Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 1
Stjórnarmyndunin: ALLT Á FULLA FERÐ Skyndifundur formanna Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hjó að mestu á hnútinn sem skapaðist eftir ,,leynifundinn(C. Jákvæður áhugi í flokkunum þremur fyrir stjórnarmyndun. Formenn Alþýðuflokks og Sjálf- stæðisflokksins hittust í gær á heimili Jóns Baldvins Hannibals- sonar. Eftir þær viðræður er Ijóst að mörg ágreiningsmál sem upp hafa komið í stjórnarmyndunar- viðræðunum og einkum eftir „leynifund" formannanna þriggja, hafa verið leyst og útlit fyrir að skriður komist á viðræðurnar um helgina. Hnútur komst á stjórnarmynd- unarviðræðurnar eftir „leynifund“ formannanna þriggja á fimmtu- dag. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins þvergirti þá fyrir allar fyrstu að- gerðir þrátt fyrir yfirvofandi verð- bólgusprengingu. Deilur um skipt- ingu ráðherraembætta og nýja verkskiptingu ráðuneyta urðu einn- ig þess valdandi að talið var að við- ræðurnar myndu sigla í strand. Harðorðar yfirlýsingar Sverris Her- mannssonar menntamálaráðherra í fjölmiðlum í garð formanns Sjálf- stæðisflokksins og neikvæð um- mæli Mathíasar Bjarnasonar sam- gönguráðherra í líkum dúr hafa skapað mynd af Sjálfstæðisflokki í upplausn og haft neikvæð áhrif á gang stjórnarmyndunarinnar. í gær sat að störfum nefnd hag- fræðinganna Jóns Sigurðssonar frá Alþýðuflokki, Geir H. Haarde Sjálfstæðisflokki og Bolla Héðins- sonar frá Framsóknarflokki til að athuga þá valkosti sem flokkarnir vilja fara varðandi fyrstu aðgerðir og meta verðbólguspá samkvæmt ólíkum leiðum sem flokkarnir vilja fara. Nefndin skilar niðurstöðum í dag eða á morgun. Mikill áhugi er hjá forystumönn- um flokkanna þriggja um að mynd- un ríkisstjórnar takist. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins mun fundur formanna Alþýðuflokksins og Sjálfstæðisflokksins hafa haft afgerandi áhrif til að jafna ágrein- ingsmál þótt enn sé deilt um fyrstu aðgerðir og endanlega skiptingu ráðuneyta. Sjá ennfremur fréttaskýringu á bls. 5 : „Núll—lausnir“. Sjórinn hefurheillað margan ungan manniníi og mun eflaust gera umókomna tlð. Vonandi eiga (slenskir sjómenn f framtiðinni eftir að færa þjóðarbúinu auð frá fiskimiðunum, eins og þeir hafa gert I gegnum aldir. — Alþýðublaðið óskar sjómönnum til hamingju með daginn. 6-7 Sannleikurinn um leyniplögg Húsnæöis- stofnunar „Þetta varð til hérna við skrif- borðið. Ég hugsaði málið svona. Ég stimpla skýrsluna „Trúnað- armál" áður en hún fer inn á fundinn, vegna þess að hún et samin fyrir fund í Húsnæðis- málastjórn og ekki ætluð til annarra nota — og ég taldi ekki heppilegt að skýrslan yrði^ blaðamatur á því stigi málsins‘.| ______10-11______ Lífiö er kraftaverk — Gylfi Ægisson, sjó- maöur, skáld og laga- smiður í opnuviðtali _______15_______ Forstjóri Sambandsins gagnrýnir fastgengis- stefnuna — Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambands ís- lenskra samvinnufélaga er ómyrkur í máli í viðtali við Alþýðublaðið. Myndræn ferð um Mið-Evrópu Brottför 2. ágúst. Heimkoma 23. ágúst. Luxemburg - Þýskaland - Austurríki - Sviss. Luxemburg - Heidelberg - Freiburg - Svartiskógur - Basel - Genf - Luzern - Bodensee - Allgáu - Salzburg - Vín - Miinchen. íslensk fararstjórn. Verð kr. 62.300,- á mann í tveggja manna herbergi með hálfu fæði. VI Umboó a Isiandi fynr \ DINERSCLUB •u. INTERNATIONAL FERÐA3KRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SÍMAR 28388 - 28580

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.