Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 13. júní 1987 VAR RÉTT OG VAR RANGT?“ Sigurður E. Guð- mundsson, fram- kvæmdastjóri Hús- næðisstofnunar ríkisins, svarar ásökunum sem fram hafa komið undanfarna mán- uði á framkvæmd nýju húsnæðis- lánalaganna því hvað lánstími útlána er langur, hverjir vextirnir verða, í hvaða formi verðtrygging verður, hver verðbólgan verður, hvað eftirspurn- in verður niikil og annað í þeim dúr. Þessi tillaga var samþykkt í Hús- næðisstjórn og talið skynsamlegt að við fengjum slíka skýrslu gerða. Og tveir ágætir hæfir menn voru fengnir til að semja skýrsluna. Þeir tóku sér síðan u.þ.b. tólf vikur til verksins og síðan lá hún fyrir þessi skýrsla og var lögð fyrir Húsnæðis- málastjórn. Ég held að það hafi verið gert í byrjun mars. Þetta er prýðileg skýrsla, mjög ítarleg og góð og það er skemmst frá því að segja að þessi skýrsla bregður upp ýmsum möguleikum eins og gefur að skilja, því að menn voru að reyna að leggja niður fyrir sig hvað hugs- anlega gæti gerst að gefnum ýms- um forsendum sem gætu verið fyrir hendi. Eftir að skýrslan hafði verið rædd ítarlega á fundi í Húsnæðis- málastjórn, þá tók hver stjórnar- maður sitt eintak með sér heim og hefur sjálfsagt velt vöngum yfir því þar og menn hafa sjálfsagt haft það nákvæmlega eins og þeir vildu. Þessi skýrsla var aldrei nokkurn tímann stimpluð „Trúnaðarmál“ — og því síður að hún væri eitthvað leyniplagg. Það er af og frá. Skýrsl- an var bara eins og hvert annað vinnuplagg hérna innan stofnunar- innar. Þess vegna fannst mér nú skjóta allskökku við þegar hún varð allt í einu skírð leyniskýrsla. Þessi umrædda skýrsla hefur aldrei verið neitt leyniplagg, þótt hún eðli máls- ins samkvæmt hafi verið smíðuð fyrir Húsnæðismálastjórn, að hennar beiðni, og aðra aðila sem hafa umfram allt með þessi mál að gera. Þannig var það.“ „Mér finnst rétt, núna þegar storminn út af nýju húsnæðislána- lögunum hefur lægt, að ég skýri frá því hvernig þessir hlutir voru í raun og veru vaxnir. Mér þótti reyndar skrýtið að aldrei hafði neinn fyrir því að spyrja mig út í málavexti, sem hefði þó vitaskuld getað sagt þá þegar hvernig í öllu þessu lá, í stað þess að nienn væru að gera sér upp hugmyndir og leggja síðan út af þeim sjálfir. Ég tel rétt að ég byrji að segja frá trúnaðarskýrslunni svokölluðu, sem fjölmiðlar töluðu svo mikið um, líklega í mars og apríl á síðasta ári. „ Trúnaðarskýrslan “ Hér er um að ræða skýrslu um fjárhagsstöðu Byggingarsjóðs rík- isins seni að samin var af sérfræð- ingum stofnunarinnar, skrifstofu- stjóranum Hilmari Þórissyni við- skiptafræðingi og Katrínu Atla- dóttur viðskiptafræðingi. Þau tvö sömdu þessa skýrslu sem var auð- vitað að forminu til aiveg upp á sama máta og þau eru vön að semja af og til, við skulum segja annan hvern mánuð eða svo, fyrir Hús- næðismálastjórn og okkur hér til þess að fjalla um; þar sem greint er frá stöðu mála og það hvernig horf- urnar séu. Þetta var í marsmánuði og þegar þessi skýrsla var tilbúin átti hún auðvitað að fara beint inn á fund Húsnæðismálastjórnar, hún var samin í þeim tilgangi. Þetta var bara skýrsla i reglubundinni röð. Slíkar skýrslur hafa verið gerðar og lagðar fyrir stjórnarfundi annan hvern mánuð, í háa herrans tíð og verða að sjálfsögðu stílaðar upp á nákvæmlega sama máta hér eftir. í marsmánuði frekar en apríl, þegar þessi skýrsla var tilbúin hér fyrir hádegi á þriðjudegi og stjórn- arfundurinn síðdegis sama dag, þá er svo mikill órói í húsnæðismálun- ,um og svo mikil kvika, að mér fannst nauðsynlegt að reyna að tryggja það og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess, að þetta vinnu- plagg yrði fyrst og fremst til urn- ræðu og meðferðar innan stjórnar- innar en færi ekki út um víðan völl, því auðvitað var skýrslan santin með það fyrir augum að Húsnæðis- málastjórn gæti notað hana í sínum bollaleggingum um stöðu mála og unt framhaldið, en alls ekki sem blaðaefni handa fjölmiðlum. Og þess vegna var það að ég einn og ótilkvaddur tók ákvörðun um það að stimpla skýrsluna „Trúnaðar- mál“. Svona einfalt var þetta sem síðan var básúnað út sem einhver ofboðsleg trúnaðarskýrsla og leyni- plagg! Eitthvað sem væri verið að leyna Alþingi og almenningi og einnig að þetta væri undan rifjum félagsmálaráðherrans runnið. Allt saman út í hött. Þetta varð til hérna við skrifborðið. Ég hugsaði málið svona. Ég stimpla skýrsluna „Trún- aðarmál“ áður en hún fer inn á fundinn, vegna þess að hún er sam- in fyrir fund í Húsnæðismálastjórn og ekki ætluð til annarra nota — og ég taldi ekki heppilegt að skýrslan yrði blaðamatur á því stigi málsins. Ég fór ofan í skúffu til mín og sótti stimpilinn „Trúnaðarmál" og stimplaði á skýrsluna. Og ég tek al- veg sérstaklega fram að það var enginn sem bað mig um að gera þetta eða ráðlagði mér það, hvatti mig til þess að gera það eða neitt þess háttar. Þetta var mín eigin uppátekt sem að ég rökstyð með þessum hætti. Síðan var út af fyrir sig spurst fyrir um það i stjórninni hvers vegna þessi skýrsla væri stimpluð „Trúnaðarmár og ég rökstuddi það upp á nákvæmlega sama máta eins og ég geri nú inn í þennan hljóðnema. Því var ekki breytt og þar við sat. Svona var þetta í sann- Íeika sagt einfalt. „Leyniskýrslan “ Þegar svo leið á vorið þá kom fram önnur skýrsla sem kölluð var „Leyniskýrslan". Hún fjallar um þróun fjármálanna fram til alda- móta eða svo, og var samin af Yngva Erni Kristinssyni, hagfræð- ingi í Seðlabankanum og Inga Val Jóhannssyni, félagsfræðingi hjá Húsnæðisstofnun. Þetta fóru menn i fjölmiðlum að kalla Ieyniskýrslu sem hefði uppgötvast fyrir ein- hverja tilviljun og sýndi nú heldur svarta mynd af stöðu mála og þróun þeirra fram til aldamóta. Og hvern- ig var nú þetta mál? í sjálfu sér al- veg nákvæmlega jafn einfalt. Það var öðru hvoru megin við áramótin að einn stjórnarmanna hér hjá okkur lagði fram tillögu um það í Húsnæðismálastjórn, að fengnir yrðu hæfir menn til þess að semja yfirlitsskýrslu um hugsan- lega þróun mála Iangt fram í tím- ann. Allar stjórnir peningastofn- ana leitast alltaf af og til við að gera sér grein fyrir í hvaða átt þróunin getur gengið, og stilli þar upp ýms- um valkostum. Meðal annars eftir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.