Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Qupperneq 8
„ORMUM SÆTUM EG ÞIGVEF..." Nóttin var sú ágæt ein. Jólamynd eftir Margréti Ósk Hallgrímsdóttur, Bárugötu 9 í Reykjavík. Hún er 7 ára nemandi í Vesturbæjarskólanum. EFTIR STEFÁN MÁ GUNNLAUGSSON Jólasálmurinn „Nóttin var sú ágæt ein" mun hljóma um þessi jól eins og fyrr. Hér er brugðið Ijósi á höfund hans, séra Einar í Heydölum, 1538-1627. EITT er það kvæði sem hefur á skömmum tíma orðið ómiss- andi í hefð jólanna. Þetta er kvæðið „Af stallinum Kristi" eða betur þekkt sem „Nóttin var sú ágæt ein“ og er eftir sr. Einar Sigurðsson (1538-1627), sem löngum hefur verið kenndur við Heydali í Breiðdal. Ekki er til mynd af skáldinu sem orti svo vel, lýsing eða stafkrókur ritaður með hans eigin hendi. Þeim mun meiri upplýsingar um hann er að finna í kvæðum hans, um hans innri mann, hvernig honum leið og hvað hann hugsaði. Einnig veita kvæði hans góðar upplýsingar um hvernig fólk tókst á við lífið á sautjándu öldinni, gleði og sorgir. Skáldið þekkja fáir, en hið gamla og vinsæla kvæði heldur nafni hans á lofti. Sr. Einar stendur á merkilegum tímamót- um í íslenskri sögu og miklu breytingarskeiði innan kirkjunnar. Siðbreytingin hvatti skáld eins og sr. Einar til þess að setjast niður og skrifa kvæði sín niður á blað. Þannig varð sið- breytingin til þess að hæfileikar sr. Einars fengu að njóta sín til fulls og við mörgum öld- um síðar fáum að njóta þeirra. Með siðbreyt- ingunni var gert ráð fyrir að guðsþjónustan færi fram á þjóðtungunni. Það nægði þó ekki aðeins að flytja messuna á íslensku, heldur þurfti að þýða Biblíuna og hafa sálma á móð- urmálinu. Á skömmum tíma þurfti að anna mikilli eftirspurn eftir sálmum sem hæfðu fjölbreyttum boðskap kirkjuársins. Fyrstu tilraunirnar til að móta íslenskan sálmakveð- skap einkenndust af þýðingum á þýskum og dönskum sálmum. Trúmennska við frumtext- ann einkenndi þýðingarnar, en fyrir vikið voru gæði sálmanna ekki mikil að mati þjóð- ar, sem var rík af kvæðum og kveðskapar- hefðum. Þegar fram liðu stundir varð and- legur íslenskur kveðskapur sjálfstæðari á þann hátt að fleiri andleg kvæði voru frum- ort. Skáld komu fram á sjónarsviðið sem lutu hefð íslensks kveðskapar, gátu bæði samið kvæði undir íslenskum bragarháttum og til- einkað sér nýja strauma. Sr. Einar fékkst að- eins lítillega við sálmaþýðingar, en hæfni hans fólst einkum í að yrkja kvæði. Þannig er hann á meðal þeirra skálda sem móta og gera íslenskan andlegan kveðskap sjálfstæðari. Það mætti því ætla að sr. Einar nyti sérstöðu meðal skálda og hefði hlotið einhverja frægð fyrir vikið. Einhverrar frægðar og vinsælda naut hann, en hún stóð ekki lengi. Mestu upp- hefð fékk sr. Einar í „Ein ný vísnabók", en helmingur kvæða þeirrar bókar er eftir hann og er hann með sanni höfuðskáld hennar. Góður vinur og skólabróðir sr. Einars frá Latínuskólanum á Hólum stóð að útgáfu hennar eins og margra annarra merkra bóka á þessum tíma,en það var Guðbrandur biskup Þorláksson. Guðbrandur var mikilvirkur í útgáfumálum og gaf m.a. út Grallarann, „Ein ný sálmabók" og síðast „Ein ný vísnabók". Af þessum þremur bókum fékk Vísnabókin hins vegar minnstu útbreiðslu, þó í henni væri jafn vel betri kveðskapur en áður hafði sést á bók. Vísnabókinni var ætlað erfitt hlutverk, að bæta smekk alþýðunnar, sem átti að fá eitthvað haldbetra sálarfóður en tröllarímur og brunavísur. Þannig var Vísnabókinni ætl- uð sama staða og veraldlegur kveðskapur, þ.e. hún átti að vera til skemmtunar og af- þreyingar fyrir fólk. Þetta hlutverk náði hún ekki að uppfylla og fékk því ekki mikla út- breiðslu. „Ein ný sálmabók“ og Grallarinn fengu mun almennara hlutverk sem stuðlaði að meiri útbreiðslu þeirrra, Grallarinn var notaður við guðsþjónustuna og Sálmabókin var ætluð fyrir heimilisguðrækni. Vísnabókin hefur að geyma andleg kvæði eftir íslensk skáld, en einnig hafði hún að geyma eldri kvæði frá kaþólskum tíma, sem voru lítillega breytt í samræmi við kenningar hins nýja sið- ar. Guðbrandur gerði sér grein fyrir að ver- aldlegur kveðskapur stóð hinum andlega langtum framar. Með Vísnabókinni vildi hann jafna þennan mun og fékk hann því til liðs við sig öll þau helstu skáld samtímans sem feng- ust við að yrkja andleg kvæði. Guðbrandur var þannig fyrstur til þess að hvetja til list- ræns yfirbragðs sálma, ögunar og nákvæmni í meðferð hefðbundinna bragreglna. Enginn virðist þó hafa staðist kröfur hans um andleg kvæði, sem gætu staðist íslenska bragfræði og boðskap, annar en sr. Einar, sem aðeins orti andleg kvæði, full af uppbyggilegu efni fyrir sálarheill manna. Auk þess var sr. Einar alþýðuskáld og rætur hans traustar í ís- lenskri kveðskaparhefð. Aiþýðleiki hans kemur m.a. fram í efnistökum, stfl og orðn- otkun. Sr. Einar notast einkum við braghætti sem nutu vinsælda meðal alþýðunnar, t.d. rímur og vikivaka, Mörg fallegstu og athygl- isverðustu kvæði Vísnabókarinnar eru ort undir vikivakahætti, þ.m.t. „Af stallinum Kristi“. Stfll sr. Einars er einfaldur og ein- lægur, hann fjallar um efni sem allir þekkja, einnig kemur fram í kvæðum hans að hann þekkir aðstæður þeirra sem minnst mega sín og sýnir samstöðu með þeim. Lítið er af torskildum orðum eða erlendum tökuorðum, sem gerir kvæði hans einföld og skýr. í til- raun Guðbrandar hafa fáir verið betur til þess fallnir til þess að siðbæta veraldlegan kveðskap en sr. Einar og ekki að undra að hann á meira en helming kvæða Vísnabókar- innar. Sr. Einar hafði miklar væntingar til Guðbrands í sinn garð varðandi útgáfu Vísna- bókarinnar. Virðist sem hann hafi búist við að annað hvort yrðu aðeins kvæði eftir hann í bókinni eða að þau yrðu birt sértaklega með formála eftir Einar sjálfan. Guðbrandur sá ekki ástæðu til þess að birta formálann, lík- lega vegna þess hve persónulegur hann var. Þessi formáli hefur þó varðveist og er það eina sem til er eftir sr. Einar í óbundnu máli. Sr. Einar sendi Guðbrandi fleiri kvæði en þau sem prentuð voru í Vísnabókinni, sem biskup sá ekki ástæðu til að birta. Auk þess eru sum kvæði hans í Vísnabókinni nokkuð stytt og þegar hún var endurútgefin árið 1748 voru mörg kvæði hans stytt og öðrum sleppt. Frá útgáfu Vísnabókarinnar liðu meira en þrjár aldir, þar til kvæðið „Af stallinum Krísti" birtist aftur á prenti, þá í sálmabók Þjóðkirkjunnar árið 1945. Raunar varð kvæð- ið ekki þekkt eða sungið, fyrr en á síðustu tveimur eða þremur áratugum. Vinsældh' þessa sálms síðustu áratugi á helst rætur að rekja til þess að Sigvaldi Kaldalóns samdi fal- legt lag við hann. Þannig má þakka Sigvalda að hafa endurvakið þetta kvæði sr. Einars. Talið er að Sigvaldi hafi samið lagið þegar hann var læknir í Grindavík, á árunum 1929- 1944. Ragnar Ásgeirsson, bróðir Ásgeirs Ás- geirssonar forseta, mun hafa bent honum á kvæðið. Óhætt er að segja að Sigvalda hafi tekist einstaklega vel að semja lag, sem hæfði hinu gamla kvæði, bæði boðskap og vaggandi takti þess, sem kemur einkum fram í viðlagi þess; „Með vísnasöng ég vögguna þína hræri“. Þegar sálmurinn „Af stallinum Kristi" var tekinn í sálmabókina vaknaði áhugi fræðimanna á skáldinu sr. Einari Sig- urðssyni. Hann var þá flestum gleymdur, þó að eftir hann lægi mikið af kvæðum frá merkilegum tímamótum í íslenskri kirkju- og bókmenntasögu. Sálmurinn vakti athygli fyr- ir það hversu mjúkur og þýður hann er bæði í formi og blæ, jafnvel svo að skáldinu veitist auðvelt að snerta tilfinningar nútímamanna. Það hefur komið á óvart að finna kvæði frá hinum svonefndu „myrku síðmiðöldum", sem er fullt af bjartsýni, gleði og von. Það skal hins vegar bent á að til eru önnur kvæði frá sama tíma sem lýsa sömu bjartsýni og von og þessi jólasálmur. Einnig fjalla mörg kvæði sr. Einar um sömu efni og önnur skáld ortu í samtíma hans, þ.á m. hið illa, böl heimsins og syndina. Kvæðið „Af stallinum Kristi“ er alls 28 er- indi, en aðeins 7 erindi eru í sálmabók Þjóð- kirkjunnar. Erindin 7 eru tekin héðan og þaðan úr kvæðinu, þó aðallega úr fyrri hluta þess, sem fjallar sérstaklega um atburð jól- anna. Kvæðið í heild sinni lýsir á einfaldan og hreinan hátt sannri ást á Kristi. Mörg falleg erindi eru ekki í sálmabókinni, þar sem skáldið lýsir ást sinni til Krists og þeirri alúð sem hann vill sýna honum: „Örmum sætum ég þig vef / ástarkoss ég syninum gef‘. Upp- bygging kvæðisins er athyglisverð og sýnir hve skáldið er meðvitað um áheyranda sinn, hvernig hann leiðir hann um sögusviðið og birtir honum á myndrænan hátt boðskap jól- anna. Það er athyglisvert að nafnið Jesús kemur aðeins tvisvar sinnum fyrir í kvæðinu, í fjórum síðustu erindum þess. I stað þess notar sr. Einar titla Jesú, eins og t.d. frelsari, Emanúel, Eilífs Guðs míns einkason, Guð og maður o.fl. Þannig virðist stundum sem barn- ið í kvæðinu gæti í raun verið hvaða barn sem er. í fyrstu erindunum lýsir sr. Einar atburði jólanna á nokkuð hefðbundinn hátt og kynnir sögusviðið. Þar fylgir og styðst sr. Einar við guðspjöllin, en hann bætir við frásögnina og leggur áherslu á tilfinningalega þáttinn, gleð- ina og fögnuðinn. Síðan lýsir skáldið þeirri ósk sinni að vera viðstaddur nóttina góðu í Betlehem og fá að taka Jesúbarnið í fang sér: Myndin að hafa nýfætt barn í fangi sér er umgjörð kvæðisins. Þessa mynd þekkja allir og eiga því auðvelt með að setja sig í þessi spor. Með myndinni kemur fram mikil nánd milli Guðs og manns, en í mörgum kvæðum sr. Einars kemur þessi nánd fram og hann á einstaklega auðvelt með að lýsa henni. Það sem hann vill einkum sýna með myndinni er kærleikurinn til Guðs, eins og Guð hefur okk- ur í verndandi faðmi sínum, þannig tökum við á móti syni hans. Skáldið vill gefa Guði allt, umvefjandi ást til Guðs, það er hin sanna þjónusta mannsins andspænis Guði sínum. Þetta er einmitt kjarni boðskapar jólanna, sem kemur svo vel fram í Jóhannesarguð- spjalli 3:16: „Svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.