Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Side 33
KATRÍN MIKLA SNÝR AFTUR
EFTIRTONY LENTIN
Alla sína stjórnartíð taldi Katrín mikla að Rússlandi
yrði ekki stjórnað eða óstand þjóðfélagsins bættón
þess að algert einveldi væri stjórnarformið. Hún var
samtó móti bændaónauðinni, en taldi ekki færtað
rísa gegn aðlii num með afnómi hennar.
KATRÍN mikla var í sjötíu ár í
útlegð úr rússneskri sögu.
Sovéskir sagnfræðingar töldu
hana hafa verið erlenda ævin-
týrakonu, hræsnara og sýnd-
arkvendi, sem hafi ekki sýnt
alþýðu Rússlands minnsta
. áhuga. Hún féll ekki inn í
stéttabaráttumunstrið, en samkvæmt kórrétt-
um kenningum var stéttabaráttan „hreyfiafl
sögunnar“. Katrín mikla var keisarainna
Rússa frá 1762-96 og tvöhundruð ára ártíð
hennar var á síðastliðnu ári. Endurmatið á
störfum Katrínar hófst með „glasnost" seint á
níunda áratugnum og upp úr 1990 hófst endur-
mat og uppreisn æru hinnar löngu liðnu keis-
arainnu ekki síst með umfjöllunum og ritum
Alexanders Kamenskys og Oleg Omelcheno. í
ágúst 1966 var haldin alþjóðleg ráðstefna í Pét-
ursborg til að minnast 200 ára ártíðar drottn-
ingar Rússlands.
Lydia Kisliagina skrifar að Katrín mikla hafi
að sönnu alltaf talað rússnesku með þýskum
hreim, en hún bendir á þá staðreynd að Katrín
hafi búið í Þýskalandi aðeins fyrstu fjórtán ár-
in af þeim sextíu og sjö sem hún lifði. Hún lifði
og starfaði hin fimmtíu og þrjú árin í Rússl-
andi. Kamensky hélt opnunarræðuna á ráð-
stefnunni í St. Pétursborg og benti í henni á
pólitíska snilld Katrínar, lagni hennar í valda-
baráttu og færni hennar i samningum og
mannlegum samskiptum. Hún hafði til að bera
óvenjulegt innsæi og mannþekkingu sem gerði
henni auðvelt að sjá vissa hæfileika í fari
manna og auðveldaði henni að laða menn til
fylgis við skoðanir sínar og tryggja sér holl-
ustu þeirra. Hún tryggði stjórnarfarslega
festu í meira en þrjá áratugi, þrátt fyrir and-
stöðu og valdakröfur sonar hennar, Páls, til
krúnunnar. Síðustu fjörutíu árin fyrir valda-
töku Katrínar hafði hver hallarbyltingin rekið
aðra, en öllum tilraunum til slíks var haldið í
skefjum, þótt réttmæt tilefni gæfust til þess
samkvæmt áliti fylgjenda Páls, sonar hennar.
Katrín mikla stefndi að ákveðnum markmið-
um í stjómarstefnu sinni. Hún lýsti því yfir í
Stefnuyfirlýsingu - Nakaz - sem hún gaf út
sem leiðsögn um nýjan lagabálk sem skyldi
staðfestur af fulltrúasamkomu, sem Katrín
kvaddi saman 1767. Þessi yfirlýsing hófst með
því að lýst var yfir að Rússland væri evrópskt
ríki. Þessi yfirlýsing gaf til kynna stefnu Kat-
rínar í utanríkis- og innanríkismálum. Hún
ætlaðist til að hugarfarsbreytingu yrði komið á
meðal þegna sinna og einnig var skilgreint
hver staða hennar væri sem drottningar Rúss-
lands. Inntak stefnu hennar var kenningin um
„hið upplýsta einveldi". Lög skyldu ríkja í
Rússaveldi, réttlæti og upplýsing var á stefnu-
skránni.
Katrín var sískrifandi athugasemdir og nót-
ur, nefndi sjálfa sig „blekbullara", einvaldinn
sem gekk með „lagaréttlætinguna í magan-
um“. Hún var haldin kenningum „heimspek-
inganna“ frönsku og trúði staðfastlega á upp-
lýsinguna. Hún áleit að upplýsingin myndi
verða til þess að skynsemin réði gjörðum
manna og leitaðist við að koma upp „almenn-
ingsáliti" meðal Rússa í þá veru. Hún setti
saman móralskar smásögur fyrir barnabörn
sín, kennslubækur og gamanleiki fyiir þegna
sína. 011 þessi skrif hennar voru mörkuð þeirri
trú að almenn skynsemi, brjóstvit og trúin á
hið góða í manninum myndi stuðla að þjóðfé-
lagslegum framförum og efla ábyrgðai-kennd
meðal þjóðarinnar og yi'ði þar með skapað sið-
aðra manna samfélag ábyrgra borgara í ríkinu.
Fræðsla og upplýsing myndi skapa „dygga
syni föðurlandsins" jafnvel „nýja mannteg-
und“. Hún stofnaði Smolny stofnunina, fysta
kvennaskóla í Rússlandi, fyrir ungar stúlkur af
aðalsættum og af borgaralegum uppi-una. Hún
studdist við nýjustu uppeldisfræðikenningar
og taldi að menntun kvenna myndi stuðla að
mótun borgaralegs samfélags. Hún virðist
hafa talið bændaánauðina, þ.e. ánauð og
þrældóm þegnanna, af hinu illa. Afstaða henn-
ar til vísinda samtímans kom, best fram í því að
hún var mjög fylgjandi bólusetningu, sem þá
átti ekki upp á pallborðið meðal helstu þjóð-
höfðingjaætta Evrópu af trúarlegum ástæð-
um. Katrín stofnaði til spítala og taldi að með
því að lækna fólk mætti skapa gagnsamlega
þegna úr fyrrum spítölsku og sjúku fólki. Hún
stofnaði rússnesku Akademíuna 1783. Þeirri
stofnun var ætlað það verk m.a. að staðla rúss-
nesku og í þeim tilgangi var samin Orðabók
rússneskrar tungu, sem skyldi gera rússnesku
hlutgenga með öðrum evrópskum þjóðtungum.
Menn skyldu taka eftir þessari afstöðu Katrín-
ar til þjóðtungunnar og minnast hinnar neik-
væðu afstöðu Friðriks mikla Prússákonungs til
þýskunnar skömmu áður.
Sovéskir sagnfræðingar höfðu ritað mikið
um útþenslu Rússaveldis á síðari hluta 18. ald-
ar og sleppt hlut Katrínai' miklu að þeirri út-
þenslu. Hún virðist hafa markað útþenslust-
efnuna framar öðrum og mótað
utanríkisstefnuna ekki síst gegn Tyrkjum.
Katrín mikla var mikill bókaormur. Hún var
ástríðufullur bókasafnari og hafði næman
skilning og smekk fyrir bókinni sem listaverki í
sjálfri sér, hún var það sem kallað er „bibliom-
aniac“. Trú hennar á þýðingu og gildi hins
prentaða orðs var tvímælalaus. Hún hvatti til
þýðingarstarfa og bókaútgáfu og vann að því
að rit skynsemishyggju og upplýsingar yrðu
lesin í ríki sínu. Bókaútgáfa hafði fram til 1783
verið einokuð af ríkisvaldinu, en það ár leyfði
hún og hvatti til sjálfstæðrar bókaútgáfu. Hún
gekk svo langt að margra áliti þá að hvetja
blaðaskrifara til að semja satírur og bein háðs-
rit gegn yfirvöldunum. Þegar franska bylting-
in brast á, neyddist hún þó til að draga í land
með ritfrelsið, tók aftur upp efth'lit með
útgáfustarfsemi.
Rússland á dögum Katrínar miklu var að
mestu byggt ólæsum og barbarískum bænda-
lýð. Stéttaskiptingin var algjör og yfirstéttin
skiptist hugmyndalega í pan-slavista, gamla
rússneska aristókratíið og þá sem litu í vestur-
átt og lögðu stund á evrópska siðun og
evrópska menntun. Það var í rauninni ofætlun
þessarar gáfuðu drottningar að ætla sér að
koma upp þjóðfélagi með evrópskum áhrifum
við þessar aðstæður. Afstaða Katrínar til
bændaánauðarinnar var talin mjög tortryggi-
leg af sovéskum sagnfræðingum, talin hræsni
eða sleppt að ræða þau mál frekar. En nú er
ekki lengur efast um einlægni hennar varðandi
þann málaflokk. Aðstæðurnar voru þess eðlis,
að það var fullkominn ógerningur að lina ána-
uðina með boðum ríkisvaldsins. Allur aðallinn
var andsnúinn hvers konai' breytingum á kjör-
um bænda og Pugachov uppreisnin 1773-74
gerði henni Ijóst að róttækar breytingar á
þjóðfélagsgerðinni gátu leitt til hrikalegra at-
burða. Pugachov var kósakki sem hóf uppreisn
í nafni hins myrta eiginmanns Katrínar, Pét-
urs III.
Bændauppreisnin hófst eins og áður segir
1773 og var lamin niður og Pugachov var hlut-
aður í parta á Rauða torginu í Moskvu, sem var
ekki beinlínis aðgerð í anda upplýsingarinnar.
Þessi uppreisn var alvarlegasta tilraunin til að
hrekja Katrínu frá völdum alla hennar stjórn-
artíð.
En þrátt fyrir þetta var trú ICatrínar á mátt
upplýsingar og skynsemi óbilandi, hún kynnti
upplýsinguna þegnum sínum og átti sjálf hlut
að þýðingum franskra upplýsingannanna á
rússnesku. Þegar Voltaire lést 1778, lét hún
senda sér hundrað eintök af síðustu útgáfu
verka hans, „svo ég geti dreift verkum hans,
þessa meistara míns, sem víðast. Ég vil að þau
verði fyrirmynd, ég vil að þau verði lesin og
íhuguð, lærð utan að, vil að þau verði hráefni í
nýjar hugsanir".
Sagnfræðingar hafa löngum íhugað þörf
Katrínar fyrir ímynd Katrínai- miklu. Hún
vann að því að gera þá mynd af sér sem sýndi
„gloire et grandeur" hinnar glæstu drottning-
ar, drottningar sem jók veldi Rússlands og
færði Rússa úr ástandi búrans í mynd siðaðs
og menntaðs Evrópumanns, altekinn skyn-
semisstefnu, raunhyggju og upplýsingu. Sú
mynd sem drottningin vildi skapa telja sumir
sagnfræðingar að hafi mótast af hæpinni rétt-
lætingu hennar til valda í Rússlandi, morða
eiginmanns hennar og þeim aðferðum sem hún
beitti til að fela líkið í kjallaranum. Fortíð
hennar þarfnaðist góðrar yfirbreiðslu og þá
komu í góðar þarfir myndir af „Minerva
Triumphant", frægir sigrar í baráttunni við
Tyrki, glæstar hallir og söfnun listaverka, sem
Rússar búa enn að, hirðsiðir sem vöktu undrun
og aðdáun og ást á menntun, listum og bók-
menntum auk bréfanna til Voltaires. Sigurhá-
tíðin eftir sigrana á Tyrkjum sýndi svo ekki
varð um villst mátt og veldi hins almáttuga yf-
irbjóðanda allra Rússa, dýrð og glæsileik -
„hina alvitru móður föðurlandsins“. Sonarson-
ur hennar var skírður eftir Alexander mikla og
Konstantínusi mikla. Það mátti marka hvert
hugur hennar stefndi.
Fræg mynd af Katrínu á ferðalagi um ríki
sitt, minnir á Potemkin og tjöld hans. Framhlið
þrifalegra bændabýla og vel kembdir og hrein-
ir bændur og eiginkonur þeirra fyrir framan
framhliðarveggina. Potemkin var ágætur her-
foringi og mikill vinur Katrínar og sem land-
stjóri í syðstu héruðum Rússlands vildi hann
sýna drottningunni hið ágæta ástand sem ríkti
í umdæmi hans.
Alla sína stjórnartíð taldi Katrín mikla að
Rússlandi yrði ekki stjórnað eða ástand þjóðfé-
lagsins bætt án þess að algjört einveldi væri
stjórnarformið. Hún trúði á að einveldið væri
söguleg og pólitísk nauðsyn fyrir Rússland
enda þótt hún ritaði um að konungsveldið yrði
að byggja á lögum og yrði að vera bundið lög-
um í konungsríkjum Evrópu á 18. öld. 1787 rit-
aði hún hugrenningar um „grundvallarlög"
sem mundu binda hendur einvaldra konunga.
Hún stóð fast á Stefnuyfirlýsingunni - Nakaz
frá 1767, þvert á allar stjórnarfarslegar teoríur
sínar, „um að stjómandi Rússlands væri al-
gjörlega einvaldur, ekkert vald nema persónu-
bundið vald einvaldsins gæti stjórnað með
árangri svo víðlendu ríki sem Rúss-
landi.. .annað stjómarform myndi leiða til
stjórnleysis og hörmunga fyi-ir föðurlandið...“
Þótt Katrín væri einvöld og vald hennar yfir
þegnum sínum algjört, þá tempraði hún alla
grófa valdbeitingu, hún tók alltaf tillit til stað-
reynda og gætti hófsemi í stjórnarathöfnum,
framkoma hennai' var alúðleg, hún gat vottað
samúð á þann hátt að menn fundu að þar var
engin sýndarmennska á ferðinni. Hún ritaði
íhuganú' og ráðleggingar fyrir sjálfa sig á
spássíur „Télemaque“ eftir Fénelon, „hlýhug-
ur og samúð þín má aldrei verða á kostnað eða
rýra á neinn hátt hin afdráttarlausu völd þín“.
Hún undirbjó vandlega allai’ stjórnarathafn-
ir sínar og ræddi þær við nánustu ráðgjafa sína
áður en til framkvæmda kom.
Eins og áður segir var frumkvæði hennar til
eflingar menntunar og lista glæstasta arfleifð
stjórnar hennar. Hún leitaðist einnig við að
endurskipuleggja umboðsstjórnina og stjórn
sveita og bæjarfélaga og þær ráðstafanir
mörkuðust af stefnu hins upplýsta einveldis,
samkvæmt skoðunum Omelchenkos. í utanrík-
ismálum gat hún vissulega stært sig af því að
hafa aukið áhrif Rússa í Evrópu og fært út
landamæri ríkisins, einkum á kostnað Tyrkja.
Hún mótaði stefnu Rússa til Konstantínópel,
rússnesku zarirnir töldu sig arftaka keis-
aranna í austur-rómverska keisaradæminu og
Katrín hélt þeirri stefnu til streitu í óþökk
helstu ríkja í Evrópu, sem töldu verulega
hættu steðja að Evrópu ef Rússar næðu yfir-
ráðum yfir sundunum, Konstantínópel og ná-
grenni, valdajafnvægið í Evrópu mundi stór-
lega raskast með stórauknum áhrifum Rússa
við Miðjarðarhaf og auknum áhrifum þeirra
austast í Evrópu - Póllandi.
Katrín mikla ætlaði sér að siðmennta hið
hálfbarbaríska ríki sitt með því að innprenta
þegnum sínum höfuðkenningar upplýsingar-
innar með fræðslu og uppeldi. Henni mistókst
þetta, vegna þess að í Rússlandi voru aðeins
tvær stéttir, eða öllu heldur tvær þjóðir, ann-
ars vegar aðall og ortódoxa kirkjan og síðan
allur þorri íbúanna bændastétt á „stigi hálfsið-
unar“. Þriðja stéttin, borgarar og iðnaðarmenn
voru vart til í evrópskri merkingu hugtakanna.
Það var ekki gjörlegt að útbreiða kenningar
skynsemishyggjumanna meðal meginhluta
þjóðarinnar með bóklestri, þai’ sem ólæsi var
algjört meðal þeirra. Aðallinn var tvíátta í af-
stöðunni til stjómarstefnu Katrínar miklu, en
þar voru áhrif hennar víðtækust. Afstaða ortó-
doxu kirkjunnar var afdráttarlaus gegn öllum
tilburðum í anda upplýsingarinnar.
Katrín mikla varð að hemja þá hugmynda-
fræði upplýsingarinnar sem hún mótaði
stjómaraðgerðir sínar eftir á fyrsta áratugi
ríkisstjórnai’ sinnar, eftir bændauppreisn
Pugachovs og enn frekai- eftir Frönsku stjórn-
arbyltinguna. En marktækustu umfjallanh- um
Katrínu miklu, eftir Kamensky og Omelchen-
ko, staðfesta þá mynd að Katrín hafi þrátt fyrir
allt, ætíð verið trú hugmyndum sínum og hug-
sjónum sem hún kynnti í Stefnuyfirlýsingunni
frá 1767 og stjórnarathafnir hennar þvert á
þær hugmundir hafi verið henni nauðsynleg^*
nauðung vegna stjórnarformsins. í athuga-
semd sem hún skráir 1787 segir: „Verður
ástundun mín og umhyggja fyrir velferð ríkis-
ins og þegna þess árangurslaus, vegna þess að
ég sé skýrt að ég get ekki löggilt að viðhorf mín
og hugmyndir erfist?"
En hugmyndir skynsemishyggju og upplýs-
ingar höfðu skotið rótum í hugum margra
þegna hennar og áhuginn fyrir siðmenntun
þjóðarinnar og evrópíseringu þjóðfélagsins
jókst í þessu víðlenda ríki. Þannig lifðu hug-
myndir Katrínar miklu áfram og á síðari hluta
19. aldar vai’ ánauð rússneskra bænda afnumin
og menntastefna Katrínar tekin upp fyrir til-.
stuðlan ríkisvaldsins. Iðnvæðing og uppkoma
borgarastéttar var hafin, læsi og heilbrigðis-
þjónusta jókst og leiðin virtist liggja til
Evrópu, en þá brast fyrri heimsstyrjöldin á og
afleiðingar hennar m-ðu til þess að hugmyndir
og hugsjónir Katrínar annarrar hurfu í þessu
víðlenda ríki, hurfu í sjötíu ár á þessari öld.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 33