Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Síða 11
mikið aðdráttarafl og veitingarekstur hefur verið í húsakynnum Skógaskóla, sem var stofnaður 1949 eins og safnið, en því miður hefur orðið að leggja skólahald þar niður. Engu síður eru Skógar fjölsóttur ferða- mannastaður, bæði vegna fossins og safns- ins. Hluti safnhússins var byggður 1954-55, en nýtt tveggja hæða safnhús var byggt við það eldra 1989-94 og húsin, nú samtals 600 fer- metrar, eru tengd saman með glerbyggingu sem hefur tekizt afar vel. Þar er afgreiðsla safnsins í björtum og nútímalegum forsal og jafnan margt um manninn á sumardögum, enda komu yfir 27 þúsund gestir í safnið í sumar og svipuð var gestatalan árin á und- an. Höfundar nýbyggingarinnar eru arki- tektarnir Stefán Örn Stefánsson og Grétar Markússon. Ef hægt er að tala um einn þungaviktar- hlut í safninu á Skógum þá er það ugglaust áraskipið Pétursey, sem varðveitt er í rúm- góðum sýningarsal með gripum sem tengjast sjósókn og veiðiskap í sjó og vötnum. Þessi glæsilega fleyta er ekki alveg ný af nálinni; saga skipsins hefst 1855 og því var haldið úti til 1946. Það er því augljóst að Péturseyin var happafleyta og merkur fulltrúi er hún fyrir brimsandalag, sem svo var nefnt, og tíðkaðist bæði í Rangárvalla- og Skaftafells- sýslum. Skipið er beint á súð, tiltölulega breitt og hefur verið grunnskreitt. Ég sá að annar merkur gripur þessarar aldar er kom- inn í safnið, nefnilega Willies-jeppi frá því skömmu eftir stríðið, samgöngutæki sem þá markaði tímamót í sveitum. En hér verður ekki dvalið við einstaka hluti í Byggðasafn- inu á Skógum, heldur hugað að húsunum sem Þórður hefur safnað á staðinn. Safnbær með uppruna í Mýrdal, Landeyjum og Holtum Frá aðalsafninu liggur leiðin í átt að hlíð- inni. Þar verður fyrst á vegi gestsins safn- bærinn, sem Þórður nefnir svo; einstaklega fallegur þriggja bursta torfbær og tengist íjórða húsinu austanvið, krossbyggðu fjósi frá Húsum í Holtum. Þar er drangsteinn yfir dyrum svo sem algengt var. Safnbær er eins og nafnið bendir til ekki neinn tiltekinn bær, heldur hefur Þórður að hætti góðra safnamanna fengið eitt hér og annað þar. Vestast í þessari röð er svartbik- uð burst með þrem hvítmáluðum gluggum. Það er upprunalega gestastofa frá Norður- Götum í Mýrdal frá 1896. í miðju er bað- stofa frá Arnarhóli í Landeyjum; einnig hún er frá því fyrir aldamótin, eða frá 1895. Þarna er einn hvítmálaður gluggi á svai-tbik- uðu þili, sem ekki er látið ná alla leið niður, heldur er vegghleðsla þar sem nær upp að glugganum. Þesskonar veggur var nefndur gluggadekk. Vert er að veita athygli og sést vonandi á mynd, að út úr hleðslunni á gluggadekkinu vex blóðrót, en þar þótti gott að hafa þessa jurt; hún verndaði hús gegn eldi. Þriðja húsið í þessari röð er skemma með amboðum og öðru sem þar átti heima. Framan við þennan þekkilega og ef til vill dálítið rómantíska bæ er brunnvinda. Einnig hún tengist árinu 1896 og er hún frá Hvoli í Mýrdal. Þessi safnbær hefur yfir sér þá ró- semi sem fylgir vallgrónum húsum. Þar er eins og tíminn standi í stað, enda gerði hann það nánast í því samfélagi sem varð að not- ast við torf, hleðslugrjót og viði af takmar- kaðri stærð til húsbygginga. Bæjarhús frá Skál og skemma frá Gröf Ofar í túninu standa þrjú hús saman; þar má segja að sé næsti kapítuli í byggingar- sögu sveitabæja á Suðurlandi. Burstirnar, háreistar og með ljósmálaðri járnklæðningu, benda til þess að hér séu 20. aldar hús, enda er það svo. Austanmegin, þ.e. til hægri á myndinni, eru bæjarhúsin frá Skál, sem er vestasti bær á Síðu. Þarna er merkilegt fyi'- irbæri; fjósbaðstofa með frambæ og í honum er stofa og eldhús. Bærinn var byggður 1919-20 og búið var í honum til 1970. Hann var búinn að standa auður í allmörg ár þegar hann var fluttur í safnið á Skógum 1987 og endurbyggður þar árin á eftir. Við hlið Skálarbæjarins stendur hús með svartbikaðri burst og hvítmáluðum gluggum. Þetta hús var upphaflega skemma í Gröf í Skaftártungu, byggð þar um 1840, og er óvenjuleg skemma að þeirrar tíðar hætti, því framhlutinn er þiljaður og á loftinu er skars- úð; allt rekaviður, breið, heimaunnin borð. í Gröf gegndi hún að nokkru leyti hlutverki gestastofu, því Þorlákur bóndi Jónsson í Gröf, sem úti varð á Mælifellssandi 1868, bauð þarna inn til veitinga sínum beztu gest- um. Þar veitti hann brennivín og niðursneitt hangikjöt. Skemman gegnir sínu gamla hlutverki í safninu sem geymsluhús. Þar eru kistur og kornbyrða, söðlar og reipi. Ekki er timburg- ólf í skemmunni, heldur fasttroðið moldar- gólf eins og tíðkaðist. Sýslumannshúsið frá Holti á Síðu. Bæjarhúsin frá Skál á Síðu og lengst til vinstri: skemma frá Gröf í Skaftártungu, Aðalbygging Byggðasafnssins. Eldri ogyngri hlutar hússins eru samtengdir með glerhúsi. Ferðamenn og menningararfurinn: Hópur erlendra ferðamanna nýtur veðurblíðunnar á túninu framan við safnbæ Byggðasafnsins í Skógum. Sýslumannshúsið frá Holti Efst í brekkunni stendur reisulegt hús með allt öðru svipmóti en torfbærinn og Skálarbærinn. Það er með svartbikaða veggi, hvítmálaða glugga, rauðmálað þak með kvisti, en við gaflana eru meira en mannhæðar háir, hlaðnir veggir, sem setja sérstakan svip á húsið. Þetta er sýslumannshúsið frá Holti á Síðu. Arni Gíslason sýslumaður þar og síðar í Krýsuvík byggði húsið 1878. Hann sat á Kirkjubæjarklaustri, en átti Holt og rak bú- skap þar. Húsið byggði hann allt úr rekaviði; þetta er svokallað þverhús, segir Þórður Tómasson, byggt í hlaðinni tóft og var fyrsta timburhús í Vestur-Skaftafellssýslu. Allar þiljur voru heimaunnar úr rekaviði af Meðal- landsfjöru þar sem Holt átti reka. Húsið er aðeins 40 fermetrar, en sýnist af einhverjum ástæðum mun stærra. Þó ekki væri það stærra gat 18 manna fjölskylda samt búið í því; þar voru níu rúm og hafa verið tveir um hvert rúm. Uppi í risinu er skarsúðar baðstofa og svefnherbergi hjóna. Niðri er eldhús, borðstofa og gestastofa. Að líkindum hefur verið mun kaldara að vetrar- lagi í þessu húsi en torfbæjunum; einangrun- in grámosi úr Eldhrauninu, svo og hey. Eina upphitunin var frá eldavél sem kom þó ekki nærri strax. Fram yfir aldamót var notast við útieldhús. Athyglisvert er að upphaflega var þakið hellulagt með blágrýtishellum, en nálægt aldamótunum var sett járnþak á hús- ið. Bezta hellutak á Síðu var þá í Hellutanga á Núpum í Fljótshverfi; þar fengust stórar, þunnar hellur og voru hellur af Hellutanga á fjölda mörgum húsum undir Eyjafjöllum og allt austur í Hornafjörð. I sýslumannshúsinu á Holti var búið til 1974, en fimm árum síðar, þegar húsið var 101 árs, tók Þórður Tómasson það ofan og árið eftir var það endurbyggt á Skógum. Frá fyrstu gerð hefur húsið tekið nokkr- um breytingum. Björn hreppstjóri Runólfs- son breytti framhlið þess og fjölgaði glugg- um. Hann var faðir Siggeirs sem lengi bjó í Holti og var líka hreppstjóri. Þegar húsið var rifið var í því panelklæðning frá 1910, en gamla klæðningin hafði þá verið tekin niður. Við endurbyggingu hússins á Skógum var panelklæðningin frá 1910 ekki notuð, en gestastofan færð í upprunalegt form með þiljum úr gestastofu á Seljalandi í Fljóts- hverfi frá 1900. Þessar þiljur eru unnar úr möstrum á franska spítalaskipinu St.Pauli sem strandaði 1899 við Kúðafljótsósa. í Holti var kjallari undir húsinu, hlaðinn úr grjóti, en á Skógum er hann steyptur. Timbur- Oklæðningin sem nú er á framhlið hússins er af Kálfholtskirkju frá 1879; breið, tjörguð borð og listað. I eldhúsinu er heimilistæki sem vekur at- hygli nútíma fólks. Það er moðsuðukassi. Hann var þannig notaður, að þegar suðan kom upp í grautarpotti, var potturinn tekinn al’ eldavélinni og settur í moðsuðukassann. Þá mallaði grauturinn áfram og þetta var gert til þess að spara eldivið. Eldavélin sem nú er í Holtshúsinu er frá 1910, fengin frá [ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.