Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 13.06.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 13. júnl 1987 11 En þú hélst áfram í tónlistinni? Svo komu fleiri plötur. Sú næsta sem kom var líka sólóplata og hét Gylfi Ægisson eins og sú fyrsta. Sum lög af henni urðu vinsæl þó að það væri ekkert í líkingu við það sem gerðist með fyrstu plötuna. Þriðja platan sem kom frá mér hét svo Blindhæð upp í móti. Og á meðan ég er að vinna þá plötu kynnist ég Þóru núverandi konu minni. En um það leyti sem ég kynnist henni var ég kominn svo neðarlega með allt mitt iíf, að ég var mikið að hugsa um að drepa mig. Ég var þá búinn að vera á fylliríi mánuðum saman og átti ekki einu sinni fötin sem ég var í. Eftir að ég kynntist Þóru var ég að sulla í brennivíninu í ár til viðbótar, en drykkjumunstrið breyttist og það leið lengra á milli túranna. Eg var þá að reyna að rífa mig út úr þessu þó að það tækist ekki strax. En ég hafði alltaf verið mjög trúaður og fór alltaf með Faðirvorið áður en ég fór að sofa þótt ég væri fullur, bara ef ég mundi eftir því. Það hef reynd- ar alltaf gert. Svo þegar presturinn bað fyrir mér, þá gerðist eitthvað sem ég fæ ekki útskýrt. Ég er búinn að vera edrú núna í átta ár. Kraftaverk? Hvað var það sem gerðist? Þetta var þannig að ég var alveg að farast, mér leið svo illa einu sinni eftir fyllirí. Þóra konan mín var komin heim úr vinnunni til þess að vera hjá mér, ástandið var svo slæmt. Ég fór þá að leita í síma- skránni að einhverjum lækni til þess að fá hann til að sprauta mig niður. Þar fann ég eitthvað síma- númer sem mér leist vel á og hringdi í það. Það kemur þá gamall maður í símann. Við förum að tala saman og hann segir mér að hann sé prest- ur. Ég segi honum til hvers ég hafi hringt, en bið hann samt um að biðja fyrir mér. Hann segist skuli gera það strax og ég sé búinn að leggja símann á. Síðan kveðjumst við og það líður ekki langur tími þar til dæmið snýst alveg við. I stað- inn fyrir þessa miklu vanlíðan þá fer mér smátt og smátt að liða mjög vel. Ég lagðist upp í rúm við hliðina á Þóru og lýsti fyrir henni jafnóð- um hvað var að gerast. Mér leið allt í einu eins og ég lægi á bómull. Síð- an sofnaði ég og þegar ég vakna aft- ur um kvöldið, þá er ég alveg stál- sleginn og öll vaniíðan horfin. Þarna var ekkert vafamál að eitt- hvað gerðist sem ég get ekki útskýrt. Og eftir að ég hætti þarna að drekka, þá hef ég oft verið minntur á þetta. Mig dreymdi t.d. oft að ég væri á fylliríi og það var alltaf sami draumurinn: Allt var komið í vit- leysu hjá mér og ég átti ekki neitt. Þannig var ég minntur á. Ég var svo ekkert smávegis feginn þegar ég vaknaði og allt var í lagi. Þetta gerð- ist alltaf með vissu millibili, og ein- staka sinnum enn eftir allan þennan tíma. Þetta hefur allt verið gífur- lega sterk reynsla. Konan mín, Þóra Steindórsdóttir hjálpaði mér mjög mikið í gegnum þetta tímabil og ég er ekkert viss um að ég hefði lifað þetta af án hennar. En hafðir þú aldrei leitað þér að- stoðar fyrr en þarna? Ég var búinn að fara nokkrum sinnum inn á stofnanir til þess að reyna að fá hjálp, en ég held að tím- inn hafi verið of stuttur í þá daga sem ég var í þeim meðferðum. Ég var yfirleitt kominn út aftur eftir sjö daga og lenti þá oftast beint út á götuna aftur. En ég veit að þetta er allt saman miklu betra í dag. Ég hef notað bænaleiðina til þess að Gylfi Ægisson varð landsþekktur fyrir nokkrum árum vegna laga sinna í sól og sumaryl og Minning um mann og reyndar fleiri lög. íþví viðtali sem hér fer á eftir rekur Gylfi lífshlaup sitt þar sem skiptast á skin og skúrir. halda mér edrú. Ef mér fer að líða illa þá biðst ég fyrir, og þá hef ég alltaf fengið þann styrk sem mig hefur vantað. Éins hefur fólk hringt til mín og beðið mig um aðstoð og ég hef beðið fyrir þessu fólki. En sjómennirnir hafa peningalega al- veg reist mig við og hafa staðið með mér í gegnum þunnt og þykkt í öll þessi ár. Að mála skip En hvað varð til þess að þú byrj- aðir að mála myndir af skipum og fleiru? í málverkinu byrja ég eftir að ég kynnist Þóru. Stofuveggurinn blasti við okkur allsber og nakinn og hún fór að tala um að það vanti nú eitthvað þarna á vegginn. Og ég bað hana þá að fara og kaupa tvo metra af striga, pensla og máln- ingu, ég skyldi mála þarna mynd til að setja á vegginn. Þetta sagði ég reyndar bara í gríni. Þannig byrja ég að mála. Þessa mynd sem fór svo á vegginn í stofunni málaði ég eftir lítilli fyrirmynd. Hún varaf því þeg- ar Troja var að brenna. Næsta mynd sem ég málaði var af kross- festingunni, sem ég gerði líka eftir lítilli fyrirmynd. Fyrstu myndirnar gerði ég allar fríhendis, en Rúnar Júlíusson benti mér á að til væri myndvarpa sem gæti hjálpað manni mikið þannig að ég yrði þá fljótari að teikna. Síð- an þá hef ég alltaf notað mynd- vörpu. Þetta verður nefnilega að vera nákvæmt hjá mér vegna þess að ég er að mála bátana fyrir sjó- mennina og það verður að vera ná- kvæmt. Þeir panta hjá mér myndir af ákveðnum bátum. Þetta er ég bú- inn að vinna við í fimm ár og alltaf nóg að gera. Fyrir bragðið hef ég lít- ið getað sinnt mússíkinni undan- farin ár. Ég er þó að vinna núna að stórri plötu sem kemur vonandi á markaðinn á næstu vertíð. Reynslunni ríkari Svo að þú hefur að lokuin komist út úr hinu „Ijúfa lífi“? Ég get ekki kallað það annað en kraftaverk hvernig ég hef komist út úr þessum hildarleik öllum, og þau halda áfram kraftaverkin, því það hefur margt gerst síðan ég hætti að drekka sem geta ekki verið eintóm- ar tilviljanir. Og að komast út úr þessu brennivínslífi, með þá reynslu sem maður hefur fengið í gegnum það, gerir það að verkum að mér finnst stundum eins og ég geti bók- staÉega allt. Ég vil óska sjómönnum um land allt til hamingju með Sjómanna- daginn. Ég elska sjómennina okk- ar. Þeir hafa líka hjálpað mér meira í gegnum tíðina en orð fá líst.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.