Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 13. júní 1987 5 Ingólfur Margeirsson skrifar NÚLL—LAUSNIR Formennirnir voru dálítið dasaðir eftir fimm tíma umrœðu- fund á “leyndum stað“ Rúgbrauðsgerð- inni gömlu. Þeim tókst þó ekki að leyna viðræðustaðn- um betur en svo að slangur af frétta- mönnum hafði elt Steingrím Hermanns- son frá Háskólabíó eftir setningu vor- fundar NATO, og beið nú í viðar- klœddu fordyrinu. Fréttamennirnir fengu hins vegar engar aðr- ar upplýsingar frá formönnunum en þœr að rœtt hafði verið um nýja verk- skipan ráðuneyta, að ágreiningur væri enn um fyrstu aðgerðir í ríkisfjármálum og skipa œtti nefnd sem fœri yfir þau mál og “meta þjóðhagsleg áhrif þeirra hug- mynda sem uppi eru.“ Formönnunum var aftur á móti Ijóst að ríkisstjórnarmyndun- in var að fara út um þúfur. Niðurstaða fundarins hafi verið sú að Þorsteinn Pálsson vildi ekki hreyfa litla fingur varðandi fyrstu aðgerðir í ríkisfjármálum og spyrna við nýrri verðbólguöldu — afstaða sem greinilega hafi valdið Jóni Baldvin og Steingrími miklum von- brigðum ef ekki vægu sjokki, og hefur þegar verið skrírð núll-lausn Þorsteins Pálssonar. Og fyrsta tafl- inu um ráðherrastólana lyktaði með pattstöðu. Og á sama kvöldi kom uppreisn þingflokks Sjálf- stæðisflokksins og gamla ráðherra- liðsins upp á yfirborðið: Sverrir Hermannsson fór hörðum orðum um formann sinn og sagði Sjálf- stæðisflokkinn í upplausn; „flokk- ur sem ekkert veit og ekkert kann;‘ Nú er spurt um framhaldið. Verður stjórnarmyndunartilraun Jóns Baldvins að engu á næstu dögum? Verða gömlu ráðherrar fráfarandi stjórnarflokka ofan á og mynda tveggja flokka stjórn með aðild Stefáns Valgeirssonar? Eða kemur Borgaraflokkurinn aftur inn í myndina? En þá þarf Sjálfstæðis- flokkurinn að taka skrefið út og fórna Þorsteini Pálssyni — eða fá Albert til að samþykkja að setjast ekki í ráðherrastól. Skipulagðar viðræður Fram að fundi formannanna þriggja hafa viðræðurnar um ríkis- stjórnarmyndun verið á nótum sameiningar og upplýsinga. Eftir að Jóni Baldvin Hannibalssyni var falið frumkvæði til stjórnarmynd- unartilrauna af forseta íslands fyrir tíu dögum, hafa stjórnarmyndun- arviðræðurnar tekið á sig nýjan svip. Hörð skipulagning, þaulhugs- uð framsetning mála og vitrænn grundvöllur fyrir umræður ein- stakra málaflokka ásamt skipan undirnefna um einstök mál hefur einkennt viðræðurnar. Nánasti samverkamaður formanns Alþýðu- flokksins við forritun umræðnanna hefur verið Jón Sigurðsson, fyrsti þingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík, enda þaulvanur maður í stjórnarmyndunarviðræðum frá dögum sínum sem forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Skipulagningin og viðræðuformið hefur komið full- trúum hinna flokkanna á óvart og jafnvel orðið þess valdandi að sjálf- stæðismenn og þó sérstaklega framsóknarmenn hafa fengið aðrar hugmyndir um Alþýðuflokkinn og forystu hans en þær að þarna væru grenjandi gaprildi á ferð. Frétta- menn hafa ennfremur fengið greinagóðar upplýsingar um gang mála eftir hvern fund og hefur sú nýbreytni fengið góðar undirtektir. Jón Baldvin og hans menn hafa þar með unnið góðan tíma til að skapa traust og jákvætt andrúmsloft í fundarsal Dagsbrúnar. Fulltrúar flokkanna í stjórnarmyndunarvið- ræðunum hafa farið að trúa því, að hægt sé fyrir þessa flokka að koma saman starfshæfri ríkisstjórn. Og vonirnar hafa orðið meiri með hverjum deginum. En auvitað hef- ur líka veri'ð rætt um pólítíl; og áherslumái flokkai’ '-alalVngið byr, sérstaklega í ur.áirnt-induiun.i. Þegar ÞorsteinnPá alai um “málfundi“ þessarra pnggja flokka er það ekki alls kostar rétt lýsing, vegna þess að undirnefndir um rík- isfjármál, sjávarútvegsmál, Iand- búnaðarmál og húsnæðismál hafa deilt um leiðir og lagt áherslu á stefnumál sinna flokka. En s.l. mið- vikudag voru menn komnir að ákvörðuninni. Hinu pólítíska námsskeiði — eins og formaður Al- þýðuflokksins orðaði viðræðurnar — var lokið og komið að prófun- um. Undirbúningsvinnan, gagna- söfnunin og pappírsstaflarnir lágu á borðinu. Nú þurfti að taka ákvörðunina: Eiga þessir flokkar; Alþýðuflokk- ur, Sjálfstæðisflokkur og Fram- sóknarflokkur að mynda stjórn? Á að skella sér af fullum krafti út í lokasprettinn með tilheyrandi hrossakaupum, þráskák um stóla og lausnir á einstökum, stórum málaflokkum? Og formennirnir ákváðu fund á “leyndum stað“ eftir að hafa setið í hádeginu í fyrradag við setningu vorfundar NATO í Há- skólabíó. Fjárlagahallinn 5 milljarðar — núlllausn Þorsteins Pálssonar Þrátt fyrir jákvæðar og skyn- samlegar umræður í viðræðu- nefndinni jafnt sem undirnefndum, höfðu mörg ágreiningsefni komið upp á borðið sem biðu pólítískrar meðhöndlunar af formönnunum. Helstu ágreiningsefnin voru í fyrstu aðgerðum í ríkisfjármálum, land- búnaðarmálum, húsnæðismálum, lífeyrissjóðamálum, sjávarútvegs- málum, heildarendurskoöun á skattkerfi og hugmyndir um stjórn- kerfisbreytingar. Og er nefnt mál eins og endurskipulagning ráðu- neyta og skipting ráðherra- embætta. En kíkjum fyrst á ágrein- inginn um fyrstu aðgerðir í ríkis- fjármálum. Álþýðuflokkurinn hef- ur lagt mikla áherslu á aðgerðir sem endurheimta jafnvægi í efnahags- málum. Það hefur verið talað um áfanga. Það þýðir að ný ríkisstjórn grípi tafarlaust til ráðstafana til að draga úr halla í ríkisbúskapnum sem nú er um 5 milljarðar. Ríkisút- gjöldin verði lækkuð með ýmsum aðgerðum eins og að hætta endur- greislu söluskatts til atvinnuvega og draga úr öðrum tilfærslum til at- vinnuveganna og fresta tilteknum framkvæmdum. Ný tekjuöflun rík- isins myndi tilað mynda fela í sér fækkun undanþága frá söluskatti og samræmdum launaskatti. Það hefur verið talað um tímabundna hækkun vaxta á ríkisskuldabréf- um, endurskoðun áhrifa skattlagn- inga lánskjaravísitölu og fylgt verði aðhaldssamari peninga- og lána- stefnu. Að setja verði skorður við erlendum lántökum og tryggja gengisstefnuna. Alþýðuflokkurinn hefur haldið fram ákvörðun um einföldun söluskattkerfis og virðis- aukaskattur verði tekinn strax, skatthlutföll og önnur mikilvæg atriði í staðgreislukerfi, skattar fyr- irtækja og skattar af eignatekjum verði endurskoðaðir. Og svo auvit- að stórhert eftirlit með skattsvik- um, og ekki má gleyma áherslum Alþýðuflokksins á að bæta kjör hinna lægstlaunuðu með hækkun tekjutryggingar og stefnumótun ríkisins í launamálum í jafnrétt- isátt, hækkun barnabóta og per- sónuafslátts. Framsóknarflokkur- inn hefur tekið undir flestar þessar hugmyndir en eins og reyndar áður hefur verið velt upp í þessum pistl- um, er Sjálfstæðisflokkurinn treg- ur í taumi varðandi skattamálin og fyrstu aðgerðir í ríkisfjármálum yf- irleitt. Þar kemur margt til. í fyrsta lagi er flokkurinn hagsmunagæslu- aðili íyrir skjólstæðinga sína í há- tekjuhópum og atvinnulífi sem njóta góðs af gloppóttu skattakerfi og endurgreiðslukerfi söluskatts. Það mætti kannski tala um hinn róttæka vilja að hækka alla skatta — með öðrum orðum eykonskuna. En ástæðurnar eru einnig nærtæk- ari og persónulegri. Það er for- manni Sjálfstæðisflokksins mikið metnaðarmál að hefja enga upp- stokkun í sínu gamla ráðuneyti — fjármálaráðuneytinu — og viður- kenna þar með slæman viðskilnað og meiri halla en á borðinu var fyrir kosningar. Þess vegna talar Þor- steinn Pálsson mikið um að fresta öllum aðgerðum í ríkisfjármálum fram yfir næstu áramót.I þriðjaog síðasta lagi hefur Sjálfstæðisflokk- urinn hefðbundinn áhuga á að leysa öll mál með peningamálum (monetarismi). En kjarni málsins er í heild að hallinn er meiri en fráfar- andi fjármálaráðherra vill viður- kenna og tekjuöflun verður að koma þegar í stað til — og nærtæk- asta leiðin er aukin skattheimta vegna þess að niðurskurður tekur mun lengri tíma. Það hafa einnig verið ræddar hugmyndir um skatt- lagningu greiðslukorta — sem er upphaflega hugmynd frá Sjálf- stæðisflokki — og skattlagning happdrætta og lottós. Þegar kom því að prófinu — hinni raunveru- legu pólítísku ákvörðun að ákveða fyrstu aðgerðir til að spyrna við hraðvaxandi verðbólgu og ráðast á fjárlagahallann, skorti formann Sjálfstæðisflokksins þor og gat að- eins bent á núll-lausnina. Hins veg- ar er hætt við að með þessari ákvörðun Þorsteins Pálssonar hafi Sjálfstæðisflokkurinn málað sig út í horn og geti ekki tekið udd stjórn- arsamstarf neinn stjórnmálaflokk á íslandi. Og á sama tíma byrjaði ofsahræðslan að grípa um sig í gamla ráðherraliði Sjálfstæðis- flokksins; það hafi ekkert verið tal- að við þá — voru þeir að missa af stólunum? Og þarna myndaðist óljóst bandalag milli formannsins og gamlingjanna sem getur falið í sér stjórnarmyndun fráfarandi rík- isstjórnarflokkanna tveggja plús Stefán Valgeirsson eða Albert. En hvers vegna vill Framsóknarflokk- urinn fremur slíkt stjórnarmynst- ur? Til að fá skýringu á því verðum við að líta á landbúnaðarmálin — sem Framsóknarflokkurinn með dyggri aðstoð Sjálfstæðisflokksins hefur breytt í árlega ríkisjötu upp á 7—8 milljarða króna. Ríkissjóður tryggir landbúnaðarkerfi SÍS Jóni Baldvin og félögum var Ijóst frá upphafi að landbúnaðarstefnu gömlu stjórnarflokkana verður ekki breytt — í hæsta lagi endur- skoðuð. Búvörusamningurinn kostulegi sem tryggir hagsmuni milliliða landbúnaðarkerfis SÍS á kostnað skattgreiðenda fram til 1992, blasti ekki aðeins við sem óhagganlegur klettur i hafi við- ræðnanna, heldur sem stórt gat á ríkiskassanum sem erfitt var að gera við. Þó hefur verið reynt að komast að samkomulagi um endur- skoðun samningsins á grundvelli áherslubreytinga; á framleiðslu- styrkjum verði breytt til byggðar- stuðnings og landverndar. I undir- nefndinni um landbúnaðarmál og í viðræðunefndinni hefur mikið ver- ið rætt um einstök mál í landbún- aði, svo sem lækkun útflutnings- bóta, ráðstöfun fullvirðisréttar, endurskoðun á stjórn Framleiðslu- sjóðs og fjárráðstöfun hans, hinn sígilda vaxta- og geymslukostnað, afleggingu jarðræktarstyrkja og eflingu jarðkaupasjóðs, og afnám. styrkja til áburðarverksmiðju. Svo er það kjarnfóðurskatturinn, stað- greislu- og umboðssala á búvörum, landnýtingaráætlun og svo fram- vegis. En burtséð frá einstökum u- ndirmálum, þá er áhugi Alþýðu- flokksins fyrst og fremst á heildar- endurskoðun landbúnaðarmála — og er víst ekkert leyndarmál ef menn hafa fylgst með stefnumótun Alþýðuflokksins í þeim málum og kosningabaráttunni. 16 ára sam- felld framsóknarvist auk aðildar flokksins að ríkisstjórnum þar á undan hefur hins vegar gefið fram- sóknarmönnum tækifæri að móta landbúnaðarstefnu sem eitt samof- ið hagsmunanet SÍS. Við erum að tala um flókið og hugvitssamt kerfi sem tryggir sjálfum sér og hags- munaaðiljum sjálfkrafa tekjur og tekjutryggingu úr ríkissjóði. Kerfið er hins vegar svo viðamikið og geir- neglt að erfitt verður fyrir Alþýðu- flokkinn sem þriðja aðila að ríkis- stjórn og sem ekki fer með land- búnaðarráðuneytið, að tryggja uppstokkun á kerfinu sér i lagi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur heill við hlið Framsóknarflokksins í landbúnaðarmálum. En kerfið er dýrt og útgjaldaaukarnir vegna landbúnaðarmála árvissir og auka enn fjárlagahallann. Dæmið er ekkert öðruvisi í ár en kannski verra en menn bjuggust við og það getur einnig haft áhrif á nauðsyn fyrstu aðgerða og bindur hendur nýrrar ríkisstjórnar enn frekar. Og að lok- um verða menn einnig að spyrja sig: Hvað á að gera þegar búvörusamn- ingurinn rennur út 1992? I því sam- bandi má kannski minna á gamla sögu af Glistrup sem manna harð- ast barðist fyrir afnámi allra skatta í Danmörku. Hann var eitt sinn spurður að því hvað myndi eigin- lega gerast ef allir skattar yrðu af- numdir í Danmörku. Glistrup svar- aði með breiðu brosi: “Danmark bliver dejlig!“ Götustrákar í ráðherraleik Með öðrum orðum — Alþýðu- flokkurinn sem iagði af stað í kosn- ingabaráttuna með vönduðustu kosningamálin og þaulunna stefnu- skrá — var kominn í þá einkenni- legu stöðu að freista þess að mynda ríkisstjórn með stjórnarflokkunum tveimur sem kratar gagnrýndu hve mest. Þessi stjórnarmyndunartil- raun var víða gagnrýnd innan Al- þýðuflokksins og meðal annars á síðum þessa blaðs — en margir voru einnig til að réttlæta hugsan- lega stjórnarþátttöku Alþýðu- flokksins á þeim forsendum að flokkurinn hefði verið svo lengi ut- an stjórnar og nauðsynlegt að kom- ast í ríkisstjórn til að fá einhverjum áherslumálum flokksins fram- gengt. Það má heldur ekki gleyma því að Alþýðuflokkurinn hafði lát- ið á það reyna til þrautar að' gera Kvennalistann og Alþýðubandalag- ið að stjórnhæfum aðiljum. „Málfundirnir" með Sjálfstæð- isflokki og Framsóknarflokki gengu vel eins og áður hefur verið nefnt, en þegar kom að alvörunni, að breyta samlæstu kerfi fráfarandi stjórnarflokka, þyngdist róðurinn. Þorsteinn treysti sér ekki til að við- urkenna fjárlagahallann eða skerða hagsmuni SH, SÍF, LÍÚ, Verslunar- ráðs eða Félags íslenskra inrekenda með sköttum. Steingrímur sagði þvert njet við öllum breytingum sem hindruðu aðgang SÍS að kjöt- kötlunum. Ráðherrastólarnir eru ennfremur vandamál. Steingrímur mun hafa samþykkt Þorstein Páls- son fyrir sitt leyti sem forsætisráð- herra og hefur sjálfur huga á setjast í stól utanríkisráðherra ef hann fær utanríkisviðskiptin einnig sem þýð- ir skiptingu á viðskiptaráðuneyt- inu. Sannleikurinn er hins vegar sá að Steingrímur Hermannsson og Þorsteinn Pálsson munu hafa talað sig saman um skiptingu ráðherra- embætta áður en þeir komu til fundar við Jón Baldvin Hannibals- son í gömlu Rúgbrauðsgerðinni. Samkvæmt heimildum Alþýðu- blaðsins voru Steingrímur og Þor- steinn samstíga í að neita Alþýðu- flokknum um ýmis ráðuneyti. Eftir að Steingrímur hafði sagt þvert nei við því að Alþýðuflokkur fengi ut- anríkis — og viðskiptaráðuneytið mun formaður Aiþýðuflokksins hafa sagt eitthvað á þann veg, að það væri óskráð lögmál hjá öllum götustrákum að þegar skipt væri í lið og búið er að velja stærstu strák- ana, má sá sem síðast velur, velja tvo og gerði þá kröfu að Alþýðu- flokkurinn fengi fjármála- og við- skiptaráðuneytið. Steingrímur og Þorsteinn voru þá sammála um að leggja bæri viðskiptaráðuneytið niður. Fundinum lauk án þess að nokkur niðurstaða fengist um ráð- herrastólana. Þreföld núll-lausn? í gær, föstudag, kom nefndin saman sem fjalla á um fyrstu að- gerðir um viðnám gegn verðbólgu og „sem fer yfir þau mál og metur þjóðhagsleg áhrif þeirra hugmynda sem uppi eru og menn eru að reyna ná saman um“ eins og Þorsteinn Pálsson orðaði það. í raun á þessi nefnd að reikna út verðbólgu for- manns Sjálfstæðisflokksins ef farin verður leið Þorsteins að fresta öll- um fyrstu aðgerðum. Og væntan- lega verða einhverjar samanburðar- tölur um verðbólguspá ef farnar verða ýmsar leiðir fyrstu aðgerða. Formennirnir höfðu það hins vegar náðugt og biðu eftir niðurstöðum „verðbólgunefndarinnar". En í hugum þeirra allra óx vissan að þessi stjórnartilraun Jóns Baldvins var að renna út í sandinn. Um helg- ina verður siðan væntanlega ákveð- ið hvort reynt verður að finna ein- hverja fleti á stjórnarmyndun þess- ara Öokka eða flokkarnir þrír dragi sig frá þessari stjórnarmyndunartil- raun og uppræti samstarfið. En síðustu fréttir sem greina frá fundi formanna Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks, benda hins vegar til þess að ágreiningsmál hafi minnkað og stjórnarmyndunin sé að takast aftur á flug. Ef svo er minnka líkurnar á þrefaldri null - lausn. Fylgist með. Lesið áfram Alþýðu- blaðið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.