Alþýðublaðið - 02.07.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 2. júlí 1988
17
SKOTMARK
Kristján Þorvaldsson
skrifar
Hannes Holmsteinn Gissurarson
ADALATRIDID ER SAMVINNA
Hannes Hólmsteinn: Æskilegt að
ekki séu allir á sama máli í deild
eins og félagsvísindadeild, þar sem
enginn sannleikur er til, heldur
bráðabirgðasannleikur hvers tíma.
Miðað við umfjöllun hlýtur
ráðning Hannesar Hólm-
steins Gissurarsonar í stöðu
lektors i stjórnmálafræði við
Háskóla íslands, að vera ein
allra umdeildasta stöðuveit-
ing síðustu ára. Menntamála-
ráðherra virtist enda full
meðvitaður um það og lét
fylgja með sérstaka greinar-
gerð þegar hann sendi fjöl-
miðlun fréttatilkynningu um
ákvörðun sína seinnipartinn
á fimmtudag. Ef til vill kom
veitingin ekki á óvart, þvi hún
er í samræmi við pólitíska
flokkadrætti. Engu að síður
áttu menn ekki von á því aö
menntamálaráðherra réði
mann í starfið í algjörri and-
stöðu við rektor Háskólans,
Sigmund Guðbjarnason. Fyrir
lá álit dómnefndar sem taldi
annan umsækjanda hæfast-
an, Ólaf Þ. Harðarson stjórn-
málafræðing. Það var og
skoðun Þórólfs Þórlindsson-
ar deiidarforseta félagsvis-
indadeildar, að ekki væri
hægt að ganga fram hjá
Ólafi. Raunar taldi dómnefnd-
in að Hannes Hólmsteinn
væri ekki hæfur til að gegna
starfinu, eins og deildin lýsti
stöðunni í auglýsingu sinni.
Hannes Hólmsteinn er í
Skotmarkinu í dag, en Al-
þýðublaðið náði símsam-
bandi við hann á hótelher-
bergi í Montreol í Kanada.
— Hvað finnst þér um að
taka við þessu starfi eftir þá
hörðu gagnrýni sem fram
hefur komið á stöðuveiting-
una?
„Ég þakka traustið og mun
verða þess verðugur."
— Hefuröu geð í þér að
setjast t þennan stól i and-
stöðu við yfirmenn félagsvís-
indadeildar svo og háskóla-
rektor?
„Aðalatriðið er að sinna
einhverjum rannsóknum, en
eyða ekki tíma í rifrildi. Eg á
ekkert sökótt við þessa
menn.“
— Þessi andmæli hafa
varla komið þér á óvart?
„Jú. Ég er eiginlega alveg
undrandi. Annars finnst mér
það ekkert aðalatriði. Menn
standa og falla með verkum
sínum, en ekki umsögnum
annarra. Þess vegna hef ég
engar áhyggjur af annarra
skoðunum, heldurvil kosta
kapps um að leggja fram verk
í framtíðinni sem verða fram-
bærileg. Tíminn einn sker úr
um það, hvort þessi ákvörðun
ráðherra hafi verið rétt eða
ekki. Ég ætla að gera mitt
besta til að sýna fram á að
hún hafi verið rétt.“
— Nú styðjast menn viö
álit dómnefndar, þar sem
m.a. er komist að niðurstöðu
um kandidatsritgerð þína, að
sumstaðar sé beinlínis rangt
farið með staðreyndir, einka-
sjónarmið og persónulegir
dómar um menn...
„...Það er að vísu ekki rétt.
Ég bendi þér á að stúdents-
próf skiptir meira máli en
landspróf þegar farið er í há-
skóla. Sérstaklega gildir
þetta þegar um er aó ræða
stúdentspróf í greinunum
sem ætlað er að læra í há-
skóla. Ég tók doktorspróf í
stjórnmálafræði, en magist-
erpróf mitt var í sagnfræði.
Þessi lektorsstaða er í stjórn-
málafræði. Ég skil þess
vegna ekki spurninguna.
Hvaða máli skiptir einkunn
sem ég hef á landsprófi, þeg-
ar ég sæki um lektorsstöðu
við háskóla?"
— Þú hefur numið og
starfað á sviði sagnfræði,
heimspeki og jafnvel við-
skiptafræði. Hver er þín raun-
verulega menntun?
„Doktorsritgerð mín er í
stjórnmálafræði. Það kemur
skýrt fram í áliti dómnefnd-
ar....“
...Og taldist hæf til um-
sóknar í heimspeki?
„Doktorsritgerðin er í
stjórnmálafræði og fjallar um
stjórnmálastefnur, íhalds-
stefnu og frjálslyndisstefnu."
— Efastu sjálfur um hæfni
Ólafs Þ. Harðarsonar sem
dómnefndin taldi hæfari?
„Mér dettur ekki í hug að
ræða þessi rnál á þessum
grundvelli. Ég held að þetta
séu allt Ijómandi menn.“
— Nú sagöi menntamála-
ráðherra í viðtali, þegar hann
rökstuddi þessa ráöningu, að
gott væri fyrir deildina að fá
inn menn með ný og ólík
sjónarmið og deildin megi
ekki verða einskorðuð við fé-
lagsskap manna sömu skoð-
unar. Hann tók þó fram að
ekki væri um pólitíska veit-
ingu að ræða. Finnst þér
ekki sem frjálslyndum manni,
þetta vera vafasamur mál-
flutningur?
„Vísindin þokast ekki
áfram nema við frjálsa sam-
keppni hugmynda, sérstak-
lega mannvísindi. Þau krefj-
ast fjölbreytni í viðhorfum og
sífelldrar umræðu. Þess
vegna er æskilegt að það
séu ekki allir á sama máli í
deild eins og félagsvísinda-
deild, þar sem enginn endan-
legur sannleikur er til heldur
bráðabirgðasannleikur hvers
tíma.“
— Heldurðu að það skaði
ekki Háskólann, að þessi
ráðning skuli vera i algjörri
andstöðu við háskólarektor,
eins og komið hefur fram?
„Árið 1944 skipaði Dr.
Björn Þórðarson, þáverandi
menntamálaráðherra, séra
Sigurbjörn Einarsson dósent
í guðfræði i andstöðu við
guðfræðideild og háskólaráð,
sem samþykkti harðorð mót-
mæli til ráðherra. Ég hef ekki
orðið var við það að störf
séra Sigurbjörns hafi orðið
Háskólanum til skammar.
Fleiri dæmi mætti tína til.
Aðalatriðið er hvort menn
standi sig sem rannsóknar-
menn og það hef ég hugsað
mér að gera.“
— Málið snýst um faglegt
mat á hæfni þinni?
„Nei, nei. Það snýst ekki
um hæfni mína. Ég hef hlotið
ótvíræða hæfnisdóma. Það
snýst um á hvaða sviði sú
hæfni sé.“
— Hvaða hæfnisdómar
eru það?
„Hefurðu ekki kynnt þér
málið? Ég hef fengið hæfnis-
dóma í stjórnmálaheimspeki,
hjá þessum mönnum I Há-
skólanum. Sá hæfnisdómur
sem mestu máli skiptirer
auðvitað doktorspróf sem ég
hef lokið, einn umsækjenda.
Ég hef fengið hæfnisdóma
hjá báðum dómnefndum sem
hafa fjallað um nám mitt.“
— Hæfnisdómar sem ekki
nýtast þér...
...hæfnisdómar sem ekki
eru taldir á þeim sviðum sem
auglýst er í stöður. Eina sem
ég hef ekki fengið hæfnis-
dóm í núna er í að kenna
byrjendum. Ástæðan er sú
að mínar fyrstu gráður eru
ekki í stjórnmálafræði, held-
ur sögu og heimspeki. Um
það snýst málið, þótt ég hafi
lokið doktorsnámi í stjórn-
málafræði. Ég hélt hins vegar
að þeir sem hefðu lokið slíku
námi væru hæfir til að
kenna. Annars er þetta bara
þvarg um aukaatriði.“
— Einkunn kennara þinna
í Oxford virðist hafa vegið
þungt í áliti menntamálaráð-
herra. Eru þeir menn ekki
jafn vilhallir þér og þú taldir
ákveðna menn í dómnefnd-
inni í Háskólanum óvilhalla
þér á sínum tima?
„Mér skilst að hann hafi
leitað álits um eitt atriði,
sem þeir eru bærir um. Það
er hvort doktorsgráða frá
Oxford háskóla feli ekki í sér
næga þekkingu á undirstöðu-
atriðum stjórnmálafræðinnar.
Og þeir hafi sagt já.“
— Hvaða áherslur verða
hjá þér í kennslunni? /Etl-
arðu að kenna skyldufög, val-
greinar eða hvað?
„Ég er ekki einn um að
ákveða það. Ég hlakka til að
starfa með nemendum og
kennurum i deildinni. Núna
er ég að fara að flytja fyrir-
lestur hérna um undirstöðu-
atriði mannréttindahugtaks-
ins. í haust gef ég út bók
sem heitir Markaðsöfl og
miðstýring, þar sem ég fjalla
um samanburðarstjórnmál á
breiðum grundvelli. Síöan
verður doktorsritgerð mln
endurprentuð, því hún er upp-
seld. Síðan hef ég hugsað
mér að koma upp kennslu-
bókum í þeim greinum sem
ég mun fjalla um, þvi ég tel
skyldu þeirra sem kenna við
Háskólann, að reyna að skrifa
bækur á sínum fræðisviðom.
Gera Háskólann ekki bara að
skóla fyrir þá sem stunda
nám þar, heldur líka að há-
skóla allrar þjóðarinnar,
þannig að til verði læsileg rit
fyrirallan almenning. Ég get
nefnt tvo menn sem tókst
þetta sérstaklega vel. Annar
þeirra er Sigurður heitinn
Nordal, sem skrifaði ekki
aðeins fyrir nemendur sína
heldur líka fyrir alla þjóðina,
og hinn er doktor Þór White-
head prófessor, sem hefur
verið að skrifa alveg einstak-
lega góðar bækur sem öll
þjóðin hefur lesið.
Síðan er annað atriöi sem
kennarar í íslenska Háskólan-
um þyrftu að kosta kapps
um, það er að vera gjaldgeng-
ir á alþjóðlegum vettvangi og
bera hróður Islands sem víð-
ast.“
—■ Eru mótmælin gegn
ráðningunni kannski bara
galdrabrennur?
„Það hafa áður gerst ein-
hver læti. Reiðin er ekki lang-
vinn, eða hvað? Hún er til-
finning sem rís og hnígur.
Hún er það í eöli sínu. Hún
er ekki gott leiðarljós fyrir
framtíðina. Aðalatriðið er að
vinna saman.“
— Skilgreinir þú þessi
mótmæli sem reiöi?
„Ég er hérna erlendis og
veit reyndar ekki mikið um
þessi mótmæli. En ég hef
alltaf verið umdeildur. Er það
ekki bara gott. Ég skil reynd-
ar ekki af hverju ættu að
verða einhver læti út af þess-
ari stöðu. Lektorsstaða við
Háskólann er ekki beint feit-
astaembætti þjóðarinnar.“
— Það litur út fyrir aö
þetta hafi verið pólitísk veit-.
ing, það er að skilja á há-
skólarektor í Þjóðviljanum?
„Ég er sannfærður um það
að Birgir (sleifur hefur farið
eftir sinni bestu samvisku i
þessu máli. Það vita allir sem
þekkja hann. Það sem úrslit-
um ræður er ekki að ég skuli
vera í sama flokki og hann,
heldur hefur hann talið að ég
væri bestur til stöðunnar fall-
inn af þeim er sóttu um. Þú
manst eftir því þegar hann
skipaði Sjöfn Sigurbjörns-
dóttur. Ekki var hún flokks-
systir hans. Ekki var Einar
Laxness flokksbróðir hans.
Hann skipaði hann fram-
kvæmdastjóra menntamála-
ráðs.“
— Sigmundur Guðbjarna-
son, er ekki Jón Jónsson i
Trékyllisvík, hann er háskóla-
rektor sem gefur stöðuveit-
ingunni þá einkunn, að hún
sé óheillaverk. Hvernig er
fyrir þig að ganga inn i þessa
virtu stofnun með þetta á
bakinu?
„Þetta mál er ekki erfitt
fyrir mig. Það getur vel verið
að það sé erfitt fyrir Háskól-
ann, vegna þess að það er
ákaflega óvenjulegt að maður
með doktorspróf frá Oxford
háskóla, einum virtasta há-
skóla í heimi, að hann skuli
ekki vera dæmdur hæfur til
að kenna byrjendum. Annars
er Sigmundur Ijómandi mað-
ur og hefur unnið margt gott
fyrir Háskólann."