Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 2
‘sSS' . Lauga/dagyf-2. jtifí-1988 -2 LÍTILRÆÐI o Flosi Ólafsson skrifar AF DREIFBÝLISJARMI Eg tel mig afar öfundsverðan mann. Mér finnst ég lánsmaður, lukkunnar panfíll og stundum jafnvel einn af guðs útvöldum. Þó að sumir séu stundum að segja að hver sé sinnar gæfu smiður, þá verð ég að segja bara alveg einsog er, að mér finnst enganveginn að ég hafi unnið til þeirrar ómældu gaefu sem forlögin hafa búið mér. Öðru nær. Ég hef á löngum æviferli, hvað eftir annað, syndgað gegn guós og manna lögum og það veit sá sem allt veit að þegar ég,- í hljóðri bæn krýp við rúmstokkinn á kvöldin, áðuren ég fer að sofa, og rifja upp allar hugrenningarsyndirdagsins, þá kemur oftar en ekki í Ijós, að ég hef þverbrotið öll boðorðin í huganum, bæði stolið, drýgt hór og drepið mann, að ekki sé nú talað um ágrindina, svo nokkuð sé nefnt. Nei ég á það sannarlega ekki skilið að lánið leiki svona við mig dægrin löng. Einsog ég segi. Ég er mikill gæfumaður. Og í hverju er svo þessi mikla gæfa mín fólcjin? I því, góðir hálsar, að ég skuli vera þétt- býlismaður en ekki dreifbýlismaður. Dag eftirdag sit ég hérna í fallega húsinu mínu í miðbænum og fylgist í blöðunum með hinum hræðilegu hörmungum sem hin svonefnda „landsbyggð“ býr við á meðan smér drýpur af hverju strái hérna í Reykja- vík. Stundum fyllist ég sektarkennd, því mér finnst einsog við „þéttbýlingar“ séum bein- línis valdir að allri dreifbýlisóhamingjunni í landinu, þ.e.a.s. efégskil rétt hinafjölmörgu talsmenn dreifbýlisins sem óaflátanlega kyrja sultarsönginn í fjölmiðlum. Stundum fer ég með veggjum dægrin löng útaf því að vera reykvíkingur og hafa leitt alla þessa ógæfu yfir fólkið úti á landi. Mér er sagt að sjö tíundu hlutar þjóðar- innar búi hérna á suðvesturhorni landsins og af því ég er nú reikningsglöggur, get ég reiknað það út að þrír tíundu þjóðarinnar eru búandi annars staðar en semsagt á suð- vesturhorninu. Afturámóti er meira en helmingur alþing- íismanna fulltrúar þessara þriggja tíundu, svo segja má að kosningalögin séu sér- hönnuð fyrir þá sem eiga reglulega bágt. Eiginlega finnst mér að viö reykvíkingar og þeir sem búa á suðvesturhorninu eigi ekki skiliðaðeiganeinafulltrúaáAlþingi af þvíaðviðeigum svogottað veraekki sveita- menn og dreifbýlingar, en sem betur fer eru nú þingmenn suðvesturhornsins oft miklu duglegri við að sinna málum landsbyggðar- innar helduren Reykjavíkur, sem er ekki nema eólilegt, því allir sem ekki búa í ná- grenni Reykjavíkur og í höfuðborginni eiga svo óskaplega bágt. Og blessuð byggðastefnan var nú upp- fundin beinlínis vegna þess hvað sveita- menn eiga bágt að búa ekki í Reykjavík. Stundum finnst méreinsog liggi í loftinu að öll ógæfa dreifbýlismanna sé okkur reyk- víkingum að kenna. Við höfum sogað til okkar fjármagnið utanaf landi, við höfum sölsað undir okkur stjórnsýsluna, við höf- um — ég held helst með gjörningum — sturlað saklausa sveitamenn í hrönnum og vélað þá til að flytja úr heimahögunum til höfuðborgarsvæðisins. Eðaviljið þið, góðirhálsarnefnaméreinn dreifbýlisþingmann eða tvo, sem ekki eiga íbúð í Reykjavík, svo ekki sé nú minnst á presta, embættismenn, landsbyggðar- spekúlanta og bændur. Það er einsog ógæfu dreifbýlisins veröi allt að vopni. Eitt höfuðmarkmið byggðar- stefnunnar er að bæta samgöngur úti á landi, brúa firði og fljót og grafa jarðgöng undir fjallgaróa milli eyðibyggða. Hver er svo árangurinn? Öll kaupfélögin á landinu eru að fara á hvínandi hausinn af því að dreifbýlingar aka í loftinu beint til Reykja- víkur til að versla í Hagkaupum og allt reyk- víkingum að kenna. Dreifbýlingar eiga landið með gögnum þess og gæðum, blómlegar sveitir, laxár og grösug heiðalönd, það er að segja þar til sauðkindin er búin með grasið, þá eiga þeir bara heiðalönd. Hérna á suðvesturhorninu getur varla annað en mölina, asfalt og hraun. Til eru þeir íslendingar sem í fávisku sinni láta sér detta í hug að þeir sjö tíundu þjóðarinnar, sem búa hér á suðvesturhorn- inu, ættu að eiga verulega hlutdeild í nátt- úruauðlindum landsins, jafnvel sjö tíundu, jáörlitlahlutdeild í sjö af hverjum tíu stráum á afréttarlöndum, sjö af hverjum tíu löxum, sjö af hverjum tíu þorskum, sjö af hverjum tíu alþingismönnum og sjö af hverjum tíu krónum. En vei þeim sem viðra slíkar skoöanir. Við sem búum hérna á suðvesturhorninu verðum aö gera okkur Ijóst hvílík gæfa það erfyrirokkur að búa hérá mölinni, asfaltinu og hrauninu af því við höfum Seðlabankann, Alþingi, Stjórnarráðið, Þjóðleikhúsið, Broadway, Hollywood, fjárfestingafyrirtæk- in, Kringluna, Pan-klúbbin og svo auðvitað okkur sjálf, sem erum svo eftirsóknarverð að víðáttubrjálæði hleypurádreifbýlingaef þeir fá ekki að vera í samvistum við okkur þéttbýlinga reglulega. Svo rammt kveður að þessu að lands- byggðarþingmenn sem hæst æpa um jafn- vægi í byggð landsins flytja umnvörpum úr sinni heimabyggó í íbúðirnar sínar hérna á .mölinni, að eigin sögn vegna þess að við 'reykvíkingar sinnum ekki því brýna verkefni að leggja undirgöng undir fjöll og firnindi á útkjálkum landsins, „heima í héraði“. Maður er farinn að láta sér detta í hug aó eðlilegt mannlíf geti ekki þróast á Aust- fjörðum og Vestfjörðum, nema neðanjarðar. Við reykvíkingar verðum að fara að taka okkurá. Viðeigum að veragóðirviðdreifbýl- inga, landsbyggðarfólk, sveitamenn og landshornafólk og hættaað „soga“ til okkar fjármagnið þeirra með gegndarlausri há- vaxtastefnu". Við eigum að reyna að borða meira af lambaketinu þeirra, svo við þurfum ekki að borga útlendingum milljarð á ári fyrir að borða það. Við eigum að hækka vöruverðið í Hagkaupum og Fjarðakaupum, svo að kaupfélögin og Sláturfélag Suður- lands séu ekki alltaf að fara á hausinn og „heimamenn11 geti farið að versla heimahjá sér á sambærilegu verði við það sem gerist í dýrari búðunum hér. En umfram allt eigum við að veragóðirvið dreifbýlinga, því þeir eiga nú einu sinni svo ósköp bágt að vera ekki reykvíkingar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.