Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Side 19
halda. Þessir kunningjar Sólons þóttu sumir
heldur kynlegir kvistir og nefndi Þórbergur þá
,síðustu leifar hins vestfirzka aðals.“. Má hér
nefna „þingmann“ Bolvíkinga, Gísla Hjálmars-
son, nefndur ,dopli“. Var hann stakur ráð-
vendnismaður, kurteis og góður í umgengni en
vínhneigður mjög. Sú hugsun hafði sest að í
höfði hans að hann væri alþingismaður og ætti
að vera á Alþingi. Stjórnmál áttu hug hans all-
an og stundum hélt hann þrumandi ræður uppi
á kössum og tunnum á Isafirði. Hitt var svo
annað mál, að í eyrum þeirra sem lögðu við
hlustir voru ræður hans „tóm endileysa að orð-
um og efni, gersamlega óskiljanlegur vaðall, en
tilfinningarnar voru auðfundnar." Annar gest-
vinur Sólons var Jón Bassi og var viðurnefnið
dregið af fæðingarstað hans, Bassastöðum við
Steingrímsfjörð en sjálfur kallaði hann sig Jón
Strandfjeld. Hann hafði ungur farið í siglingar
og mannast nokkuð á sinn hátt. En jafnframt
mun hann hafa misst jafnvægið og Bakkus
reynst honum óhollur förunautur. Var hann
löngum á faraldsfæti en greip þó í vinnu annað
veifið, sjóróðra og fleira. Barnakennslu sinnti
hann oft á afskekktum stöðum og var ekki að
því starfi hans fundið. Þegar hann dvaldi í
Slúnkaríki fann hann sér oft stund aflögu til að
kenna fróðleiksfúsum börnum lestur og enn er
á lífi fólk sem lærði að lesa hjá Jóni Bassa í
Slúnkaríki.
Eins og nærri má geta, vai' stundum mikill
hávaði og læti í Slúnkaríki þegar þar voru sam-
ankomnir hinir drykkfelldu vinir Sólons. Sjálf-
ur vai- hann lítið fyrir vín og kunni illa drykkju-
látum í híbýlum sínum eins og eftirfarandi
saga ber vitni um. Einhvern tímann gerðist
það seint um kvöld, að Sólon var sóttur heim af
ekki ófrægari manni en Kristófer Kólumbus,
sjómanni úr Bolungavík sem einnig gekk undir
nafninu Kitti Kolli. Vínhneigður var hann líkt
og margir aðrir, en að þessu sinni var vinurinn
ofurölvi og hafði Sólon af honum lítið gaman og
leiddist drykkjurausið. Svo vildi til, að þetta
sama kvöld héldu templarar á ísafirði bindind-
isfund í Góðtemplarahúsinu og þegar Sólon var
búinn að fá nóg af gestinum, gerði hann sér lít-
ið fyrir og skellti Kitta Kolla niður í hjólasleða
sem hann átti og hélt rakleitt niður í Gúttó. Þar
skvetti hann úr sleðanum inn á ganginn og
sagði: „Hér áttu heima, elska.“
Um nokkurn tíma var Sólon í tygjum við
konu eina er Kristín Gunnarsdóttir hét. Kallaði
hann hana Kittu og í sálnaregistri var hún jafn-
an skráð ráðskona hans eða bústýra. Árið 1916
voru þau skötuhjú þó skyndilega komin í
hjónaband samkvæmt sálnaregistrinu en eng-
ar aðrar heimildir finnast fyrir því að þau hafi
tekið upp á því að láta pússa sig saman. Fyrir
einhvern misskilning hefur prestur skráð þau
sem hjón enda íeit það vafalaust betur út í sáln-
aregistrinu. Þegar sálirnar í sókninni voru
taldar aftur ári seinna var hjónabandið gleymt
og Kristín aftur skráð bústýra í Sólonskoti. Sé
litið í manntal ísafjarðarkaupstaðar 1916-1918
kemur í ljós, að hún er talin til þeirra lægst
settu í samfélagsstiganum, þ.e. hún er skráð
ómagi og í skjölum fátækranefndar sést að Sól-
on fær greitt meðlag með henni í nokkur ár.
Hvernig leiðir þeirra Kristínar og Sólons
lágu saman er ómögulegt að segja til um en það
litla sem um hana er vitað bendir eindregið til
þess að líf hennar hafi verið afskaplega dapur-
legt enda var hún nánast útskúfuð kona. Þá
þótti hún með afbrigðum ófríð og notaði nef-
tóbak mikið og lítt snyrtilega. í Slúnkaríki átti
Kristín athvarf og fór víst ekki oft út fyrir kofa-
dyi'nar. Væri hún hins vegar tilneydd að fara
út, varð hún að þola þá auðmýkingu að fólk
sneiddi hjá henni og vék fremur úr vegi en að
mæta henni. Ymsar ófagrar sögur gengu um
hana og sumar sannar. Hún hafði drukkið sér
til vanvirðu og var sú ástríða ein af orsökum
þeirrar niðurlægingar, sem þessi vesalingur
hafði fallið í. Ekki var hún talin húsum hæf og
kom því í hlut Sólops að gegna þeim erindum
sem gegna þurfti. í bókinni Líf og lífsviðhorf
segir séra Jón Auðuns frá kynnum sínum af
þessari konu:
... móðir mín hafði samband við þessa undar-
legu konu með gjöfum sínum, þótt ég hugsi að
hún hafi aldrei séð hana. Sólon kom venjulega
með bréfmiða frá henni til móður minnar, þeg-
ar um annað þraut í allslausu koti. Kristín í
Slúnkaríki sendi miða þessa oftast í ljóðum, ef
ljóð skyldi rugl það kalla, er Sólon mun hafa
samið. Þegar hún var orðin tóbakslaus, hét svo,
að tóm var tóbaksstofa (nefið) hennar ... Vín-
bannið, sem þá var í gildi, varnaði Kristínu í
Slunkaríki þess að geta eignazt einstök hlý-
legri augnablik. Hve margir vorkenndu henni
það, veit ég ekki, en svo gerði móðir mín. Þá
var það einu sinni á sumardaginn fyrsta, að ég
var sendur með sumarglaðning í kotið. Kristín
gamla kom til dyra og tók feginshendi sending-
unni. Hún stóð við kofadyrnar og opnaði pakk-
ann meðan ég stóð þai-na, en skyndilega ljóm-
aði þetta gamla, ófríða og raunar óhrjálega
andlit. Hjá matvörunni hafði móðir mín lagt lít-
ið glas með brennivínslögg. Gamla konan
horfði á glasið í hendi sér. Þetta var henni stór
og dýrmæt sumargjöf. Hún tautaði fyrir munni
sjálfri sér titrandi rómi: „Blessuð, blessuð frú
ísfirðingurinn Finnur Finnsson lét Lesbók í té þessa teikningu af Slunkaríki, en þannig og með
þeim myndskreytingum sem þarna sjást, telur Finnur að Sólon hafi hugsað sér Slunkaríki.
Margrét." Hún kvaddi ekki en gekk inn í kotið.
Þar hefur brugðið sumarbirtu yfir allan ömur-
leikann stutta stund. (Líf oglífsviðhorí, 35)
Eins og séra Jón nefnir, þá fékkst Sólon
nokkuð við ljóðagerð en ekki var sá skáldskap-
ur almennt í miklu áliti hjá fólki eins og skýrt
kemur fram hjá séra Jóni. Þó voru þeir til sem
voru á öndverðum meiði og t.d. fer Þórbergur
fögrum orðum um ljóðagerð Sólons og lagði til
að ljóðunum yrði safnað saman og gefin út í
bók. Um ljóðin segir hann:
Megnið af skáldskap Sólons eru lausavísur,
sem oft er saman þjappað í miklu efni: djúpum
sálarlífslýsingum, margbrotnu lífsstarfi, langri
ævisögu, jafnvel ófreskum mannlífsskilningi....
Það er ennfremur einkennilegt um skáldskap
Sólons, að hann brýtur iðulega af sér alla rím-
fjötra, auðsæilega til þess að geta gefið hugsun
sinni víðara svigrúm og meiri nákvæmni í tján-
ingu og orðalagi. (Islenskur aðaii, 59.) Sólon
sjálfur gerði aldrei mikið úr skáldskap sínum
og sagði þetta ekki vera vísur heldur skrýtlur.
Hann orti sér til ánægju og yndisauka en
hvorki til lofs eða frægðar. Eftirfarandi vísa er
dæmigerð fyrir þann stíl sem Sólon tileinkaði
sér í ljóðagerð:
Eiríkur hinn óþekkti
feiknageymirvizku.
Mold og myi'kur klífur hann
ogrambarmillilanda.
Og víst um það, að eitthvað hefur Þórbergur
fyrir sér þegar hann segh- að „í ljóðum Sólons
andar móti lesandanum meira af ferskum og
frumlegum uppmnaleik en í kveðskap annarra
samtíðarskálda hans.“
Það var undir lok ársins 1918, að Kitta í
Slunkaríki kvaddi sína aumu jarðvist. Á ís-
lensku þjóðina voru ýmsir erfiðleikar lagðir
þetta ár og mátti hún meðal annars takast á við
frostavetur aldarinnar, Kötlugos og inflúensu-
faraldur auk þess sem skortur var á öllum
nauðsynjum sökum heimsstyrjaldarinnar. Á
Isafirði var sérlega slæmt ástand en þar þarfn-
aðist um það bil helmingur bæjarbúa opinberr-
ar hjálpar, nálægt þúsund manns. í ársbyrjun
hófust mikil harðindi þegar skall á vonsku
norðanveður með hörkufrosti og snjókomu,
auk þess sem hafís varð þegar landfastur. Um
nokkurt skeið hafði fólk mátt horfast í augu við
atvinnuleysi, eldsneytisskort og matarskort en
nú bættist við vond tíð, sífelldir kuldar í marg-
ar vikur og allar bjai'gir bannaðar til sjávar.
Neyðin var mest hjá þeim sem fátækastir voru
og í kotinu hans Sólons hefur vafalaust verið
dapurlegt ástand þennan kalda vetur. Og öm-
urleikinn hélt áfram. Þegar kom fram á haustið
tók spánska veikin að herja á landsmenn og
þessi skæði inflúensufaraldur fór ekki hjá
garði á Vestfjörðum. Kitta gamla hefur vai'la
þolað meira mótlæti í lífinu og hinn níunda dag
desembermánaðar dó hún drottni sínum, 69
ára gömul. Ekkert er sagt um dánarmein
hennar, kannski var hún fórnarlamb spönsku
veikinnar, kannski hallærisins.
Ekki var Sólon lengi einn í kotinu því sam-
kvæmt sálnaregistri fiuttist fljótlega til hans
maður að nafni Olafur Einarsson, titlaður
verkamaður. Var sá lítið eitt eldri en Sólon og
er ekki að efa að húsráðandi hefur af sinni
hjartagæsku boðið honum að vera enda nóg
pláss eftir að Kitta hvarf yfir í sæluvistina hin-
umegin. Ólafur þessi virðist hafa verið til heim-
ilis í Slúnkaríki í nokkur ár en frekar segir ekki
af honum.
Þegar Slúnkaríki lauk hlutverki sinu
Með árunum þvarr krafturinn og ellin fór að
segja til sín. Líkaminn gerðist lúinn af ævi-
löngu striti og erfiðisvinna varð Sóloni um
megn. Lífsbaráttan varð erfiðari en áður enda
ekki auðvelt fyrir gamlan mann að afla sér
lífsviðurværis þegar starfsþrekið er þrotið. En
á þessum síðasta speli í lífshlaupi Sólons sýndi
það að ýmsir báru góðan hug til hans og réttu
hjálparhönd þegar hann þurfti á því að halda.
Á köldum vetrardögum mátti oft mátti sjá
hann orna sér við heitan bakarofninn hjá
Sveinbirni Halldórssyni, bakarameistara, sem
reyndist honum afar vel. Tók hann karlinn
undir sinn verndarvæng og átti sá gamli jafnan
öruggt athvarf heima hjá Sveinbirni sem lét út-
búa sérstaka koju fyrir hann uppi á háalofti.
Þar fann Sólon öryggi þegar ofsóknaræðið hel-
tók hann og eins í vondum veðrum. Hann átti
einnig hauk í horni í Norska bakaríinu þar sem
Helgi Guðmundsson, bakari, réð ríkjum og á
báðum þessum stöðum var hann í ýmsum
snúningum, oft með kerru eða hjólbörur sem
hann keyrði alls konar varning í, t.d. kol eða
mjölsekki. I staðinn fékk hann húsaskjól, mat,
brauð og kökur - og ekki sló hann hendinni á
móti tóbakskorni í nefið. Þegar búið var að
seðja sárasta hungrið, mátti nota afganginn af
bakkelsinu í ýmis vöruskipti.
Beint fyrir neðan Slúnkaríki bjuggu hjónin
Ásgeir Jónsson, vélstjóri, og Rebekka Dag-
björt Hjaltadóttir. Reglulega kom Sólon þang-
að með fatapoka sem hann hengdi við glugg-
ann og skildi eftir. Eftir þegjandi samkomulagi
þvoði húsmóðirin af honum og stoppaði í fötin
og sokkana eftir því sem þurfti. Síðan hengdi
hún pokann aftur út við gluggann og þegar Sól-
on sótti pokann sinn, skildi hann eftir dýrindis
kökur úr bakaríinu í þakklætisskyni. Aldrei fór
hann inn eða eyddi mörgum orðum á þau hjón,
en nokkur samskipti átti hann við börnin sem
gerðu sér oft ferð upp í Slúnkaríki þar sem þau
mættu ævinlega hlýju viðmóti því Sólon var
barngóður þótt hann væri almennt mannfæl-
inn. Þótt börn hefðu í fyrstu beyg af þessum
tröllvaxna manni, þá varð forvitnin oft óttanum
yfirsterkari og þau sem mönnuðu sig upp í að
heimsækja hann fengu yfirleitt hlýlegar mót-
tökur og var þá ísinn brotinn. Eitt barna þeirra
Ásgeirs og Rebekku, Jón Ásgeirsson (fæddur
1921), var mikið hjá Sóloni og í miklu eftirlæti
hjá honum, ekki síst vegna móður sinnar. Kom
hann stundum með vini sína með sér og hjálp-
uðu þeir karlinum þá að tína saman rusl á lóð-
inni. Að launum fengu þeir krækiberjasaft,
eina skeið á mann, sem Sólon sagði mjög holla.
Fyrir kom að Sólon setti út á vinnubrögð
strákanna, fannst þeir ekki svitna nóg sem
með öðrum orðum þýddi að þeir voru ekki
nógu duglegir. Brugðu strákarnir þá á það ráð
að fara í læk skammt frá og ausa yfir sig vatni
þannig að þeir litu út fyrir að vera rennsveittir.
Þegar Sólon sá allan þennan ,svita“ sagði hann
ánægður: „Nú líkar mér við ykkur“ og gaf
hverjum og einum tvær skeiðar af krækiberja-
saft.
Þórbergur segir að þegar að „ferðum Jóns
Strandfjelds og annaira frjálsborinna höfð-
ingja á Isafjörð fór sífækkandi sakir vaxandi
ellihrumleiks og úrkynjunar mannfólksins“,
hafi Sóloni fundist Slúnkai-íki hafa lokið hlut-
verki sínu í þágu íslenskrar menningar. Seldi
hann skikann sinn og reisti sér einum til íbúðar
dálítinn skúr innar í hlíðinni, fyrir ofan svokall-
að Sveinbjarnartún. Byrjaði hann á að grafa
þar gryfju og yfir hana sló hann síðan upp
grind og negldi innan á hana bárujárn. Kofinn
hallaði lítið eitt upp í fjallið, svokallaður vatns-
halli. Eins og Slúnkaríki þótti þessi bygging
nokkuð sérkennileg og þá einkum vegna þess
að inni var hrútastía tveimur fetum hærri en
gólfið. Væri Sólon inntur eftir því hvers vegna
hann hefði hrútana þarna uppi en væri sjálfur
niðri, svaraði hann því til að hrútarnir væru
einhverjar göfugustu skepnur jarðarinnar og
því gæti hann ekki boðið þeim upp á að vera í
sömu gólfhæð og hann sjálfur. En hlutverk
gryfjunnar var annað og mikilvægara því hún
var í raun nokkurs konar skotgi’öf sem veitti
hinum ofsótta manni skjól. Þai-na gat Sólon at-
hafnað sig og sofið án þess að þurfa að óttast að
byssukúla yrði honum að aldurtila.
Svo sem vænta mátti hugðist Sólon ekki fara
troðnar götur við hönnun hússins og að sögn
Þórbergs ætlaði hann að láta allt snúa and-
stætt því sem fram til þessa hafði tíðkast í
húsagerðarlist hérlendis. Bárujárnið skyldi
vera innst, en síðan átti allt að koma í öfugri
röð þannig að veggfóðrið yrði utan á húsinu.
Þegar Sólon var spurður, hvers vegna hann
hyggðist byggja skúrinn þannig, svaraði hann
glottandi: ,Veggfóður er til skrauts, elska, og
þess vegna er sjálfsagt að hafa það þar, sem
flestir hafa gaman af því.“ Ekki náði Sólon hins
vegar að ljúka við bygginguna á þann hátt sem
hann ætlaði sér. Einhverjum samborgurum
hans þótti nóg komið af brölti karlsins uppi í
hlíð enda enginn maður lengur til að standa í
húsbyggingum eða öðrum framkvæmdum,
hvorki stórum né smáum. Komu menn sér
saman um að rétti staðurinn fyrir Sólon væri á
elliheimili kaupstaðarins og báru þá hugmynd
undir hann. En þótt gamall og hrumur væri
orðinn, þá var stoltið óbugað enda hafði hann
fram til þessa séð um sig sjálfur og enginn
ómagi vildi hann vera, minnugur bernsku sinn-
ar. Eftir miklar og erfiðar fortölur tókst að fá
hann til að þiggja vist á elliheimilinu en ekki
var hann sáttur við þá tilhögun og jaðraði við
að hann væri fluttur þangað með valdi. Naut
hann þar góðs atlætis og undi glaður og
áhyggjulaus þessu hlutskipti sem hafði verið
þröngvað upp á hann.
Er kom fram á haustið 1931 þoldi lúinn lík-
ami Sólons ekki meira og hann veiktist alvar-
lega. Þorrinn þreki og kröftum eyddi hann síð-
ustu ævidögunum á Sjúkrahúsi ísafjarðar þar
sem dauðinn vitjaði hans að nóttu hins 14.
október og létti byrðinni af þessum sérkenni-
lega manni sem öðlaðist loks ró í sinni ofsóttu
sálu. Sömu nótt var einn af kunmngjum Sólons,
Helgi Guðmundsson, bakari á ísafirði, á leið
með skipi frá Akureyri til Húsavíkur.
Dreymir hann þá, að hann sé kominn heim
til sín í Norska bakaríið og tekinn þar til starfa,
en þar hafði Sólon verið tíður gestur. Þykir
honum þá Sólon koma inn í bakaríið, og er
hann upp á búinn og leikur á als oddi. Helgi
undrast mjög, hve hress hann sé og fínn til
fara, því að hann vissi að Sólon lá sjúkur á
spítalanum. Segir Sólon, að sér sé nú albatnað,
og hann sé farinn burt af sjúkrahúsinu. Þegar
Helgi kom heim úr ferðalaginu, frétti hann lát
Sólons, og hafði hann andazt sömu nóttina og
Helga dreymdi drauminn. (íslenskur aðall, 68)
Sólon Guðmundsson var 71 árs þegar hann
kvaddi þessa jarðvist og var banamein hans
talin hjartabilun. Það var margt manna sem
fylgdi gamla manninum þegar hann var borinn
til grafar hinn 27. október og kvöddu hann eins
og konungi sæmdi. Þrátt fyrir að sá látni hefði
verið fátækur einsetukarl sem ekkert átti
nema fataleppana utan á sig, þá var ljóst að ís-
firðingar mátu hann fyrir annarra hluta sakir, -
óeigingjarna hjálpsemi í þágu mannanna og
meðfæddan, hressandi frumleika. í þeirra
huga var konungur Slúnkaríkis til grafar geng-
inn, kominn af berangri lífsins í skjólborgir
dauðans þar sem einu gildir hvaða búnað menn
hafa. I fréttablaðinu Vesturlandi var getið um
andlát hans og sagði meðal annars: „Sólon sál-
uga þekktu allir ísfirðingar. Var hann rammur
að afli og hið mesta hraustmenni á yngri árum.
Er með honum horfinn einn þeirra sérkenni-
legu manna, sem nú óðum fækkar." En þótt
Sólon væri horfinn á vit feðra sinna, lifðu áfram
sagnir um hann. Árið 1942 gaf Guðmundur E.
Geirdal út lítið kver sem bar heitið Sólon í
Slunkaríki aliur og innihélt kvæðabálk sem
lýsti lífshlaupi Sólons. Er við hæfi að láta Guð-
mund E. Geirdal eiga síðasta orðið:
Öld þó bregði brandi
brennuvargs í líki,
ilmarSólonsandi
yfir Slunkaríki.
Helstu heimildir: Guðbjörg Jónsdóttir frá Broddanesi:
Við Sólai'lag. Rv. 1952. Guðmundur E. Geirdal: Sólon í
Slunkaríki allur. ísaf. 1942. íslenskur söguatlas 2. bindi.
Frá 18. öld til fullveldis. Rv. 1992 Jón Auðuns: Líf oglífs-
viðhorf. Rv. 1976. Jón P. Pór: Saga ísafjai'ðar og Eyrar-
hrepps hins forna. II. bindi 1867-1920. ísaf. 1986. Kristján
Jónsson frá Garðsstöðum: Af sjónarhóli. Minningaþættir.
Rv. Isafjarðarkaupstaður, manntalsbók 1914-1915 og
1916-1921. Isafjarðarkaupstaður, gerðabók fátækranefnd-
ar 1903- 1917 og 1917-1932. Óðinn, 3.tbl. 1915, bls. 23-24.
Ragnheiður Mósesdóttir: „Gloucestermenn í lúðuleit.“ Ný
saga 1987,13-25. Sálnaregistur Eyri I Skutulsfirði, ísafirði
1913 - 1922. Sálnaregistur í Kirkjubólssókn 1869-1875.
Vestanpóstur, 1. tbl. 1993,2,5-11. Vesturland, 23. tbl 1966,
28-29 og 41. tbl. 1931,3. Þórbergur Þórðarson: íslenskur
aðall. Rv. 1959. Þórbergur Þórðarson: Ólíkar persónur.
Rv. 1976. Örnólfur Ai-nason: Járnkarlinn. Matthías
Bjarnason ræðir um ævi sína og viðhorf. Rv. 1993.
Heimildarmenn:
Böðvar Sveinbjarnarson
Halldór Sveinbjarnarson
Jón Ásgeirsson
Matthías Bjarnason
Höfundur er fædd í Reykjavík árið 1966 og lauk
BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Islands árið
1991. Hún býr á ísafirði.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 1 9