Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 13. júní 1987 Halldór Ásgrímsson: ,Ekkert kerfi svo gott að því þurfi aldrei að breyta ‘ „Mín skoðun á þessum málum Iiggur Ijós fyrir og hefur gert það !engi“, sagði Halldór Ásgrimsson, sjávarútvegsráðherra, þegar Al- þýðublaðið leitaði álits hans á framtíð kvótakerfisins. Halldór kvaðst álíta nauðsynlegt að halda í viðmiðunarreglur fyrir hvert ein- stakt skip, því heildarkvótar með frjálsum veiðum að öðru leyti myndu ekki tryggja þau markmið, m.a. um hagkvæmni veiðanna, sem menn væru sammála um. Halldór taldi þó ljóst að einhverj- ar breytingar yrðu á kvótakerfinu. Sem dæmi nefndi hann að sóknar- marksaðferðin yrði ekki notuð áfram með sama hætti. Hann nefndi einnig að rækjuveiðar hefðu vaxið griðarlega síðan kvótakerfið var tekið upp og tími væri því kom- inn til að taka þessar veiðar inn í stjórnun fiskveiðanna. Þá sagði Halldór ennfremur að breytingar þyrfti að gera varðandi veiðar smábáta og sagðist vera þeirrar skoðunar að færa þyrfti stærðarmörkin eitthvað niður frá þeim tíu tonnum sem nú eru í gildi. Núverandi kvótalöggjöf gildir aðeins fram til næstu áramóta og sagði Halldór i því sambandi að hann hefði áður lýst því yfir að hann hefði talið þörf á að fram- lengja lögin, þannig að ekki skap- aðist sú óvissa sem nú ríkir. Halldór sagðist þó telja það útilokað að menn fengju að veiða meira á þessu ári en núverandi kvótareglur segja til um. Halldór var einnig spurður hvort hann hefði orðið var við einhvern ákveðinn vilja meðal nýkjörinna þingmanna, þannig að unnt væri að gera sér nú grein fyrir því hvaða breytingar kynnu að verða á fisk- veiðastjórnuninni þegar þing fer að fjalla um þessi mál í haust. „Stjórn- málamenn eru mjög varkárir í þessu efni“, svaraði Halldór, „og gera sér afar vel grein fyrri því að þeir eiga ekki að búa við þetta ein- ir“ Hann kvaðst því telja að mjög náið samráð yrði haft við hags- munaaðila í sjávarútvegi áður en breytingar yrðu gerðar. Halldór sagðist þó telja útilokað að kvóta- kerfið yrði fellt niður, en dró ekki dul á það að hann teldi að gera þyrfti á því ýmsar breytingar. „Það mun halda áfram með nauðsynlegum breytingum", sagði hann. „Það er ekkert kerfi svo gott að því þurfi aldrei að breyta." Helgi Laxdal, Farmanna- og fiskimanna- samband íslands: „Kvótinn hækkar ekki verð á skipum" „Eg hef alltaf verið fylgjandi kvótanum og það er engin breyting hjá mér í þeim efnum. Eg tel að við eigum að halda áfram að byggja veiðarnar upp á þessari kvótaskipt- ingu, ég sé ekki aðra leið betri eða færari. Það verður að hafa ein- hverja stýringu á veiðunum. Menn hafa í gegnum árin verið að reyna að búa til fiskveiðistefnu en það hefuraldrei náðst fyrrog kvótinn er eina kerfið sem tryggir þann há- marksafla sem við höfum ákveðið i upphafi. Með kvótakerfinu er einn- ig mögulegt að skipta þessu þokka- lega á milli skipa og landshluta. Þetta kerfi hefur tryggt það. Aftur á moti hefur komið upp svolítið vandamál varðandi báta undir tíu tonnum og á því máli þarf sérstak- lega að taka. Mér sýnist að þurfi helst að fara varlega varðandi sóknarmarkið. Það kerfi er byggt upp þannig að mögulegt er að fara 10% fram úr mörkum, og ef þetta verður látið óáreitt þá þýðir það að við munum alltaf auka þennan hluta inn í kvót- anum. Kvótinn fylgir skipunum fyrsta árið. Ef skip er keypt á miðju ári þá fylgir kvótinn skipinu út það ár, en síðan fer það í sóknarmark. Því hefur verið haldið fram að verð á skipum hafi hækkað með kvóta- kerfinu, en það er röng hugsun þar á bak við. Fyrir nokkrum árum var ákveðið að fjölga ekki skipum í flotanum og um leið og búið var að ákveða að ekki kæmust ný skip inn í atvinnugreinina, þá var í raun búið að hækka verðið á gömlu skipun- um. En verðið hækkaði ekkert meira með kvótakerfinu. Það er út- breidd vitleysa sem sumir ganga með og tala um í blöðum. En ég er kvótasinni." Friðrik Pálsson, Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna: „Kvótinn verði bundinn útgerðarfyrirtækjunum" „Min skoðun er sú að það sé var- hugavert að binda kvótann við skipin eins og gert hefur verið fram Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands: r m ■ Kvótinn illskasti kosturinn" „Sjómannasamband íslands er fylgjandi þeirri stefnu sem tekin var á sínum tíma varðandi kvóta á skip. Við erum að sjálfsögðu ekki full- komlega ánægðir með þá útfærslu sem þar var gerð, en aldrei er það svo að það megi ekki lagfæra hlut- ina þegar séð er hvernig þeir koma út. En varðandi kvótann sjálfan, þá teljum við að hann hafi verið ill- skásti kosturinn af þeim möguleik- um sem fyrir hendi voru á þessum tíma. Við teljum það hins vegar ekkert breytt í þeim efnum enn er gefi tilefni til að afnema kvótann. Bæði er það að fiskstofnar eru í verulegri hættu og að nauðsyn er á stjórnun í þessum málum enn. Ég tel hins vegar ekkert það kerfi til sem ekki megi laga og sníða þá agnúa af sem á því eru, eins og fram kemur í okkar ályktun. Svo sem það að við erum alfarið á móti því, og höfum verið frá upphafi, og láta fiskinn sem syndir í sjónum ganga kaupum og sölum óveiddan. Síðan eru ýmsir agnúar á þessu sem við teljum að þurfi lagfæringar við, en kerfið sjálft teljum við að verði að vera við lýði áfram“ að þessu. Mér líst mikið betur á þær hugmyndir sem fram hafa komið í stjórnarmyndunarviðræðunum sem nú standa yfir, að kvótinn væri bundinn lögaðilum sem eiga þessi skip eða útgerðarfyrirtækjunum. Menn hagi þá stærðum og gerðum skipa eftir meiri hagkvæmnissjón- armiðum heldur en hingað til hefur verið gert. Hins vegar dettur mér ekki í hug að allir verði á eitt sáttir um það á hvern hátt best er að leysa þetta, en ég held að við verðum að þreifa okkur betur áfram en gert hefur verið,- binda okkur ekki við þetta eina fyrirkomulag. Afkoma frystingarinnar hefur verið góð það sem af er þessu ári og vonandi verður svo áfram út árið. Það er helst að vanti fleira fólk til að vinna við fiskinn, þar er flösku- hálsinn fyrst og fremst. Launakjör í fiskvinnslu hafa batnað talsvert, en það er alveg sama hvert litið er, það er allsstaðar mikil yfirspenna á vinnumarkaðinum. Launakjör í fiskvinnslunni mættu þó vafalaust batna enn meir og fyrst og fremst er það fólkseklan sem hamlar því að hægt sé að vinna meira. Á sumum stöðum er það reyndar svo að fiskur fer mikið út í gámum og þar væri hægt að vinna meira ef afli fengist til vinnslu í landil'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.