Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 6
aldar, án þess að hingað til hafi verið hægt að eigna ákveðin listaverk, er Björn Grímsson, málari og sýslumaður, d. 1634 eða 1635. Nú skulu færð rök fyrir því að Björn Grímsson hafi málað þessa gripi fyrir kirkjuna í Bræðratungu. Björn starfaði undir handarjaðri Gísla Hákon- arsonar lögmanns í Bræðratungu, og virðist hafa fengið sýslumannsembættið að hans til- stuðlan. Björn er allsstaðar nefndur málari í heimildum, en litlum sögum fer af stjórnsýslu- störfum hans. Sú staðreynd að Björn málari starfaði undir handarjaðri Gísla Hákonarsonar lögmanns myndi ekki nægja ein og sér til þess að sanna að hann sé höfundur listgripanna úr Bræðratungu- kirkju. Það þarf að koma meira til. Og nú vill svo til að varðveist hafa Jónsbókarhandrit frá upp- haíi 17. aldar með myndum eftir Björn. (Uldall 320,4to og Gl. Kgl. Sml. 3274 a,4to). Fyrra hand- ritið skrifaði Björn árið 1603 fyrir systur sýna Höllu eins og ritað er á titilsíðu, en það síðara, sem er mun glæsilegra, gæti hann hafa gert um 1614, en það ártal er á bókarkápunni. Halldór Hermannsson taldi það glæsilegast íslenskra handrita frá síðari öldum.5 Myndirnar þar eru margar stórar og málaðar af mikQli kunnáttu. Upphafsstafirnir í byrjun kafla eru í gotneskum stfl, en titilsíðan er með renesansskrauti og fangamarki Kristjáns fjórða Danakonungs. Mannamyndirnar eru sumar hverjar holdmikl- ar og klæðafellingar og máluð tjöld íburðarmik- il, lfkt og á málaða stólnum, en mest er um vert er, að andlitsmyndirnar eru nauðalíkar þeim á predikunarstólnum úr Bræðratungukirkju. Handbragðið leynir sér eklri. En fleira tengir Björn Grímsson Bræðratungu og Hlíðarenda. Halldór Hermannsson fjallaði um þessi handrit árið 1940 og kemst þar að þeirri niðurstöðu að Gísli Hákonarson hafi sennilega gefið Þórunni Jónsdóttur frænku sinni Jónsbókarhandritið • nýskrifað og skreytt í brúðargjöf þegar hún giftist Sigurði Oddssyni, biskups Einarssonar, áriðl613eðal614.6 Fleira er athyglisvert við þennan málaða predikunarstól. Arið 1630 var haldið mikið og frægt brúðkaup í Bræðratungu, þegar Gísli gaf Þorláki biskupi Skúlasyni Kristínu dóttur sína. Þekkt er sú saga er Þorlákur Hólabiskup bað Kristínar, en hún var þá þegar heitbundin Egg- erti Björnssyni ríka á Skarði, og voru þeir feðg- ar, Björn sýslumaður og Eggert, komnir á ferð að vitja ráðsins. Gísli lögmaður vildi ekki frávísa biskupi, reið á móti þeim feðgum, og tjáði hvað virðuleg væri mágsemdin við biskup, bauð Egg- ert yngri dóttur sína, þá hún væri gjafvaxta, og talaði svo um fyrir þeim feðgum, að þeir létu sér vel líka. Biskup skyldi fá Kristínar, gekk sá ráðahagur saman og var brúðkaupið haldið sama ár. Kaupmáli þeirra Þorláks og Kristínar Ljósmynd: Þjóðminjasafn Islands. Mynd á predikunarstól úr Bræóratungukirkju eftir Björn Grímsson málara og sýslumann. Nííp ftjnftátnm ^ciim fvw# «»fi f* -----------------__-----^^,.——------,—~*cr Ljósmynd: Stofnun Árna Magnússonar. Mynd úr Jónsbókarhandriti eftir Björn Grímsson málara (GI.Kgl.Sml.3274a,4to). Ljósmynd: Stofnun Árna Magnússonar. Titilsíða Jónsbókarhandrits eftir Björn Grímsson málara (GI.Kgl.Sml.3274a.4to) er skráður 31. júlí 1630. Til er lýsing af þessari brúðkaupsveislu í Bræðratungu, „veitti lögmað- ur hið stórmannlegasta, svo ei hefur brúðkaup á þeim tímum verið rúanannlegra hér. Var þá mikill uppgangur og virðing Gísla lögmanns."'' Altarið og predikunarstóllinn hafa trúlega verið nýlegir gripir í Bræðratungukirkju þegar brúðkaupið för fram, ef þeir hafa ekki beinlínis verið smíðaðir og málaðir sérstaklega fyrir brúðkaupið. Björn Grímsson mun vera fæddur um 1575 og dáinn 1634/1635. Hann var sonur séra Gríms Skúlasonar í Hruna, sem einnig var þekktur skrifari og hafa varðveist eftir hann mynd- skreyttar lögbækur. Lítið er vitað um feril Björns, en þó er skjalfest að hann sigldi tíl Ham- borgar árið 1597 og dvaldist þar um einhvern tíma hjá tengdafólki systur sinnar.8 Menn hafa talið að hann hafi fengið einhverja tilsögn í mál- aralist þar. Eftir heimkomuna frá Þýskalandi hlýtur Björn að hafa haft atvinnu af því að skrifa og lýsa handrit og mála, því hann virðist ekki fara að sinná stjórnsýslustörfum fyrr en löngu síðar. Hann mun hafa fengið Arnesþing eftir Einar Hákonarson sýslumann, bróður Gísla Há- konarsonar, árið 1628 og haldið því til 1633, eða til dauðadags 1634/1635. Augljóst er að Björn hefur verið umboðsmaður Gísla Hákonarsonar lögmanns, og starfað undir einskonar verndar- væng hans. Björn kvæntist ekki, og virðist ekki hafa stýrt búi sjálfur. Hann mun þó hafa eignast son, Þorstein, er varð prestur að Útskálum, og er frásögn af tildrögum að getnaði hans þekkt í heimildum. Þar segir að Björn hafi eitt sinn ver- ið staddur á Hlíðarenda um vetur, þá gerði mikla snjóleysingu. „Heimti hann þá hest sinn úr húsi með ákafa, og bað um fylgdarmann. Lézt eiga nauðsynjaerindi til Höllu systur sinn- ar íSkóga austur; komst um kvöldiðyfír Mark- arfljót og önnur vatnsföU, er mönnum sýndust ófær, ímiklu regni og leysingu til Skóga, og bað HöUu systur sína búa sér rúm í Mrkjunni, og senda sérþangað vinnukonu hennar tilgamans. Kvaðþaðvera forlög sín, aðgetaþarson. Mundi sá verða prestur, efhann væri getinn íheigum stað. HaUagerðisem hann beiddi. Björn varþar um hríð og fór burt síðan. Vinnukonan varð þunguð og 61 áðurnefndan Þorstein prest. Mein- ast að þetta hafí tilborið nálægt 1612. EkM er þess getið að Björn væri við konu kendur eptir néáður."0 Þekkt verk eftir Björn Grímsson hafa til þessa aðeins verið myndir í handritum, en hér er því haldið fram að hann sé einnig höfundur myndanna á predikunarstólnum úr Bræðra- tungukirkju. Verði hægt að sanna það óyggj- andi rökum er ljóst, að þessi málverk eru elstu varðveittu málverkin í Þjóðminjasafninu eftir ís- lenskan nafngreindan málara og því allrar at- hygli verð sem slík. Þessir þrír listamenn, sem hér hafa verið kynntir, eru meðal þeirra nær 30 myndlistar- manna frá fyrri öldum sem eiga verk varðveitt í Þjóðminjasafni íslands. Meirihlutiþeirravirðist hafa unnið að listinni ásamt búskap, en þó hafa þeir verið til, sem hafa haft listina að aðalbú- grein. Margir tengdust helstu höfðingjaættum landsins, einkum á fyrri hluta þessa tímabils. Rúmlega helmingur þeirra hlaut listmenntun eða starfsþjálfun í útlöndum. Niðurstaða könnunar minnar varð sú, að kirkjan hafi haldið áfram að vera helsti hvati listsköpunnar í landinu, jafnt eftir siðaskipti, sem fyrir þau. Við bættist, að höfðingjar efldust í skjóli konungsvaldsins, og urðu margir miklir stuðningsmenn Iista á 16., 17. og 18. öld. Hin eig- inlega breyting verður ekki fyrr en í lok 18. ald- ar. Biskupsstólarnir berjast þá í bökkum, og voru ekki lengur gróðrarstía listsköpunar. Ahugi og geta veraldlegra höfðingja að prýða kirkjur og híbýli listmunum virðist og hafa dvin- að. Þetta helst í hendur við almennar þjóðfé- lagsbreytingar í landinu, - listin er eklri ein- angrað fyrirbæri. Á 19. öldinni virðist öll orka manna^ hafa beinst að sjálfstæðisbaráttunni. Þeir íslendingar, sem höfðu leitað sér listmenntunar í útlöndum í lok 18. aldar, eins og séra Sæmundur Hólm og Gunnlaugur Briem sýslumaður, sneru við blaðinu og sinntu listinni lítið sem ekkert eftir heimkomuna til íslands. Og Rafn Svarfdalín flentist ytra. Um miðja öld- ina komu heim Sigurður málari Guðmundsson, Þorsteinn Guðmundsson og Helgi Sigurðsson. Þeir voru allir í listnámi ytra um lengri eða skemmri tíma, en minna varð úr listsköpun þeirra en efni stóðu til í upphafi. íslenskt samfé- lag var ekki tilbúið að taka við þeim, og kirkjan var ekki lengur það afl sem hlúði að skapandi listamönnum. Þegar hins vegar frumkvöðlarnir, sem svo hafa verið nefndir, Þórarinn B. Þorláksson, Ás- grímur, Jón Stefánsson og Kjarval, komu heim frá útlöndum í upphafi þessarar aldar, varð hér tO vísir að borgaralegu samfélagi. Þeir urðu hluti af nýrri sýn íslendinga á þetta samfélag. Þeir komu til starfa á sama tíma og Reykvíking- ar eignuðust sitt fyrsta leikhús og fyrstu hljóm- sveitirnar létu í sér heyra. Þeir stigu fram á sviðið þegar nútímamyndlist var að þróast og verða til úti í hinum stóra heimi. Þeir vorufyrstu myndlistarmennirnir sem störfuðu á íslandi óháðir kirkjunni, þeir fyrstu í 900 ára sögu myndlistar í landinu, ef miða skal við þá íslensku listmuni sem varðveist hafa. Ekki hefur varð- veist eldri myndlist á Islandi en sú sem hefst með komu kristni og kirkju um árið 1000. Landsmenn urðu þá þátttakendur í evrópskri heimsmenningu með öllum þeim tengslum sem kirkjan bauð og boðaði. Þetta stóð svo, eins og við höfum séð, fram eftir öldum, og hélst í hend- ur við þjóðfélagsþróunina. Við siðaskipti urðu áherslubreytingar, en ekki skil, kirkjan var enn sem fyrr skjól listarinnar. En það skjól varð hlífðarminna þegar leið á 18. öldina og á nít- jándu öld var íslenskt samfélag ekki tilbúið að hlúa að og njóta listsköpunar. Það gerðist ekki fyrr en um aldamótin, þegar vísir að borgara- legu samfélagi varð til og listinni voru sköpuð ný skilyrði. Það var þá aftur staðfesting þess að samfélag getur ekki án listar verið. Myndlistin er ævinlega endurspeglun samfélagsins og eru hinar öru breytingar í myndlist 20. aldar þar skýrtvitni. Heimildir: 1 Þjoðskjalasafn ísl.-imls, Bps. A 11, 7, s. 58. 2 Krislji'm Eldjárn, Hundrað ár í l».iói)iui njiisa l'iii, Reykja- víkl963,65.þáttur. 3 Ellen Marie Mageroy, munnlegar upplýsingar 23. aprfl 1999. 4 ÞjiSðskjalasafn l'slainls. Bps. A II. 7 s. 103-104. 5 Hallddr Hermannsson, „Illuminated Manuscripls of the .Iiíiislník." Islandica XXVUI, New York 1940, s. 20. 6 Sama heimild, 8.22. 7 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir IV, Reykjavík 1909-1915, s. 278. 8 Friederike Christiane Koch, Islander in Hamburg 1520- 1662, Hamborg 1995, s. 121. 9 Bogi Benediktsson, Sýslumannaæfir IV, Rcykjavík 1909-1915, s, 280. Höfundur er listfræðingur við Þjóðminjasafn ís- lands og hefur nýlega lokið AAA-prófi í sagnfræði við Háskóla íslands, þar sem höfuðverkefnið var um myndlistarmenn fyrri alda á Islandi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.