Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 13. jún( 1987 Karl Steinar Guönason: Verndartollar hjá Efnahags- bandalaginu? „Viðskiptavinir þeirra erlendis geta treyst því að þeir séu með fyrsta flokks vöru, en það er svo oft að slíkt er ekki hægt. Það eru einnig ánægjuleg tíðindi að hér er fyrir- tæki sem unnið hefur tindabykkju sem enginn hefur viljað éta hér, en seld hefur verið á góðu verði til út- landaí1 Sex þúsund tonn seld — En hvað með /ancJverkafólk? „Landverkafólk er sumt ekkert ánægt með þessar siglingar, en ég er mjög ánægður með það að sjó- menn fái sem allra best verð fyrir fiskinn. Hins vegar verða bæði sjó- menn og landverkafólk að vinna saman að því að halda uppi fullri atvinnu í landi, því það er nú einu sinni svo að þarna er um að ræða sameiginlega hagsmuni allra þegar til lengdar lætur. Þess vegna verður hver og einn að styðja hinn í þessum efnum. Siglingar með afla eru ekki enn orðnar verulegt vandamál hér á Suðurnesjum. Það er orðið það víða úti á landi, — sérstaklega í Vestmannaeyjum þar sem fólk stendur frammi fyrir mjög minnk- andi atvinnu. Það er hins vegar áhyggjuefni byggðarlaganna hér fyrir sunnan að skipin hafa verið seld út á land og auðvitað kvótinn með. Eitt byggðarlag hérna, Garð- urinn, er búið að missa alveg ótrú- lega mikið. Einnig Keflavík. Ætli það séu ekki um sex þúsund tonn sem eru farin. Það ranglæti sem felst í því að svæði eitt hefur fengið minni kvóta en svæði tvö, gerir það að verkum að það er ekkert óeðli- legt að útgerð sem stendur illa vegna lítils kvóta, reyni að bjarga sér með því að selja skipin í burtu, vegna þess að rekstrargrundvöllur- inn er miklu betri fyrir skip sem hafa margfalt hærri kvóta úti á landi, bara við það að flytjast þang- að. Við erum alveg á því að það verði að stjórna fiskveiðunum og að það sé ekkert vit í öðru. Ég hef ekki heyrt neinar raddir sem bera á móti því. — Við hér á Suðurnesjum munum hins vegar ekki horfa upp á það að sjávarplássin hérna verði lögð í rúst vegna kvótakerfisins. Og það er alveg Ijóst að það þarf að gera gagngerar endurbætur á þessu kvótakerfi og verður ekki við annað unað. Sjávarfang veitt á Suðurnesj- um er ekkert minna virði en sjávar- fang frá öðrum stöðum.“ I\’öföld klemma — Hvernig stendur útgerðin á Suðurnesjum? „Hér var á sínum tíma vaxtar- broddur útgerðar og fiskvinnslu, alveg þar til viðreisnarstjórnin fór frá, eins og ég hef stundum sagt. Þá fór þetta að breytast og útgerðin hefur verið á hægfara niðurleið síð- an. Svo þegar kvótakerfið kom, þá lenti það mjög niður á byggðalög- um eins og Keflavík og Garðinum. Auðvitað er það svo tvöföld klemma sem landverkafólk lendir í, þegar það kemur á sama tíma, að kvótinn er settur á og skipin fara að sigla með aflann óunninn. Sigling- arnar verða þó náttúrlega að eiga sér stað til þess að taka af aflatoppa sem stundum eru í þessu og það er af hinu góða að svo verði gert áfram. Það eru hagsmunir beggja aðsvosé. Hinsvegarer þettaaðfara út í öfgar. Og þetta er sérstaklega hættulegt núna. — Þar má ekki að- eins líta á skammtímahagsmuni heldur hitt, að við sjáum fyrir okk- ur að þessi feykilega sala á gáma- fiski til útlanda, hefur verið víta- mínsprauta í þau fiskvinnslufyrir- tæki í Bretlandi og Þýskalandi sem voru að verða fiskhungri að bráð. — Nú er að færast nýtt lif í þessi fyrirtæki. Og við erum með þessu að styrkja þessi fyrirtæki í því að efla sína fulltrúa hjá Efnahags- bandalaginu til þess að koma á Karl Steinar Guðnason: „Við á Suð- urnesjum munum ekki horfa upp á það að sjávarplássin verði lögð i rúst vegna kvótans." verndartollum á unninn fisk frá ís- lendingum. Og ef það verður að veruleika þá þýðir það ekkert annað en verri lífskjör fyrir sjómenn og landverkafólk" Hagkvœmast að vera einn á báti — Hvað líður öryggis- og kjara- málum sjómanna? „Hvað varðar öryggismál sjó- manna, þá hafa orðið stórkostlegar breytingar á undanförnum árum til hins betra. Þó er vissulega ótal- margt enn sem þarf að breyta og bæta. Menn setja t.d. spurningar- merki við það hvort það sé eðlilegt að málum sé svo háttað að það sé hagkvæmast að vera einn á lítilli fleytu. Margir velta því fyrir sér hvar öryggið sé þegar svo er komið. Um kjaramálin er það að segja að ég tel að sjómenn hafi komið betur út núna á síðustu árum heldur en oft áður. Og vafalaust á sam- keppnin um fiskinn sinn þátt í því, það hefur verið boðið hærra verð í fiskinn heldur en áður og sjómenn fá meira út úr þessum siglingum ef þær heppnast, en það liggur fyrir að það er ekki nærri því alltaf sem svo er, — öðru nær. í næstsiðustu samningum var gerð gagnger - breyting á lífeyris- sjóðamálum sjómanna, svo að segja má að þau séu loksins komin í viðunandi horf. Þó eru sjómenn ekki eins vel settir í þeim efnum og opinberir starfsmenn, það verður að segjast eins og er, og það gildir um landverkafólk líka. Ég vil árna sjómönnum allra heilla í tilefni sjómannadags og óska þeim til hamingju með dag- inn“, segir Karl Steinar Guðnason. „Kvótamálið er vissu- lega það sem brennur heitt á sjómönnum nána, sérstaklega í ákveðnum byggðalög- um. En þetta kvóta- mál er einnig um- hugsunarefni fyrir landverkafólk og út- gerðarmenn. Sjómenn geta auðvitað fœrt sig til, en það geta byggðarlögin ekki. Sjómenn á Suðurnesj- um hafa vissulega siglt nokkuð með afla óunninn, en það hef- ur þó verið gert þannig að jafnvœgi hefur haldist á milli veiða og vinnslu í þessum efnum“, segir Karl Steinar Guðna- son, formaður Verka- lýðs- og sjómannafé- lags Keflavíkur. Karl Steinar segir ennfrem- ur að það séu talsvert mörg smáfyrirtœki á Suðurnesjum sem verki aflann að ákveðnu marki og flytji út sjálfstœtt. En það ánœgjulegasta við smáfyrirtœkin sé að þau geti greitt hœrra verð vegna þess að þau séu með betri vöru en aðrir. „Við viljum bara vera látnir í friði“ „Það halda margir að okkur fjölgi mjög ótrúlega um þessar mundir, en ég held að við stækkum aðallega í umfjöllum fjölmiðla. Vissulega fjölgar trillum, en þeim hefur stöðugt fjölgað síðustu ára- tugi. Hins vegar hafa þær komist í miklu meiri umræðu undanfarin tvö til þrjú ár heldur en hefur verið áður. Ástæðan er fyrst og fremst kvótakerfið. Það virtist vera þannig um tíma, að trillurnar væru að sliga þetta þjóðfélag til falls, vegna þess að þær hafa verið sæmilega utan kvótans." Ólíkar aðstœður „En við fengum fram í það mikl- um mæli leiðréttingar á því sem upphaflega átti að gera, að ég tel að flestir séu nokkurn veginn sáttir við sitt. Hins vegar er það okkar grund- vallarskoðun, að veiðar þessara litlu báta og þá sérstaklega króka- veiðarnar, það er að segja hand- færa- og línuveiðarnar, eigi ekki að vera háðar einum eða neinum tak- mörkunum. Við glímum við að- stæður sem aðrir þurfa ekki að hafa eins miklar áhyggjur af. Þar á ég fyrst og fremst við veðurfar. Það vill æði oft gleymast líka, að við veiðum ekki á handfæri og línu í svarta myrkri, en þessi mikli og öfl- ugi floti sem við eigum, hann veiðir alveg jafnt hvort sem er bræla og myrkur eða bliða og sólskin og logn. Litli báturinn er hins vegar alltaf háður ytri skilyrðum" 1,5—3% á ári. „Það stendur núna til að Land- samband smábátaeigenda láti vinna kort sem sýnir hvað litlu bát- arnir nýta. Og það geta verið nokk- uð fróðlegar upplýsingar; ætli það komi ekki í Ijós að plássið sem við tökum sé lítið. Samt virðumst við vera heilmikið fyrir, — í umræðu um þessi mál alla vega. Aflahlutfall smábátanna hefur verið 1,5—3% á ári hingað til, en nákvæma pró- sentutölu hef ég ekki um það sem af er þessu ári, en hún hefur eitthvað örlítið stigiö" Vilja trillurnar út „Það fjaðrafok sem varð útí smá- bátasjómenn þegar kvótakerfinu var komið á, er fyrst og fremst til komið vegna þess að það eru til í Iandinu mjög öflug hagsmunasam- tök aðila í sjávarútvegi sem vilja trillurnar af haffletinum og telja þær hinn mesta ófögnuð. Og það er ýmsum „rökum" beitt. Það er til dæmis að þetta sé mjög hættulegur veiðiskapur. Það er sagt að lítill bát- ur á stóru hafi þýði sama og mikið af slysum og dauðsföllum. En skýrslur sem hafa verið samvisku- samlega unnar hér á íslandi sýna þveröfugt. Þær sýna að slysin og óhöppin verða á þessum stóru og voldugu skipum.“ Varasamt hráefni! „En við höfum líka legið undir alls kyns ómerkilegum áróðri eins og t.d. að við séum að bera á land alls konar varasamt hráefni, að netaveiðar smábáta t.d. séu tví- mælalaust til þess fallnar að menn séu að koma í land með tómt drasl, bæði smælki, og eins að netaveið- arnar skili mikið gömlum fiski á land þar sem lítill bátur geti ekki vitjað um netin á hverjum degi. En það ætti þá að vera leikur einn fyrir þessa menn sem halda slíku fram að sýna fram á þetta með matsskýrsl- um, en það hefur ennþá ekki nokk- ur kjaftur fengist til þess. Þetta eru nú þessi helstu „rök“. Þetta er sem sagt ekkert nema ómerkilegur áróð- ur, kominn frá þeim mönnum sem vilja þessa báta burtí* Bestu sjómennirnir á litlu bátunum „Annars þykist ég vita hver er að-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.