Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 22

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 22
22 Laugardagur 13. júní 1987 Drni/tt rafmaanQ- komulagi um endurskoðun raf- DlCyil I ClllllClgllu magnssamningsfyrirtækjanna. Var nýr rafmagnssamningur undirrit- aður af forstjórum þeirra fimmtu- daginn 4. júní 1987. Kemur samn- ingur þessi í stað samnings frá 20. ágúst 1976. Hinn nýi rafmagnssamningur Landsvirkjun og Áburðarverk- felur í sér ýmsar breytingar á við- smiðja ríkisins hafa komist að sam- skiptum samningsaðila og eru meg- Símaskráin 1987 Afhending símaskrárinnar 1987 til símnotenda er hafin. í Reykjavík er símaskráin afgreidd á eftir- töldum afgreiöslustöðum Pósts og síma: Póst- hússtræti 5, Kleppsvegi 152, Laugavegi 120, Nes- haga 16, Ármúla 25, Arnarbakka 2, Hraunbæ 102 og Lóuhólum 2-6. Afgreiöslutími mánudaga, miðvikudagaog föstu- daga kl. 8.30 til 16.30. Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 8.30 til 17.30. Á Seltjarnarnesi er skráin afhent á póst og sím- stöðinni Eiðistorgi 15. í Garðabæ á póst og símstöðinni við Garðatorg. í Hafnarfirði á póst og símstöðinni, Strandgötu 24. í Kópavogi á póst og símstöðinni, Digranesvegi 9. I Mosfellssveit á póst og símstöðinni að Varmá. Utan höfuðborgarsvæðisins er símaskráin afhent á viðkomandi póst- og símstöö. Símaskráin verður afhent gegn afhendingarseðl- um, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. Athygli símnotenda er vakin á því að þær síma- númerabreytingar, á svædum 92, 93 og 97, úr 4 stafa í 5 stafa númer, sem fyrirhugaðar voru í tengslum við útgáfu símaskrárinnar, frestast nokkuð. Á 92 svæði verða þær gerðar 1. júlí n.k. Á 93 svæði 6.-10. júlí. Á 97 svæði verður breytingin gerð um leið og tek- in verður í notkun ný stafræn símstöð á Egils- stöðum í byrjun ágúst. Þessar breytingar verða auglýstar nánar þegar að þeim kemur. Þar til þær hafa farið fram gilda gömlu símanúmerin. Að öðru leyti tekur símaskráin gildi mánudaginn 15. júní n.k. Póst- og símamálastofnunin. Útboö Hafnarsjóður Árskógshrepps óskar eftir tilboð- um í að byggja harðviðarbryggju á Árskógssandi. Aðalverkþættir eru: Landveggur 35 fm. Staurarekstur 32 stk. Bryggjusmíði 237 fm. Útboðsgögn verða afhent hjá Hafnarmálastofnun rikisins Seljavegi 32, Reykjavík og á skrifstofu Ár- skógshrepps frá og með 15. júní 1987. Tilboðum óskast skilað á skrifstofu Árskógshrepps fyrir kl. 14.00 24. júní og verða þau opnuð þar að bjóðend- um viðstöddum sem þess óska. Oddviti Árskógshrepps. ®IAUSAR STÖÐUR HJÁ _J REYKJAVÍKURBORG Stöður yfirfóstra á leikskólann Brákarborg v/Brákarsund og á dag- heimilið Laufásborg Laufásveg 53—55. Upplýsingar veita umsjónarfóstrur á skrifstofu dagvista barna í sima 27277. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð á sér- stökum eyðublóðum sem þar fást. inbreytingarnar þær að rafmagns- verðið fylgir ekki lengur verðinu til ÍSAL eins og það er á hverjum tima, heldur verði á innfluttu ammoní- aki. Þá lækkar lágmarksverð úr jafngildi 12,5 1 8,7 Bandaríkjamill á kWst, en hámarksverð hækkar úr 18,5 í 22,3 Bandaríkjamill. Lands- virkjun verður áfram skuldbundin til að sjá Áburðarverksmiðju ríkis- ins fyrir allt að 185 GWst á ári með óbreyttri heimild til skerðingar á orkuafhendingu. Hin nýju verðbreytingaákvæði tryggja það að aukið samræmi verður á milli framleiðslukostnaðar ammoníaks í Áburðarverksmiðju ríkisins og verðs á innfluttu amm- oníaki, en fylgni er á því og heims- markaðsverði á olíu á hverjum tíma. Verð á innfluttu ammoníaki var óvenju lágt á s.l. ári og fram á þetta ár. Hin nýju verðbreytinga- ákvæði hafa því þau áhrif á fyrstu tveim ársfjórðungum þessa árs að á þeim fyrri verður rafmagnsverðið til Áburðarverksmiðju ríkisins 8,7 Bandaríkjamill (34 aurar) á kWst og á þeim seinni 10,5 Bandaríkja- mill (41 aur). Hugmyndasamkeppni um nýja atvinnu- stefnu í sveitum Landbúnaðarsýningin BÚ ’87 og Framleiðnisjóður landbúnaðarins efna til hugmyndasamkeppni um nýja atvinnustarfsemi i sveitum. Tilefnið er landbúnaðarsýningin BÚ ’87 sem haldin verður í Reið- höllinni í Víðidal, 14r23. ágúst 1987. Nú eru talsverðir breytingatímar í atvinnuháttum í sveitum, bæði á ís- landi og í nágrannalöndum. Alls staðar er verið að þreifa fyrir sér með nýjungar í dreifbýlinu og margar þeirra eru óvæntar og ný- stárlegar. Af þessum sökum þótti við hæfi að reyna að stuðla að umhugsun og þróun á þessu sviði með því að efna til hugmyndasamkeppni hér, en slíkt hefur gefist vel í nágranna- löndunum. Helst er leitað eftir hug- myndum að arðbærri atvinnustarf- semi sem unnt er að stunda í hluta- starfi við þau skilyrði sem nú eru í sveitunum. ítarleg keppnisgögn sem veita fólki góða aðstoð við að ganga frá tillögum, eru send endurgjalds- laust. Skilafrestur hugmynda er til 1. ágúst 1987. Veitt verða verðlaun eins og hér segir: 1. verðlaun kr. 150.000, 2. verðlaun kr. 75.000 og 3. verðlaun kr. 25.000. Verðlaunin verða afhent á BÚ ’87. Dómnefnd skipa: Ágústa Þor- kelsdóttir, bóndi, Refstað á Vopna- firði, Leifur Kr. Jóhannesson, framkvæmdastjóri Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins og Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Þróunarsviðs Byggðastofnunar. Þróunarsamvinnu- stofnun íslands: Arsrit, Kvenréttindafélaga íslands 19.iúní 19.iúni er komið út Fœst í bókaversl- unum, á blaðsölu- stöðum og hjá kvenfélögum um land allt. SKIPADE/LD SAMBANDS/NS LINDARGÖTU 9A • PÓSTHÖLF 1480- 121 REYKJAVlK SÍMI 28200 • TELEX 2101 TELEFAX 622827 Björn Dagbjartsson framkvæmdastjóri ®LAUSAR STÖÐUR HJÁ J REYKJAVIKURBORG Dr. Björn Dagbjartssonar, verk- fræðingur, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar íslands í stað Þórs Guð- mundssonar, viðskiptafræðings, sem hættir að eigin ósk eftir 5 ára starf hjá stofnuninni. Björn er fimmtugur að aldri. Hann lauk prófi í efnaverkfræði frá tækniháskólanum í Stuttgart árið 1964 og doktorsprófi frá Rutgers háskólanum 1971. Hann varð sér- fræðingur hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins árið 1972 og for- stjóri þeirrar stofnunar var hann frá 1974 til 1984, er hann varð al- þingismaður. Árið 1981 var hann í leyfi frá störfum í 4 mánuði, þegar hann var ráðgjafi FAO við þróunar- hjálp á Maldive-eyjum í suðaustur Asíu. Með ungu fólki Starfsmenn óskast í félagsmiðstöðvar í Reykja- vík. í starfinu felst m.a. leiðbeining unglingahópa, félagsmálafræðsla og umsjón með félags- og tómstundastarfi. Viðkomandi þurfa að geta hafið störf eftir miðjan ágúst 1987. Uppeldismenntun og reynsla af starfi með unglingum áskilin. Launakjör skv. kjarasamningi Starfsmannafélags Rv. og Reykjavíkurborgar. Upplýsingar eru veittar í félagsmiðstöðvunum. Umsóknarfresturertil 26. júní. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.