Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Qupperneq 15
sveitarinnar varð undir hrauninu.
Skaftáreldar, eitt mesta eldgos sögunnar,
hófust með gosi í Lakagígum í júní 1783.
„Gosið byrjaði með jarðskjálftum og hélt
áfram viðstöðulítið fram í febrúar 1784. Gos-
flóðið greindist í þrjár kvíslar er það kom
niður á láglendið: Ein rann austur með Síðu
og stefndi eftir farvegi Skaftár í áttina að
Kirkjubæjarklaustri... Önnur kvísl rann
vestur með Skaftártungu og hin þriðja suður
í Meðalland. Hrauneðjan barst yfir 580 fer-
kílómetra svæði, lagði 18 jarðir og eina hjá-
leigu í auðn og á 13 bæjum fór hraunið yfir
bæjarhúsin.“ I kjölfar Skaftáreldanna komu
Móðuharðindin. ,áVska og eiturefni bárust um
allt land og skildu eftir sig sviðna jörð, gras
visnaði og heyfengur brást. Skepnur hrundu
niður bæði vegna heyskorts og flúoreitrunar
af völdum öskufalls. Vorið 1785 hafði naut-
gripum fækkað um 40%, hrossum um 48% og
sauðfé um 75%.“ Á árunum 1783-1786 fækk-
aði Islendingum um fimmtung. (Heimild: Is-
lenskur Söguatlas, 1. bindi, útg. Iðunn).
Sigurbjöm segir frá því hvemig kirkjust-
aðurinn að Hólmaseli fór undir hraun í
Skaftáreldum. „Þann dag sem Eldurinn
gleypti Hólmasel var presturinn á Mýmm í
Álftaveri staddur hér. Hann braust hingað að
Langholti til þess að hjálpa prestinum og
öðmm. Hann skrifaði: „Eldkastið kom svo
hart og ákaft, að enginn sá fyrir að nokkum
bæ mundi það frían láta allt fram í reginhaf.“
Þessi ógn ... olli mannfelli og hörmungum um
allt Island. En hér var á tímabili ekki annað
að sjá en að Surtarloginn ætlaði að hremma
og afmá allt líf. Hann lukti um byggðina að
norðan, austan og vestan. Það var tangar-
sókn og engin undankomuleið, framundan
hafnlaus brimströnd. Þá var dýrt að vera Is-
lendingur. Það hefur kostað mikið að við
fengum að verða til og emm til, miklar fóm-
ir, mikla þrautseigju, mikla trú.“
Minnisstæðast hvað fólki
var æðrulaust
Fleiri eldgos herjuðu á Meðallendinga þó
svo að afleiðingar þeirra væm ekki jafn
slæmar og í Móðuharðindunum. Katla lét
reglulega vita af sér, einnig í októbermánuði
árið 1918.
„Ég man náttúmlega Kötlu-gosið 1918 vel.
Það var mikill atburður. Minnisstæðast er nú
kannski það hvað fólkið var æðmlaust. Það
beið bara þess sem verða vildi. Það gat í
sjálfu sér orðið miklu verra en varð. Bærinn
varð umflotinn af vatni sem hækkaði og
hækkaði og enginn vissi til fúlls hve hátt það
gat orðið. Og þreifandi myrkur og sást ekki
út úr augum. Énginn fór að hátta fyrr en fór
að sjatna vatnið, það var fylgst með því, mælt
reglulega. Það var komið upp í kálgarð hjá
okkur, alveg heim að dymm. Fólk af þremur
bæjum hafði flúið til okkar. Því að okkar
bær, Háa-Kotey, stóð ívið hærra en aðrir
þarna á flatlendinu.“
Hélt það væri kominn dómsdagur
I ræðu sinni í Langholtskirkju sagði Sigur-
bjöm kirkjugestum sögu af einum sýslunga
sinna og lýsir hún vel afstöðu fólksins til
náttúmaflanna og kristninnar:
„Daginn sem Katla gaus haustið 1918 var
fagurt veður. Kona ein bjó með systur sinni á
litlu býli, hún ákvað að fara á fjöm í góða
veðrinu. Hún fann tóma tunnu rekna og þótti
góður fengur. Hún var gangandi og berfætt
og ekki um annað að ræða en að velta tunn-
unni á undan sér. En þegar hún var að leggja
af stað syrti í lofti og svo dundu ósköpin yfir,
gerði almyrkva, svo ekki sáust handaskil,
með þmmum og eldingum og ofboðslegum
vatnagný. En konan paufaðist áfram og náði
heim seint og síðar meir, með tunnuna. Hún
var spurð hvort hún hefði ekki verið hrædd.
„Neihei," sagði hún, „ég var ekkert hrædd,
ég hélt það væri kominn dómsdagur og hugs-
aði bara um að koma tunnunni heim, hrædd
var ég ekki en hefði ég vitað, að það var ófét-
ið hún Katla, þá hefði ég orðið hrædd.“
Það var hlegið mikið að þessu tilsvari. Það
gerði ég líka. En á sínum tíma rann það upp
fyrir mér, að þetta var merkilegt svar. Það
var full ástæða til að verða hræddur ef Katla
var að koma, hún myndi spilla landi, granda
búfé, ógna lífsafkomu og gera ævibaslið erfið-
ara. En dómsdagur - þá var sjálfum Guði að
mæta, augliti til auglitis, umbúðalaust, þá var
við engan að eiga nema hann og þetta ein-
falda Guðs barn var að segja það, að hún
væri ekki hrædd við að mæta Guði sínum
augliti til auglistis á dómsdegi... Hún vildi til
hinsta andvarps vera trú því hverfula, jarð-
neska lífi, sem Guð hafði gefið henni... hún
ætlaði að bjarga tunnunni heim.“
„En þrátt fyrir áföll hefúr mannlíf dafnað
hér í Meðallandi, notið sæmilegra griða löng-
um og ýmissa gæða. Sveitin var fjölmenn, um
400 voru í sókninni þegar þessi kirkja var
reist.“
Sigurbjörn sagði mér einnig frá gæðum
Meðallands og hversu rekasælar fjörurnar í
Meðallandi hefðu verið. „Þar rak skíði í eld-
inn og húsavið stundum, þar rak fisk iðulega
á útmánuðum, stundum hval.“
Kirkjan er listasmíð
í ræðu sinni í Langholtskh-kju rakti Sigur-
björn sögu kirkjunnar og smíði hennai’.
Langholtskirkja sem nú stendur er önnur
kirkjan á Langholti en hin fyrri var reist
1786. En kirkja sveitarinnar var lengstum á
landnámsjörðinni Skarði. Sá staður er norðar
en Langholt. Um aldamótin 1700 var sú jörð
komin í sand, eydd af sandfoki og kirkjan
stóð ein eftir á svörtum sandi. Um miðja 18.
öld var kirkjan flutt að Hólmaseli, nokkru
norðar, og varð sá bær að prestssetri. „Þar
var nýleg kirkja, vegleg og vönduð smíð árið
1783 þegar hraunglóðin valt yfir hana og
eyddi stórum hluta af besta landi þessarar
sveitar. ... Eftir að Hólmasel fór undir hraun
sátu prestar hér á ýmsum klausturjörðum,
en loks var Langholt gert að föstu prests-
setri.“ Sigurbjörn bætir við að þá hafi verið
skammt í að prestakallið yrði lagt niður.
„Þessi kirkja er listasmíð eins og þið sjáið.
Og ég man einn þeirra manna sem unnu við
smíði hennar. Sá hét Sigurður, og var
tengdafaðir Lárusar í Klaustri, þess kunna
manns. Ég kynntist honum háöldruðum á
Klaustri. Hann hafði stálminni og var skýr í
hugsun þá enn. Hann lýsti smíði hennar svo
fyrir mér: Hér stóðu þeir dag eftir dag, viku
eftir viku, mánuð eftir mánuð og söguðu við.
Þessi kirkja er öll úr rekavið, hver einasta
spýta, tekin af fjörunum hér. Það eru reka-
sælar fjörur hér í Meðallandi, ekki síst
Skarðsfjara sem kirkjan á. Það vildi svo til
þegar kirkjan var í undirbúningi þá kom mik-
ill timburreki, óvenju mikið af húsaviðil AI-
múginn hér var í engum vafa að það var
blessað almættið sem réð þessu. En það var
mikið verk að flytja viðinn hingað sunnan af
fjöru og vinna hann hér, fletta með hand-
sögum, bæði máttarviði alla og fjalir í þiljur
og hefla síðan. En þetta var gert. Þetta hús
var fagurt þegar það reis, fagurt þegar ég
var ungur og fagurt er það enn.“
Langholtskirkja í Meðallandi skipar sér-
stakan sess í huga Sigurbjöms:
„Þessi kirkja hefur töluverða sérstöðu í
mínum huga eins og nærri má geta, þetta er
fyrsta kirkjan sem ég man eftir og sú sem ég
átti margar dýrmætar stundir í sem barn.
Það var ekkert sparað að hafa mig með í
kirkju þegar fólkið fór til messu. Eg sat á
hnakknefi fyrir framan afa minn, mig rámar í
það, hingað til kirkju, við fórum ekki annað
af bæ ríðandi. Svo sat ég í fangi haris hér
þangað til ég varð stálpaðri. Pabbi minn var
meðhjálpari. Það var messað þriðja hvem
sunnudag, eða átti að minnsta kosti að gera
það. Það var búið að steypa saman þremur
prestaköllum þegar ég fór að muna eftir mér.
Þá var presturinn fluttur irá Langholti og
presturinn á Mýram þjónaði, hann var sá
prestur sem skírði mig. Það var Bjami Ein-
arsson. Hann fór frá Mýram 1916. Þá var
þessum þremur sóknum steypt saman í eitt.
Þá bar hverri kirkju þriðji hver sunnudagur.
Það gat borið út af því stundum ef forföll
vora, ófærð og annað. Það var langt að fara
fyrir prestinn, allar ár óbrúaðar.
Kirkjan var vel sótt, en hún tekur ríflega
tvö hundrað manns. Hún hefur tekið um
helming sóknarbama þegar hún var reist
1863. Þá var mjög þéttbýlt í sveitinni. En síð-
an hafa margir bæir farið í eyði. Það var svo
mikið sandfok hér á síðari hluta síðustu al-
dar. Þá fór allur suðausturhluti sveitarinnar í
sand.
Ég talaði í Lanholtskirkju á eitt hundrað
ára afmæli hennar 1963 og svo vísiteraði ég,
að mig minnir 1970, ásamt öðram sóknum í
sýslunni. Svo messaði ég þegar liðin vora 200
ár síðan fyrsta kirkja var reist í Langholti,
1786. Þá var hátíð í tilefni af því.
Ég kom hér 1991. Ég hélt upp á áttræðis-
afmælið mitt með því að koma með fólkið
mitt hingað austur. Þá voram við öll í
kirkjunni, fjölskyldan fyllti kirkuna þá.“
Seinna var ég hér á enn fjölmennara ættar-
móti.
Fæ að horfa gömlum óvitaaugum
aftur og fram i sama geisla
Lokaorð Sigurbjöms úr ræðu hans í Lang-
holtskirkju, verða niðurlag þessa viðtals:
„Ungur fékk ég að horfa fram, horfa ung-
um óvitaaugum inn í óræða framtíð í geislan-
um frá altari Krists. Og nú fæ ég að horfa
gömlum óvitaaugum bæði aftur og fram í
sama geisla og í himininn upp gegnum Jesú
helgast hjarta. Og það veit ég og staðhæfi
hér fyrir augliti hans, að það er ekkert mikil-
vægt í lífinu, ekkert algerlega nauðsynlegt,
nema þetta, þessi náð. Og það er engin köll-
un, ekkert hlutskipti meira til en að hjálpa
öðram til að sjá lífið og dauðann og eilífðina í
ljósinu frá altari hans. Maður þarf ekki að
vera lærður og vígður kennimaður til þess að
gera það, en án þess er maður ekki prestur.“
Höfundurinn er blaðamaður ó Morgunblaðinu.
PÉTUR SIGURGEIRSSON
2000 ÁR EFTIR KRISTS BURÐ
Tvö þúsund árin þjóta hjá
og þau sitt upphaflofa:
Sjá: Jesús, fæddurjörðu á
íjötu - fjárhúskofa.
Hvert árfram kallar orðin hans
með andann, kraftinn, viljann
að bera syndir sérhvers manns
slíkan kærleik á hann.
Hann eftir dauðann upprisinn
með oss er daga’ ognætur,
og kristindóminn kennir sinn,
er krjúpum við hans fætur.
Um hjálparráð hann ræðir sín,
erreyna skaltu feginn,
hans hugarfar sé hugsun þín,
þú hefurfundið veginn.
Heimurinn afhörku berst,
hefnd er grimm hjá þjóðum.
Heiftræknum erhatrið verst
er hafna siðum góðum.
Nú styrjöld eigi stöðva má
sem stöðva’ á hefndir meiri,
samt staðreyndina störum á
styrjaldirnar fleiri.
Með elsku Krists grær illsku sár,
og ást til lífsins vekur.
Þá stöðvast myndi stríðsins fár,
ef stefnu Krists hver tekur:
Það allt sem viljum öðrum frá,
þeim einnig skulum gera.
Sú ein er leiðin fær að fá
friðinn til að vera.
Tvö þúsund árin þjóta hjá,
á það oss vilja benda,
er þriðja byrjar þúsund á
að þreyta skeið á enda.
Að þegnar voru í þúsund ár
þjóð hins kristna siðar.
Gilda hinargóðu spár
í Guði áfram miðar.
Höfundurinn er biskup.
EIÍAS AAAR
KYRRAVIKA í SALZBURG
Á pálmasunnudag signdi ég mig frammifyrir
reykmettuðu ogrykihlöðnu líkneski Maríu Plain
í kirkju heilags Blasíusar þar sem áður var
fátækraspítali á háalofti en allt ernú
týnt og túristum gefið ef þeir þá nenna að líta inn
ogforvitnast um þetta skúmaskot
evrópskrar hámenningar.
María McLain
stóð við hlið mér og signdi sig ekki
rammkaþólsk manneskjan en var óþolin
að komast sem fyrst burt frá nöfnu sinni
ogstíma undirfullum seglum út á sölutorgin.
Wolfgang
Amadeus leit fyrst dagsins ljós uppi undh’ háalofti
hér við eitt þessara torga ogstaðurinn
er ekki samur síðan. Allt er hér svo yfirmáta hljótt.
Þó ómar Messa íF-dúr K192 jafnan íþögninni.
Lygn hnígur
áin milli kastalakrýndra hæða.
Næst þegar ég kem hingað
ætla égað festa kaup á einum kastalanum
til að fá útsýn yfír bæinn og til að bjóða gestum í
teiti frá öllum hornum heims. Þá verður gaman,
og ég læt orgelkonsert Jóns Leifs
þrymja útmilli fjallanna.
Ljóðið er fró 1989 og er í nýrri Ijóðabók Elíasar Marar sem heitir Mararbórur.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 18. DESEMBER 1999 1 5