Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 23

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 23
Laugardagur 13. júní 1987 23 Flugleiðir: Upplýsingadeild tekur til starfa Fyrsta júní s.l. tók til starfa ný deild hjá Flugleiðum og nefnist hún Upplýsingadeild. Frá sama tíma er Kynningardeild lögð niður en starf- semi hennar færist undir Upplýs- ingadeildina. Forstöðumaður hinn- ar nýju deildar er Steinn Logi Björnsson sem jafnframt er fulltrúi forstjóra. Upplýsingadeildin mun því heyra beint undir forstjóra fé- lagsins. Sæmundur Guðvinsson blaðafulltrúi félagsins mun áfram gegna því starfi og fer hann jafn- framt með önnur ytri kynningar- mál Flugleiða í samvinnu við for- stöðumann Upplýsingadeildar. Hin nýja deild er liður í, og ár- angur af þeirri stefnumörkun sem stjórnendur og starfsmenn Flug- leiða hafa að undanförnu unnið að. Markmiðið með stofnun Upplýs- ingadeildarinnar er að bæta upplýs- ingastreymið innan fyrirtækisins og milli Flugleiða og annarra aðila, svo sem viðskiptavina, fjölmiðla og ýmissa stofnana. Upplýsingadeild mun annast um ytri og innri kynningarmál Flug- leiða þar með talið útgáfu starfs- mannablaðs og annarra innri upp- lýsingarmiðla. Einnig mun skipu- lagning á flæði stjórnunarupplýs- inga og þróun upplýsingakerfa fara fram í deildinni. Loks mun Upplýs- ingadeildin sjá um fræðslu og grunnþjálfun nýrra starfsmanna þegar þeir hefja störf svo og útgáfu starfsmannahandbókar. Stefnt er að því að starfsmenn upplýsingar- deildar verði 6—7. Þekktur prófessor heldur fyrirlestur Prófessor G Gallin frá tæknihá- skólanum í Delft í Hollandi verður í heimsókn hér á landi 11.-14. þessa mánaðar. Próf. Gallin lauk doktorsprófi í skipaverkfræði 1967. Hann er sér- fræðingur í hönnun skipa með tilliti til hagkvæmni og hefur verið ráðu- nautur margra ríkisstjórna í Evrópu og helstu vélaframleiðenda. Núna er hann deildarforseti skipa- verkfræðideildar tækniháskólans í Delft. Próf. Gallin er meðlimur í mörg- urn sérfræðinganefndum um þróun skipasmíða. Meðal annars er hann meðlimur þýskrar nefndar sem er að vinna að þróunarverkefni sem Vesturþýska ríkisstjórnin og skipa- iðnaðurinn þar í landi kosta sam- eiginlega og er sá kostnaður áætl- aður allt að 50 millj. marka. Enn- fremur er hann að setja í stofn svip- að verkefni í Danmörku í samvinnu við dönsku ríkisstjórnina. Próf. Gallin mun halda fyrirlest- ur um efnið „Hagkvæm hönnun skipa“ í verkfræðideild Háskóla ís- lands við Hjarðarhaga fimmtudag- inn 11. þ.m. kl.17. 00. Hann er eftir- sóttur fyrirlesari og ekki að efa að íslenskir verkfræðingar munu nota þetta tækifæri ti! að hlýða á próf. Gallin, en fyrirlestur hans mun ekki síður höfða til allra áhugamanna á þessu sviði og eru allir velkomnir til að hlýða á fyrirlesturinn. Próf. Gallin mun ennfremur eiga viðræður við fulltrúa iðnaðarráðu- neytisins og íslensks skipaiðnaðar um málefni skipaiðnaðarins meðan hann dvelst hér á landi. Nánari upplýsingar gefur undir- búningsnefnd c/o Olafur Eiríksson tæknifræðingur, Útgerðartækni h/f, sími 26830. Sumarsýning á handrítum Þann 17. júní kl. 14.00—16.00 verður opnuð sumarsýning á hand- ritum í Stofnun Árna Magnússon- ar, Árnagarði v/Suðurgötu. Sýn- ingin verður opin á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum kl. 14.00—16.00 til ágústloka. Loftræstilagnir Tilboð óskast í lokafrágang við loftræstikerfi í Sjúkrahúsið á ísafirði. Innifalið er uppsetning loftræstitækja, loftstokk- ar (ca. 5,0 tonn) og smíði veggja og lofts í tækja- klefa í risi. Verkinu skal skila fullgerðu, eigi síðar en 1. nóv. 1987. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri Borg- artúni 7, Reykjavík gegn 3.000.- kr. skilatryggingu. Sendum öllum sjómönnum landsins heillaóskir í tilefni sjómannadagsins Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri föstudaginn 26. júní 1987, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartuni 7, sirrji 25844 SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA @ Sjávarafuróadeild SAMBANOSHUSINU REYKJAVÍK SIMI 28200 VAKNADU MADUR! Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku- manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin, verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend- um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax! (Niöurstaöa úr könnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiðingum umferöarslysa) gegngáleysi ...ðttu mikla möguleika d að draumarnir rcetist!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.