Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 14
BÖRNUM LÍÐUR HVERGI BETUR EN í KIRKJU Morgunblaðið/ Sverrir Sigurbjörn Einarsson, Magnea kona hans, Karl sonur þeirra og Kristinn Öm Sigurðsson, dóttursonur Karis. Myndin ertekin í Langholtskirkju í Meðallandi Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands 1959 til 1981, var staddur á æskuslóðum sínum í Meðallandi íVestur- Skaftafellssýslu á presta- stefnu í sumar er leið. KRISTÍN SIGURÐAR- DÓTTIR hitti Sigurbjörn þar að máli og hlýddi auk þess á ræðu sem hann hélt í Langholts- kirkju í Meðallandi en þar vék hann meðal annars að bernsku sinni. FRAM kemur í bókinni „Sigur- bjöm biskup: Ævi og starf1, eftir Sigurð A. Magnússon, að GísLrúnu Sigurbergsdóttur, móður Sigurbjöms, hafi árið 1913 verið veitt Camegie-verð- launin því hún þótti hafa sýnt hugrekki og snarræði þegar hún forðaði þriggja vikna gömlu bami sínu, Sigurfinni, yngri bróður Sigurbjöms, úr brennandi húsi. Þegar verðlaunin vom veitt var Gíslrún látin af brunasárunum sem hún hlaut við björgunina. Atburðinum er lýst í bókinni: Það var á annan dag jóla 1912 að Gíslrún, húsfreyjan að Efri-Steinsmýri í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu, var önnum kafin við að und- irbúa skím yngri sonar síns sem verða átti daginn eftir. Hún var með pott á eldavélinni með feiti f því hún hugðist steikja kleinur. Einar Sigurfinnsson, maður hennar, hafði verið við gegningar en var nýkominn inn gegnblautur eftir rigninguna. Sigurbjöm er fyrst spurður út í þennan hörmulega atburð frá frumbemsku sinni, hvar hann hafi verið staddur, þegar kviknaði í og hvaða áhrif þessi atburður hafi haft á líf þeirra feðga: „Eg var inni í bænum. Pabbi greip mig. Hann var nýkominn inn. Hann hafði verið við gegningar og var gegnblautur þvi að það var hrakviðri úti, svo að hann sakaði ekki. Og hann bjargaði mér en mamma tók yngri bróður minn. Hennar föt loguðu þannig að hún skaðbrenndist. Branasárin leiddu til dauða hennar eftir viku legu og mikil harm- kvæli. Þetta var um kvöld. Móðir mín vék sér eitthvað frá h'tilli olíuvél og það sauð upp úr feiti og baðstofan stóð í björtu báli. Eg á náttúralega ekki minningu um móður mína sem dó þegar ég var hálfs annars árs, það er fyrir mitt minni. Þá hætti faðir minn að búa og fór í húsmennsku til móður sinnar og yngri bróðir minn með honum. Ég fór til móðurforeldra minna að Háu-Kotey. Ég átti ágæta bernsku þar hjá þeim í góðu skjóli. En náttúralega vissi ég af þessu þegar ég fór að vitkast og saknaði móður minnar eins og aðr- ir gera sem missa móður sína, en amma mín gekk mér í móðurstað. Hér var mannlífið með þeim blæ sem þá var algengur, þetta var kannski hart líf hér miðað við það sem annars staðar var. Frekar svona í erfiðara lagi, það gerði einangranin, það var langt til allra aðdrátta. Hér var aldrei farið í kaupst- að án þess að brjótast yfir stórvötn og ófær- ur. Að svamla með lest yfir Kúðafljót áleiðis til Víkur gat tekið klukkutíma." í ræðu sinni í Langholtskirkju á prestast- efnunni minntist Sigurbjöm á fráfall móður sinnar og bréf sem foður hans barst sem varð honum mikil huggun. „Hér var ung móðir lögð til hinstu hvíldar á köldum vetr- ardegi. Maður hennar orti eina andvökunótt þegar hún var liðin: „Þó lögð í mold sé liljan mín, lifir Drottins kraftur, mig heyra lætur heitorð sín: Hana sérðu aftur.“ Þessi maður fékk bréf frá manni sem hann að vísu kannaðist við en hafði aldrei hitt. Konan unga hafði dáið með slysalegum at- vikum, svo það kom f blöðum. Maðurinn sem bjó fyrir sunnan og kona hans skrifuðu síðar þessum óþekkta unga bónda samúðar- og huggunar- og kærleiksbréf. Þau hjón hétu Guðrún Lárasdóttir og Sigurbjöm Astvaldur Gíslason.“ Ævintýri í fjorunum i Meðallandi Eitt af þeim ævintýram sem Sigurbjöm upplifði sem bam var að fara um borð í tvö erlend skip sem strönduðu í fjöranum í Með- allandi. „Þegar ég var níu ára gamall strandaði skip. Frændi minn var við annan mann að fara á fjöra. Það hafði verið hafátt og storm- ur. Þá var þar strandað stórt þýskt skip frá Hamborg með fjóram möstram og öll áhöfn- in stóð í fjöranni. Það var yfirleitt þannig að áhöfnin bjargaðist því ströndin er bara sand- ur og gijótlaus. Þess vegna brotnuðu skipin ekki. Þau strönduðu helst á flóði og ef skips- höfnin beið átekta, sem hún hafði nú ekki alltaf vit á, enda ekki von, þá stóð skipið á þurru þegar féll út og áhöfnin komst í land. Þannig var með þetta skip, í áhöfn vora þrettán menn, skipið var hlaðið salti og var á leið til Reykjavíkur. Tveimur dögum síðar strandaði danskt skip á næstu fjöra fyrir austan, það var aðeins stuttur spölur á milli. Skipið var hlaðið timbri. Það hét Elísabet. Þú getur hugsað þér þvílíkt ævintýri. Ég fékk að fara að sjá ströndin, fara um borð og sjá öll herlegheitin." Var hægt að koma þeim aftur á flot eftir þetta? „Elísabet komst á flot. Það var unnið við það vorið eftir, árið 1921. Björgunarskip lá þar fyrir utan og vinnuflokkur gróf skipið upp, en það hafði borist hátt upp í sand í briminu. Það náðist út. Það var grafið upp úr sandinum og síðan lyft upp og rennt á hlunn- um til sjávar. Þetta var ævintýravor ’21. Mikið góðviðri. Hiti. Þá gekk að vísu in- flúensa og allir lögðust heima nema ég. Ég slapp því að ég var tiltölulega ónæmur á far- sóttir þegar ég var strákur." Sá bíl í fyrsta sinn Annað ævintýri úr bemsku Sigurbjarnar var þegar hann sá bíl í fyrsta skipti fimmtán ára gamall. Hann var þá á leið suður til Reykjavíkur í menntaskóla. „Árið eftir að ég fermdist fór ég alfarinn úr Meðallandi og suður til Reykjavíkur. Þá átti ég að fara í Menntaskólann. Tók inn- tökupróf. Fór því ríðandi suður héðan. Ég var á Klaustri, á þvi frábæra heimili, einn vetur og lærði hjá Helga Lárassyni, svo lærði ég líka hjá séra Bimi Bjömssyni í Ás- um í Skaftártungu, prestinum sem fermdi mig og var heimilisvinur. Hann var líka ág- ætur maður. Hann fór með mig suður gagn- gert til þess að láta mig taka inntökupróf í Menntaskólann í Reykjavík. Það tók þrjá daga að ríða út í Hvolhrepp. Við fengum svo bíl á Ægissíðu. Þá sá ég bíl fyrst á ævinni, komst í bílinn og fór með honum til Reykja- víkur. Við vorum upp úr hádegi þama á Æg- issíðu og voram komin til Reykjavíkur undir kvöld. Þetta var hálfkassabíll, skýli fyrir far- þegana fremst og pallur fyrir aftan fyrir far- angur og varning. Eins og gerðist þá og tíðk- aðist lengi.“ Varstu bdhræddur? „Nei, nei. Þetta var eitt ævintýri allt sam- an. Það var afar gaman. Það var svo þröngt í bílnum að það var setið undir mér alla leið til Reykjavíkur. Sem betur fór var ég ekki mjög þungur og hann var víst ómeiddur af þessu maðurinn sem tók þetta að sér.“ Mesta tilhlökkunarefnift að fara til kirkju Langholtskirkja í Meðallandi er Sigurbimi sérstaklega kær. í ræðunni sem hann hélt þar útskýrði hann hvers vegna: „Sú var tíð að það var mesta tilhlökkunar- efni mitt að fara til kirkju hingað að Lang- holti. Hér lifði ég mestu hátíðir bernsku minnar og alla mína ævi hef ég búið að þeim hátíðum sem ég lifði í þessu húsi. Ég man fyrst eftir mér á hnénu á afa mínum, héma fyrir aftan prédikunarstólinn, og síðan við hliðina á föður mínum sem var meðhjálpari hér og hafði sitt fasta sæti. Sfðan veit ég það sem ég hef reynt að segja fólki: Það á að fara með böm í kirkju. Þeim líður hvergi betur. Þar eiga þau heima. Þar lifa þau meiri ævintýri en við vöram okkur á eða skiljum. Þau era nær Guði en við áttum okkur á og nær Guði en við sjálf. Þess vegna skulum við hafa þau með okkur í kirkju.“ Trúarlíf Sigurbjarnar var strax í bemsku mjög ríkt og í ræðunni segist hann hafa, - og þá tali hann fyrir hönd allra bama sem ísl- and hefur alið síðastliðin þúsund ár, reynt það sem bam að skynja og lifa hátíðina, helgina, heilagleikann, himininn, Guð í nánd sinni. Hann segir og í ræðunni frá fyrstu trúarapplifun sinni: „Ég átti annan helgidóm í bemsku minni, hann átti ég á undan þess- um (þ.e. í kirkjunni í Meðallandi), hann opn- aðist fyrr og varð mér anddyri að þessum helgidómi og inn í helgidóm kristinnar kirkju. Það var á baðstofupalli hér litlu sunn- ar í sveitinni, sem ég fann himininn opnast fyrst. Það var hinn almenni prestsdómur, sem mótaði mig í upphafi, guðrækni ömmu og afa og pabba, bænalífið, reglubundin helg iðkun, sem minnti á, að Guð er í nánd, hvað sem annars er að gerast." Undur á bak við þokuna Sigurbimi er hlýtt til átthaganna. í áður- nefndri ræðu á prestastefnu komst hann svo að orði: „Það er svolítið dimmt yfir núna hér í Meðallandi. Þið sjáið ekki þá töfra sem hér eru sýnilegir. Þeir eru huldir á bak við þoku- vegg, þykkan og mikinn. Þið sjáið ekki Mýr- dalsjökul sem gnæfir við Ioft í vestri, ekki Oræfajökul sem gnæfir við loft í austri og ekki Vatnajökul sem gægist fram milli Síðu- fjallanna. En þið verðið að trúa því að þessi undur era hér á bak við þokuna." Náttúruöflin léku stórt hlutverk í lífi Með- allendinga og segir Sigurbjöm í ræðu sinni að sveitimar undir jöklunum hafi sætt meiri áfollum en aðrar byggðir landsins. „Meðal- land hefur átt sínum örlögum að mæta, eins og allar mannabyggðir og ból um víða veröld. Sveitimar hér undir jöklunum hafa sætt meiri áföllum en aðrar byggðir landsins og þó aldrei eins miklum og í Eldinum (þ.e. Skaftáreldum).“ Stór hluti af besta landi 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.