Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Síða 22

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Síða 22
HALLGRIMUROG HEIMSMYNDIN EFTIR INGIMAR ERLEND SIGU RÐSSON Þjáningarguðfræði m lið- aldo i, sem Passíusálmar eru partur af, stendur mi ikk j nær sannleikanum um 1 ífið og manninn og guð, en sú meiningarlitla velferðarguðfræði sem f íelst er á boðstólum - jafnvel boðunarstólum - um magnvana og inni haldsrýrar munc lir þessar. Maðkur ogeimaður sýnist sá; sár og kaun og benjar holdið þjá, blinda hvarma baða sollin tár, berst og þýturyfir höfði skjár. Hvhík ljóð! og hvílík bænarmál! - Hver er þessi aðframkomna sái? Hvdíkt þrek! oghvílík kröm og neyð! hvíiík trúarsókn ímiðjum deyð! Hér er guðlegt skáld er svo vel söng, að sólin skein ígegnum dauðans göng; hér er Ijós, er lýsti aldir tvær. - Ljós! hví ertu þessum manni fjær? Sjáið skáld, er söng um Kristí kvöl; köld sem jökull starirásýnd föl. Standið fjarri; allt er orðið hljótt, eilíft, heilagt, fast og kyrrt og rótt Þessir glampar úr upphöfnu ljóði skáldprestsins Matthíasar Jochumssonar um annan skáldprest, Hallgrím Pétursson, sem ort var er tvö hundruð ár voru liðin frá dauða hins síðamefnda, geisla til vor í því ljóðmyrkri og trúartómi, sem einkennir vora sálarsnauðu og kristlausu kauphallatíma, þar sem maður- inn er næstum því orðinn markaðurinn og markaðurinn maðurinn. Þótt ljóðið í heild sé naumast eins gott og til- vitnuð háborin leiftur - frá listrænu sjónarmiði séð - er það þvílík úttekt á Hallgrími og heim- inum, með skírskotun til Passíusálma og sam- svörun á píslum og pínu Hallgríms og Herr- ans, að mér er til efs að nokkurn tíma hafi ævi og óði Hallgríms, innihaldi hvorutveggja, verið gerð betri skil - hvorki í ljóði né lausu máli. Þrátt íyrir eða einmitt vegna þeirrar dýru myndar sem það dregur upp, þar sem Hall- grímur í heljargreipum holdsveikinnar verður sem helgur maður og allir skuggar taka að skína í sköpunarmætti tvíþættrar þjáningar, hans eigin banalegu og þeirrar píslargöngu sem Kristur gekk til lausnar mannkyni, þá staðfestir Ijóðið með átakanlegum, innlifuðum og stórbrotnum hætti að Hallgrímur lifði sjálf- ur trúarverk sitt Passíusálmana. Þeir eru ekki skrifaðir heldur lifaðir, eins og öll ódauðleg ljóð. Hann bjó ekki til bókmenntir - líkt og sjóðþæg stofnanaskáld nútímans - ekki einu sinni á biblíulegum grunni, sem Ijóðið stendur þó staðfast og kórrétt á, heldur orti hann sjálf- an sig með blóði og svita og tárum, eða réttara sagt: þetta kristdjúpa köllunarverk orti hann sjálfan, Hallgrím. Eins og blæðir úr sárum hans ósýnilegum blæðir úr erindum þess enn í dag, en sár hans eru skeinur og blóð hans dropar miðað við svöðusár og blóðdjúp Krists sem hlaut þau og hneig úr þeim til lausnar öllum mönnum, þar rennur þó sýnileg þjáning skáldsins saman við þjáningu Krists, sem er tilkomin vegna synda mannsins eins og dauðinn. Um það verður ekki efast að Hallgrímur gengur andlega og eftilvill líkamlega píslar- göngu á krossinn með Kristi, með von upp- risunnar í trúfastri vitund. I þessum líkþráa manni, í þessu líðandi skáldi - þótt holdsveikin hafi líkast til enn ekki sagt til sín sýnilegum sárum - fór með öðrum orðum fram upprisa holdsins, með frelsandi og umskapandi hætti. Þess vegna sundlar oss, er syngja í vitund vorri, meira og minna vegvilltri, þessi orð Matthíasar: Hér er guðlegt skáld er svo vel söng, að sólin skein í gegnum dauðans göng - sól upprisunnar, Kristur. Hins vegar er allt á huldu um tímanlega til- urð þessa djúpstæða trúarverks Hallgríms - Passíusálmanna, sem aðeins Sólarljóðum og Lilju verður til jafnað að fullkomleik: himn- eskri fegurð, frelsandi inntaki, heilagri ein- feldni; og runnin eru úr sameiginlegum sjóði kristni og kirkju - rétt eins og þeir. Til eru einstök ljóð eftir önnur trúarskáld, sem að andríki, líkingamætti, myndvísi, orð- færi jafnast á við það besta í þessum himin- bornu og jarðbundnu sálmum; nægir í því sambandi að nefna Matthías Jochumsson ásamt Steingrími Thorsteinssyni og Davíð Stefánssyni að ógleymdum Einari Benedikt- ssyni, sem að mínu viti er fyrst og fremst og dýpst séð kristið trúarskáld - meira að segja réttkristið - ef annað efni villir mönnum ekki sýn og grunnfær stimpill algyðistrúar þveginn af stirndri ásýnd verka hans. Rökhyggjumenn bundnir stund og stað reyna stöðugt að ráða í þá gátu, hvenær og hversvegna og hvernig þúfuiægur hagyrðing- ur breyttist í foldgnátt skáld, höfuðskáld ís- lenskrar kristni, hví raul varð að söng, hví orð urðu að anda, hvers vegna Hallgrímur fleygði frá sér ófleygri, fjötrandi rímþraut við Sam- úelsbók - í miðjum kveðandi klíðum - og hóf þetta fleyga og frelsandi ákall: Upp, upp, mín sál og allt mitt geð, upp mitt hjarta og rómur með; hugur og tunga hjálpi til; Herrans pínu ég minnast vil. I fyrstu prentun Passíusálma var þeim val- inn aukasess á bók, aftan við verk eftir miðl- ungsskáld sem meira var metið en Hallgrímur, en þau eru lýðum löngu gleymd og sálmarnir á minnisstæðri sigurgöngu - og er það eflaust í samræmi við: að hinir síðustu muni verða fyrstir. Margir vilja meina að missir Steinunnar, ungrar skáldmæltrar dóttur og augasteins Hallgríms, hafi valdið ljóðhvörfum í sárnæmri vitund hans; en til þess eru Passíusálmarnir of voldugir að viðkvæmni og einstakur missir valdi þeim. Hann hefur hinsvegar ort undur- fagurt ljóð um lát þessa englabarns. Aðrir telja að hann hafi byrjað sálmana eftir að hann varð holdsveikur; en fátt bendir til að upphaf þeirra sé bundið líkþrá í tímanlegum skilningi. Eng- 22 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.