Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 17
„STERKIR HEIMI STORKA,
STÍGA EINIR SPORIN"
AF SÓLONI í SLÚNKARÍKI
EFTIR GUÐFINNU M. HREIÐARSDÓTTUR
Sólon vakti athygli hvar sem hann fór og þótt mörgum
stæði stuggur af manninum og þætti har ín ógurlegur,
(dó sáu þeir, sem áttu | þess kost að kynnast honum,
góðmennskuna s kína úr andlitinu end( a var Sólon
góðlyndur og hversdagslega Ijúfur þótt hann bland-
aði lítið geði við annað fólk. Þórbergur Þórðarson
kynntist Sóloni og urðu | þau kynni Þórbergi svo minn-
isstæð að seinna sagði hann frá karlinum í íslenskum
aðliundir kaflaheitinu „Vestfirskir aðalsmenn".
Skjalasafnið á Isafirði. Ljósmyndari ókunnur.
Slunkaríki á ísafirói, íbúóarhús Sólons.
Skjalasafnið á ísafirði. Ljósmyndari ókunnur.
Sólon Guömundsson í Slunkaríki. Myndin er tekin 1. ágúst 1928.
Ríki hans var hvorki víðfeðmt né
fjöhnennt en það skipti hann
engu máli. Hann var konungur
í sínu ríki þótt það væri aðeins
lítill landskiki og þegnarnir
öngvir utan kannski nokkrar
mýs. Hann átti hvorki gull né
gersemar í hirslum sínum,
þótti gott ef þar var matarbita að finna, en af
andlegum auði átti hann nóg og þurfti ekki
mikið annað í sínum konungdómi. Þessi litli
landskiki kallaðist Slúnkaríki og var neðan til í
grasi vaxinni fjallshlíð íyrir ofan Kr-ókinn en
svo kalla Isfirðingar svæðið þar sem eyrin ut-
anverð byrjar að teygja sig út í Skutulsfjörð-
inn. Ekki voru allir sammála um ágæti þessa
litla ríkis og þóttu hin fátæklegu og hrörlegu
húsakynni eigandans lítið eiga skylt við ríki-
dæmi. Jafnvel orðið kot virtist ekki viðeigandi
lýsing á þessum híbýlum en Sólonskot var þó
það nafn sem hinu andlega yfirvaldi staðarins
fannst við hæfi að brúka þegar hann skráði sál-
irnar í Slúnkaríki. Þar var húsráðandi Sólon
Guðmundsson, gjarnan titlaður húsmaður eða
verkamaður, og yfirleitt einn eða tveir til við-
bótar, lengstum Kristín Gunnarsdóttir, skráð
bústýra.
Einhvern tímann um miðjan þriðja áratug-
inn gerðist lítið atvik sem átti eftir að gera Sól-
on Guðmundsson þekktari en nokkurn hefði þá
grunað. Dag einn bar tvo gesti að garði í
Slúnkaríki, hinn virðulega lækni Isfirðinga,
Vilmund Jónsson, ásamt aðkomumanni sem
Sólon hefur varla kunnað deili á. Karlinn var
ekki mikið gefinn fyrir mannaferðir í nágrenni
við bústað sinn og fáir í slíkum metum hjá hon-
um að þeir væru velkomnir en fyi'irmenni eins
og lækninum var ekki hægt að vísa á bug og
allt eins líklegt að þeir hafi þegar verið kunn-
ugir. Þar sem Sólon var lengstum mjög heils-
uhraustur hefur læknirinn varla verið í vitjun
heldur líkast til bara á heilsubótargöngu úti í
Krók með félaga sínum. Að leiðin skyldi liggja
upp í Slúnkaríki kann þó að hafa verið fyrir
áeggjan félagans því sá hafði um nokkurn tíma
haft mikinn áhuga á að kynnast húsráðandan-
um í Slúnkaríki og varð honum þarna að ósk
sinni.
Þótt ekki bæri mikið á þeirri konunglegu
reisn er gjai'nan fylgir tignum höfðingjum
mátti þó segja flest annað um karlinn en að þar
færi hversdagslegur meðalmaður. Við fyrstu
sýn þótti hann hrikalegur og kom útlit hans
fyllilega heim og saman við allar þær hug-
myndir sem fólk gerði sér um útilegumenn.
Hann var hár vexti, stórskorinn, holdgrannur
og útlimalangur. Vegna mikillar erfiðisvinnu
um ævina var hann lotinn í herðum en svo
rammur að afli að undrum sætti og hafði hann
á yngri árum verið hið mesta hraustmenni og
mikill glímumaður. Stórskorið andlitið var
karlmannlegt og skegglaust, augun móleit og
nefið beint. Yfir andliti hans var tvíræður svip-
ur sem erfitt var að lesa nokkuð úr og um var-
irnar ,lék stundum margrætt glott, eins og
þaðan gæti þá og þegar verið allra veðra von.“.
Iburður í klæðnaði var víðs fjarri gylfanum í
Slúnkaríki sem klæddist jafnan ullai'flíkum og
þó svo þetta væru hálfgerðir garmar, slitnir og
íátæklegir, þá vonj fötin tiltölulega hrein og
maðurinn eins þrifalegur og aðstæður gerðu
honum kleift að vera. Hann vakti athygli hvar
sem hann fór og þótt mörgum stæði stuggur af
manninum og þætti hann ógurlegur, þá sáu
þeir, sem áttu þess kost að kynnast honum,
góðmennskuna skína úr andlitinu enda var Sól-
on góðlyndur og hversdagslega ljúfur þótt
hann blandaði lítið geði við annað fólk.
Heimsókn læknisins og hins ókunna félaga
hans í Slúnkaríki hefði varla verið í frásögu
færandi ef sá ókunnugi hefði ekki verið rithöf-
undur að nafni Þórbergur Þórðarson en á þess-
um árum dvaldi hann oft á sumrin á ísafirði og
naut þá gestrisni vinar síns, Vilmundar læknis.
Urðu kynni Þórbergs af Sóloni honum það
minnisstæð að seinna sagði hann frá karlinum í
íslenskum aðli undir kaflaheitinu „Vestfirskir
aðalsmenn“.
Þrátt fyrir að vera þekktur meðal samferða-
manna sinna hefði Sólon í Slúnkaríki varla orð-
ið mönnum eins minnisstæður og raun ber
vitni ef ekki hefði komið til þessi frásögn því
fljótt grær í fótspor auðnulítilla manna. Aðrar
heimildir um Sólon eru takmarkaðar og þeim
fer fækkandi sem muna hann og höfðu af hon-
um kynni. Flestir þekktu lítið til æviferils hans
og yfirleitt var hann ekki margorður um lífs-
hlaup sitt. í góðra vina hópi átti hann það þó til
að segja frá hinum ýmsum ævintýrum sem
hann hafði lent í á sínum yngri árum. Um
bernsku sína hafði hann aldrei mörg orð. Frá-
sögn Þórbergs verður þvi að teljast helsta
heimildin um Sólon enda þótt ekki séu allir á
einu máli um trúverðugleika hennar. Hafa
sumir jafnvel gengið svo langt að tala um ein-
bert kjaftæði í því sambandi. Þar er djúpt tekið
í árinni en hinu verður ekki neitað að Þórberg-
ur hefur tekið sér nokkurt skáldaleyfi eins og
rithöfunda er von og vísa. Þá verður að gæta
þess að lesa frásögn Þórbergs út frá þeirri for-
sendu sem hann gefur og er gefin til kynna í
kaflaheitinu ,Vestfii-skir aðalsmenn“. I augum
samtíðannanna sinna var Sólon ekkert annað
en fátækur einsetukarl en Þórbergur vildi
sýna fram á að veraldleg fátækt þyrfti ekki
endilega að tákna andlega fátækt, þ.e. að ekki
skyldi dæma menn eftir veraldlegum gæðum
þeirra eða eins og Þórbergur sagði sjálfur:
,Mönnum er svo hætt við að skoða hver annan
sem kaldar líkneskjur steyptar í sama móti. En
síður fá menn skilið í því, hversu ólíkt tilfinn-
ingalífið er, hversu þarfirnar eru skiftar, skoð-
unarmunurinn á hlutunum mikill og ytri
ástæðurnar sundurleitar. Meðan mönnum
skýst yfir þetta mikilvæga atriði, fer þeim líkt
og litblindum stýrimanni, er biýtur snekkju
náunga síns í spón á næturþeli, fyrir þá skuld
að hann kann eigi að gera grein ljósanna.“.
Má vera að það hafi farið fyrir brjóstið á ein-
hverjum að í skrifum sínum gerði Þórbergur
Sólon að hinum mesta merkismanni og um leið
ódauðlegan. Slík upphefð hefur jafnvel þótt til-
heyra öðrum er þóttu meiri og merkilegri
menn en karlhróið í Slúnkaríki. Þannig má
deila um sannleiksgildi frásagnar Þórbergs er.
það væri harður dómur að segja að hann færi
viljandi með rangt mál, frekar að hann hafi
freistast til að skreyta frásögn sína eins og
skálda er siður. En hverfum nú aftur til miðrar
19. aldarinnar og innst inn í ísaijarðai'djúp þai'
sem Sólon átti rætur sínar.
„Hérna sérðu nú dyggðina, heillin
min..."
Fátt er vitað um æsku Sólons og uppruna en
í heiminn kom hann að Laugalandi í Skjald-
fannardal þann 6. ágúst 1860. Því miður fer lít-
ið fyrir því Herrans ári í kirkjubókum Kirkju-
bólssóknar og er þar ekkert að fmna um
fæðingu eða skírn þessa drengs. Óljóst er
hverjir foreldrar hans vora, hvort hann vai'
,óekta“ barn eða enn einn króinn í fátæka,
barnmarga fjölskyldu. Hvernig sem háttaði, þá
vora aðstæður trúlega þannig að barninu var
komið í fóstur fljótlega eftir að það fæddist og
hlaut þar með hið beiska hlutskipti sveitar-
ómagans. í kirkjubókum má sjá hvernig
drengurinn Sólon Guðmundsson vai' fluttur
reglulega milli bæja. Árið 1867 var hann á
Fremri-Bakka hjá bóndanum Jóni Magnús-
syni og tveimur árum síðar er hann skráður á
Hallsstöðum hjá hjónunum Jóhannesi Sæ-
mundssyni og Margréti Þorsteinsdóttur. Ái-ið
1870, þegai' Sólon var á tíunda ári, var honum
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 1 7