Alþýðublaðið - 13.06.1987, Side 10

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Side 10
10 Laugardagur 13. júní 1987 Viötal: Örn Bjarnason Lífiö er eitt stórt kraftaverk Rœtt viö Gylfa Ægisson, sjó- mann — skáld — lagasmið og listmálara um sjómennsku og harmónikkuspil — brennivíns- drykkju og fleira. „Ég er fæddur á Siglufirði 1946, alinn þar upp og var 14 ára þegar ég fór fyrst á fiskibát. Báturinn hét Ingvar Guðjónsson, eitt hundrað tonn og ég man að við þurftum að koma tvisvar sinnum til hafnar á fyrstu þremur dögunum vegna veð- urs. Ég var að drepast úr sjóveiki allan tímann, en sjóveiki er nokkuð sem mér hefur aldrei tekist að losna algerlega við. Mín sjómennska byrjaði sem sagt nokkuð dapur- lega. Seinna fékk ég svo að fara með þessum báti í siglingu til Aberdeen í Skotlandi, kannski vegna þess að bróðir minn heitinn Þorsteinn og pabbi voru báðir vélstjórar um borð. „Lífið allt er ein stórkost- leg reynsla", segirGylfi Ægisson, listmálari og lagasmiður. Á togurum Eftir þetta fer ég á togarann Haf- liða og byrjaði þar sem annar kokk- ur. Ég man eftir því að einu sinni átti ég að sjóða súpukjöt. Ég fór niður í kæli þar sem ég rek augun í kjötpoka sem mér leist vel á, svo ég dembdi kjötinu í pott og sauð allt saman. Nokkru seinna kom svo kokkurinn alveg stjörnuvitlaus og spurði hvern andskotann ég væri að gera. Þá hafði ég tekið lærissneið- arnar og soðið þær í staðinn fyrir súpukjötið. En þetta þótti ekki slor- legt súpukjöt! Súpukjötið var hins vegar steikt í staðinn fyrir læris- sneiðarnar og ég held að allir hafi verið nokkuð ánægðir með þetta áður en yfir lauk. Þetta eru nú fyrstu minningarnar um sjó- mennskuna. Hvert iiggur svo leiðin? Síðan fer ég til Akureyrar. Þar er ég fyrst á Svalbak, en þar var Hall- dór Halldórsson skipstjóri. Hann varð frægur fyrir hvað hann var harður að toga og var oft að þegar allir aðrir voru komnir í var fyrir veðrum og vindi. Þar á eftir var ég með Katli Péturssyni á öðrum Ak- ureyrartogara, en margir þekktu Ketil undir gælunafninu „væni minn“. Ketill var einstakt ljúf- menni. Ég man að einu sinni vorum við að taka trollið og þegar það er komið að skipshliðinni þá springur belgurinn og þorskurinn fer auðvit- að að forða sér út um gatið. Þá kall- ar Ketill og segir okkur að ná í haka og reyna að ná þorskinum. Hakarn- ir voru hins vegar fastir upp á „keis“ þannig að loksins þegar við vorum komnir með hakana var mest allt farið úr belgnum. Þá sagði Ketill: „Þetta er allt í lagi elskurnar mínar, þetta gengur betur næst!‘ Það er víst óhætt að segja að ekki notuðu allir þetta tungutak á sjón- um þegar illa gekk! Fyrir rétti í Englandi En þú stundaðir sjó víðar en frá Norðurlandi? Já, frá Akureyri fór ég svo suður til Reykjavíkur. Þar var ég á ýmsum skipum, togaranum Fylki og seinna á Aski. En svo fór ég á fraktara, — Hofsjöku! og þar lenti ég i svæsn- um réttarhöldum út í Englandi. Ég hafði boðið manni og konu með mér um borð sem ég hafði hitt í landi. Við erum þrjú að fara um borð um nóttina og ég fór fyrstur upp landganginn, en þau koma á eftir konan og maðurinn. En þegar ég er kominn um borð þá átta ég mig á að þau koma ekki á eftir mér. Aftur á móti heyrði ég öskur og læti og fer þá að athuga hvað gengur á. Þá komst ég að því að það hafði eitthvað gerst eftir að ég var kominn um borð, þannig að landgangurinn hafði hvolft þeim báðum milli skips og bryggju. Konan fannst svo látin í höfninni, en maðurinn stakk af og slapp. Ég var hins vegar grunaður um eitthvað gruggugt, því að yfir mér fóru fram þriggja daga réttar- höld, þar sem ég var grunaður um að hafa drepið konuna viljandi. En það var nú sem betur fer ekki þann- ig, enda komu fyrir réttinn menn sem höfðu komið þarna að þessu strax og slysið varð. Þeir gátu sann- að að ég var þarna hvergi nærri. 777 Eyja á vertíð Hvað með vertíðarmennskuna? Einhvern tímann um þetta leyti fer ég svo til Vestmannaeyja á ver- tíð. Þar hafði ég reyndar komið áð- ur þegar ég var 16 ára, en verið rek- inn þaðan aftur fyrir brugg og slagsmál. Þar kynntist ég þá báta- sjómennskunni sem mér féll mjög vel, því að túrarnir voru miklu styttri og eins var farið í land ef að var bræla. Á þessu tímabili var mik- ið flakk á mér og ég þvældist á milii báta. Þessu öllu saman fylgdi svo mikil brennivínsdrykkja og vitleysa af öllu tagi. Lengst var ég þó á hum- arbát með Lýð bróður mínum og tengdapabba hans. Þá man ég eftir því að þegar ég stóð á bryggjunni og sá að var bræla úti fyrir, þá ældi ég umsvifalaust á bryggjunni. Svona var óttinn við sjóveikina mikill. Fyrsta hljómplatan Hvernær kemur svo tónlistin til skjalanna? Um þetta leyti vinn ég mína fyrstu plötu. Hún hét eftir mér, ein- faldlega Gylfi Ægisson og þá má segja að minn opinberi tónlistarfer- ill hefjist. I gegnum minn sjó- mannsferil hafði ég reyndar alltaf verið að spila meira og minna í landlegum, bæði á gítar og harmonikku. Söng svo gamanvísur sem ég orti sjálfur og þetta var ótrú- lega vinsælt af félögunum. Þó var ég orðinn 16 ára þegar ég fór að spila á gítarinn, en það var miklu fyrr sem ég byrjaði með nikkuna. Það var yfirleitt slegið upp partíi í inniverunum og ég fenginn til þess að spila og syngja. Og oftast var það þannig að þegar allir voru komnir með dömu upp á arminn, þá sat ég eftir með nikkuna, — vita kvenmannslaus! Þessi fyrsta plata varð mjög vin- sæl, ef ég man rétt? Já, þessi fyrsta plata varð geysi- lega vinsæl. Mig minnir að þetta hafi verið önnur vinsælasta platan á því ári sem hún kom út, aðeins Sumar á Sýrlandi með Stuðmönn- um varð vinsælli. I óskalagaþáttum Útvarpsins voru oft leikin mörg lög af þessari einu plötu í sama þættin- um. Ef ég man rétt þá voru stund- um spiluð fimm lög af plötunni í sama sjómannaþættinum. Þetta voru lög eins og Helgarfrí, Hinsta bón blökkukonunnar, sem Linda Gísladóttir söng, íslenskir sjómenn og fleiri lög. En rétt áður en þetta gerist, þá er Hljómsveit Ingimars Eydal á Akureyri búin að vinna plötuna í sól og sumaryl og Logarn- ir í Vestmannaeyjum plötuna Minn- ing um mann, en hinum megin á þeirri plötu var lagið Sonur minn sem varð mjög vinsælt líka. En fjóra eða fimm fyrstu dagana seld- ust 3000 eintök af plötunni Minn- ing um mann. Hvernig byrjaði þetta ævintýri? Þetta byrjaði allt saman þannig að Gunnar Þórðarson kom til mín og bað mig að grafa upp úr skúff- um mínum ailt sem ég ætti af lög- um, því þá langaði til að gefa út plötu með lögunum, honum og Rúnari Júlíussyni. Þeir gerðu síðan allt klárt, útsettu lögin og þess hátt- ar. Þetta varð svo fyrsta platan sem tekin var upp í Hljóðrita. Á þessum tíma var ég að spila á barnum i Vest- mannaeyjum, svo að það má segja að þarna hafi allt verið komið á fullt í tónlistinni. Varstu byrjaður að mála á þessu tímabili? Nei, þarna er ég ekkert byrjaður að mála. Ég hafði ekki einu sinni hugmynd um að ég gæti það þá. Og ég held að svona sé þetta um fleiri. Ég held að ýmsir hæfileikar búi í mörgum sem hreinlega vita ekkert af því, — menn reyna aldrei neitt í alvöru til þess að komast að því. Drukkið stíft Drakkstu mikið á þessum árum? Á þessu tímabili Iendi ég svo á kafi í brennivíninu. Pillur og hass og þess háttar lét ég þó alltaf vera. Ég smakkaði það reyndar, en leið illa af því svo ég hélt mig við brenni- vínið. Ég var þarna að spila og syngja á barnum í Eyjum og víðar og það er eins og þetta sé alveg límt saman, ef maður er veikur fyrir í brennivíninu. Og þá byrjaði vitleys- an hjá mér fyrir alvöru. Einu sinni var ég á leiðinni á Röð- ul á ball þegar ég hitti kunningja minn sem spyr mig hvert ég sé að fara. Ég segi honum það, en hann biður mig blessaðan að koma með sér. Og hvert ert þú að fara, spurði ég. Ég er að fara til Grænlands að veiða í salt með færeyskum báti, segir hann. Og ég skellti mér þarna með honum á saltið til Grænlands. Maður var dálítið fljótur að taka ákvarðanir í þá daga. Túrinn tók þrjá og hálfan mánuð. Ég varð því feginn þegar ég komst heim aftur. Ég var þó svo heppinn þarna að út- gerðin sem ég lenti á þarna var ágæt, en það voru ekki allir eins heppnir á þeim árum. Þetta var mikil reynsla að hanga þarna í þrjá og hálfan mánuð. Ég held að ég hafi aldrei komist eins nálægt því að verða vitlaus og þá. Þetta var yfir hávetrartímann, túrinn hófst í nóv- ember. Þarna var ég líka skilinn við barnsmóður mína sem ég hafði bú- ið með í Vestmannaeyjum, svo að allt dinglaði í lausu lofti hjá mér.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.