Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Qupperneq 35

Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Qupperneq 35
til 1874, en eftir það voru klausturjarðir kallað- ar þjóðjarðir, og gengu afgjöld þá beint í ríkis- sjóð. Um og eftir aldamótin 1900 voru flestar klausturjarðir seldar ábúendum. Af nafnkunnum klausturhöldurum má nefna Gísla Magnússon, er nefndur var Vísi-Gísli, og Jón Þorláksson sýslumann, sem héldu staðinn á 17. öld. Gísli hóf fyrstur manna skipulegar ræktunartilraunir hér á landi, og Jón var lækn- isfróður og samdi fomsöguþætti. Frægastur þessara embættismanna konungs varð þó Hans Wíum á 18. öld (sjá síðar). Jón Þórdrinsson prests í Múla, Jónssonar, var klausturhaldari 1841 til dauðadags 1854. Hann var guðfræðing- ur frá Kaupmannahöfn, og hélt um tíma undir- búningsskóla fyrir þá sem fóm í lærða skólann í Reykjavík. Páll Ólafsson skáld var með þeim síðustu er gegndu embættinu. Hvernig klaustrið eignaðist Bessastaði Til er gömul þjóðsaga um það, hvemig klaustrið á Skriðu eignaðist Bessastaðatorfuna, sem ábótinn hafði lengi ágimst. Lét hann tií skarar skríða og bauð Bessastaðabónda heim til sin í veglega veislu. Meðan á veislunni stóð lét hann flytja heilmikið af hangikjöti út á veginn á milli bæjanna. Að lokum bauðst ábóti til að fylgja bónda áleiðis heim. Bóndi reyndi að af- þakka fylgdina, án árangurs. Komu þeir nú að „kjötfjallinu“, og brá bóndanum heldur í brún, því að nú bar ábóti það á hann, að hafa ætlað að stela kjötinu. Kvaðst hann myndi kæra bónda fyrir yfirvöldum ef hann seldi sér ekki jörðina eða gæfi klaustrinu hana. Neyddist bóndi þá til að láta jörðina lausa, og þarmeð hjáleigumar. (Þjóðsögur Sigfúsar 2. útg., 10. bindi, bls. 201- 202.) Kirkjan og kraftaverkið Samkvæmt gamalli helgisögn gerðist það eitt sinn í kaþólskum sið, er Valþjófsstaðarklerkur átti erindi út í dalinn að þjónusta deyjandi sókn- arbarn sitt, að hann tapaði kaleik og patínu. Fannst hvorttveggja á þúfu við götuna neðan við Skriðu. Var þá vín í kaleiknum og patínan með oblátum lá kirfilega ofan á honum. Þetta var álitið kraftaverk, og skömmu seinna var byggð kapella á staðnum þar sem bikarinn fannst. Stóð hún á neðsta hjalla dijúgan spöl fram og niður af bænum, þar sem heitir Kirkjutún. Þegar stofnað var til klausturs á staðnum var byggð þama ný og vegleg kirkja úr timbri, lík- lega með „útbrotum" og nokkrum öltumm eða stúkum, og fagurlega skreytt líkneskjum og myndum. Er það klausturkirkjan sem getið er í úttektinni 1598. Eftir siðaskiptin tók kirkjunni að hraka og líklega hefur hún verið rúin sínum bestu grip- um, þótt sumum væri skilað aftur. Hún var end- urbyggð um 1670, og þá í allt öðm og minna for- mi, að hluta til með torfveggjum. Það em rústir þeirrar kirkju sem nú getur að líta niðri á Kirkjutúni. Hún var formlega lögð niður árið 1792, og rifin skömmu seinna. Enn eimir eftir af hinni fomu helgi kirkjust- aðarins, því að á brún Klausturhamranna fyrir neðan vaxa eldgamlar birkihríslur, sem ekki má höggva eða skerða á annan hátt. Sé það gert missir bóndinn bestu kúna eða gæðing sinn. Klaustur-María Eitt af listaverkum gömlu klausturkirkjunn- ar var Maríumynd, sem virðist hafa horfið úr kirkjunni um aldar bil eftir siðaskiptin, en er getið í sfðari úttektum hennar. Árið 1950 barst Þjóðminjasafninu dálítið safn íslenskra fomgripa frá Bretlandi, sem breskur fiskkaupmaður, Pike Ward, hafði safnað. Þar á meðal var Maríulíkneski úr tré, sem honum var sagt að hefði fundist þegar bóndinn „á Klaustri við Lagarfljót“ var að rífa og endurbyggja gamlan fjósvegg. Hafa menn fyrir satt, að þar sé komin önnur Maríumyndin úr klausturldrkj- unni, eftir margra alda hrakning. „Að öðrum myndum ólöstuðum er þessi ein áferðarfegursta Maríumyndin, er safnið geym- ir,“ segir Heimir Steinsson í óprentaðri ritgerð um Skriðuklaustur. í tilefni af aldarafmæli Gunnars Gunnarsson- ar 1989 gengust nokkrir Héraðsbúar og átt- hagasamtök þeirra í Reykjavík fyrir því að láta skera út eftirmynd þessa Maríulíkneskis frá Skriðu. Það var Sveinn Ólafsson myndskeri í Reykjavík sem vann verkið, er þótti takast með ágætum. Maríulíkneskið er því á vissan hátt komið heim, og prýðir nú arinstofu Gunnars- húss. Leiði Jóns hrak Frásagnir af Jóni hrak (eða flak) em þekktar víða um land og tengdar ýmsum stöðum. Flest- ar ganga út á það, að Jón þessi hafi verið um- renningur, sem hafi látist um hávetur, og hafi menn ekki hirt um að grafa hann eins og aðra kristna menn, þ.e. að snúa leiðinu í rétta stefnu, heldur hafi það snúið „út og suður“. Fylgir jafn- an þessi alkunna vísa: Kalterviðkórbak, kúrirþarJónhrak, ýtar snúa austur og vestur, allirneraaJónhrak. Þjóðsagnapersóna þessi öðlaðist sérstaka upphefð með samnefndu kvæði Stephans G. Stephanssonar, en í því er þessi vísa: Þegar alþjóð einum spáir óláns, rætist það - ei tjáir, snilli mikils manns né sómi, móti fólksins hleypidómi. Falin er í iUspá hverri, ósk um hrakfór sýnu verri. Stefán virðist hafa tcngt sögnina um Jón hrak sérstaklega við Skriðuklaustur, því sagt er að hann léti hlaða upp leiði Jóns, sem menn töldu vera í suðausturhorni kirkjugarðsins þar, þegar hann kom hingað sumarið 1917. Síðar lét Hákon Bjarnason skógræktarstjóri gera legstein, með nafni Jóns, og setja á leiðið. Er það eini legsteinninn sem nú er sýnilegur í gamla kirkjugarðinum, og ekki er vitað um að Jón eigi sér slíkt minnismerki annarsstaðar. Vandratað i veröldinni Franzisca Gunnarsdóttir, sonardóttir Gunn- ars skálds, hefur ritað bók með æskuminn- ingum sínum frá Skriðuklaustri, en þar ólst hún upp til sjö ára aldurs. Franzisca tók sérstöku ástfóstri við Jón hrak og leiði hans í gamla kirkjugarðinum. Þangað fór hún oft og ræddi við Jón í einrúmi. Á leiðinni tíndi hún blóm og lagði á leiðið, með tilheyrandi signingu og bænalestri. I lok athafnarinnar fór hún með vís- una um Jón dálítið breytta: Kalterviðkórbak, kúrirþar Jónhrak. Itar snúi norður og niður, allirnemaJónhrak. Þannig vildi hún rétta hlut Jóns gagnvart sveitungum hans, sem voru svo ósvífnir að snúa leiðinu öfugt. (Franzisca Gunnarsdóttir: Vand- rataðí veröldinni. Rvík. 1987.) Bessasteinn og fleiri steinar Svo nefnist steinkúla ein, um 40 sm í þvermól, sem lengi hefur verið á Klaustri, notuð sem afl- raunasteinn, ásamt öðrum steini nokkru stærri. Liggja þeir sunnan við bæinn hjá stubbum af stóru og margstofna reynitré, sem búið er að höggva niður, en áður lá hann við hestaréttina, sem nú er horfin. Bessasteinn var upphaflega á Bessastöðum, sem fyn- var getið, og sparkaði Bessi gamli hon- um niður á völlinn, til að marka sér legstað (sjá grein um Bessastaði í Lesbók 6. nóv. sl). Dæld er í steininn sem á að vera far eftir sparkið. Haugur Bersa er um 200 m frá bænum, og hef- ur þetta því verið myndarlegt spark, sem eng- inn fótboltagarpur gæti leikið eftir. „Þykir all- sterkur maður er veltir honum vel yfír öxl sér,“ segir Sigfús Sigfússon (Þjóðs. VI, 11), en hann telur steininn vega um 170-180 kg. Af hinum steininum er engin saga. Er það að- eins á færi kraftajötna að lyfta honum. Enn- fremur er í hlaðvarpanum á Klaustri gamall „steðjasteinn", líklega úr einhverri smiðju á staðnum. Ofan á honum miðjum er ferköntuð hola eftir steðjann. Hann er nú kallaður Hesta-m steinn og hefur ef til vill verið notaður sem slík- ur. Hans Wíum og Sunnevumál Hans Jensson Wíum (1712-1788) er frægast- ur þeirra umboðsmanna konungs er sátu á Skriðu og fóru jafnframt með sýsluvöld. Jens Wíum, faðir hans, var danskur, einnig sýslu- maður, og þótti óvæginn dómari. Árið 1740 dæmdi hann systkin tvö úr Borgarfirði eystra til lífláts á Bessastöðum í Fljótsdal, fyrir að hafa átt barn saman, því að þá var Stóridómur í gildi. Þau hétu Jón og Sunneva, Jónsböm. Hún var þá 16 ára en hann aðeins 14. Fáeinum dögum síðar fórst Jens sýslumaður á báti í mynni Seyð- isfjarðar, ásamt sjö öðmm mönnum. Slysið þótti dularfullt, því að veður var ekki tiltakan- lega slæmt. Spunnust af því margar sögur. (Agnar Hallgrímsson: Jens sýslumaður og hvarf hans vorið 1740. Múlaþing 22: 101-114. 1995.) Hans tók þá við embætti föður síns, og m.a. málum Jóns og Sunnevu, sem kölluð vom Sunn- evumál, en dóminum hafði þá verið skotið til Al- þingis og konungs náðar. Sunnevumálin stóðu með nokkmm hléum í tvo áratugi, og em ein- hver lengstu og flóknustu sakamál sem um get- ur hérlendis, enda reyndust þau Hans Wíum erfið og afdrifarík. Þau systkin vom í haldi á Skriðuklaustri næstu árin, og vildi þá ekki bet- ur til en svo, að Sunneva varð þunguð í annað sinn. Á Alþingi árið 1743 lýsti Sunneva því yfir, -»• að Hans væri faðir að þessu síðara bami sínu, og tók málið þá að vonum nýja og óvænta stefnu. Stóð Sunneva við þann framburð til dauðadags, en hún lést í varðhaldi á Klaustri, líklega veturinn 1757-58. Hans sór fyrir bam- eign þessa, og 1758 var fyrri dauðadómur stað- festur yfir Jóni, enda játaði hann að hafa getið bæði böm systur sinnar. Konungur breytti dómnum í ævilanga þrælkun. Jón var svo flutt- ur á Brimarhólm og loks norður á Finnmörk í Noregi, sem var eins konar fanganýlenda Dana um þetta leyti. Þar mun hann hafa borið beinin. Sunnevumál hafa orðið viðfangsefni skálda og rithöfunda. Rögnvaldur Erlingsson frá Víði- völlum samdi leikritið „Sunneva og sonur ráðs- mannsins" út af þeim, sem leikið var á Egils- stöðum 1979 og víðar, og Bretinn Dominic Cooper samdi skáldsögu, sem Franzisca Gunn- ^ arsdóttir þýddi. (Sunnevumálin. Öm og Örlyg- ur. Rvk. 1980.) Ymsir hafa ort kvæði og ljóða- bálka um Sunnevu, m.a. Bjarni Þorsteinsson í Höfn og Jörgen Kjerúlf. Vinur smælingjanna Þótt Hans Wíum væri nokkuð brokkgengur virðist honum hafa ofboðið réttarfar samtímans og harka valdsmanna gagnvart smælingjum, sem brotlegir gerðust, og reynt á ýmsan hátt að draga úr broddi laganna og túlka þau á mildari hátt en vant var. Kemur það m.a. fram í Sunn- evumálum, þar sem hann er iðulega sakaður um slælega gæslu þeirra systkina. Fyrir þetta skapaði hann sér óvild annarra-' embættismanna, er fylgja vildu lagabóksta- fnum, svo sem Péturs sýslumanns á Ketilsstöð- um, er lét dæma hann frá embætti fyrir emb- ættisglöp árið 1754, einkum í Sunnevumálinu, en þeim dómi var hnekkt í hæstarétti Dan- merkur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 35

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.