Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 13. júní 1987 Fátt er það sem verið hefur eins mikið í umræðu manna á milli á undanförnum mánuðum og hið nýja húsnæðislánakerfi. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins svarar hér á eftir þeirri gagnrýni sem hörðust hefur verið á hið nýja kerfi. „ Bœklingunnníi Síðan kemur bæklingurinn „Nýtt lánakerfi — Breyttir tímar“ sem Stefán Ingólfsson skrifaði heil- síðugrein um í DV. En hver er sagan á bak við bæklinginn? Hún er sú að í vor er hringt í mig úr félagsmála- ráðuneytinu og sagt: „Félagsmála- ráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé nauðsynlegt að gefa út bækling til kynningar á nýja húsnæðislánakerfinu. Hann verður gefinn út af félagsmálaráðu- neytinu og Húsnæðisstofnunni sameiginlega og þú ert vinsamlega beðinn um að tryggja það, að ekk- ert í bæklingnum sé í ósamræmi við gildandi lög og reglur um starfsregl- ur stofnunarinnar. Að öðru leyti mun auglýsingastofan Gylmir sjá um samsetningu efnis og útgáfu bæklingsins. Ætlunin er að gefa bæklinginn út í stóru upplagi (mig minnir sextíu þúsund eintökum) og senda eintak inn á hvert heimili á landinu. Þetta telur ráðuneytið nauðsynlegt til þess að málefnaleg kynning fari fram, að bæklingur um þetta efni fari inn á hvert heimili á landinu.“ Gott og vel, sagði ég. Þá það. Síðan fer auglýsingastofan Gylmir af stað og ákveðinn starfs- maður þar fer að senda mér handrit til yfirlestrar. Ég les þau yfir, hvað eftir annað, og lagfæri ýmsar villur sem þar var að finna. Og í lokin er þetta allt saman orðið villulaust og bæklingurinn er prentaður. En þá birtist þessi svaka grein í DV eftir Stefán Ingólfsson, þar sem hann segir að þessi bæklingur sé ekkert annað en andskotans ómerkilegt áróðursskjal, uppfundið af Fram- sóknarflokknum og skítlegt að Húsnæðisstofnun skuli láta hafa sig út í þetta. Og að minnsta kosti tvennt er rangt í bæklingnum. Ann- ars vegar þessi „statistik“ um fast- eignaverð miðað við lánskjaravísi- tölu — mynd á bls. 5. Og hins vegar texti þar rétt fyrir ofan þar sem seg- ir: „Þegar á heildina er litið hefur fjöldi umsókna reynst svipaður því sem var áætlað" Þetta heyrði maður í fjölmiðlum og á þes'su voru menn að staglast, hver um annan þveran, dögum og vikum saman. Og eftir að ég hafði Iesið þessa grein Stefáns, hugsaði ég með mér: „Ef til vill er eitthvað til í þessu. Það er að minnsta kosti nauðsynlegt fyrir mig að ganga úr skugga um það hvort þetta er rétt“ Ekki síst þar sem hann blandaði Guðmundi G. Þórarinssyni og Framsóknarflokknum inn í þetta og mér fannst ekki æskilegt að þessi stofnun flæktist þannig inn í ein- hverja flokkspólitíska deilu, eða lægi undir ásökunum um það að vera að gefa út flokkspólitískan áróðursbækling. Þess vegna dró ég þennan bækling til baka hérna á stofnuninni, en ég hafði ekkert með dreifingu hans að öðru leyti að gera, og stöðvaði dreifingu hans hér á meðan ég var að athuga þetta. Þessi stöðvun dreifingarinnar stóð yfir í um það bil tvær vikur og varaði reyndar fram yfir kosningar, en það var eins og hver önnur tilviljun. Ég hringdi í Magnús Ólafsson, for- stjóra Fasteignamatsins, en hann hafði þá ekki séð bæklinginn og hann bað mig að senda sér þrjú ein- tök sem ég gerði strax. Ég innti. hann eftir því hvort „statistikin" væri rétt. Hann hringdi síðan í mig eftir kosningar og sagði: „Ég hef skoðað þessa ,,statistik“ og hún er réttí* Síðan hafði ég samband við höfund bæklingsins hjá Gylmi og sagði við hana: „Þú sást þessar ásakanir í DV. Hvað er hæft í þessu?“ Og þá sagði hún: „Ég samdi handritið og bæklinginn og ég legg starfsheiður minn að veði fyrir því, að ég lagði kapp á það að hann í einu og öllu væri réttur. Og ég gekk eins grannt úr skugga um heimildir og ég frekast gat. Þar á meðal fékk ég þetta línurit hjá Fast- eignamati ríkisins og birti það. Línuritið sem ég fékk hjá Fast- eignamatinu var þó breiðara, þann- ig að það byrjaði fyrr. í bæklingn- um byrjar það árið 1980, en það sem ég fékk hjá Fasteignamatinu byrjaði fyrr. En mér fannst óþarfi að láta alla þá lengju birtast, þannig að ég klippti framan af henni og notaði þann part sem er í bæklingn- um. En síðan les ég í DV í grein eftir Stefán Ingólfsson, að hér hafi verið framin hrikaleg fölsun í þeim til- gangi að sýna allt aðra mynd af þessu en raunverulega var og að sú fölsun hafi verið framin að undir- lagi félagsmálaráðherra og Fram- sóknarflokknum til þess að fegra ástandið. En ég gerði þetta ein og ótilkvödd. Mér fannst faglega séð þetta einfaldlega nóg. Og efnislega tel ég að þetta komi rétt út svona. Það var sem sagt ekkert samsæri á bak við þetta, ég gerði þetta upp á eigin spýtur" Samsœri? En þá er spurningin: Er þá ekki eitthvað samsæri á bak við textann: „Þegar á heildina er litið hefur fjöldi umsókna reynst svipaður því sem var áætlað?" „Neiý sagði höf- undur bæklingsins hjá Gylmi. „Ég setti þennan texta lika saman og enginn hafði nein afskipti af því!‘ „Gott og vel“, segi ég, „en hvaðan hefurðu þetta?“ „Já, ég var ekki ánægð fyrr en ég var búin að ganga alveg úr skugga um að þetta stæð- ist, með því að fara í greinargerðina hans Hallgríms Snorrasonar Hag- stofustjóra, sem var formaður Hús- næðislaganefndarinnar. Þegar ég var búin að fá hans greinargerð í hendur, þá þóttist ég alveg viss um að ég gæti látið þessi orð fara. Og það gerði ég á þessum grundvelli. Og það hafði engin áhrif á mig á einn eða annan hátt“ Ekkert athugavert Þegar að þetta tvennt var komið, að Magnús Ölafsson, forstjóri Fast- eignamatsins og Augiýsingastofan Gylmir voru búin að fullvissa mig um að þetta væri nákvæmlega rétt og fagmannlega unnið af þeim, þá sá ég enga ástæðu til þess að stoppa bæklinginn heldur opnaði á nýjan leik fyrir hann, þannig að hann er til dreifingar hér síðan og verður framvegis. Og húsnæðisstofnunin hefur kostað útgáfu hans og ég get ekki séð neitt athugavert við það, þar sem að þetta er málefnaleg kynning á nýja húsnæðislánakerf- inuý segir Sigurður E. Guðmunds- son framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunar ríkisins. Rowenra kaffivélar Rowenfa fkos 10 bolla kaffikanna kr. 1.990.- Rowenta fkoo 10 bolla kaffikanna kr. 4.226.- (D !, — *■' ^ 1 rnm u SSí * Rowenfa fkbi 10 bolla kaffikanna með gullsíu kr. 5.341.- Rowenta fk^o 10 bolla kaffikanna með hitakönnu kr. 4.847.- 8 bolla kaffikanna kr. 2.652,- Fást í öllum betri raftækjaverslunum Nýjabæ-Eiðistorgi Simi 622-200

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.