Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Síða 12
Safnkirkjan, sem byggð var eftir teikningum Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Allt innan í henni er úr gömlum kirkjum en ytra er hún nýsmíði. Safnkirkjan að innan. Hún er í hinum forna kirkjustíl með kórgrindum og kórdyrum, en merkasti gripurinn er altaristaflan. í nýju álmunni í Byggðasafninu á Skógum er stolt safnsins: Áraskipið Pétursey sem smíðað var með brimsandalagi 1855. Safnbærinn: Dyrnar á fjósinu frá Húsum í Holtum. Yfir dyrum er drangsteinn. Gestastofan í sýslumannshúsinu frá Holti með þiljum úr möstrum spítalaskipsins St.Pauli. Teigi í Fljótshlíð. í borðstofunni er stofuborð séra Skúla Skúlasonar í Odda, en stofuborðið í gestastofunni er frá Skarðshlíð undir Eyja- fjöllum, smíðað úr mahogny af Skógafjöru. Það gerði Hjörleifur Jónsson, snikkari í Skarðshlíð. Sófinn í gestastofunni er hinsveg- ar úr búi Halldórs Þorsteinssonar á Berg- þórshvoli; einnig hann er gömul Landeyja- smíði, úr rekaviði. Safnkirkja í hinum forna kirkjustí! Lítið eitt austar í túninu og neðan við Holtshúsið er lítil og látlaus kirkja; engu síð- ur er þar kannski skrautfjöður safnsins, eftir- minnilega fallegt hús og garðurínn umhverfis hlaðinn af snilld. Þetta er safnkirkja; allt í henni er úr gömlum kirkjum, en ytra er hún nýsmíði, byggð eftir teikningum Hjörleifs Stefánssonar arkitekts. Þær innréttingar sem til voru réðu forminu, en kirkjan er af sömu stærð og síðasta kirkjan í Skógum sem rifin var 1890. Safnkirkjan í Skógum er byggð í hinum forna kirkjustíl; hún er dæmigerð fyrir alda- langa hefð sveitakirkna á Islandi, með kórgr- indum og kórdyrum. Kórgrindurnar eru smíðaðar eftir fyrinnynd úr síðustu toríkir- kjunni á Kálfafelli í Fljótshverfi, en gotneski boginn í kórdyrunum er úr Stóra-Dalskirkju undir Eyjafjöllum. Utsagað skraut í kórdyr- um og ofan á kórbita á sér fyrirmyndir úr Eyvindarhólakirkju undir Eyjafjöllum, sem rifin var 1963; að nokkru leyti er það upp- runalegt. Himinn yfir predikunarstóli er einnig þaðan. Skrautmálning er verk Guð- laugs Þórðarsonar, málarameistara, en hann er einn af fáum sem kann þetta gamla hand- verk. Liti sótti hann í umgjörð altaristöflu kirkjunnar. Kirkjubekkir eru úr Kálfholtskirkju frá 1879 og kirkjuþiljur sömuleiðis. Gluggar eru úr Grafarkirkju í Skaftártungu frá 1898, en grátur úr Stóra-Dalskirkju frá 1895. Altarið er úr Sigluvíkurkirkju í Landeyjum frá miðri 19. öld og predikunarstóll úr Hábæjarkh-kju í Þykkvabæ, áður í Háfskirkju í Holtum. Höfuðgersemi kirkjunnar er altaristaflan, fengin til Holtskirkju undir Eyjafjöllum af séra Sigurði Jónssyni 1768; dönsk vængja- brík, vel varðveitt. Hún var í Holti til 1888, en síðar í Asólfsskálakirkju. Arkitekt sá sem teiknaði nýja Ásólfsskálakirkju, þá sem vígð var 1954, tók ekkert mið af gömlu altaris- töflunni og var henni komið fyrir uppi í turni sem hverju öðru geymslufé. Tveir forkunnar góðii' ljósahjálmar eru í kirkjunni: Ljósahjálmur Steinakirkju undir Eyjafjöllum í kór, en í framkirkju er hang: andi hjálmur Skógakirkju frá um 1600. í klukknaporti hanga tvær klukkur; önnur frá Ásum í Skaftártungu, talin frá 1742, hin frá um 1600 úr Höfðabrekkukirkju í Mýrdal. Henni var bjargað undan Kötlugosi 1660. Eldhúsið í sýslumannshúsinu frá Holti. Lengst til hægri er moðsuðukassi. Sjá nánar í grein. Fjósbaðstofan frá Skál. Breiðar þiljur í súð eru unnar úr rekaviði af Skálarfjöru. Rúmin eru frá Ár- bæjarhelli í Holtum og í fullu samræmi við það sem tíðkaðist í byrjun 20. aldar. Gestastofan í Skálarbænum. Stofuborðið er úr þýzkum togara sem strandaði á Skógafjöru 1910. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.