Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Blaðsíða 32
ög séð vangasvip hans sem mér fannst
ott.
- Hefurðu oft vei’ið svangur?
— Já.
- Finnst þér það ekki sárt?
Eg svaraði ekki þessari spurningu og
reyndi að láta ekkert á mér sjá til að hann
skildi að ég meinti að um það þyrfti ekki að
tala. Að það var ekki þannig veit ég ekki
hvort hann hefði skilið. Kannski hafði ég
aldrei soltið raunverulega, aðeins hungrað í
fáa daga, og það hafði alltaf liðið hjá. En það
var eitthvað í sveltinu sem mér fannst
skemmtilegt. Eg átti þá auðveldar með að
tala við sjálfan mig, var viljugri til að gefa
mér tíma til að spyrja sjálfan mig og reyna að
svara. Eg hreyfði mig þá lítið, reyndi að vera
aðeins til fyrir það sem fór fram í huga mín-
um. En ég vissi líka að ef sultur yrði lengri
hætti ég að hugsa um annað en mat. Eg átti
ekki von á að gera þessum kviðmikla manni
þetta skiljanlegt.
‘i -Viltu þá ekki losna undan því að eiga á
hættu að svelta?
Mér fannst þá ekki hægt að svara þessu
nema á einn veg - því miður, og þannig var ég
fangaður.
- Já, hver vill það ekki?
- Já, þú vilt læra?
- Já það væri gaman.
-Viltuþað?
Hér var komið að því. Þessari spurningu
gat ég svarað beint af hjartans einlægni, það
var alltaf hægt að fasta langaði mann til en að
læra var ekki hægt nema ef „þeir“ vildu það
líka.
- Já, ég vil það helst af öllu.
- Gott, þá er það mál afgreitt. Ertu ekki
heilbrigður? Farðu úr kirtlinum.
Eg svipti af mér kirtlinum og gekk til hans.
» Hann strauk allan líkama minn, allan.
-Já, það er engin missmíði sjáanleg. M
mátt aftur fara í. Þú ferð héðan í kvöld.
Já, þannig gerðist það. Eftir þetta samtal
átti herra hússins háa mig, ég var orðinn efni
í starfsmann, skrifara, tilsjónarmann,
kannski prest.
Skólinn var erfíður en líka skemmtilegur.
Félagar mínir margir þjáðust mikið, þeim
leiddist og áttu erfítt með að festa hugann við
utanaðlærdóminn. Það kom fyrir að þeir voru
hýddir ef þeir tóku sig ekki á. Það þurfti
aldrei að húðstrýkja mig. Reyndar sá ég eða
sýndist að það væri oft eins og eitthvert sam-
band á milli kennara sem börðu og nema. Ég
held að stundum hafi báðir haft gaman af
þessu. Seinna kenndi ég sjálfur um tíma en
hafði aldrei gaman af því.
Við lærðum fyrst og fremst að lesa og
skrifa, líka að reikna, syngja og dansa, ýmis-
legt um líkamann og stjörnurnar. Það var líka
reynt að kenna okkur að semja lofsöngva og
halda lofræður. Ég hafði ekki mikla hæfíleika
til þess, hitt flest átti ég auðvelt með, skrift
og reikning. Við lærðum líka ýmislegt um
guðina sem mér fannst ekki mjög áhugavert.
Mér fannst broslegt að sami harmleikurinn
endurtæki sig hvert haust ár eftir ár. Aum-
ingja fólkið hlýtur að vera orðið þreytt, hugs-
aði ég. En haustið og veturinn áttu vel við
mitt skap, þá talar landið, loftið, áin með sér-
stöku hljómfalli, þegar öllu er lokið, kornið
’ allt skorið, jörðin hörð og sem mjög undarleg-
ur söngur í öllu. Að baki því sem þú sérð,
skynjar er eitthvað mikið að gerast. Þá er
hægt að hugsa sér að fram fari barátta, harm-
leikur - og að því kemur að grátur er mikill
og flóðið hefst í ánni og allt fær nýjan svip...
Já, ég skil það, vetrarlitur lífsins er vænt-
ing, bið.
Skólanum lauk og fyrstu verkefnin komu
til, aðstoða tilsjónarmenn með landi hofs,
gæta þess að nýmæld lönd hefðu eftir flóð þá
stærð sem þau áttu að hafa, einnig aðstoð við
helgihald í hofunum. Ég var oft sendur til að
bera saman skráðar skyldur og framkvæmd-
ir, stundum urðu menn kærulausir. Ég gerði
ekki annað en athuga og gefa skýrslu, hlut-
laust, heiðarlega. Sannleikurinn, réttlætið eru
heilög.
Svo gerist það að ég er sendur til hofsips
sem ég lagði upp frá sem lífsreynt barn. Ég
sé aftur prestinn sem á sínum tíma fékk mig
inn í þjónustuna. Hann þekkir mig líklega
ekki aftur. Og nú þurfa ég og fleiri að aðstoða
við atburð sem ég hef ekki þurft að koma ná-
lægt hingað til: fagnaðarhátíð flóðsins, þegar
garðarnir eru rofnir því vatnið er stigið nógu
hátt til að hleypa megi því inn í skurðina og
þaðan út á akrana. Þessu fylgir mjög hátíðleg
athöfn. Mér og fleirum er fengið það verkefni
að undirbúa hóp meyja sem bændurnir hafa
sent. Þær eru ungar og lífsglaðar. Við kenn-
um þeim lofsöngva og hátíðlega dansa. Við
eigum að gæta þess vandlega að þær fari rétt
með textann og syngi hann með réttu hugar-
fari. Þær eiga áð ávarpa fljótið, biðja fljótið
um að vera gjöfult.
Við fáum ekki að umgangast þær nema
meðan við erum að vinna með þeim. Okkar er
gætt og þeirra líka, þær skulu vera ósnortnar
þegar þær biðja til fljótsins.
Ég gat ekki hætt að horfa á eina stúlkuna.
Hún orkaði á mig á einhvern hátt sem ég
skildi ekki, ég hafði aldrei þurft að ráða þessi
tákn áður. Mér fannst unaðslegt að horfa á
hana, andlitið, brosið, augun, hárið, líkamann,
heyra hljóm raddar hennar. Úr svip hennar
fannst mér skína skilningur, samhljómur við
mína tilfinningu. Hún vísaði mér ekki frá
fannst mér, henni virtist ekki finnast ég leið-
inlegur, óskemmtilegur. Mér fannst sem hún
fyndi að ég lék hlutverk, ég væri ekki þessi
strangi kennari sem ég varð að sýnast. Mér
bauð í grun að ég gæti talað um dapurleika
minn við hana. Þó var það h'klega ímyndun.
Ég hafði ekki mikla reynslu af kynmökum,
mest þetta sem, maður kemst ekki hjá. Þegar
sárið eftir umskurðinn var gróið var séð til
þess að tólið fengi sína vígslu, stundum rifn-
aði eitthvað upp og þurfti að gróa aftur. Ég
hafði engan sérstakan áhuga á þessu. Samt
hafði ég stundum farið út á meðal fólksins á
hátíðum þar sem mikið er um kynmök. Ég
vildi vita að ég gæti þetta líka.
Ég hugsaði ekki um hana í þessu sambandi,
mér fannst hún frekar vera skyld mér.
Við gátum ekki talast við einslega, það var
ailtaf fylgst með okkur, og líklega ekki aðeins
af þeim sem við sáum heldur líka úr leynum.
Ég hugsaði ekki mikið um það þá en ég held
að ég hafi ætlað að tala við hana þegar þessu
væri lokið - ef?
Já, við komum að því.
Stúlkurnar voru orðnar leiknar - og vatnið
var farið að rísa. Við urðum að standa okkur
vel því ekki var hægt að vita hvenær vatnið
risi nógu hátt. Við vissum hvenær flóðið hæf-
ist en ekki hve hratt það yxi. Kannski vorum
við þess vegna áköf og einbeitt og hugsuðum
ekki um annað en að standa okkur. Flóðið
spurði okkur ekki - það óx og það var að
koma að því að rjúfa skyldi garðana. Árla
morguns vorum við komin á staðinn, reiðu-
búin að heilsa fljótinu. Presturinn var líka
með okkur, þungbúinn á svip. Stúlkurnar
sungu og dönsuðu á hólnum sem átti að flæða
yfir - það var merkið. Þær áttu greiða leið til
baka nema ef áin hlypi en það sáust engin
merki þess. Prestuiánn stóð á miðjum hóln-
um, þær dönsuðu í kringum hann, hann átti
að gefa merkið um að vatnið væri risið nógu
hátt, þá mátti rjúfa garða og láta vatnið flæða
út yfir landið.
Allt í einu varð mér ljóst hvað gat gerst.
Mig langaði til að gera eitthvað en ég gat ekk-
ert gert nema vonað. Ég starði á þau og von-
aði, því nú vissi ég að ég ætlaði að hitta hana á
eftir þótt hún væri bóndastúlka og ekki álitin
félagsskapur fytár mig.
Ég sé hann grípa fyrir munninn á henni
með vinstri hendi, keyra með hægri hendi,
með hverju veit ég ekki, mjóu steinblaði eða
glersting, í bakið á henni, að hjarta hennar og
spyrna henni svo með hnénu út í megin-
strauminn. Hún varð hin útvalda brúður
fljótsins sem tryggja skyldi góða kornupp-
skeru.
Ég starði á eftir henni berast burt í
straumþunganum, við sársaukann blandaðist
feginleiki yfir að hún skyldi þó vera dáin áður
en vatnið tók hana. Það hefði verið enn hrylli-
legra að sjá hana gefast lifandi á vald flaumn-
um. A þessu augnabliki hefði flóðbylgja sem
hrifið hefði okkur öll verið mér kærkomin.
Stúlkurnar flýttu sér upp á hærra land og
presturinn á eftir þeim. Eg starði á æðandi
gruggugt vatnið flæða þar til ég mátti ekki
lengur ef ég vildi lifa. Kominn í hópinn var ég
fámáll og hlédrægur og sagðist vilja hvílast.
Þegar ég var orðinn einn grét ég. Það hafði
ég ekki gert frá því fljótið tók foreldra mína
og allt sem við áttum. Nú skildi ég Isis sem
grét yfir Ósíris - og ég reyndi að koma saman
kveinstafasöng fyrir munn Isis. Við það varð
mér hughægra. Úndir kveld var ég kallaður á
fund prestsins - í sama herbergi og mörgum
árum áður. Ég gekk inn, staðnæmdist á gólf-
inu og horfði framan í hann. Ég var rólegur,
yfirvegaður en ég ætlaði ekki að segja neitt.
Við horfðumst í augu lengi.
-Við erum þjónar, herra hússins háa á
okkur eins og hann á landið, við höfum gefist
honum.
Ég svaraði þessu engu en starði á hann
áfram þar til hann þoldi ekki lengur við og
sagði að ég mætti fara.
Eg hafði löngu fyrr framið ófyrirgefanlega
yfirsjón í þessu herbergi. Mér var ekki hlíft
við afleiðingunum.
Höfundurinn er rithöfundur.
er alvee sama
hvað þú hlustar á
REYNISSON
& BLÖNDAL
SERVERSLUN MEÐ HLJOMTÆKI • SKIPHOLTI 25 • 105 REYKJAVIK • SIMI 51 I 6333 • INFO@ROGB.!S
-r
32 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999