Lesbók Morgunblaðsins - 18.12.1999, Qupperneq 39
Þórarinn B. Þorláksson: Hekla, 1922. Jón Stefánsson: Sumarnótt / Lómar við Þjórsá, 1929.
FRUMHERJARNIR Á SÝNINGU í LISTASAFNIÍSLANDS
GRUNDVÖLLUR
ISLENSKRAR NÚ-
TÍMAMYNDLISTAR
Sýningin Vormenn í íslenskri myndlist verður opnuð í
neðri sölum Listasafns fslands í dag. Þar má sjá verl<
úr eigu safnsins eftir listamenn sem 1 ögðu grunninn að
nútímamyndlist hér á landi á fyrstu áratugum 20.
aldar. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓUIR gekk um sc ili
/Igd með safnstjóranum Ólafi Kvaran.
SÝNINGIN er hin seinni af
tveimur sem ætlað er að varpa
ljósi á stöðu myndlistar á Is-
landi við aldarlok en á hinni
fyrri sem opnuð var um síðustu
helgi eru verk hinnar nýju alda-
mótakynslóðar. Á vormanna-
sýningunni eru verk listamanna
sem komu fram á fyrstu áratugum aldarinnar,
sem senn er að ljúka, og lögðu grunninn að nú-
tímamyndlist hér á landi. I sal 1 eru verk eftir
Þórarin B. Þorláksson, Ásgrím Jónsson, Jón
Stefánsson og Jóhannes S. Kjai-val sem með
landslagstúlkun sinni lögðu grunn að íslenskri
landslagslist og áttu stóran þátt í að móta sýn
þjóðarinnar á landið. 1 sal 2 eru verk eftir þær
Kristínu Jónsdóttur og Júlíönu Sveinsdóttur,
sem voru fyi-star íslenski'a kvenna til að helga
sig málaralistinni, og þá Finn Jónsson, Gunn-
laug Blöndal og Jón Þorleifsson sem allh- áttu
þátt í að færa nútímaleg viðhorf inn í íslenska
myndlist á mótunarárum hennar.
Ólafur Kvaran segir alla þessa listamenn
hafa átt það sameiginlegt að hafa tekið þátt í að
skapa það sem við köllum íslenska nútíma-
myndlist. „Það kemur mjög skýrt fram hér í
sýningunni að þetta fjallar fyi-st og fremst um
túlkun á íslenskri náttúru. Það sem við sjáum
hér er fyrir löngu orðið hluti af menningarlegri
sjálfsmynd þjóðarinnar, þessi sýn á landið og
þessi túlkun á landinu. Samtímis því sem þessir
listamenn túlka íslenska náttúru hver með sín-
um hætti er þetta líka spurningin um mismun-
andi tengingar við heimslistina,“ segir hann.
Ólafur bendii' á hvernig hinn bókmenntalegi
menningarai'fur og myndlistin togast á í upp-
hafi og hvernig listamönnum eins og t.d. Jóni
Stefánssyni og Kjarval tekst að sprengja sig út
úr hinni allt að því bókmenntalegu afstöðu og
rómantísku sýn sem birtist t.d. í verkum Þórar-
ins B. Þorlákssonar þegar þeir kynnast sam-
tímalistinni.
„Við sjáum vel í verkum Þórarins ákveðna
fjarlægð, þar sem allt er mjög hefðbundið og
upphaíið. Þegar við lítum á Kjarval sjáum við
að hann er kominn alveg inn í landið, það er allt
önnur nálægð í verkum hans. Hjá Ásgrími
Jónssyni er áherslan fyrst og fremst á birtuna
og birtuspilið í náttúrunni, meðan Jón Stefáns-
son er fyrst og fremst í forminu," segir Ólafur.
Hann færir sig yfii- í hinn salinn, þar sem
gefur að líta verk þeirra Kristínar Jónsdóttur,
Júlíönu Sveinsdóttur, Finns Jónssonar, Gunn-
laugs Blöndals og Jóns Þorleifssonar. „Með
þessari kynslóð verða tengslin við evrópska
samtímalist þéttari. Sérstaklega er það merki-
legt með Finn Jónsson, sem hefur tengingar
við það róttækara sem er að gerast í evrópskri
list á þriðja áratugnum. Hann er mun róttæk-
ari í listsögulegum skilningi en jafnaldrar hans.
Islenskir listamenn um 1920 tengjast fyrst og
fremst listviðhorfum sem voru ráðandi í
Evrópu við lok 19. aldar. Kjarval tengist symb-
ólismanum, Jón Stefánsson sækir sínar for-
sendur í Césanne, Ásgrímur í impressjón-
ismann, þannig að hinar stílsögulegu forsendur
í verkum Finns Jónssonai’ hafa í för með sér að
nútíminn er allt í einu kominn til Reykjavíkur.
Gunnlaugur Blöndal hefur sérstöðu í þessari
kynslóð listamanna upp úr 1920 með sínum
litaskilningi og þeh'ri ljóðrænu vidd sem birtist
í hans verkum, meðan Kristín og Júlíana styðj-
ast meira við hefðbundin gildi,“ segir Ólafur.
Hann segir ástæðu til að benda á að á sýn-
ingunni sem nú er að hefjast gefist listunnend-
um færi á að sjá nokkur öndvegisverk, sem
ekki eru sýnd nema tvo til þrjá mánuði á ári en
gestir safnsins spyrji oft um og sýni sérstakan
áhuga á að sjá. Þar á hann við málverk á borð
við Heklu Ásgiíms Jónssonar, Skógarhöllina
eftir Kjarval, Sumarnótt/ Lóma við Þjórsá eft-
ir Jón Stefánsson og Heklu Þórarins B. Þor-
lákssonar.
Um samspil hinna tveggja aldamótakyn-
slóða, sem nú eru leiddar saman í Listasafni Is-
lands segh' Ólafur að báðar kynslóðirnar fáist
við íslenska náttúru, þó á ólíkan hátt sé. „Ungu
listamennirnir á efri hæðinni túlka íslenska
náttúru á alveg nýjum forsendum, í gegnum
menninguna og í gegnum söguna. Maður sér
líka vel hvernig þessi verk gömlu aldamóta-
kynslóðarinnar eru orðin hluti af hinni menn-
ingarlegu sjálfsmynd, hvort sem það er sjálfs-
mynd þjóðarinnar eða listamannanna. Það er
ekki tekist á við náttúmna í dag, án þess að
þetta sé fyrir hendi,“ segir hann.
Sýningin stendur til 16. janúai'. Listasafn ís-
lands er opið milli jóla og nýárs.
Jóhannes S. Kjarval: Skógarhöllin, 1918.
Opið í verslun okkar til kl. 22 öll kvöld til jóla
tónlistargjafír
TILL HAVS
The Bach Book
3acques Leussier Tíi»
Jussi Björling - TiII havs
Höfum fengið nýtt upplag af þessum
geysivinsæla geisladiski sem inniheldur
m.a. Ó helga nótti ódauðlegum flutningi
Jussa Björlings. Á Till Havs syngur Jussi
ÖII sænsku lögin sem hann hafði dálæti á,
m.a. Tonerna, Jag langtar dig og
Aftonstamning.
Hilmar Örn Hilmarsson -Börn
Náttúrunnar
Tónlistin úr kvikmyndinni Börn
Náttúrunnar er eftirminnileg cnda
ægifögur og dularfull. Loksins er
geisladiskurinn fáanlegur á íslandi. Hlaut
æðstu verðlaun evrópskra kvikmynda-
gerðarmanna, Felixinn, árið 1991.
Jacqucs Loussier TVio - The Bach Book
Meistari Loussier er þckktur fyrir
djassútsetningar sínar á vcrkum Bachs. Á
nýjasta geisladisk sínum leikur hann m.a.
Brandenborgar konsert nr. 5 og kóralinn
Slá þú hjartans hörpustrengi og útkoman
cr hinn fullkomni samruni klassískrar
tónlistar og djass.
Afmælisgjöf Marriners er einhver
veglegasta geisladiskaútgáfa síðari
ára. A 10 diskum er að fmna margar
af perlum tónlistarinnar í flutningi
Marriners og St. Martin in the Fields
hljómsveitinnar ásamt einvala liði
einleikara.
10 diska sctt á aðcins kr. 5000,-
J.S.Bach-Sálmar og sálmaforspil
fyrir aðvcntuogjól.
Hin gullfallega jólatónlist Bachs fyrir
kór og orgel í ffamúrskarandi flutningi
úrvals listamanna."Stjórnandinn
Helmut Rilling laðar framfágœta
hátíðarstemmingu...". "Þetta er hreint
út sagt frábœrt safn... ” Valdemar
PálssonMbl. 16.9.1999.
Landsins mesta úrval af bókum
um klassíska tónlist
ásamt f jölda myndbanda
12 Tónar
Erum með alla íslensku jólaútgáfuna
Sendum í póstkröfu
á horni Barónsstígs og Grettisgötu *
Sími511-5656
12tonar@islandia.is
klassík - jazz - heimstónlisl - kvikmyndatónIist - raftónlist
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. DESEMBER 1999 3S>