-
son rektor á Hólum. Brynjólfur og faðir hans
Jón Eiríksson, sem einnig var lögréttumaður,
virðast hafa búið myndarbúi í Skarði á 16. og
fram á 17. öld. Brynjólfur var tvíkvæntur, átti
íyrst Valgerði Gísladóttur sýslumanns Sveins-
sonar í Miðfelli, síðar Valgerði Ásmundsdóttur
Þorleifssonar lögmanns Pálssonar. Hann eign-
aðist böm með báðum og em afkomendur
þeirra margir á Islandi í dag. I vísitasíu Brynj-
ólfs biskups Sveinssonar í Skarði 1. apríl 1641
em nöfn þeirra feðga nefnd, þar sem þeir höfðu
gefíð kirkjunni verðmæta gripi, Brynjólfur út-
skorin beinspjöld sem hann hafði sjálfur smíðað.
Fjögur útskorin beinspjöld eftir Brynjólf em
varðveitt í Þjóðminjasafninu, og hafa þijú
spjöldin piýtt kirkjuna í Skarði.
Fyrst kom til Þjóðminjasafnsins, á öðra ári
þess árið 1864, brot af beinspjaldi sem fannst
undir bænum í Klausturhólum í Grímsnesi.
(Þjms. 152). Menn áttuðu sig ekki á því í fyrstu
hvers konar gripur þetta væri og töldu helst að
myndspjaldið væri frá miðöldum. Efst á brotinu
er gagnskorinn hnútur og mannþyrping neðan
undir. Þegar klæðnaður mannanna var skoðað-
ur nánar, sást votta fyrir pípukraga á einum
þeirra. Það var talið benda til þess að mynd-
skurðurinn væri varla eldri en frá 16. öld, þar
sem slíkur klæðnaður í endvureisnarstíl þekkt-
ist ekki á myndum fyrr.
í safngjöfinni miklu frá Danmörku árið 1930
vom þrjú útskorin hvalbeinsspjöld, öll sögð úr
kirkjunni í Skarði á Landi, og höfðu verið gefin
til Danmerkur á ámnurn 1830-1836. Við saman-
burð á þessum fjórum gripum þóttust menn sjá
að þarna hefði sami listamaður verið að verid.
Það sem kom mönnum á spor Brynjólfs bónda
var sú staðreynd að eitt spjaldanna er með ár-
talinu 1606.1 vísitasíu Brynjólfs biskups Sveins-
sonar, sem áður var nefnd, er mikinn fróðleik að
finna. Vert er að taka fram að slíkt heyrir til
undantekninga, höfunda gripa er nær aldrei
getið í vísitasjum, aðeins gefenda gripa og kost-
unarmanna. I vísitasíunni er getið nafna beggja
þeirra feðga í Skarði. Þar segir meðal annars að
stór koparstjaki með tveimur örmum, sem
Brynjólfur bóndi lagði til, sé virtur á 9 aura ann-
ars hundraðs. Og síðan segir: „Beinspjald vænt
smíðað með mannlíkanir 27, smáar og stórar er
Brynjólfur smíðaðiÞá segir frá ástandi
kirkjunnar og síðan er lýsing á búnaði hennar:
„altari aftréog predikunarstóll í smelitur fyrst
6 tannstykkjum samskeyttum heilum með
mannlíkum er menn meina tekin vera af þeirri
gömlu textabók er Vilkins máldagi umtalarmeð
því textabók af tönn fmnst ekki..Auk þeirra
tannstykkja á predikunarstólnum er eitt langt
stykki um þveran stól, síðan langs eftir stórt og
breitt hvalbeinsstykki. Þar næst lítið stykki eft-
ir fætinum. Allt þetta skorið með íslenzku
verki.“' Langa stykkið um þveran predikunar-
stól virðist glatað, svo og tannstykkin, ef rétt er
hermt að hafi verið á stólnum, en þijú spjöld era
tilenn.
Skoðum nánar þessi fjögur hvalbeinspjöld
sem varðveist hafa. Fyrst skal telja litla bein-
þynnu þríhymda, með útskomum og gagn-
skomum myndum og hefur væntanlega verið
gert ráð fyrir því að hvítt beinið bæri við litaðan
bakgmnn. Myndimar sýna fæðingu Krists
(Þjms. 10900). Efst em tveir englar, á miðju
ijórir hirðar, neðst hjörð og María með Jesú í
fanginu en jatan með uxa og asna er þar til hlið-
ar. Umhverfis Maríu og jötuna em súlur. Bein-
þynnan er 22,8 cm að lengd og mesta breidd
neðst er 7,7 cm. Þetta gæti verið spjaldið sem
lýst var á fæti stólsins í vísitasíunni.
Þá er önnur beinþynna, mun stærri, löng og
rnjó og mjókkar niður eftir, tæpur metri að
lengd. Efst er Kristur á krossinum, þá himnafor
frelsarans og fleiri atburðir tengdir passíunni,
og loks Kristur sem dómari á dómsdegi (Þjms.
10910). Þetta gæti verið stóra hvalbeinstykkið
sem lýst er í vísitasíunni og sagt er að hafi verið
langsum eftir predikunarstólnum.
Loks er svo enn ein beinskurðarmyndin, eins
konai- hurð af skáp eða altari (Þjms.10911). Hún
er samsett úr nokkmm mismunandi stómm
beinspjöldum og gæti verið það spjald sem
minnst er á fyrst í vísitasíunni, og tekið fram að
Brynjólfur hafi smíðað. Það er með a.m.k 27
mannamyndum, ef til vill er nær lagi að telja
þær 30 ef hvitvoðungurinn sem sést þrisvar er
talinn með. Þijár myndir em efst á spjaldinu.
Þær em af fæðingu Krists, atburðinum í
musterinu þegar Jósep og María komu með
bamið þangað 40 daga gamalt og skfrninni í
Ljósijiynd: Þjóðminjasafn Islands. Ljósmynd: Þjóðminjasafn (slands.
Beinspjaldid stóra úr Skarðskirkju á Landi eftir Brynjólf Jónsson Beinspjald með ártalinu 1606 eftir Brynjólf Jónsson í Skarði á Landi
(Þjms.10910).
ánni Jórdan. Umhverfis er leturlína er skýrir
myndirnar og vitnað í guðsjöll Matteusar og
Lúkasar. Neðst em tvær myndir. Þar sjáum við
Krist í hópi lærisveina að blessa bömin og í
horninu hægra megin er verið að skíra bam yfir
stómm skfrnarfonti. Umhverfis er þessi áletr-
un: Þá færðu þeir ungbörm tilihsað hann legði
hönduryfnrþau. Luc. 18. Yst í hominu er ártalið
1606. Hvað minni snertir er þetta siðasta bein-
spjald nokkuð óvenjulegt. Á fjómm píláram á
miðju þessu spjaldi er tildrögum að dauða Jó-
hannesar skírara lýst. Fyrst er þar Heródes
með veislufong fyrir framan sig, þá Salóme að
dansa; síðan er mynd af þvi þegar Jóhannes
skírari er hálshöggvinn og loks Salóme með höf-
uð Jóhannesar á fati. Beinspjaldið er með jám-
lömum öðmm megin, er bendir til þess að ein-
hvem tíma hafi það verið notað sem hurð. Þessir
gripir era allir úr hvalbeini og er hefð fyrir slík-
um myndum á íslandi úr pápískri tíð. Einkum
hafa varðveist útskorin paxspjöld úr beini eða
tönn og fagurlega skreytt drykkjarhom með
dýrlingamyndum. Spjöldin em fágætlega vel
gerð og af listfengi og „meir í ætt við þann ág-
æta útskurð á drykkjarhomum síðmiðalda en
tréskurð‘ eins og Kristján Eldjám komst að
orði í pistli um beinskurðinn árið 1963.2
Nú vill svo til að eftir að Kristján fjallaði um
þessar útskomu myndir, hafa fundist útskorin
hom í erlendum söfnum sem með vissu er hægt
að eigna Brynjólfi Jónssyni. Norski fræðimað-
urinn Ellen Marie Mageroy skrifaði grein um
íslensk drykkjarhom í norska ritið By og bygd
árið 1970 og taldi þá að tvö útskorin hom væm
til í erlendum söfnum eftir hann, annað í St.-
Annen-Museum í Lúbeck, en hitt í Þjóðmirga-
safni Dana. Árið 1985 hélt hún fyrirlestur í
Þjóðminjasafni íslands um íslensk drykkjar-
horn og hafði þá fundið eitt íslenskt útskorið
horn til viðbótar í Þjóðminjasafni Dana sem
gæti verið eftir Brynjólf. Annað homið er merkt
Þorleifi Ásmundssyni, og með ártalinu 1598
(NM:1427/1943). Útskomar myndir prýða það í
þremur reitum. Efst er mynd af brúðkaupinu í
Kana. Næst em nokkrar myndir úr Gamla
testamentinu, m.a. er Júdith drepur Hplofem-
es, og neðst Absalon dauður í trénu. Á letur-
borðum milli myndraðanna er texti sem skýrir
myndirnar. Myndfrnar og útskurðurinn allur er
bersýnilega verk Brynjólfs Jónssonar í Skarði.
Klæðnaður brúðkaupsgestanna í Kana er í ren-
esansstfl og svipar mjög til klæðnaðar mann-
safnaðarins á spjaldinu frá Klausturhólum og á
sumum útskomu beinmyndunum írá Skarði.
Þess má geta að Þorleifur Ásmundsson var
mágur Brynjólfs í Skarði. Hann var bóndi á
Stórólfshvoli, bróðir Valgerðar seinni konu
Brynjólfs og Erlendar Asmundssonar sýslu-
manns. Ellen Marie Mageroy vinnur nú að
miklu riti um útskorin drykkjarhom, sem fyrir-
hugað er að komi út fyrir árslok 1999. Þar telur
hún sig hafa fundið alls fjögur útskorin horn eft-
ir Brynjólf, þar á meðal eitt í safni í Pétursborg.3
Reynist það rétt, sem allt bendir til, að bein-
plötumar í Þjóðminjasafninu og drykkjarhorn-
in fjögur í erlendu söfnunum séu öll eftir Brynj-
ólf Jónsson, þá ber það því vitni að mikið orð hafi
farið af hagleiksmanninum Bryiijólfi og hann
hafi fengist við að prýða fleira en kirkjur, fyrst
komið hefur í ljós að hann hefur verið fenginn til
þess að búa út dýrmæta gripi og gjafir handa
höfðingjum. Það verður þó að segjast eins og er
að þessir gripir em einstæðir í íslenskri lista-
sögu eftir siðaskiptin. Ekki er hægt að finna
neinn sporgöngumann Brynjólfs í Skarði, sem
skorið hefur út þvílíkar myndir úr beini.
Jón Greipsson bóndi
ó Haugi ó Hjarðarnesi
Næst verður fyrir okkur predikunarstóll frá
Bæ á Rauðasandi með ártalinu 1617 og nafni
gefandans, Bjöms Magnússonar (Þjms. 3079).
Höfundur stólsins er talinn Jón Greipsson,
bóndi á Haugi á Hjarðarnesi við Breiðafjörð.
Fæðingarár Jóns er ókunnugt og einnig dánar-
ár, en vitað er að hann lifði og starfaði á önd-
verðri 17. öld. Jón þessi var af prestaættum, en
afkomandi Bjöms Þorleifssonar hirðstjóra í
beinan karllegg. Bjöm sýslumaður Magnússon
prúða mun hafa látið smíða predikunarstólinn í
tilefni af brúðkaupi sínu og seinni konu sinnar,
Helgu, dóttur Amgríms lærða, sem einmitt stóð
þaðár.
Jón fær ekki sjálfstæða umfjöllun í riti Páls
Eggerts Ólasonar íslenzkum æviskrám, hans er
aðeins getið þar sem sonar séra Greips, og þar
sagður „smiður góður“. Guðbrandur Jónsson
nefnir hann „billedskærer“ í Nogle Oplysninger
om tre islandske Adelsslægter. Jón hefur því
verið stórættaður hvað sem ríkidæmi leið.
Stóllinn er með útskomum mannamyndum,
blaðstrengjum og letri, bæði latínuletri og
höfðaletri. Allur er hann skrautlega málaður
mörgum litum. Skrautverkið er annars vegar
fléttingai-ósir, hins vegar laufviðarstrengir í
gömlum stfl, hvort tveggja að íslenskri hefð. Á
stólnum em skomar líkneskjur, i miðju Kristur
á krossinum með Maríu og Jóhannes til sitt
hvorrar handar, en til hliðai- guðspjallamennirn-
ir. Hið frumlegasta við þessar mannamyndir er
sú staðreynd, að guðspjallamennimir og María
og Jóhannes em öll i dökkum klæðum að hætti
(Þjms. 19911).
íslenskra manna þess tíma, en ekki í kyrtlum
ættuðum sunnan úr löndum, eins og algengast
er á slíkum gripum. Guðspjallamennimir og Jó-
hannes við kross Krists em í svörtum klæðum
að hætti íslenskra kennimanna á tíð listamanns-
ins, og það sem er e.t.v. athyglistverðast er, að
María er einnig dökkklædd. Það er einsdæmi að
finna mynd af Maríu móður Jesú í íslenskri
myndlistarflóm Þjóðminjasafnsins, klædda eins
og íslenska sveitastúlku.
Bjöm Grímsson
mólari og sýslumaður
Þá er röðin komin að fágætum gripum úr
Bræðratungukfrkju. Það em altari og predikun-
arstóll með forvitnilegum málverkum; talin vera
frá öndverðri 17. öld (Þjms. 6274). I vísitasíu-
gerð Brypjólfs biskups Sveinssonar frá 14.
ágúst 1644 segir svo um Bræðratungukirkju,
eða kirkjuna í Tungu, eins og hún er nefnd þar:
„Kirkjan í sjálfri sér væn að öllu, alþiljuð fímm
gólf og kapella innan af kór aðauk, er lögmaður
Gísli Hákonarson lét uppgjöra ogmála alla með
altari og predikunarstól kostulegum.“4 Þetta
era athyglisverð ummæli um stólinn, því að það
er ekki algengt að rekast á slíkt mat á kirkju-
gripum í vísitasíum. Þeir fræðimenn sem fjallað
hafa um þessa gripi hafa verið sammála um að
hér séu gripir úr kirkju Gísla lögmanns komnir
og þess vegna frá þvi fyrir 1631, en það ár lést
hann. En listamaðurinn hefur verið óþekktur til
þessa.
Predikunarstóllinn er með endurreisnarbrag,
þ.e. ferhymdur, útlínur allar hreinar og beinar.
Framhliðin skiptist í íjóra reiti og spjöld með
málverkum felld í milli strikaðra lista. Vængir
hafa verið festir á framhliðina, og heíúr hún þá
verið eins og þrískipt altaristafla, en vængina
vantar nú. Efst á stólnum er áletrun með gotn-
esku letri: „Farið út um allan heiminn og
predikið evangelíum öllum þjóðum.“ í reitunum
fjómm á framhliðinni em guðspjallamennimir
sýndir á málverkum í margvíslegum litum og í
mismunandi íburðarmiklu umhverfi. Allar em
myndimar málaðar af leikni og óvenjulegri til-
breytni um smáatriði. Einkennisverur guð-
spjallamannanna em á hvenn mynd, en auk
þess era hjá sumum þeirra menn sem ýmist em
á tali við guðspjallamennina eða halda á logandi
kerti til þess að lýsa þeim við skriftimar. Matt-
heus, Markús og Lúkas sitja allir við skriftir
inni í skrautlegum húsakynnum en Jóhannes
situr úti í guðsgrænni náttúmnni og hlýðir á orð
Guðs.
Einn af þeim fáu nafngreindu listamönnum
sem við þekkjum úr heimildum frá upphafi 17.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. DESEMBER 1999 5