Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 19

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 19
Laugardagur 13. júní 1987 19 SIGURÐUR ANTON FRIÐÞJÓFSSON: OÐUR ÖLDUNNAR Frá myrkvuðum skógum djúpsins dala, í dögun var hafin mín för. Eg lagði á víðáttur sjávarsala, sigurviss, glöð og ör. Þá vindanna guðir á vœngjum mig báru og vöktu af dvala mitt afl. Eg breyttist úr hljóðlátri undiröldu. í œðandi brotsjávarskafl. Eg va/ds míns naut og vinda mátta í villtum, stígandi dans. Skapaði í ofviðri ískaldra nátta örlög hvers farandi manns. Og margir urðu þá gröf að gista, sem gerð þeim í upphafi var. I bárunni ólgandi fang að flýja og felast að eilífu þar. Hvað varðar mig, er eg fer minna ferða, framtíð eins veikburða manns? Eg er sigrandi dóttir sjávarguðsins og sverðið í mundum hans. Er sólstafir glituðu fannhvítan faldinn, var friður um sjávarslóð. Og einmana sjómanni gaf eg þá gleði, sem gistir hans morgunóð. Ef lítið þið menn yfir /ognkyrran sceinn, Ijóma hinn nýja dag, þá sjáið þið birtast hjá sjávaröflum, samheldni og brœðralag. Og nú mun eg loks fyrir sandinn syngja síðustu Ijóðin mín . . . Og líða að fótum lítilla barna, sem leika með skipin sín. EINAR BENEDIKTSSON: LOGNSÆR Kvika, mjúka bylgjubrjóst, bœldu þína sorg og gleði. Hvíldu þig svo létt og Ijóst við lognsins frið og breyttu ei geði. Loftsins straumar líða hœgt, lyfta þér svo blítt og vœgt, stíga hljótt hjá risabarnsins beði. Á þér sé ég, unnarbrá, eins og svip af hrannarsköflum. Spegi/vangans glampi og gljá grúfir yfir huldum öflum. — Ólgubrjóst, þín andartog eru þung sem stormsins sog. Djúpsins vœttir leika að tening töflum. Mikla, kalda dulardjúp, drauma minna líf þú glœðir. — Afl þitt bak við bjarmans hjúp ber mig upp í loftsins hceðir. Bcerast sé ég báruvceng, breiðast sé.ég hafsins sceng, þar sem brimsins þróttur bundinn ceðir. Kvikan, mjúkan bylgjubarm bið ég leggjast mér að hjarta, dögg í auga, djúpan harm með dularhjúp um andann bjarta; hóglátt mál og brennheitt blóð, blceju af kulda um hjartans glóð. — Kraft, sem ei vill cerslast hátt né kvarta. NÝTT SÍMANÚMER RÍKISSKATTSTJÓRA Mánudaginn 15. júní n.k. verður tekið í notkun nýtt símanúmer hjá embættinu. Nýja símanúmerið er: 623300. RÍKISSKATTSTJÓRI V) .7.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.