Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 17
Laugardagur 13. júní 1987
17
Garðar sýnir í Garðabæ
Garðar Jökulsson opnar málverkasýningu I Kirkjuhvoli, Garðabæ, 16.
júnl n.k. kl. 20.00. Að þessu sinni mun Garöar einungis sýna landslags-
myndir. Um erað ræðabæði olíu-og vatnslitamyndir. Hann hefuráðurhald-
ið tvær einkasýningar — síðast I Ásmundarsal 1983. Sýningin mun standa
frá 16.—23. júni og verður opið frá 14.00 til 22.00 dagana 17,—20. og 21. júní,
en frá 18.00 til 22.00 aðra daga. Vonast sýnandi til að Garðbæingar meti
þessanýjung I bæjarllfinu, og llti við I Kirkjuhvoli, sem og aðrir vinirog vel-
unnarar.
á stúdentagörðum
næsta vetur
Félagsstofnun stúdenta auglýsir hér meö eftir umsóknum
um vist á stúdentagörðunum fyrir næsta skólaár. Á Gamla-
og Nýja-Garði eru samtals 92 einstaklingsherbergi og 4
parherbergi leigð út tímabilið 1. sept.-31. maí. Á Hjónagörð-
um eru 4 þriggja herb. íbúðir og 51 tveggja herb. íbúð, þar
af 1 sérstaklega ætluð fötluðum, leigðar út tímabilið 1.
sept.-1. sept.
Þeir einir koma til greina við úthlutun sem fyrirhuga reglu-
legt nám við Háskóla íslands næsta skólaár.
Umsóknir berist skrifstofu Félagsstofnunar stúdenta fyrir
25. júní nk. á umsóknareyðublöðum sem þar fást.
Byggingavöru-
□eildin
hlutskörpust í
útboði
loðdýrabænda
Rætt vid Ólaf Eggerts-
son forstööumann
Byggingavörudeildar
Sambandsins —
Minkarækt mjög arö-
vænleg núna
27 bændur í Skagafjarðar- og
Húnavatnssýslum létu nýlega sér-
hanna fyrir sig loðdýraræktunar-
hús fyrir minkaræktun og buðu
þeir þetta verk út. Gísli Pálsson að
Hofi í Vatnsdal hafði forystu fyrir
bændur í þessu efni en Magnús Sig-
steinsson hjá Búnaðarfélagi íslands
hannaði að allra dómi mjög gott
hús til starfseminnar úr timbri. 10.
april sl. voru svo opnuð tilboð i
smíðina og átti Byggingavörudeild
Sambandsins hagstæðasta tilboðið.
Að sögn Ólafs Eggertssonar for-
stöðumanns deildarinnar eru 54
hús pöntuð núna, en mjög hag-
kvæmt er að kaupa stöðluð hús sem
þessi til starfsemi sem á sér stað út
um allt land, því víðast hvar henta
sömu húsin prýðilega, en verðið
lækkar vegna hagkvæmni fjölda-
framleiðslunnar. Olafur sagði hús-
in alíslenska smíði og myndi Bygg-
ingavörudeildin annast útvegun á
öllu efni til smíðinnar ásamt fram-
kvæmd byggingarinnar sjálfrar of-
an sökkla. Minkabúrin sjálf verða
svo boðin út seinna. Heildarverð-
mæti samningsins væri á bilinu 27
til 28 milljóna króna og við hönnun
húsanna hefði öll starfsemi í þeim
verið tekin til athugunar. Taldi
hann hönnun þeirra mjög vel
heppnaða og vonaðist til þess að
framkvæmdaþættir yrðu ekki síður
vel heppnaðir.
Mikill arður er nú í minkarækt-
inni og hyggja húnvetnskir og skag-
firskir bændur gott til glóðarinnar
að leggja sitt af mörkum í gjaldeyr-
isöfluninni með ræktun á gæða-
skinnum af mink á tískumarkaði
veraldarinnar.
Ólafur Eggertsson, torstöðumaöur
Byggingavörudeildar Sambandsins
flytur ræðu á fundinum.
Kjörbók Landsbankans-Góð bók
lyrir bjarta framtíð ASE!"